Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 34
34 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 Sudoku Frumstig 9 6 4 5 8 2 1 7 6 7 5 3 8 7 9 4 4 1 2 3 5 4 8 3 2 4 5 8 9 3 1 1 2 5 4 4 3 8 7 2 2 9 6 6 2 8 7 8 3 1 3 8 9 5 6 3 4 3 8 5 1 4 7 9 8 3 6 7 5 1 8 2 5 1 9 8 7 2 3 6 5 4 4 3 6 5 8 1 7 2 9 2 5 7 6 4 9 3 1 8 8 7 5 1 3 6 4 9 2 6 4 9 2 7 8 5 3 1 3 1 2 4 9 5 8 7 6 7 8 1 3 6 2 9 4 5 9 2 3 8 5 4 1 6 7 5 6 4 9 1 7 2 8 3 2 7 8 4 6 3 9 5 1 6 9 3 1 7 5 4 2 8 1 5 4 9 2 8 7 3 6 8 1 9 2 5 4 6 7 3 5 3 7 6 1 9 2 8 4 4 2 6 3 8 7 5 1 9 9 6 2 7 3 1 8 4 5 7 8 1 5 4 6 3 9 2 3 4 5 8 9 2 1 6 7 2 7 4 9 8 6 1 3 5 1 9 8 2 3 5 7 4 6 3 6 5 4 1 7 2 9 8 5 4 6 8 7 1 9 2 3 8 1 7 3 9 2 6 5 4 9 3 2 6 5 4 8 1 7 4 8 3 1 6 9 5 7 2 7 2 1 5 4 8 3 6 9 6 5 9 7 2 3 4 8 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 2. apríl, 92. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Tilboðsbæklingar hafa löngumheillað Víkverja og í hvert sinn sem nýr bæklingur kemur inn um bréfalúguna fer fiðringur um kropp- inn. Skyldi eitthvað vera í þessum bæklingi sem vantar á heimilið? Bæklingarnir fá sinn stað á eld- húsborðinu með dagblöðum dagsins og bíða þess að verða lesnir. Spennt- ur flettir svo Víkverji bæklingnum þegar tími gefst og bíður þess sem verða vill. x x x Nýlega kom einmitt í hús bækl-ingur frá Byko og Víkverji sveikst ekki um að skoða hann frek- ar en aðra slíka. Fletti fram og til baka og hugsaði: nei, þetta vantar ekki, og: nei, og þó … kannski. Skyndilega rak Víkverja í rogastans því á einni síðunni blasti við eitthvað sem hann vissi samstundis að vant- aði illilega á heimilið. Ákvað að geyma bæklinginn til að bera það undir makann hvort hann væri ekki sammála um vöntun hlutarins. Svo illa fór þó að þegar Víkverji hitti loks betri helminginn og var með bæklinginn í höndunum gat hann ekki fyrir sitt litla líf munað hvað það var sem svo sárlega vant- aði. Fletti fram og aftur en sá ekki neitt. x x x Víkverji gat ekki annað en hlegiðað sjálfum sér fyrir aulaskap- inn, en við nánari umhugsun fór að- eins um hann við tilhugsunina um þessa uppákomu. Hvernig stóð á því að þessi gerviþörf hafði myndast? Hvað er það við bæklinga sem gerir það að verkum að Víkverji verður svekktur ef hann nær ekki að fletta þeim öllum? Er mannskepnan þeirri takmörkun háð að vera alltaf hrædd um að vera að missa af einhverju? Eða eru það bara Íslendingar? Eða enn verra, einskorðast þessi bækl- ingafíkn og gerviþarfamyndun við Víkverja? Þrátt fyrir allt er hús Víkverja ekki fullt af einskis nýtum hlutum sem hlaupið hefur verið eftir vegna óbærilega góðra tilboða og Víkverji getur ekki annað en verið bara þakklátur fyrir það! víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 settur hjá, 8 korn, 9 fróð, 10 rödd, 11 hagnaður, 13 dimma, 15 holur, 18 safna saman, 21 fugl, 22 þvoi, 23 skell- ur, 24 vafamáls. Lóðrétt | 2 kona, 3 bragðvísar, 4 drengs, 5 fiskar, 6 ránfugl, 7 spotti, 12 ýlfur, 14 snák, 15 hrósa, 16 duglegur, 17 dylgjur, 18 litlum, 19 stétt, 20 kjáni. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kjúka, 4 þokar, 7 eðlan, 8 kumls, 9 auk, 11 kúts, 13 fráa, 14 larfa, 15 strý, 17 rakt, 20 ótt, 23 pukur, 23 ennið, 24 næðið, 25 tóman. Lóðrétt: 1 kverk, 2 útlát, 3 arna, 4 þykk, 5 kamar, 6 ræsta, 10 umrót, 12 slý, 13 far, 15 súpan, 16 rokið, 18 af- nám, 19 taðan, 20 óráð, 21 tekt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. Bg5 dxc4 5. Rc3 c6 6. a4 Bb4 7. e4 Bxc3+ 8. bxc3 Da5 9. e5 Re4 10. Bd2 Dd5 11. a5 c5 12. Da4+ Bd7 13. Dxc4 Dxc4 14. Bxc4 Bc6 15. Ke2 Rd7 16. Hhc1 Ke7 17. Be3 b5 18. Bd3 c4 19. Bb1 f6 20. exf6+ Rexf6 21. Re5 Rxe5 22. dxe5 Rd5 23. f3 Rxe3 24. Kxe3 Had8 25. Bc2 Hd5 26. Be4 Hxe5 27. Kd4 Staðan kom upp í blindskák á Amb- er-mótinu fyrir skömmu í Nice í Frakk- landi. Norska undrabarnið Magnus Carlsen (2.776) hafði svart gegn Kín- verjanum Wang Yue (2.739). 27. …Kf6! 28. Hd1 hvítur hefði orðið mát eftir 28. Bxc6 Hd8+. Framhaldið varð eftirfar- andi: 28. …Bd5 29. a6 Hb8 30. Bxd5 Hxd5+ 31. Ke4 Hbd8 32. Hxd5 Hxd5 33. f4 Ke7 34. g4 Kd6 35. f5 exf5+ 36. gxf5 Kc5 37. Hg1 Hd7 38. Hg5 He7+ 39. Kf4 Kb6 40. h4 Kxa6 og svartur innbyrti vinninginn nokkrum leikjum síðar. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Regla Vinje. Norður ♠K62 ♥G7432 ♦G92 ♣83 Vestur Austur ♠G10873 ♠D954 ♥K10 ♥ÁD5 ♦ÁK53 ♦10874 ♣105 ♣97 Suður ♠Á ♥986 ♦D6 ♣ÁKDG642 Suður spilar 3G. „Þéttur láglitur og eitthvað til hlið- ar,“ svarar norður, spurður útí stór- karlalega opnun félaga síns á 3G. Þetta var í annarri umferð Íslandsmótsins. Á opnu borði blasir við að vörnin á fimm slagi, en það reyndist kepp- endum almennt erfitt að koma þeim í hús – flestir spiluðu út með ♦Á og prófuðu lítinn tígul í öðrum slag. Ekki gott. En hvernig á að finna vörnina? Hér er tilefni til að rifja upp góða varn- arreglu Norðmannsins Vinje: Þegar ás er spilað út gegn grandi er kallað í litn- um ef blindur kemur upp með 0-2 spil, en gefin talning eigi blindur á þrjú eða fleiri spil. Austur setur því ♦4 (lægsta spilið) til að sýna jafna tölu spila. Þegar vestur tekur næst á ♦K sprettur upp hliðarkallsstaða – austur lætur ♦7, lægsta spilið, til að kalla í hjarta. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er oft tímafrekt að skoða allar hliðar mála, en engu að síður nauðsynlegt til þess að geta tekið réttar ákvarðanir. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hjól lífsins halda áfram að snúast, ef maður fyrirgefur óvini sínum. Jafnvel góðum siðum, skynsamlegri ákvarð- anatöku og hollum málsverðum má of- gera. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú stendur frammi fyrir verk- efni sem krefst allrar þinnar atorku og út- sjónarsemi. Vertu því þolinmóður því allt gengur upp um síðir. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Nú er tími til kominn að taka aftur áhættu, af því tagi sem fær þig til að svitna í lófunum. Mundu að hafa eitthvað út af fyrir þig. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það sem þér kann að finnast skipta öllu máli getur öðrum virst þýðingarlítið. Ef þú sekkur nógu djúpt inn í sjálfan þig, heyrirðu fagra og viturlega rödd. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert ekki til í að láta aðra segja þér hvert þú átt að fara og hvernig þú átt að líta út og ferð eftir þínum eigin reglum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú elskar ferðalög og í dag væri upp- lagt að gera ferðaáætlanir. Vertu tillits- samur við aðra. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Samræður við náungann eru svo sannarlega kraftmiklar og lifandi. Fólk er glatt í sinni, hresst og fullt bjart- sýni. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Nú er rétti tíminn til þess að gera langtímaáætlanir fyrir heimilið og vinnuna. Hugrekkið felst í því að fara fram á meira. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Einhverjar hindranir verða á vegi þínum. Að segja að þú hafir færst of mikið í fang væri alger úrdráttur. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú átt enn erfitt með að gera þig skiljanlegan. Allt á sér sinn stað og sína stund. Vertu opinn og nærgætinn og þá muntu hafa þitt fram. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þér finnst gaman að umgangast alls konar fólk þessa dagana. Njóttu þess sem að höndum ber. Þannig áttu ein- hverja möguleika á sigri. Stjörnuspá 2. apríl 1725 Eldgos hófst í nágrenni Heklu og fylgdu því „skelfilegir jarð- skjálftar“, eins og sagði í Hít- ardalsannál. 2. apríl 1928 Jóhanna Magnúsdóttir fékk lyfsöluleyfi, fyrst íslenskra kvenna. Hún starfrækti Lyfja- búðina Iðunni í Reykjavík í tæp 33 ár. 2. apríl 1970 Bandaríski sendiherrann af- henti Kristjáni Eldjárn forseta tunglgrjót að gjöf frá Richard Nixon forseta. Morgunblaðið sagði að þetta hefðu verið „fjórir smásteinar frá tungl- inu, felldir inn í gegnsæjan plasthnapp sem er festur á viðarflöt ásamt íslenskum silkifána er var með í förinni þegar menn lentu á tunglinu í fyrsta sinn, 20. júlí 1969“. 2. apríl 1996 Rússneskur togari var tekinn við ólöglegar veiðar út af Reykjanesi, sá fyrsti síðan fiskveiðilögsagan var færð út í 200 mílur árið 1975. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Freyja Sól Kjartansdóttir seldi perlur og safnaði með því 512 kr. sem hún gaf til að hjálpa börnum í Afríku. Söfnun ÞAÐ ER lítill tími aflögu fyrir afmælishald í dag hjá Magnúsi Kára Jónssyni, sem í vetur hefur þjálfað meistaraflokk kvennahandboltans í Gróttu eftir fimm ára þjálfarastarf hjá Fram. Engra skrautsýninga er því að vænta á þrítugs- afmælinu að hans sögn. „Ég reikna með að þetta verði frekar venjulegur dagur. Ég verð að vinna frá klukkan átta til fjögur og síðan tekur hand- boltaþjálfunin við um kvöldið,“ segir Magnús Kári, sem auk handboltaþjálfunarinnar sér um tölvukennslu í Ingunnarskóla í Grafarholti. Hann kveðst þó ef til vill verða með hófstilltan fagnað heima með fjölskyldunni. Afmælisveislan sjálf verði hins vegar færð yfir á laugardags- kvöldið. „Þá verð ég með veislu heima fyrir þessa helstu.“ Hann hefur þó gert lítið af því að auglýsa tímamótin og gerir almennt ekki mikið af því að halda upp á daginn. „Það eru liðinn tíu ár frá því að ég hélt síðast upp á afmæli mitt, þannig að það er kannski alveg kominn tími á það,“ segir Magnús Kári, sem þjálfað hefur handbolta síðastliðin tólf –þrettán ár og því verið í þjálfarahlutverkinu frá 17 ára aldri. annaei@mbl.is Magnús Kári Jónsson 30 ára Tíu ár frá síðustu veislu Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.