Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 21
Sniglar Bifhjólasamtök lýðveldisins standa á tímamótum en samtökin eru 25 ára í ár. Það var leðurlykt í loftinu þegar hjólafólkið gerði sér glaðan dag í gær og bauð upp á kaffi í Kringlunni. Ridd- arar götunnar renndu fákum sínum inn á gangana og gestir og gangandi gátu speglað sig í gjáfægðum fákunum – nú eða í speglunum. Jafnframt var hægt að skoða gripina … og jafnvel snerta. 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 Golli Finnur Bárðarson | 1. apríl 2009 Nýr Moggi ? Ætlar Óskar Magnússon að halda úti beittum og gagnrýnum fjölmiðli eins og mér sýnist Morgun- blaðið hafi verið að þró- ast í undanfarna mánuði eða ætlar hann að gera blaðið aftur að grímulausu og hallæris- legu málgagni Sjálfstæðisflokksins ? Allir stjórnarmenn eru nátengdir flokkn- um. Það verður fróðlegt að fylgjast með. Sjálfur er ég áskrifandi til margra ára en það er ekkert fast í hendi hvað það varðar. Ég fylgist með hverju skrefi Óskars. Meira: finni.blog.is Júlíus Valdimar Finnbogason | 1. apríl Bull Ég bý í Noregi og hafði hugsað mér að kjósa en vegna fáránlegs kerfis þá er ég ekki viss um að ég geti það. Þarf til þess að ferðast 80 km og bara hægt að kjósa milli 10-15 á virkum degi. Þetta er eitt allsherjar kjaftæði að maður þurfi að taka nánast heilan dag í frí til þess að skila inn sínu atkvæði. Bull að það sé ekki hægt að skila þessu atkvæði rafrænt og ekkert annað. Spurning um að menn setji sig í takt við nútíman. Meira: juliusvf.blog.is Einar Sveinbjörnsson | 31. mars 2009 Mars kaldasti vetrarmánuðurinn ? Til vetrarmánaða í veð- urfarslegu tilliti teljast desember, janúar, febr- úar og mars. Í Reykjavík stefnir allt í það að marsmánuður verði kaldastur hinna fjögurra vetrarmánaða í ár, en janúar sá hlýj- asti! Allt er þetta nú frekar öfugsnúið, en í janúar var meðalhitinn +1,8°C, en mars stefnir í það að vera örlítið undir frostmarki eða -0,2°C. Eini vetrarmán- aðanna sem lendir undir núllinu að þessu sinni. Á Akureyri var mun kald- ara í febrúar, en þar einnig var janúar markvert hlýrri, en hinir þrír … Meira: esv.blog.is FRJÁLSLYNT lýðræði var yfirskrift ræðu sem haldin var á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í febrúar 2003, fyrir rúmum sex árum. Þetta var fyrsta ræða forsætisráðherraefnis flokksins á þess- um vettvangi og hafði mikil áhrif á fundarmenn því þar var sagt það sem legið hafði í loftinu á Íslandi en enginn sagt upphátt. Fundinum lauk um miðjan dag og fólk hélt heim á leið. Hjá þingmönnum flokksins tók síminn að hringja frá einum fjölmiðli: Morg- unblaðinu. Hver væru tengsl hins nýja forsætisráð- herraefnis við Baug var spurt? Hvað væri hún að meina? Hvað byggi undir? Þingmenn skildu ekki spurningar blaðsins né hvernig ræðan gæti verið til- efni þeirra. Ræðan skilgreindi pólitískt erindi Sam- fylkingarinnar sem frjálslynt lýðræði og samræðu. Boðskapurinn byggðist á skýrum frjálslyndum grunni stjórnmálaheimspekinnar og hefði ekki talist tíðindi í nágrannalöndum í Evrópu eða Ameríku. Á Íslandi reyndist ræðan hins vegar vera slík ögrun að hægri öflin fóru á hliðina. Ríflega þrjú hundruð manns hlýddu á ræðuna á fundinum í Borgarnesi og þar datt engu okkar í hug að þessi ræða gæti verið slík ögrun. Það hvarflaði ekki að neinum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafði bara sagt upp- hátt það sem margir vissu en sögðu ekki, jafnvel ótt- uðust að segja. Að ríkisvaldinu væri beitt til að út- deila gæðum til valinna einstaklinga, valið væri ólýðræðislegt og íslensku samfélagi væri skipt í lið, ráðamenn spyrðu ertu með mér eða á móti. Þá voru aðeins nokkrir mánuðir frá einkavæðingu bankanna til handvalinna einstaklinga, Íslensk erfðagreining átti eitt fyrirtækja að fá ríkisábyrgð og hinir handvöldu eigendur Landsbankans áttu eftir að eignast Morgunblaðið. Ríkisstjórn Davíðs og Halldórs var líka upptekin við að leyna þjóðina því að bandaríski herinn hygðist hverfa með lið sitt frá Ís- landi og að lýsa yfir stuðningi Íslands við innrásina í Írak. Svo þurfti að að hafa auga með útboði á Ís- lenskum aðalverktökum hf. í gegnum einkavæðing- arnefnd eins og síðar varð ljóst í dómsmáli sem fékk efnislega niðurstöðu í Hæstarétti í maí 2008. Irving Oil og reykvískir verktakar Og þarna stóð konan sem unnið hafði Reykjavík. Sem borgarstjóri hafði hún fengið fulltrúa allra olíu- félaganna þriggja til sín í einu á fund. Þeir höfðu haft samráð um að hitta borgarstjórann. Erindið var að biðja hana um að láta ekki kanadíska olíufyrirtækið Irving Oil hafa lóð í Reykjavík, þeir þyldu ekki sam- keppnina. Borgarstýran sagði nei, rétt eins og hún afnam helmingaskiptakerfi Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks í Innkaupastofnun Reykjavíkur og setti útboðsreglur í staðinn. Forystumenn fyrirtækja og samtaka atvinnurekenda treystu borgarstjór- anum vel, samstarf hennar við þá um framfarir í rekstrarskilyrðum ólíkra atvinnugreina hafði verið afburða gott. Annar greinarhöfundanna var sjálfur viðstaddur þegar útboðsþing Samtaka iðnaðarins kvaddi borgarstjórann, nokkur hundruð manna sal- ur, áreiðanlega flest sjálfstæðismenn, stóð upp og klappaði fyrir henni eftir spontant þakkarræðu eins þeirra. Þeir voru að þakka fyrir leikreglur, gagnsæi og sanngirni. Og nú vildi Ingibjörg Sólrún færa þessi vinnu- brögð inn í stefnu Samfylkingarinnar um samskipti við atvinnnulífið. Liðsskiptingin í atvinnulífinu átti að heyra sögunni til, hún skaðaði almannahag og það yrði að ríkja traust í samfélaginu á því að leikreglur giltu jafnt um alla en ekki geðþótti valdhafa. Dýrkeyptar kosningar 2003 Síðan hefur komið í ljós að ástæða einbeitni Morg- unblaðsins í því að draga eitthvað misjafnt upp úr þingmönnum Samfylkingarinnar, sem vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið og gátu alls ekki sagt blaðinu það sem það vildi heyra, var sú að þáverandi ritstjóri Styrmir Gunnarsson var að hefja markvissa áróð- urs- og ófrægingarherferð sem yrði framlag Morg- unblaðsins í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins vorið 2003. Í þessari kosningabaráttu var nefnilega allt leyfi- legt í röðum helmingaskiptaflokkanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Ósvífni þeirra byggð á ótta við að missa völdin, skilaði því að stjórnin hékk uppi en Sjálfstæðisflokkurinn gaf frá sé forsætisráð- herrastólinn eftir eitt ár. Og hvað kostaði þetta? Jú, dýrustu kosningar Íslandssögunnar. Herfræði valdabandalagsins gegn Samfylkingunni var tvíþætt: Annars vegar ófrægingin sem náði hámarki í bollu- dagsviðtalinu ógleymanlega við Davíð Oddsson, hins vegar kosningaloforð í formi í skattalækkana, 90% húsnæðislána og stærstu framkvæmdar Íslandssög- unnar. Með okkur verðið þið rík sögðu flokkarnir við kjósendur. Þessi loforð áttu eftir að reynast svo þensluhvetjandi og slík reginmistök að það er þyngra en tárum taki. Ófrægingin Ófrægingin á pólitísku erindi Samfylkingarinnar, Borgarnesræðunni og konunni sem hótaði að trufla helmingaskiptin og spillinguna var markviss. En tengingin við Baug var bæði annarleg og óskiljanleg. Þetta fékk Rannveig m.a. yfir sig í hliðarherbergi þingsalar á Alþingi þegar hún gagnrýndi Davíð Oddsson fyrir að hann hafði gusað yfir Samfylk- inguna í lokaræðu staðhæfingum sem ekki væri unnt að svara. „Svona gera ekki foringjar, Davíð,“ sagði Rannveig. „Foringjar, foringjar Rannveig, þú átt að- eins einn foringja“. Við spurningunni hvað hann væri að fara kom framhaldið: „þú átt aðeins einn foringja og hann heitir Jón Ásgeir“. Þetta var yfirgengileg framkoma af forystumanni sem ætlaðist til að aðrir tækju hann alvarlega. Sjálfstæðismenn sjálfir fengu smjörþefinn af þessu á nýafstöðnum landsfundi þeg- ar Davíð reyndi að gera Vilhjálm Egilsson tor- tryggilegan með sömu aðferð. Morgunblaðið klappaði svo þennan stein sleitu- laust með rakalausum uppspuna, svo mjög að þegar kom fram á veturinn 2005 til 2006 var blaðið orðið að athlægi fyrir látlausar dylgjur í garð Samfylking- arinnar. Um sérkennilegt samstarf Davíðs og fyrri ritstjórnar Morgunblaðsins má lesa í endurminn- ingum annars ritstjórans sem birtar eru á netinu. Hvað vill Morgunblaðið vera? Leiðarahöfundur Morgunblaðsins laugardaginn 28. mars, þess blaðs sem undir nýrri ritstjórn hefur markað sér nútímalegri ritstjórnarstefnu en að vera málgagn eins flokks, fellur í þessa gömlu gryfju. Hann þykist vera að bera saman Borgarnesræðu og setningarræðu landsfundar 2009 en ekki er að sjá að hann hafi lesið fyrrnefndu ræðuna. Morgunblaðið ætti með réttu að birta í heild ræð- una „Frjálslynt lýðræði“ frá því í febrúar 2003 svo lesendur geti séð eigin augum um hvað hún var og hversu mikið erindi hún á einmitt núna. Það væri þjónusta við lesendur og skýr skilaboð til almenn- ings á Íslandi um að blaðinu sé framvegis hægt að treysta til vandaðrar pólitískrar blaðamennsku. Sannleikurinn er sá að Borgarnesræðan, margar síðari ræður Ingibjargar Sólrúnar og einnig setning- arræðan á föstudaginn eru bersýnilega byggðar á sams konar röksemdafærslu og á sömu reynslu hennar af að fara með vald. Frjálslynt lýðræði þar sem réttur minnihlutans er virtur, þar sem leik- reglur tryggja almannahagsmuni og jafnræði ein- staklinga. Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn vera? Frelsi og frjálshyggja Sjálfstæðisflokksins snerist um frelsi flokksins og foringja hans til að ráða lögum og lofum í samfélaginu, drottna með kunn- ingjakapítalisma. Nú er spurt hvort svo verði áfram. Frjálslynt lýðræði Samfylkingarinnar snerist þá og gerir enn um almannahagsmuni. Þess vegna var það svona hættulegt 2003. Eftir Rannveigu Guðmundsdóttur og Kristrúnu Heimisdóttur »Herfræði valdabandalagsins gegn Samfylkingunni var tví- þætt: Annars vegar ófrægingin, hins vegar kosningaloforð í formi skattalækkana, 90% húsnæð- islána og stærstu framkvæmdar Íslandssögunnar. Rannveig Guðmundsdóttir Rannveig er fyrrverandi þingmaður og ráðherra, Kristrún er lögfræðingur. Sannleikurinn um Borgarnesræðuna Kristrún Heimisdóttir BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.