Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009
✝ Þorvarður EllertErlendsson fæddist
í Reykjavík 1. október
1926. Hann lést á
Landspítalanum í
Reykjavík 20. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Erlendur Þ.
Magnússon, f. í Reykja-
vík 8.9. 1890, og Magn-
hildur Ólafsdóttir, f. á
Akranesi 23.1. 1898.
Látin systkini hans eru
Gústaf, Guðríður Mar-
grét, Guðrún Elsa,
Gunnar Ársæll, Haf-
steinn og Guðrún Elsa. Eftirlifandi
bróðir er Birgir Þór.
Ellert giftist árið 1948 Áslaugu
Valdimarsdóttur f. 24.9. 1928. Þau
eignuðust eina dóttur, Lilju f. 6.10
1946, maki Gunnar
Þór Garðarsson f. 7.1.
1948. Börn Lilju eru
1) Jón Ellert, kvæntur
Arnþrúði Kristjáns-
dóttur, börn þeirra
eru Lilja Rún, kærasti
Skarphéðinn Magn-
ússon, Elvar og Arn-
ór. 2) Áslaug Kristín,
dætur hennar eru
Ósk, Jana Rós og Íris.
Sonur Lilju og Gunn-
ars er Gunnar Þór,
unnusta Eva Lind
Matthíasdóttir, dætur
þeirra eru Natalía Freyja og Silvía
Rán.
Útför Ellerts fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 2. apríl, og hefst at-
höfnin kl. 14.
Elsku pabbi minn.
Mig langar að kveðja þig með
nokkrum orðum, þú varst besti
pabbi í heimi.
Alltaf tilbúinn að hjálpa mér
þegar ég bað um aðstoð við eitt-
hvað sem ég var að gera. Þú varst
æðislegur afi og langafi og hafðir
alltaf tíma fyrir afa- og langafa-
börnin.
Ég passa mömmu fyrir þig.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Hvíl þú í friði, elsku pabbi minn.
Þín dóttir
Lilja Ellertsdóttir.
Elsku afi, nú ertu farinn. Minn-
ingar mínar um þig eru mér dýr-
mætar og varla er til minning úr
bernsku minni þar sem þú ert ekki.
Þú fylgdist vel með öllu því sem ég
gerði og varst alltaf tilbúinn með
hjálparhönd þegar á þurfti að
halda.
Ég minnist þess þegar þú hækk-
aðir hjálpardekkin á reiðhjólinu
mínu og þegar við röðuðum saman
í hillurnar á bensínstöðinni, þegar
þú varst að laga þakið á Höfða-
brautinni, og ég lítill strákur príl-
aði upp stillansinn og kíkti á þig
upp á þak. Ég man þegar við smíð-
uðum skipið og eftir allri hjálpinni
uppi á Fellsenda. Mínar minningar
eru ótalmargar og ég gæti talið
þær upp endalaust.
Betri afa er ekki hægt að hugsa
sér og þú varst ekki síðri við lang-
afabörnin þín.
Þú passar Gosa fyrir mig þangað
til við hittumst aftur og ég passa
ömmu.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran.)
Elsku afi, hvíldu í friði.
Gunnar Þór.
Þegar að kveðjustund er komið
rifjast upp margar minningar, sá
stutti tími sem ég fékk að þekkja
hann Ella er liðinn. Mig langar til
að þakka fyrir þann tíma.
Vinsemd og hjálpsemi er það
sem kemur fyrst í huga mér þegar
ég hugsa um Ella. Hann var dætr-
um mínum frábær afi, þolinmæðin
sem hann veitti Natalíu og leyfði
henni að spila með sig. Hún náði
alltaf í höndina hans og teymdi
hann hvert sem hún vildi, hvort
sem hún þurfti að sjá eitthvað eða
vantaði leikfélaga var Elli alltaf
tilbúinn að tala við litlu langafas-
telpuna sína. Henni þótti það nú
ekki mikið mál að fá afa sinn til að
setjast með sér á gólfið og leika.
Vertu sæll vinur, við sjáumst aft-
ur seinna.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Elsku Áslaug, missir þinn er
mikill, megi góður Guð styðja þig
og styrkja um ókomna tíð.
Eva Lind Matthíasdóttir.
Ellert Erlendsson
Jónína Guðjóns-
dóttir er kvödd í dag
frá Þórshafnarkirkju.
Jóna mín í Klöpp eins
og móðir mín sagði
svo hlýlega, lifði tím-
ana tvenna. Þau hjón-
in hún og Davíð bjuggu í Klöpp,
húsinu sem stóð svo til í fjörunni,
gegnt Bakka þar sem foreldrar mín-
ir hófu búskap. Móður minni og
Jónu varð vel til vina. Ég sótti mikið
til þeirra í Klöpp og átti þar góðu að
mæta. Dísa mín passaði mig og
saknaði ég hennar mikið þegar við
✝ Jónína Guðjóns-dóttir var fædd
13.7. 1918. Hún lést
28. mars sl. Fer útför
hennar fram frá Þórs-
hafnarkirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 14.
Meira: mbl.is/minningar
fluttumst í Gunnars-
staði. Jóna var hvers-
daghetja sem vann
langan vinnudag í
frystihúsinu ásamt
því að koma upp
mannvænlegum
barnahópi þeirra
hjóna. Raunveruleg
verðmæti urðu til þá,
eins og nú, með því að
vinna hörðum hönd-
um til að ala upp dug-
andi heiðarlegt fólk.
Það gerði Jóna svo
sannarlega. Síðasta
ár mömmu dvöldust þær saman á
Nausti vinkonurnar, yndislegu
hjúkrunar- og dvalarheimili þar sem
gott er að eiga heima þegar krafta
þrýtur.
Dísu, systkinum hennar og fjöl-
skyldum þeirra votta ég samúð mína
Kristín Sigfúsdóttir
Jónína Guðjónsdóttir
Elsku Elli
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín
Áslaug.
Elsku afi
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Þínar langafastelpur
Natalía Freyja
og Silvía Rán.
HINSTA KVEÐJA
✝
Okkar elskulegi faðir, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
HÁKON ÞORSTEINSSON,
Lindargötu 57,
Reykjavík,
andaðist á Landspítala Landakoti, deild K2,
fimmtudaginn 26. mars.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn
3. apríl kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim vilja minnast hans
er bent á Umhyggju, félag langveikra barna, s. 552 4242.
Guðrún R. Ingibergsdóttir, Baldvin Einarsson,
Sigþór Hákonarson, Lilja Bragadóttir,
Hákon Hákonarson, Kristín Kristjánsdóttir,
Margrét Hákonardóttir, Eyjólfur Jóhannsson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi, langafi og bróðir,
SVEINN ÞÓRÐARSON
frá Skógum,
Mjóafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu í Neskaupstað laugar-
daginn 28. mars.
Jarðsungið verður frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn
6. apríl kl. 14.00.
Ólöf Ólafsdóttir,
Björgvin Sveinsson, Rósa Benediktsdóttir,
Þórður Sveinsson, Karen Kjartansdóttir,
Heiðar Sveinsson,
Auður Sveinsdóttir, Þorgils Arason,
Sigurður Sveinsson, Brynhildur Sigurðardóttir,
Sjöfn Magnúsdóttir, Magnús Herjólfsson,
barnabörn, barnabarnabörn,
bræður og systur.
✝
Elsku faðir okkar, sonur, bróðir, mágur, frændi og
vinur,
KONRÁÐ ÞÓR SNORRASON,
Holtagerði 22,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn
30. mars.
Útför hans verður gerð frá Langholtskirkju
mánudaginn 6. apríl kl. 15.00.
Snorri Sævar Konráðsson, Katrín Magdalena Konráðsdóttir,
Snorri S. Konráðsson, Soffía H. Bjarnleifsdóttir,
Kolbrún Björk Snorradóttir, Ellert Jónsson,
Snorri Birkir Snorrason,
Eyþór Ellertsson,
Bjarki Ellertsson,
Svanhildur Ásta Haig Gunnarsdóttir
og aðrir vandamenn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ANNA GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Skógarbæ,
lést þriðjudaginn 31. mars.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Gunnar Guðmundsson,
Kristinn Óskar Guðmundsson,
Ólafur Sveinn Guðmundsson,
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
HÖRÐUR EIRÍKSSON
fyrrverandi flugvélstjóri,
Blönduhlíð 10,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi
þriðjudaginn 31. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Helga Steffensen,
Björn S. Harðarson,
Helga Sigríður Harðardóttir Steffensen,Guðmundur E. Jónsson,
Valdimar Harðarson Steffensen, Guðrún Ægisdóttir,
Baldur Þ. Harðarson, Birna E. Björnsdóttir,
Eiríkur B. Harðarson
og barnabörn.
ÍSLENSKAR
LÍKKISTUR
Góð þjónusta - Gott verð
Starmýri 2, 108 Reykjavík
553 3032
Opið 11-16 virka daga