Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ telur að tveir blaðamenn Morgunblaðsins, Agnes Bragadóttir og Þorbjörn Þórð- arson, hafi brotið þagnarskyldu sam- kvæmt 58. gr. laga um fjármálafyr- irtæki. Blaðamennirnir birtu í greinum sínum upplýsingar úr lána- bók Kaupþings banka hf. annars veg- ar og Glitnis hf. hins vegar, m.a. um lán til eigenda bankanna og tengdra aðila. Brot Agnesar Bragadóttur að mati FME tengist grein hennar „Sjónarspil og sýndarleikir Glitnis og FL“ sem birtist í Morgunblaðinu 23. nóvember 2008 og fjallaði m.a. um félagið Stím ehf. Þar var m.a. vitnað í gögn úr lánabókum Glitnis. Viðurlögin sekt eða fangelsi FME telur Þorbjörn Þórðarson hafa brotið gegn lög- unum með greininni „500 milljarðar til eigenda“ sem birtist í Morgunblaðinu 7. mars síð- astliðinn en þar var vitnað í lánabók Kaupþings. Í bréfi til blaðamannanna frá FME segir að stofnunin geti lagt stjórn- valdssektir á þá sem gerist brotlegir við 58. gr laga um fjármálafyrirtæki. „Sektir sem lagðar eru á einstaklinga geta numið frá kr. 10 þúsund til kr. 20 milljónir. Þá getur það varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum [...] Fjármálaeftirlitið metur hvort mál skuli kært til lögreglu eða því lokið með stjórnvalds- ákvörðun hjá stofnuninni,“ segir í bréfinu. Reynist brot meiriháttar beri FME að vísa þeim til lögreglu en við- urlögum sé beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi. Blaðamennirnir hafa frest til 8. apríl nk. til að koma á framfæri andmælum, skýringum eða sjónarmiðum áður en FME tekur ákvörðun um framhald málsins. Brutu þau bankaleynd? Fjármálaeftirlitið telur að blaðamenn Morgunblaðsins hafi brotið gegn lögum um þagnarskyldu með því að birta upplýsingar úr lánabókum Glitnis og Kaupþings Í HNOTSKURN »Skv. 58 grein laga um fjár-málafyrirtæki eru starfs- menn þeirra bundnir þagn- arskyldu um allt sem þeir fá vitneskju um í starfi og lýtur að viðskipta- eða einkamál- efnum viðskiptamanna. »„Sá sem veitir viðtökuupplýsingum af því tagi [...] er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar grein- ir. Sá aðili sem veitir upplýs- ingar skal áminna viðtakanda um þagnarskylduna,“ segir í greininni. Þorbjörn Þórðarson Agnes Bragadóttir Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is „VIÐ Hannes Hlífar vorum á svið- inu og í seilingarfjarlægð frá toppnum eiginlega allt mótið. Svo náðum við báðir að vinna tvær síðustu skákirnar meðan þeir sem voru með hálfum vinningi meira en við gerðu jafntefli. Þannig tókst þetta,“ sagði Héðinn Stein- grímsson stórmeistari. Hann sigr- aði á XXIV. Alþjóðlega Reykjavík- urskákmótinu sem lauk í gær. „Þetta er svolítið eins og í fót- boltanum. Maður þarf að hafa marktækifæri. Það gerir maður með því að eiga gott mót í heild- ina og skora svo í lokin,“ sagði Héðinn. Hann var í 1.-4. sæti ásamt stórmeisturunum Hannesi Hlífari Stefánssyni, Yuriy Kruvor- uchko frá Úkraínu og Mikhail Marin frá Rúmeníu. Eftir stigaút- reikning taldist Héðinn sigurveg- ari mótsins og Hannes í þriðja sæti. Sigurvegararnir skiptu með sér verðlaunafénu sem kom í hlut efstu fjögurra og fékk hver þeirra 2.750 Bandaríkjadali í verðlaun. Fyrir níundu og síðustu umferð, sem tefld var í gær, voru þeir Héðinn og Hannes í 3.-8. sæti, hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Hannes tefldi við franska stórmeistarann Sebastien Maze í síðustu umferð og Héðinn við ríkjandi heimsmeistara ung- menna, stórmeistarann Abhijeet Gupta frá Indlandi. Skák þeirra Héðins og Gupta stóð í sex klukkustundir og var ein af lengstu skákum mótsins. Þeir Héðinn og Hannes unnu báðir skákir sínar í gær. Lokaviðburður alþjóðlegu skákhátíðarinnar var alþjóðlegt hraðskákmót, Reykjavík Blitz, þar sem sextán keppendur tefldu eftir útsláttarfyrirkomulagi. Banda- ríski stórmeistarinn Yuri Shulman sigraði þar Jóhann Hjartarson stórmeistara í úrslitunum. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu lokið, Héðinn og Hannes í 1.-4. sæti Héðinn bar sigur úr býtum Morgunblaðið/Golli Lokaskákin Hannes Hlífar fylgdist með viðureign Héðins við Abhijeet Gupta, ríkjandi heimsmeistara ungmenna. Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is TÍÐARFARIÐ í vetur hefur verið hagstætt, að því er fram kemur í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings. Meðalhiti var 0,8 stig í Reykjavík í desember til mars. Það er 0,9 stigum ofan við meðallag og 0,4 stigum hlýrra en í fyrra. Meðalhiti í Stykkishólmi var 0,2 stig og er það 1,1 stigi yfir meðallagi. Á Akureyri var meðalhiti vetr- arins -1,1 stig, 0,5 stigum ofan við meðallag. Febrúar var kaldasti mánuður vetrarins og er kaldasti vetrarmánuðurinn þriðja til fjórða hvert ár í Reykjavík. Janúar var hlýjasti mánuður vetrarins en það gerist að meðaltali fimmta til sjötta hvert ár í Reykjavík. Úrkoma vetrarins var um 12% umfram meðallag í Reykjavík en um 20% á Akureyri. Desember var úr- komusamastur í Reykjavík, en janúar á Akureyri. Febr- úar var þurrastur á báðum stöðum. Tíðarfar í mars var nærri meðallagi áranna 1961 til 1990. Hitinn var alls staðar mjög nærri meðallagi. Lítið var um illviðri, en hríðarveður trufluðu þó samgöngur stund og stund, segir Trausti. Víðast hvar var snjólétt, en þó var allmikill snjór um tíma á norðanverðum Vestfjörðum og í útsveitum á Norður- og Austurlandi. Meðalhiti í Reykjavík var 0,4 stig og er það 0,2 stigum undir meðallagi. Þetta er ívið kaldara en í mars í fyrra. Á Akureyri var meðalhitinn -1,0 stig og er það 0,3 stigum yfir meðallagi og ívið hlýrra en í mars í fyrra. Úrkoma var undir meðallagi á Suðvestur- og Vest- urlandi, en yfir því norðaustanlands. Úrkoman í Reykja- vík mældist 60 mm, um 73% af meðalúrkomu. Á Ak- ureyri mældist úrkoman 58 mm, um 35% umfram meðallag. Úrkoman á Höfn í Hornafirði mældist 115 mm. Sólríkt var suðvestanlands. Í Reykjavík mældust sól- skinsstundirnar 148, 37 stundir umfram meðallag, hið mesta í mars í tíu ár. Á Akureyri mældist 51 sólskins- stund, 28 færri en í meðalári. Hiti í vetur fyrir ofan meðallag Útivist Lítið var um illviðri, en hríð truflaði þó stundum, FJÖLMARGIR áhugamenn um fallegan hús- búnað lögðu leið sína í húsnæði BT í Skeifunni í gær, en greint var frá því í Morgun- blaðinu að þar myndi sala á hús- búnaði og tækj- um úr aðsetrum gömlu bankanna erlendis fara fram. Fram kom í fréttinni að Eyjólfur Pálsson, kenndur við Epal, væri skilanefndinni innan handar við und- irbúning sölunnar. Hann fylgist með áhugasömum kaupendum í gegnum verslunarglugga Epals, sem stendur andspænis BT. Segir hann ljóst að fjöldi fólks hafi látið blekkjast, því stöðugur straumur hafi verið af bíl- um við verslunina allan daginn og margir farið út úr bílunum og rykkt í hurðir og leitað að öðrum inngangi. Allt í þeim tilgangi að gera frábær kaup. Að sögn Eyjólfs hringdu margir í verslunina til að spyrjast fyrir um söluna. Þar á meðal einn í Færeyjum og annar í Þýskalandi. Eyjólfur seg- ir að allir hafi tekið vel í spaugið þeg- ar þeir áttuðu sig á því að þeir höfðu verið látnir hlaupa apríl. Segir hann ljóst að það sé markaður fyrir svona sölu og íhugar að fara af stað með slíkt. „Við sjáum eftir þetta að það er mikill áhugi á notuðum hönnunar- húsbúnaði, enda stenst hann tímans tönn,“ segir Eyjólfur. silja@mbl.is Gripið í tómt Eyjólfur Pálsson Aprílgabbið mun leiða til alvörusölu KJALNESINGAR vilja að Vest- urlandsvegur verði tvöfaldaður og að umbætur verði strax gerðar í um- ferðaröryggismálum á svæðinu. Hverfisráð Kjalarness stóð fyrir fundi um samgöngumál í Fólkvangi á Kjalarnesi í gær. Á fundinn mættu m.a. Kristján L. Möller samgöngu- ráðherra, fulltrúar úr samgöngu- nefnd Alþingis, borgarstjórn og fleiri. Marta Guðjónsdóttir, formað- ur hverfisráðsins, sagði að vegstæði tvöföldunar Vesturlandsvegar lægi fyrir. Ekki fengust skýr svör á fund- inum um hvenær hægt yrði að fara í tvöföldunina. Einnig var bent á hættu sem börnum stafar af þungri og hraðri umferð um Kjalarnes. Vilja um- ferðaröryggi ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.