Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009
Í GÆR var á dag-
skrá Alþingis
þingsályktunartil-
laga Péturs H.
Blöndal, þing-
manns Sjálfstæðis-
flokksins, um að
viðskiptanefnd Al-
þingis verði falið að
semja lög um nýja
tegund hlutafélaga
sem eru með gagnsætt eignarhald og
að bann verði lagt við lánveitingum og
krosseignarhaldi slíkra hlutafélaga. Í
samtali við Morgunblaðið sagði Pétur
að hefðu slík lög verið í gildi, hefði það
komið í veg fyrir allt það sem fór mið-
ur í efnahagslífinu hér á Íslandi.
Í greinargerð með tillögunni segir
að greinilegt sé að gagnkvæmt eign-
arhald, raðeignarhald og óljós eigna-
tengsl séu meðal þeirra ástæðna sem
ollu því að efnahagur fyrirtækja
bólgnaði út og sýndi miklu meira eigið
fé en raunverulega var til staðar. Pét-
ur leggur til að skilgreind verði ný
tegund af hlutafélögum, gagnsæ
hlutafélög eða GH. Slíkt hlutafélag
gæti þurft að uppfylla fimm skilyrði:
GH má ekki eiga eignarhlut í fyr-
irtæki nema það sé líka GH.
GH skal birta lista yfir öll GH sem
það á í og öll GH sem eiga í því.
Eigandi hlutafjár í GH nýtur
hvorki arðs né atkvæðaréttar nema
hann sé einstaklingur eða GH.
GH má ekki eiga hlutabréf í hluta-
félagi sem á það beint eða óbeint.
GH má ekki lána verðmæti til aðila
sem það á beint eða óbeint.
Pétur leggur til að félögum sé í
sjálfsvald sett hvort þau leiti eftir því
að uppfylla skilyrði um gagnsæi. Um
leið og þau gerðu það yrðu þau góður
kostur fyrir fjárfesta og lánveitendur.
runarp@mbl.is
Hlutafélög með
gagnsætt eignarhald
Yrðu góður kostur fyrir fjárfesta
Pétur H. Blöndal
Glæsidagar í Glæsibæ
Fimmtudaginn 2., föstudaginn 3.
og laugardaginn 4. apríl
Kynnum nýju TERRACOTTA línuna vorið
2009 ásamt öðrum nýjungum frá Guerlain
* Kaupaukinn er:
- Glæsileg Guerlain taska
- L´or Gull undirfarði 5 ml
- Super Aqua serum 10 ml
- Super Aqua lotion 50 ml
- Orkideu krem 3 ml
- varalitasýnishorn
Glæsilegur kaupauki að verðmæti 12.900 kr. fylgir kaupum
á tveimur hlutum þar af eitt krem.
*Gildir meðan byrgðir endast
Öðruvísi fermingargjafir
Opið: mán.-fös. 12-18, lau.11-16
Dalvegi 16a,
Rauðu múrsteinshúsunum
Kóp. 201 - S: 517 7727
www.nora.is
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Verð kr. 24.900
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111