Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 Kynning á niðurstöðum úttektar starfshóps á aðstæðum til nýsköpunar í tengslum við heilbrigðisþjónustu og leiðum til að auka verðmætasköpun og bæta þjónustu. Heilsa og hagsæld með nýsköpun DAGSKRÁ 8:00 Morgunverður í boði menntamálaráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis 8:30 Setning. Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis 8:40 Niðurstöður úttektar. Vilhjálmur Lúðvíksson, verkefnisstjóri hjá menntamálaráðuneytinu 8:55 OECD Study of Innovation in Health Services Industries. Iain Gillespie, Director, Division of Science, Technology and Industry, OECD Paris. 9:20 Þekkingarauður heilbrigðisvísinda – Hvernig getur hann nýst okkur? Prófessor Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands 9:35 Framtíðarmöguleikar nýsköpunar í læknavísindum. Áhrif erfðavísinda og upplýsingatækni. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar 9:50 Nýsköpun í stoðtækjum og íhlutum til bæklunarlækninga og öldrunarlækninga. Samstarf opinberra aðila og fyrirtækja. Hilmar Bragi Janusson, þróunarstjóri Össurar hf. 10:05 Kaffihlé 10:30 Hlutverk Landspítala - háskólasjúkrahúss í stuðningi við nýsköpun. Björn Zöega, aðstoðarforstjóri LSH 10:45 Þverfaglegt samstarf tækni og lífvísinda til stuðnings nýsköpunar. Prófessor Sigurður Brynjólfsson, verkfræði og raunvísindasvið HÍ 11:00 Raunir sprotafyrirtækis í heilbrigðisgeiranum. Jóhannes Gíslason, framkvæmdastjóri Genís ehf. 11:15 Nýsköpun í heilbrigðisgeiranum í ljósi vísinda- og tæknistefnu. Prófessor Ingileif Jónsdóttir, meðlimur Vísinda- og tækniráðs 11:30 Umræður 11:55 Niðurstöður dregnar saman - Ráðstefnuslit Fundarstjóri: Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri www.rannis.is Menntamálaráðuneytið Iðnaðarráðuneytið Heilbrigðisráðuneytið Verðmæti úr öflugum heilbrigðisrannsóknum Grand Hótel mánudagur 6. apríl kl. 8:00 - 12:00. Kynningin er öllum opin, skráning: rannis@rannis.is Lykilatriði í kosningum er að gera sem flestum kleift að nýta atkvæð- isrétt sinn á sem auðveldastan máta, með því að flytja kjörstaði úr hverf- unum er verið að leggja stein í götu íbúa til að greiða atkvæði án þess að leggja í mikil ferðalög. Kársnesskóli er til dæmis mið- svæðis á Kársnesinu og þangað fljótlegt að ganga hvaðanæva af því, færslan yfir í Smárann þýðir það eitt að þeir sem búa næst Smáranum munu ganga eilítið lengri vegalengd en áður, en aðrir íbúar þurfa að ganga margfalt lengra og ef veður er vont að líkindum annaðhvort taka bíl eða sitja heima. Staðan er mun verri fyrir önnur hverfi. Spekin á bak við það að öruggara sé að hópa saman fólki á tvo staði en sex er umdeilanleg, rúmlega 21.000 Kópavogsbúar eru á kjörskrá. Dreift á sex staði eru það 3.500 manns per kjörstað en á tvo staði eru það 10.500 per kjörstað. Miðað við 100% kjörsókn og dreift yfir þá tólf tíma eða svo sem kjörstaðir eru opnir þá er 291 sem kýs á hverjum klukkutíma á hverjum kjörstað, rétt tæplega fimm á hverri mínútu. Fyr- ir tvo staði er talan hins vegar 875 per klukkutíma per kjörstað, sem eru rúmlega 14 manns á hverri mín- útu. Ef við kíkjum aftur í raunheima þá var kjörsókn við síðustu Alþing- iskosningar 83,6% yfir landið, þetta þýðir að í stað 21.000 munu 17.500 mæta á kjörstað. Þá eru 8.750 sem mæta á hvorn kjörstað, eða 730 per klukkutíma, sem gerir 12 á hverri mínútu. 12 bílar á hverri mínútu þýðir að fimm sekúndur eru milli hvers ökutækis, ef miðað er við að hver kjósandi mæti á eigin bifreið. Ef fólk tvímennir er þarna bíll á ferðinni á 10 sekúndna millibili. Sömu tölur fyrir sex kjörstaði eru fjórir bílar per mínútu, eða tveir ef fólk tvímennir. Það gefur augaleið að umferð er mun þyngri ef bíll er á ferð á tíu sekúndna fresti heldur en ef það er á þrjátíu sekúndna fresti. Við þetta bætist sú staðreynd að í þeim tilfellum þar sem kosið er í hverfinu eru minni líkur á að fólk mæti þar á eigin bifreið heldur gangi frekar þá stuttu vegalengd sem um ræðir. Rök kjörstjórnar um að þetta auki umferðaröryggi eru því hjóm eitt, hvað aðgengið varðar þá er það líka vitleysa, maður er engu bættari að því að 3x-4x fleiri bílastæði séu á kjörstað ef 3x fleiri mæta þar og að auki flestallir á bíl, nokkuð sem ger- ist síður á hverfakjörstöðum. Margir eldri borgarar hafa ekki bíl til um- ráða og hafa takmarkað gönguþol, þetta verður því einkum bagalegt fyrir þá. Eina hagræðið sem hægt er að sjá úr þessu eru færri starfsmenn á kjörstað og þar með minni launa- greiðslur, þeir kjörklefar sem hefur verið komið upp hafa ekki þurft mik- inn undirbúning né teppt skólastof- ur síðustu áratugi. Þó að fara verði vel með pen- ingana, þá á ekki að skera niður með því að minnka aðgengi fólks að kjör- stöðum, auka umferð, lengja bið- raðir og á flestan máta gera það tímafrekara og erfiðara að nýta sér atkvæðisrétt sinn. Kosningar eru undirstaða lýðræðisríkis, kjörsókn á Íslandi hefur iðulega verið með því mesta sem gerist, aðgerðir sem þessar vísa í öfuga átt hvað svo sem reiknimeistari kjörstjórnar heldur. Jóhannes Birgir Jensson, tölvunarfræðingur. Kjörstaðir í Kópavogi Frá Jóhannesi Birgi Jenssyni ÞÁ ER lands- fundum stjórn- málaflokkanna lokið og línur farnar að skýrast hvað málefni og stefnur varðar. Í stefnu Vinstri grænna má m.a. finna að líkaminn megi aldrei verða söluvara. Nekt- ardans vilja þeir banna en með hon- um selur fólk skrokkinn til áhorfs fyrir þá sem vilja kaupa. Samfylk- ingin vill í Evrópusambandið en Vinstri grænir ekki skv. nýlegri stefnuyfirlýsingu. Samt telur Stein- grímur J. að ekkert sé til fyrirstöðu að þessir tveir flokkar starfi saman í ríkisstjórn. Smjaðrið milli þessara flokka nær þannig út fyrir allt sem þeir standa fyrir. Vinstri grænir vilja ekki selja á sér líkamann en hugsjónir og harða stefnu í Evrópu- málum selja þeir við fyrsta boð. Það er ekki sama hvað selt er samkvæmt Vinstri grænum. VALDIMAR AGNAR VALDIMARSSON, stjórnmála- og viðskiptafræðingur. Ekki er sama hvað menn selja Frá Valdimari Agnari Valdimarssyni Valdimar Agnar Valdimarsson SPURNINGAR til Hönnu Birnu borgarstjóra er varðar skotvöll í Álfsnesi. 1. Hver (hverjir) ákváðu að staðsetja skotvöllinn í Álfsnesi á Kjal- arnesi? 2. Hvernig fór sú afgreiðsla og kynn- ing fyrir íbúum á svæðinu fram innan borgarkerfisins? 3. Hve miklum fjárhæðum af skatt- peningum borgarbúa hefur verið varið í uppbyggingu á svæðinu frá árinu 2003? 4. Hvað eru margir að skjóta á svæð- inu? Með ósk um skjót og skýr svör í sama miðli. BÁRA GUÐJÓNSDÓTTIR, garðyrkjufræðingur. Opið bréf til borgar- stjórans í Reykjavík Frá Báru Guðjónsdóttur Fátt óvænt í undanúrslitunum í Íslandsmótinu í sveitakeppni Það var ekki mikið um óvæntar uppákomur í undankeppni Íslands- mótsins í sveitakeppni sem fram fór um helgina. Þar mættust 40 sveitir víðs vegar að af landinu og spiluðu um 12 sæti í úrslitum. Spilað var í fjórum riðlum, þ.e. um þrjú sæti í hverjum riðli. Í A-riðli var mjög skemmtileg keppni um þriðja sætið en sveit Eykt- ar og Lyfjavers spiluðu sig af öryggi inn í úrslitin. Fyrir síðustu umferðina var sveitin í þriðja sæti með 116 stig og neðsta sveitin með 100. Áttu því nokkrar sveitir möguleika á þriðja sætinu með annars vegar góðri spila- mennsku og hins vegar hagstæðum úrslitum andstæðinganna. Lokastaða efstu sveita: Eykt 179,5 Lyfjaver 168 Tryggingamiðst. Selfossi 130 Haustak 130 Riddararnir 127 Sveit Karls Sigurhjartarsonar vann B-riðilinn örugglega og honum fylgdu nokkuð örugglega sveitir Gunnars Björns Helgasonar og Úlfs- ins. Lokastaða: Karl Sigurhjartarson 180 Gunnar B. Helgason 164 Úlfurinn 155 Garðsapótek 147 Gísli Ólafsson 133 Í C-riðli spilaði sveit Grant Thorn- ton sig af öryggi í úrslitin. Nokkuð óvænt varð sveitin Unaós í öðru sæti og sveit Frímanns Helgasonar í því þriðja. Lokastaða efstu sveita: Grant Thornton 182 Unaós 162 Sv. Frímanns Helgasonar 160 Sölufél. garðyrkjumanna 142 Sparisj. Skagafjarðar 139 Í D-riðli urðu sveitir sveitir Skelj- ungs og Júlíusar Sigurjónssonar langefstar og sveit Bernódusar Krist- inssonar náði þriðja sætinu auðveld- lega. Skeljungur 192 Sv. Júlíusar Sigurjónssonar 177 Sv. Bernódusar Kristinss. 146 Dalvík og nágrenni 132 Sv. Hrundar Einarsdóttur 130 Keppnisstjóri var Vigfús Pálsson, hann sá einnig um útreikning var Bridgemate notað til að slá öll gögn inn. Honum til aðstoðar í keppnis- stjórn var Jóhann Sigurðsson BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.