Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 Eftir Hlíf Þorgeirsdóttur nema í frétta- og blaðamennsku NOKKUÐ hefur borið á því undanfarið að ís- lenskri hönnun sé stolið og dæmi eru um að sprotafyrirtæki á sviði hönnunar missi tekjur af þeim sökum. Kristín Gunnarsdóttir, verk- efnastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, staðfesti að það væru bæði erlendir og íslendir aðilar sem stunduðu hugverksstuld. „Það virðist ekki mikil virðing borin fyrir hugverki, fólk áttar sig hrein- lega ekki á því að um hugverk sé að ræða og að mikil vinna sé þarna á bak við.“ Fjölmörg dæmi berast inn á borð Hönn- unarmiðstöðvarinnar, segir Kristín; „eins og til dæmis hönnun Hrafnhildar Guðrúnardóttur sem hannar undir merkinu Hidden Goods. Uppskrift að tösku hennar er á erlendri síðu með nákvæm- um saumaleiðbeiningum. Húfur frá Vík Prjóns- dóttur hafa einnig verið fjöldaframleiddar erlendis en úr gerviefnum og síðan eru það peysurnar frá Farmer’s Market sem fólk er að stæla“. Kristín segist vísa hönnuðum á Myndstef til að leita réttar síns, en samtökin eru aðilar að Myndstefi varðandi lögfræðileg álitamál. Hún bendir einnig á nám- skeið sem Iðan heldur fyrir hönnuði um höfund- arrétt. Hönnun er dýr og tímafrek Gunnar Hilmarsson, eigandi Andersen og Lauth, formaður Farahönnunarfélags Íslands og formaður stjórnar Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir hugverksstuld leiðindamál og tilfellin nokk- uð mörg. Gunnar segir að réttur fatahönnuða sé mjög óljós á Íslandi. „Dómstólar hér á landi eru ekki jafn vanir að taka á svona málum eins og til dæmis dómstólar í Danmörku,“ segir Gunnar. „Við hjá Andersen og Lauth framleiðum kannski um eitt þúsund flíkur á ári og höfum séð kópíur af okkar fötum víða eins og í Danmörku og á Írlandi. Það kostar mikinn pening og mikla vinnu ef við viljum fara út í það að lögvernda hverja flík. Það er flókið verkefni, en borgar sig kannski frekar fyrir húsgagnahönnuði og þá sem eru með þess háttar hönnun að gera það.“ Erfitt að sanna stuld Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönn- unarmiðstöðvar Íslands, segir að hönnuðir geti far- ið í mál, en oft sé erfitt að sanna stuldina. Hún segir að sumar lögfræðiskrifstofur hafi sérhæft sig í svona málum á síðustu misserum, enda fari málum af þessu tagi fjölgandi. „Ég tel þó að í sumum til- fellum sé um ómeðvitaðan þjófnað að ræða, þetta sé oftast afar heiðarlegt fólk sem bara viti ekki betur.“ Formaður Myndstefs, hæstaréttarlögmaðurinn Knútur Bruun, segir að fáir hönnuðir hafi leitað til þeirra vegna hugverksstuldar. Myndstef veitir fé- lagsmönnum sínum leiðbeiningar án þóknunar, ráðleggur hönnuðum um hver sé réttur þeirra og hjálpar þeim að ráða sér lögfræðinga til að fara með mál þeirra ef á þarf að halda. (Ó)ekta íslensk hönnun Það er bæði flókið og kostnaðarsamt að sporna við stuldi á hönnun eins og dæmin sýna Þjóðlegt og móðins Peysur frá Farmer’s Market eru dæmi um hönnun sem er stæld úti í heimi. Til þess að fá hönnunarvernd hjá Einkaleyfastofu þarf hönnuður að senda inn mynd af hlutnum sem hann vill vernda. Hönnunarvernd verndar bara útlit. Hægt er að sækja um vernd til fimm ára og framlengja svo verndina upp í 25 ár. Til þess að fá hlut skráðan á al- þjóðamarkaði getur hönnuður farið í gegnum Einkaleyfastofu og borgar þá þjónustugjald. Grunngjaldið fyrir umsókninni sjálfri greiðist beint til Alþjóða-hugverkastofnunarinnar WIPO. Hægt er að fá vernd frá Evr- ópusambandslöndunum, en einnig er hægt að velja önnur lönd og bæt- ist þá við kostnaðinn. Dæmi um kostnað við einkaleyfi Ásdís Kristmundsdóttir sviðsstjóri í vörumerkja- og hönnunarsviði hjá Einkaleyfastofu gaf okkur dæmi um hvað það gæti kostað að fá hönn- unarvernd á handtösku: Kr. 9.800 – hönnunarvernd sem gildir í fimm ár. Kr. 2.500 – bætist við hverja mynd af sama hlut. Kr. 6.500 – þjónustugjald til Einkaleyfastofu. Kr. 38.000 – grunngjald fyrir um- sókn til Alþjóða-hugverkastofnunar. Kr. 10.000 – vernd innan Evrópu- sambandsins. Samtals: kr. 66.800 Hvað kostar að vernda hönnunargrip? SÝND MEÐ ÍSLENSKU T ALI LÍTIL MÚS, STÓRIR DRAUMAR Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó - S.V., MBL - L.I.L.,TOPP5.-FBL.IS 8ÓSKARSVERÐLAUN Þ A R Á M E Ð A L BESTA MYNDIN OG BESTI LEIKSTJÓRINN SÝND MEÐ ÍSLENSKU T ALI MYNDIN ER BYGGÐ Á SÖGU SEM TIMES HEFUR M.A. VALIÐ SEM EINA AF BESTU ENSKU SKÁLD- SÖGUM SÍÐUSTU ALDAR FRÁ LEIKSTJÓRA 300 KEMUR FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS 2009! Sýnd kl. 5:45 MÖGNUÐ SPENNU- MYND GERÐ EFTIR SÖGU MEISTARA ELMORE LEONARD MEÐ DIANE LANE OG MICKEY ROURKE Í AÐALHLUTVERKUM. MYND UM HJÓN SEM ERU HUDELT AF LEIGU- MORÐINGJA OG FÉLAGA HANS! Í GÆR VAR HÚN VITNI Í DAG ER HÚN SKOTMARK “BRILLIANT AÐLÖGUN Á EINNI VIRTUSTU MYNDASÖGU ALLRA TÍMA. GEFUR MYNDUM EINS OG DARK KNIGHT LÍTIÐ EFTIR.” TOMMI - KVIKMYNDIR.IS “WATCHMEN ER AUGNA- KONFEKT, VEL KLIPPT OG TEKIN... PUNTUÐ MEÐ TÓNLIST SNILLINGA...“ - S.V. MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI NEW YORK POST 100% PREMIERE 100% CHICAGO SUN TIMES - R.EBERT 100% STÆRSTA OPNUN Í USA Á ÞESSU ÁRI! SÝND Í SMÁRABÍÓI, SÝND MEÐ ÍSLE NSKU TALI - S.V., MBL Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Vinsælasta gamanmynd ársins í USA 2 vikur á toppnum! ÖRYGGI TEKUR SÉR ALDREI FRÍ Sýnd kl. 6, 8 og 10 Vinsælasta myndin á Íslandi í dag Watchmen kl. 10:10 DIGITAL B.i. 16 ára Marley & Me kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Desperaux ísl. tal kl. 3:40 LEYFÐ I love you man kl. 8 MasterCard Forsýning B.i. 14 ára Mall cop kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ Mall cop kl. 3:45 - 8 - 5:50 -10:10 LÚXUS Killshot kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Blái Fíllinn ísl. tal kl. 3:40 600 kr. f. börn, 750 kr. f. fullorðna LEYFÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Í SKUGGA HEILAGS STRÍÐS GETUR ÁSTIN VERIÐ FORBOÐIN! SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI gar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Sýnd kl. 6 (650 kr.) með íslensku tali Sýnd kl. 8 MasterCard forsýning FRÁ TONY GILROY, EINUM AF HÖFUNDUM BOURNE MYNDANNA KEMUR FRÁBÆR MYND Í ANDA- OCEANS ÞRÍLEIKSINS. NEW YORK POST 90/100 VARIETY Sýnd kl. 8 og 10:30 -bara lúxus Sími 553 2075 FORSÝNING aðeins kr. 650 SÝND Í SMÁRABÍÓI 2 FYRIR 1 EF GREIT ER MEÐ MASTERCARD Mörkin 4, Reykjavík, sími 533 3500 I Afgreiðslutími virka daga: kl. 10-18 og laugard. kl. 11-16 alla fimmtudaga frá kl. 16 til 18 sem aðstoðar þig við val á dýnu ÞAÐ ER SJÚKRAÞJÁLFARI Í VERSLUN OKKAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.