Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LEIÐTOGAR tuttugu helstu efna- hagsvelda heims, G20, reyndu í gær að jafna ágreining sinn um hvernig bregðast ætti við mestu efnahags- kreppu í heiminum í sex áratugi. Nicolas Sarkozy, forseti Frakk- lands, sagði að Frakkar og Þjóð- verjar höfnuðu þeim tillögum sem fram höfðu komið um umbætur á fjármálakerfi heimsins og teldu að ganga þyrfti lengra. Áður hafði Sar- kozy hótað að ganga af fundi leið- toga G20 í London í dag ef við- unandi samkomulag næðist ekki. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, kvaðst vera vongóð um að deilurnar yrðu leystar og sagði að ráðamennirnir hefðu ekki efni á „að stinga höfðinu í sandinn“. Hún var- aði þó við „veikum málamiðlunum“ og kvaðst hafa áhyggjur af því að leiðtogar helstu efnahagsvelda heims gerðu sér ekki grein fyrir því hversu alvarleg kreppan væri. Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, sagði að of mikið væri gert úr ágreiningnum og löndin þyrftu öll að taka höndum saman til að binda enda á kreppuna. Bandaríkjamenn gætu ekki komið hjólum efnahags- ins í gang á eigin spýtur með stór- auknum ríkisútgjöldum þar sem þeir ættu við erfið vandamál að stríða, t.a.m. mikinn fjárlagahalla. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Jap- an og fleiri löndum hafa beitt sér fyrir samræmdum aðgerðum til að örva efnahag heimsins með því að auka ríkisútgjöld og lækka vexti. Evrópulönd, þeirra á meðal Þýska- land og Frakkland, hafa verið treg til að lofa auknum ríkisútgjöldum og vilja láta reyna á þær aðgerðir sem þegar hafa verið samþykktar í þess- um efnum. Vilja hertar reglur Þjóðverjar og Frakkar leggja hins vegar mikla áherslu á nauðsyn þess að herða reglur um banka og aðrar fjármálastofnanir, auk þess sem þeir vilja herferð gegn skatta- skjólum og takmarka kaupauka stjórnenda fyrirtækja. Leiðtogar G20 vonast einnig til þess að ná samkomulagi um umbætur á fjár- málakerfi heimsins, meðal annars breytingar á alþjóðastofnunum á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Gert er ráð fyrir því að áhrif og völd stórra þróunarlanda á borð við Kína og Brasilíu verði aukin. Viðbúið er að deilt verði um breytingarnar þar sem þær draga úr áhrifum Evrópu- ríkja innan Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og Alþjóðabankans. Fjármálasérfræðingar telja að árangurinn af viðræðum leiðtoganna verði ekki eins mikill og vonast var til á síðasta ári þegar fjármála- kreppan hófst. Fundinn í London sitja leiðtogar Argentínu, Ástralíu, Bandaríkjanna, Brasilíu, Bretlands, Frakklands, Indlands, Indónesíu, Ítalíu, Japans, Kanada, Kína, Mexíkó, Rússlands, Sádi-Arabíu, Suður-Afríku, Suður- Kóreu, Tyrklands og Þýskalands, auk fulltrúa Evrópusambandsins. Merkel varar við „veikum málamiðlunum“ á fundi G20 Reynt að leysa deilur um aðgerðir gegn kreppunni Reuters Fyrsta Evrópuferðin Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, og kona hans, Sarah, með Barack Obama Banda- ríkjaforseta og konu hans, Michelle, fyrir utan Downing Street 10. Obama er í fyrstu opinberu ferð sinni til Evrópu. OFT kemur það fyrir, að fólk sé ekki nógu ánægt með sumarleyfisferðina sína og láti þá í sér heyra sem eðli- legt er. Sumar umkvartanir eru þó bara skrítnar og skemmtilegar. Starfsfólk hjá Thomas Cook og ABTA í Bretlandi hefur tekið þess- ar saman: Fyrsta sagan er um manninn, sem fór í brúð- kaupsferð til Afríku og þar var þeim hjónum sýnt er fílstarfur kelfdi fílskú. Það var aldeilis sjón að sjá og maðurinn fylltist svo mikilli minni- máttarkennd, að brúðkaupsferðin fór í vaskinn. Önnur umkvörtunarefni eru m.a. þessi: „Það var allt of mikill sandur á ströndinni.“ „Við keyptum Ray Ban-sólgler- augu fyrir fimm dollara af götusala en svo kom í ljós, að þau voru föls- uð.“ „Okkur var ekki sagt, að það væri fiskur í sjónum. Börnin urðu dauð- hrædd.“ „Það tók níu klst. að fljúga frá Ja- maica heim til Englands en Banda- ríkjamennirnir voru ekki nema þrjá tíma heim til sín.“ svs@mbl.is Vissu ekki af fiskinum í sjónum Vont Of mikill sand- ur á ströndinni. HAMID Karzai, forseti Afganistans, hefur verið harðlega gagnrýndur á Vesturlöndun fyrir að hafa skrifað undir ný lög, sem banna konum að neita mönnum sínum um kynmök, banna þeim að fara út úr húsi eða leita læknis nema með leyfi eig- inmannsins og banna þeim að stunda vinnu eða nám án hans samþykkis. Karzai setti í fyrradag ráðstefnu um Afganistan í Haag í Hollandi og þá skoruðu utanríkisráðherrar Norðurlanda á hann að bregðast við skýrslu, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið saman um nýju lagasetn- inguna í Afganistan. Hún gengur nefnilega þvert gegn stjórnarskrá landsins og mörgum alþjóðlegum samningum. Humaira Namati, sem situr í öld- ungadeild afganska þingsins, segir, að nýju lögin geri ástandið jafnvel verra en á valdatíð hinna bókstafs- trúuðu talibana. Segir hún enn- fremur, að þeir, sem hafi haft hug- rekki til að snúast gegn lögunum á þingi, hafi verið sakaðir um fjand- skap við íslam. svs@mbl.is Löglegt að nauðga eiginkonunni Þúsusndir manna söfnuðust sam- an í fjármála- og viðskiptahverfinu í London til að krefjast breytinga á efnahagskerfi heimsins í tilefni af leiðtogafundi 20 helstu efnahags- velda heims. Til ryskinga kom á milli mótmælenda og lögreglu sem var með mikinn öryggisviðbúnað í borginni. Í gærkvöldi fannst maður meðvitundarlaus innan um mót- mælendur, hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var síðar úrskurðaður látinn. Ekki var vitað nánar um dánarorsök í gærkvöldi. Nokkrir mótmælendur komust upp á þak höfuðstöðva Englands- banka og rúður í útibúi Royal Bank of Scotland voru brotnar. Um 2.000 manns söfnuðust einnig saman í grennd við sendiráð Bandaríkjanna. Meðal mótmælend- anna voru andstæðingar hnatt- væðingar, anarkistar, og hópar sem berjast gegn loftslagsbreyt- ingum af mannavöldum. Hermt er að um 5.000 lögreglumenn hafi verið á götum borgarinnar vegna leiðtogafundarins og voru 32 handteknir, nokkrir særðust úr hópi lögreglu og mótmælenda. Einn lét lífið í tengslum við mótmælin Reuters Umsátur Lögregluþjónn og mótmælandi takast á í grennd við Englands- banka í London. Þúsundir mótmælenda sátu um bygginguna í gær. Komdu við í útibúinu í Hamraborg 8 eða hringdu í okkur í síma 410 4000. Sólveig hefur starfað í Landsbankanum í 33 ár. Hún og 28 aðrir taka vel á móti þér í Hamraborg. 130 / HAMRABORG • Við leggjum okkur fram um að veita þér persónulega þjónustu. • Við förum yfir kjörin sem þér bjóðast og svörum spurningum þínum. • Við veitum einstaklingum og fyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja fjármálin. E N N E M M / S ÍA / N M 3 7 4 4 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.