Morgunblaðið - 02.04.2009, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 02.04.2009, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 Bæjarfulltrúar Sam- fylkingarinnar mættu ekki á skóflustungu bæjarstjóra Kópavogs og formanns Sjó- mannadagsráðs þann 27. mars sl. Með því vorum við ekki að sýna væntanlegri byggingu þjónustumiðstöðvar við Boðaþing vanvirðingu, heldur töldum við fyrstu skóflustungu löngu tekna. Skömmu fyrir sveitarstjórnarkosn- ingar 2006 var nefnilega fyrsta skóflustungan tekin að viðstöddum m.a. bæjarfulltrúum Samfylking- arinnar. Saga fyrstu skóflustungna vegna bygginga við Boðaþing er nokkur og ástæða til að rekja hana hér í örfáum orðum. Eins og einhverjir muna setti Sjálfstæðisflokkurinn á stefnuskrá sína fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar 2006 að byggja þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara við Boðaþing í Kópavogi. Heiðursfélagi Félags eldri borgara í Kóp- vogi, Jóhanna Arnórs- dóttir, tók fyrstu skóflustungu að bygg- ingu þjónustukjarna ásamt hjúkr- unaríbúðum/rýmum fyrir eldri borgara þann 18. maí 2006, nokkrum dögum fyrir kosningar. Þá ákvað oddviti Sjálfstæð- isflokkins að um nýtt rekstrarform væri að ræða. Eftir kosningar kom í ljós að engar lagaheimildir voru fyrir slíku rekstrarformi og tafðist málið nokkuð á meðan ríki og bær komust að samkomulagi. Þann 29. ágúst 2008 tók svo Guð- laugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra og fulltrúi félags- og tryggingamálaráðherra, Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri, fyrstu (aðra) skóflustungu að fyrri áfanga hjúkrunarheimilis fyrir aldr- aða í Boðaþingi í Kópavogi. Þann 27. mars 2009 tóku svo fyrstu (þriðju) skóflustungu að nýj- um leiguíbúðum fyrir 60 ára og eldri við Boðaþing í Kópavogi Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Guð- mundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs. Nú hafa því þegar verið teknar þrjár skóflustungur að þjónustu- og íbúðakjarna við Boðaþing og bæj- arstjóri verið myndaður í bak og fyr- ir í öll skiptin. Ég verð þó að taka ofan fyrir bæj- arstjóra Kópavogs því ekki ætla ég að trúa því að tíðar skóflustungur við Boðaþing séu einungis til að varpa dýrðarljóma á Sjálfstæð- isflokkinn í Kópavogi, nei líklega ætlar hann að sýna aðhald og ábyrgð á erfiðum tímum og fá framámenn og fyrirmenni þessa samfélags til að hjálpa sér að handmoka grunninn. Skóflustungur við Boðaþing Guðríður Arnar- dóttir skrifar um endurteknar skóflu- stungur við Boða- þing í Kópavogi »Nú hafa verið teknar þrjár skóflustungur að þjónustu- og íbúða- kjarna við Boðaþing og bæjarstjóri verið mynd- aður í bak og fyrir í öll skiptin. Guðríður Arnardóttir Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í Kópavogi. STUNDUM þarf maður að leiða huga að því sem liðið er, og læra má af, og því sem framundan er, og við þurfum að skoða ít- arlega. Og ef við ekki höfum lært af fyrri mistökum, lendum við bara aftur í sama farinu, og höldum áfram að gera mistök. Það er í raun mikil ábyrgð sem fylgir því að kjósa til Alþingis, og sömuleiðis til sveitarstjórna. Ábyrgð þessi er fyrst og fremst vegna þess, að okkur gefst tækifæri til þess að velja á milli frambjóðenda á lista flokkanna, til dæmis með for- vali, í prófkjörum, eða sem virkir fé- lagsmenn í röðun á lista. Spurningin er, nær þá ábyrgð okkar og val ekki lengra, eða fellur ábyrgð okkar og val þar með niður? Er ábyrgðin þar með úr sögunni, eða tekur einhver annar við? Skoðum nú ábyrgð okkar kjós- enda og val. Mörgum er það ofarlega í huga að það sé í raun og veru lýð- ræðisleg, og siðferðisleg skylda okk- ar, sem kjósenda, að mæta á kjör- stað og kjósa. Val okkar snúist um það að velja þann flokk, og þá stefnu sem við teljum árangursríka til þess að koma fram skoðunum okkar, nú eða að skila auðu. Það, sem í raun er á ábyrgð okkar, er þess vegna valið. Við höfum fullt og óheft val, en um hvað snýst þetta val? Við höfum val til að merkja við þann flokk sem við teljum hæfa skoðunum okkar, og líklegastur til þess að vinna í okkar þágu. Flokkarnir hafa hingað til haft það val að raða á listana sína, þeim mönnum sem þeir hafa mesta trú á. Stundum, og jafnvel of oft, veljast menn á lista flokkanna með stuðn- ingi fjármagns, fjárframlaga þeirra sem vilja hafa áhrif á hverjir sitji hvar á lista flokksins. Þegar við kjósendur göngum síðan til kjör- staðar, og veljum, þá merkjum við við þann flokk sem við höfum valið. Það fer síðan eftir atkvæðamagni hvers stjórnmálaflokks, hver eða hverjir, séu kjörgengir til starfa á Alþingi Íslendinga. Jafnvel þó að okkur verði úthlutað það val, að það megi raða til á þeim lista sem við höfum valið að kjósa, höfum við samt sem áður valið flokkinn. Þegar hinir kjörnu mæta síðan á vinnustaðinn, eru vistarverur at- vinnurekandans merktar stjórn- málaflokkunum. Herbergin, þar sem umræður flokksmannana fara fram í, eru herbergi flokkanna. Ef Jón Jónsson er til dæmis efstur á lista stjórnmálaflokksins P, og P-listinn hefur fengið nægilega mörg atkvæði í kjördæminu, þá fer hann á fund samflokksmanna sinna, í P- herberginu. Hvað gerist ef Jón, í afmælisveislu formanns P-flokksins, verður upp á kant við hina í flokknum, yfirgefur P-herbergið og fer inn í Z- herbergið, og gengur til liðs við þá sem þar eru? Glatast þá öll atkvæði P-listans sem komu Jóni á þing? Ef hann hins vegar varð fyrir bíl á leið í afmæli formannsins, og á ekki aft- urkvæmt, hver kemur þá í hans stað? Næsti maður á lista? Nýtast þá áfram atkvæði P-listans? Hvers vegna? Ef þetta er lýðræði, þá skil ég ekki hvers vegna ég fékk þetta sem kallast val. Í aðdraganda kosninga Sigurjón Ari Sig- urjónsson skrifar um það hvernig at- kvæði falla í kosn- ingum »Ef hann hins vegar varð fyrir bíl á leið í afmæli formannsins og á ekki afturkvæmt, hver kemur þá í hans stað? Næsti maður á lista? Sigurjón Ari Sigurjónsson Höfundur er fv. kaupmaður en nú eftirlaunaþegi. F í t o n / S Í A Aðalfundur VR verður haldinn á Hilton Nordica hótel, í dag, 2. apríl og hefst kl. 19:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Innborgun í VR varasjóð Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.