Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 43
Kaldir Depeche Mode er heilt sólkerfi út af fyrir sig. Depeche Mode er ein afþessum sveitum sem búaog starfa í eigin heimi –eru seldar undir lögmál sem eiga við þær og þær einar. Harðsnúnir aðdáendur leynast um öll heimsins höf og lepja upp hvern tón og hvern mjaðmahnykk sem kemur frá öxulveldi sveitarinnar, þeim Martin Gore og David Gahan. Þetta er svipað og með Tool, hér höfum við risa- stóra költsveit þar sem að- dáunin fer nærri trúar- brögðum. Einstök samsuða kaldr- analegrar tölvutónlistar og sorgbundins söngs Gah- ans, ásamt ofurgrípandi laglínum Gores, hafa gert sveitinni kleift að fylla heilu leikvangana með hljóð- gervladrifnu tölvupoppi, í raun furð- anlegur árangur. Níundi áratugurinn var engu að síður blómaskeið sveitarinnar og hún toppaði sig í enda hans/byrjun þess næsta með Violator (1990). Sömu hæðum hefur ekki verið náð síðan og sveitin renndi sér meira að segja undir með- allagið með hinni tilþrifalitlu og næstum óþægilega björtu Exciter (2001). Sveitin hefur alltaf fundið sig best í myrkr- inu og var leikurinn skakk- aður nokkuð á hinni mjög svo sæmilegu Playing the Angel (2005). En hvað höfum við svo hér? Bless- unarlega er enn duflað við myrkrið og skírskotað er til hrárra upphafs- áranna er nútíma tölvupopp var að slíta barnsskónum. Meistaraverk sveitarinnar, Black Celebration (1986), gerir og vart við sig. Þetta er samt ekki einhver endurtekning, það er meira að viðhorfið eða „attitjúdið“ sé í takt við hina „sönnu“ Mode. Áferðin er því svellköld, verst er að brotalöm er þó nokkur í lagasmíða- deildinni. Lögin eru þannig mjög miseftirtektarverð og er plötunni bjargað, og það nokkuð glæsilega, með öruggu, stálköldu rennslinu. Ekkert meistaraverk – en fínasta „Depeche Mode“-plata … seld undir lögmál sem eiga við hana og hana eina. Áfram ískalda veginn Geisladiskur Depeche Mode – Sounds Of The Universe  Tölvupoppskóngarnir snara út tólftu hljóðversplötu sinni – og halda sjó. ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Menning 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 BRASILÍSKA ofurfyrirsætan Gisele Bundc- hen hefur mik- inn áhuga á að ættleiða barn frá heimalandi sínu. Bundchen, sem er eig- inkona banda- ríska ruðn- ingskappans Tom Brady, vill ættleiða stelpu eða strák frá Brasilíu eftir að hafa séð með eigin augum hversu mörg börn í landinu búa við afar erfiðar aðstæður. „Það væri frábært að ættleiða barn frá Brasilíu. Ég er nýkomin frá Sao Paulo og sá þar fimm ára gömul börn sniffa lím á götu- hornum. Eftir að hafa séð slíkt veit ég að maður getur breytt lífi einhvers til hins betra,“ segir fyr- irsætan. Brady á 18 mánaða gamlan son af fyrra sambandi sínu við Bridg- et Moynahan. Bundchen segist hins vegar koma fram við barnið sem sitt eigið. Bundchen vill ættleiða Góðhjörtuð Gisele Bundchen. TÓNLISTARMAÐURINN Michael Jackson ætlar að fá töframanninn David Copperfield til þess að vera með töfrabrögð á tónleikum sem hann ætlar að halda í London í sumar. „Michael og David hafa verið góðir vinir í mörg ár. Michael er mikill aðdáandi töfrabragða og hefur farið til Las Vegas til þess að sjá alla helstu töframennina. Hann hefur mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig sýningu hann vill og telur að David sé rétti maðurinn í starfið,“ sagði heimildarmaður í samtali við breska dagblaðið The Sun. Fregnir herma að Copperfield stefni meðal annars að því að láta Jackson svífa í lausu lofti. Fyrir skömmu bárust fréttir af því að Jackson ætlaði meðal annars að vera á fílsbaki á tónleikunum. Aðstandendur tónleikanna hafa hins vegar áhyggjur af því að kostnaðurinn fari upp úr öllu valdi. Alls verður um 50 tónleika að ræða, og verða þeir í O2 höllinni í London. Nú þegar hafa 750.000 miðar verið seldir á tónleikana. Kóngurinn og galdrakallinn Munu þeir koma fram saman í London? Jackson í töfrabrögðin Meiri afköst Fullkomin vörnMinna niðurhalÖryggi og sparnaður fyrir fyrirtæki Netvörðurinn 800 4000 • siminn.is Ekkert rugl á fyrirtækjanetinu Netvörður Símans hjálpar þér að stjórna netnotkun í fyrirtækinu: • Útilokun á óæskilegu efni • Yfirsýn yfir erlent niðurhal • Fullkomin stjórn á netumferð fyrirtækisins • Vörn gegn tölvuþrjótum og upplýsingaþjófnaði • Aukinn sparnaður og hagræði • Aðgengilegar skýrslur um netnotkun í fyrirtækinu Sími Netið Vist E N N E M M /S ÍA /N M 37 52 0 Hringdu í Fyrirtækjaráðgjöf 800 4000 og við kynnum þér kostina Það er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.