Morgunblaðið - 02.04.2009, Side 36

Morgunblaðið - 02.04.2009, Side 36
36 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 DOREEN Achieng segir blaða- manni The Independent að sam- tímalist sé nothæf – að minnsta kosti fyrir hana. Achieng býr í bárujárns- kofa í Kibera-fátækrahverfinu í Nai- róbíborg í Kenýa og á þakið hjá henni hefur verið strengdur stór vatnsþéttur dúkur. Hann heldur regninu úti en er líka hluti af stóru listaverki; á honum er risastór ljós- mynd af augum Achieng sjálfrar. Á húsþökum í kring eru fleiri stór- ar, svarthvítar myndir, af augum eða andlitum fólks sem þar býr. Lista- maðurinn er franskur, kallar sig JR, segist vera „stærsti listamaður í heimi“ og verk hans hafa verið strengd upp á ýmsum stöðum, frá Tate Modern til múrveggsins sem aðskilur Ísrael og vesturbakkann. Þessi „innsetning“ JR í Nairóbí hefur vakið umtalsverða athygli. Ljósmyndirnar eru ekki bara á þök- um húsa í hverfinu heldur líka á vögnum einnar lestar sem rennur gegnum hverfið einu sinni á dag. Þegar lestin fer í gegn renna mynd- irnar á henni og nokkrum þakanna í eitt og myndirnar verða heilar – það sést bara á einum stað í hverfinu. Ásjónur íbúanna JR vinnur með fá- tæku fólki í Kenýa Stefnumót Lest rennur gegnum fá- tækrahverfið og andlitin verða heil. HVERFISRÁÐ Southwark í London hefur samþykkt tillögu um nýbyggingu við Tate Modern- safnið í London. Samkvæmt tillög- unni verður þetta, að sögn The Gu- ardian, ellefu hæða bygging, einskonar píramídi klæddur hleðslu- grjóti, sem opnast eins og japönsk origami-brotamynd. Svissnesku arki- tektarnir Herzog og de Meuron, sem breyttu fyrrverandi rafstöðinni við Thames-á í Tate Modern fyrir rúm- um áratug, hafa hannað nýbygg- inguna. Þrátt fyrir að fyrstu teikningar hafi verið samþykktir er ennþá lang- ur vegur í að byggingunni verði lokið. Heildarkostnaður er áætlaður 215 milljónir punda, um 40 milljarðar króna, og enn vantar 145 milljónir til að dæmið gangi upp. Þegar hefur tíu milljónum punda verið eytt í und- irbúning verksins. Vinsældir Tate Modern hafa farið fram úr björtustu vonum ráðamanna. Þegar safnið var opnað árið 2000 var búist við því að fjöldi gesta yrði að há- marki 1,8 milljónir á ári. Í fyrra mættu tæplega fimm milljónir gesta. Þrátt fyrir að rafstöðin fyrrverandi sé gríðarstór, er talið að þessi mann- fjöldi geri stækkun óumflýjanlega. Safnstjórinn, Nicholas Serota, ger- ir ráð fyrir að nýju byggingunni verði lokið árið 2013 eða 2014 – ekki sé raunhæft að hún verði opnuð árið 2012 þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir í borginni. Tate Mod- ern stækkar Tölvuteikning af nýbyggingunni. INDVERSKI myndlistarmað- urinn Bonoprosonno verður með fjórar listasmiðjur fyrir börn í Listasafni Árnesinga 6.–8. apríl. Fyrir börn á aldr- inum 8–12 ára eru annars veg- ar Froskar á Íslandi sem er skemmtilegt pappírsklipp og hins vegar Umbreyting hluta þar sem úreltir hlutir ganga í endurnýjun lífdaga. Fyrir 10- 12 ára er í boði námskeið sem heitir Skordýraljós. Þar vinna börnin með papp- írsklipp og útbúa lampa. Yngstu börnin, 4-7 ára, fá síðan að vinna renning með Baniprosonno. Nánari upplýsingar og skráning á www.lista- safnarnesinga.is og í síma: 4831727 kl. 12–18. Myndlist Listasmiðjur fyrir börn í Hveragerði Baniprosonno ÞÓRA Einarsdóttir sópran og Antonía Hevesi píanóleikari koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag kl. 12. Tónleikarnir bera yfirskrift- ina Mozart og ástin og eru arí- ur eftir Mozart á dagskrá. Þetta eru þriðju tónleikar ársins í hádegistónleikaröðinni en frá árinu 2003 hefur Hafn- arborg staðið fyrir tónleikum í hádeginu, fyrsta fimmtudag hvers mánaðar, frá september til maí. Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk til að njóta góðrar tónlistar í hádegishléi. Enginn aðgangs- eyrir og allir velkomnir. Tónlist Mozart og ástin í Hafnarborg Þóra Einarsdóttir KVINTETT Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar leikur í djass- klúbbnum Múlanum í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefjast tónleikarnir klukkan 21. Trommuleikarinn Þorvald- ur Þór Þorvaldsson kemur fram ásamt fjögurra manna hljómsveit en með honum leika þeir Eyþór Gunnarsson píanóleikari, Óskar Guð- jónsson saxófónleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari og bandaríski rafbassa- leikarinn Jon Estes. Á efnisskránni verður ein- göngu ný tónlist eftir Þorvald, en tónleikarnir eru liður í undirbúningi fyrir upptökur á fyrstu sólóplötu hans. Tónlist Kvintett Þorvaldar Þórs á Múlanum Þorvaldur Þór Þorvaldsson Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „HÁTÍÐIN í ár er mjög fjölbreytt og sjónum er ekki beint að einni ákveðinni listgrein eins og hefur ver- ið,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, list- rænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. „Hátíðin verður sýnileg úti á götum og hún fer heim í stofur og út á ystu nöf, hún er mjög víð- feðm og stór en það eru um sjötíu viðburðir á tveim- ur vikum í boði með þátttöku um 500 listamanna.“ Undirbúningur hátíðarinnar hef- ur gengið mjög vel að sögn Hrefnu. „Við höf- um þurft á mikilli jákvæðni og bjartsýni að halda í vetur á þessum erfiðleikatímum í efnahags- málunum. Nokkrir helstu samstarfs- aðilar okkar eru ekki lengur til svo við þurftum að stokka spilin upp á nýtt og það hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Hrefna. „Hátíðin verður kraftmikil og tekur á ýmsum málum bæði í samtímanum og lítur líka til fortíðar. Ég tel að það sé okkur mik- ilvægt á þessum tímum að halda kraftmikla listahátíð til að efla okkur og auðga í andanum og byggja upp jákvætt orðspor. Við höfum farið þá leið að horfa inn á við og leita kjarnans í þessum litlu viðburðum eins og stofu- tónleikum og húslestrum. Við horf- um líka út á við, eins og hlutverk listahátíðar verður alltaf að vera, og svo leitum við okkur nýrra leið- arljósa með myndlistarsýningunni Brennið þið vitar sem er í fjórum vit- um, einum í hverjum landsfjórð- ungi,“ segir Hrefna sem er þegar farin að undirbúa næstu Listahátíð, árið 2010. Um sjötíu viðburðir á Listahátíð í Reykjavík sem fer fram dagana 15. til 31. maí Kraftmikil og víðfeðm hátíð Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölbreytt listahátíð Félagar úr hljómsveitinni Hjaltalín komu fram ásamt gestum á kynningu Listahátíðar í Reykjavík á Kjarvalsstöðum í gær, en sveitin mun troða upp með strengjasveit í Íslensku óperunni á hátíðinni. Hrefna Haraldsdóttir HEILDARDAGSKRÁ Listahátíðar í Reykjavík 2009 var kynnt á Kjar- valsstöðum í gær. Einn hápunktur hátíðarinnar er flutningur fyrstu færeysku óp- erunnar hér á landi, Í Óðam- ansgarði eftir færeyska tónskáldið Sunleif Rasmunssen. Íslenska óper- an Hel eftir Sigurð Sævarsson verð- ur líka frumsýnd og Þjóðmenning- arhúsið tekið yfir af 50 manna leikhópi sem sýnir þar Orbis terræ. Mexíkósk-kanadíska söngkonan Lhasa de Sela heldur tónleika með hljómsveit á Nasa, hún er lagahöf- undur og sagnaskáld sem hefur verið nefnd kvenkynsútgáfan af Tom Waits. Stórsveit Reykjavíkur kemur nú í fyrsta sinn fram á Listahátíð og með sveitinni verður saxófónleik- arinn Bob Mintzer, Grammyverð- launahafi frá Bandaríkjunum. Víkingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari heldur einleikstónleika í Há- skólabíói þar sem hann frumflytur eigin sönglagaumskrifanir á ís- lenskum sönglögum. Hjaltalín ásamt kammersveit heldur tónleika í Íslensku óperunni undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Margt fleira verður í boði, t.d götulistamenn, gjörningar og fjöl- breyttar myndlistarsýningar. Nokkrir dagskrárliðir hafa þeg- ar verið kynntir, þar á meðal tón- leikar Deborah Voight, breska tríó- ið Tiger Lillies og þeir 36 stofutónleikar og húslestrar sem fara fram í heimahúsum víðsvegar um borg. Hátíðin verður sett á Kjarvals- stöðum 15. maí og þá um leið opnuð sýning á verkum Nínu Tryggva- dóttur og Louisu Matthíasdóttur. Miðasala á alla viðburði hátíð- arinnar hófst í gær á netinu, www.listahatid.is. Dagskrárbrot NÝJA testamentið kemur í dag út á hljóðbók í fyrsta sinn á Íslandi. „Útgáfan er samstarfsverkefni á milli Forlags- ins, Hins íslenska biblíufélags og Blindra- bókasafns Íslands,“ segir Atli Bollason, kynning- arstjóri Forlagsins. „Þetta er allt Nýja testamentið eins og það leggur sig, er á tveimur diskum og tekur 24 klukkustundir og 2 mínútur í hlustun.“ Lesarar eru Guðrún Ásmundsdóttir, sr. Hjört- ur Pálsson, hr. Karl Sigurbjörnsson, hr. Sig- urbjörn Einarsson, Þórunn Hjartardóttir, Ævar Kjartansson og sr. Örn Bárður Jónsson. Um er að ræða lestur á nýju Biblíuþýðingunni frá 2007. Lestur hr. Sigurbjörns Einarssonar á Lúk- asarguðspjalli er með síðustu verkum hans. „Örn Bárður, Hjörtur og Karl lesa svo hin guð- spjöllin þrjú, en Ævar, Guðrún, Örn Bárður, og Þórunn skipta bréfunum, sem eru mun styttri, á milli sín.“ Atli segir hljóðbókina hugsaða fyrir alla sem vilja hlusta á fallegan Biblíulestur þó hljóðbækur komi blindum, sjónskertum og öldruðum að mestu gagni. Spurður hvort von sé á fleiri hljóðbókum frá Forlaginu segir Atli að ekkert sé neglt niður. „Við gerum okkur grein fyrir því að hljóð- bókaútgáfa mun koma til með að aukast. Það er orðið ódýrara og þægilegra að framleiða þær og miðla og ég spái því að hljóðbókaútgáfa verði stærri hluti af okkar útgáfu á næstu árum. Ef Nýja testamentið gengur vel verður án efa ráðist í Gamla testamentið líka.“ ingveldur@mbl.is Nýja testamentið á hljóðbók Morgunblaðið/RAX Nýja testamentið Hr. Sigurbjörn biskup Ein- arsson les Lúkasarguðspjall á hljóðbókinni. Hr. Sigurbjörn Einarsson les Lúkasarguðspjall Hvað varðar „90’s“ partí þá geta þau ekki eignað sér þessa tegund tónlistar. 39 »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.