Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 38
38 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009
www.veggfodur.is
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
HEIMUR Hildar Birgisdóttur snýst
um tísku. Hún ákvað að leyfa öðrum
að skyggnast inn í þennan heim sinn
og opnaði vefsíðuna www.tiskuheim-
ur.is um miðjan mars. Þar ætlar hún
að fræða landa sína um það sem er
að gerast í tískuheiminum hérlendis
sem erlendis.
„Mér fannst vanta meiri umfjöllun
um tísku á íslensku og ákvað því að
opna þennan vef fyrir áhugafólk um
tísku,“ segir Hildur sem er 17 ára
framhaldsskólamær.
„Ég hef alltaf haft mjög mikinn
áhuga á tísku sjálf, skoða mikið
tískublöð, erlenda tískuvefi og fylgist
vel með því sem er að gerast hérna
heima.“
Tískuheimur.is er fréttavefur en
Hildur vildi greina sig frá þeim
tískubloggum sem eru í gangi. „Ég
var sjálf með tískublogg á ensku fyr-
ir nokkru síðan. Ég les bloggin mikið
en mér finnst þau frekar vera per-
sónulegar skoðanir fólks á tískunni
en ekki fjalla almennt um hana.“
Hildur skrifar allt efni ein á síðuna
en stefnir að því að fá fleiri til liðs við
sig er fram líða stundir. „Ég ákvað
að hafa þetta ekki of stórt í sniðum í
byrjun og bæta frekar við er á líður.
Það verður ábyggilega erfitt að fá
vinnu í sumar svo ég sá þarna líka
tækifæri til að hafa eitthvað að gera
auk þess sem mér finnst þetta mjög
gaman. Lesendafjöldinn fer vaxandi
og með tímanum vonast ég til að fá
auglýsendur og fjármagna þetta
þannig.“
Ekki mjög vel klætt barn
Spurð hvaðan tískuáhuginn komi
segir Hildur kankvís að hann komi
allavega ekki frá mömmu hennar.
„Tísku hefur aldrei verið haldið að
mér, ég var ekki mjög vel klætt barn
en þegar ég var tólf ára fór ég að
hafa mjög mikinn áhuga á hönnun.
Þá fór ég á saumanámskeið og svo óx
þetta bara upp frá því. Ég sauma
samt voða lítið í dag, ekki nema eina
og eina flík á sjálfan mig,“ segir
Hildur sem stefnir vitaskuld á tísku-
tengt nám í framtíðinni. „ Ég ætla
pottþétt að fara í einhverskonar nám
sem sameinar tísku og viðskipti en
ég hef mikinn áhuga á við-
skiptahliðinni á tísku-
heiminum.“
Hildur á marga
uppáhalds hönnuði sem
von er og spurð út í þá
stendur ekki á svari. „Al-
exander Wang, Nicolas
Ghesquière, sem
hannar fyrir Balen-
ciaga, kemur oft með nýtt og ferskt
sjónarhorn á tískuna, Olivier Theys-
kens, sem hannaði fyrir Nina Ricci,
og margir fleiri í viðbót.
Ég klæði mig sjálf eftir því sem er
í gangi hverju sinni en svo er ég
mjög hrifin af þessari rokk-goth
tísku sem hefur verið í gangi í vetur.“
Tískuheimur.is er fyrir alla þá sem
hafa áhuga á tísku að sögn Hildar
sem telur þó líklegra að kventískunni
verði gert hærra undir höfði en
karlatískunni. „Markmiðið er að
setja inn fréttir á hverjum degi og
allir þeir sem eru að gera eitthvað
sniðugt í sambandi við tísku mega
endilega hafa samband við mig upp á
umfjöllun.“
Tískuheimur Hildar
17 ára tískuáhugamanneskja opnar fréttasíðu um tísku Fannst vanta meiri
umfjöllun um tísku á íslensku Markmiðið að setja inn fréttir á hverjum degi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framtakssöm Hildur setti á laggirnar síðu þar sem hún færir inn daglega nýjustu fréttir af því sem er að gerast í
tískuheiminum. Hún fékk sjálf áhuga á tísku og hönnun þegar hún var 12 ára og hefur áhuginn aðeins vaxið síðan.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA er skemmtistaður sem er í
raun næturklúbbur þar sem áhersl-
an verður á danstónlist af öllum
stærðum og gerðum,“ segir Kristinn
Bjarnason um nýjan skemmtistað,
London Reykjavík, sem opnaður
verður annað kvöld. Staðurinn er til
húsa við Tryggvagötuna, þar sem
Gaukurinn var áður, og er því fyrir
neðan Sódómu Reykjavík.
„Við verðum með 80’s og 90’s
kvöld, Ibiza kvöld og svo framvegis.
Þannig að það verða alls konar
skemmtanir í gangi,“ útskýrir Krist-
inn. „Það verður líka 22 ára aldurs-
takmark, snyrtilegur klæðnaður,
strangt tekið á hlutum eins og slags-
málum og þeir sem verða til vand-
ræða verða settir á svartan lista. Það
hefur vantað í Reykjavík, að strangt
sé tekið á svona hlutum. Þannig að
það verður klassi yfir þessum stað.“
Kristinn segir um frekar stóran
stað að ræða. „Þetta er öll neðri hæð
gamla Gauksins, og líka kjallarinn.
Það er gengið inn að norðanverðu,
við hliðina á Glaumbar, og niður í
kjallara. Það er svolítið skemmtilegt
að koma þar inn. Það er líka ansi
skemmtilegur foss hérna inni á
staðnum, rennandi vatn og svona,“
segir Kristinn og bætir því við að
mikið sé lagt upp úr góðu hljóðkerfi
á staðnum.
„Það verður opið á föstudögum og
laugardögum, en svo verðum við
með einhverja viðburði á virkum
dögum líka. Þessi staður verður í
léttari kantinum, það verður létt
stemning hérna. Svo verða óvæntir
atburðir öll kvöld, sem ég get samt
ekki sagt meira um alveg strax.“
Klassi yfir London Reykjavík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í klúbbnum Kristinn Bjarnason, til hægri, ásamt Birgi Fannari Snæland.
Nýr skemmtistaður opnaður við Tryggvagötu annað kvöld
„Vinsælustu skór sumarsins
verða án efa „Spicy“ skórnir frá
Louis Vuitton. Skórnir hafa nú
þegar sést á fótum ótalmargra
kvenna, bæði stórstjörnum
sem og fólki innan tískubrans-
ans. Eigendurnir eiga það all-
ir sameiginlegt að eiga tals-
vert af peningum þar sem
parið er á um 270 þúsund ís-
lenskar krónur. Skórnir eru úr
sumarlínu Louis Vuitton og eru
hannaðir af Marc Jacobs.“
Af Tískuheimur.is
Fólk
TÓNLISTARHÁTÍÐ alþýðunnar, Aldrei fór ég suður,
nálgast nú óðfluga og samkvæmt heimasíðu hátíð-
arinnar er endanlega búið að bóka þær hljómsveitir
og þá listamenn sem troða upp í ár. Óhætt er að
segja að um fjölbreyttan hóp listamann sé að
ræða; allt frá hörðustu rokkhundum til mjúkustu
klukkuspilara en fyrir stuttu náðist samkomulag
við verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði um af-
not af nýju og glæsilegu húsnæði þess á
Grænagarði á Ísafirði. Undanfarin ár hefur
hátíðin farið fram í skemmu AÓÁ útgerðar á
Ásgeirsbakka. Skemma KNH er svo að segja
miðsvæðis á Ísafirði, mitt á milli miðbæjar og
Holtahverfis og í um 15 mínútna göngufjarlægð
frá miðbænum. Hátíðin stendur yfir í tvo daga og
hefst föstudaginn 10. apríl.
Fjölmiðlar landsins kepptust í
gær við að fá landsmenn til að
hlaupa 1. apríl. Ágætis mæting var
niður í húsnæði BT í Skeifunni í
gær þar sem sala á húsbúnaði
gömlu bankanna átti að fara fram
en Morgunblaðið hafði fengið Eyj-
ólf Pálsson í Epal og Árna Tóm-
asson formann skilanefndar gamla
Glitnis til að bæta kjöti á gabbið.
Grínararnir í Baggalúti létu sitt
ekki eftir liggja 1. apríl en gabbið
þeirra hljómaði svona:
„Svo virðist sem hópur örfárra
einstaklinga hafi sett íslenska lýð-
veldið á hvínandi kúpuna á aðeins
örfáum árum. Þessir sömu ein-
staklingar harðneita með öllu að
skammast sín og hafa með kúnstum
og klækjabrögðum skotið gríð-
arlegum auðæfum undan, til skatta-
skjóla víðs vegar um heim.
Yfirvöld standa gersamlega ráð-
þrota og allar líkur eru á að íslensk-
ur almenningur muni súpa seyðið
af þessu rugli næstu árin og áratug-
ina. Landsmenn eru því eindregið
hvattir til að fara til Tortóla og
nærliggjandi skattaparadísa og
sækja peningana sína – milli klukk-
an 14 og 16.30 í dag.“
Peningarnir sóttir til
Tortóla 1. apríl
En Baggalútur var ekki eina
strákabandið sem ákvað að gabba
landann því hljómsveitin Sigur Rós
bauð einnig upp á skemmtilegt net-
grín. Á heimasíðu sveitarinnar
sagði frá því að Kjartan Sveinsson
hljómborðsleikari sveitarinnar
væri búinn að útsetja fjögur lög fyr-
ir næstu plötu Coldplay og að Jónsi
myndi að öllum líkindum syngja
með Chris Martin í einu laganna.
Var lesendum síðunnar því næst
boðið að smella á tengil sem átti að
sýna frá söng-æfingu þeirra Chris
og Jónsa í æfingahúsnæði Coldplay.
Lesendur geta svo ímyndað sér
hvað beið þeirra sem smelltu á ten-
gilinn en vafalaust hafa einhverjir
setið eftir með sárt ennið því slíkur
dúett yrði sannarlega efni í sögu til
næsta bæjar.
Sigur Rós á næstu
Coldplay-plötu
Dr. Spock, Sudden Weather Change, Agent
fresco, Sin fang bous, Reykjavík, FM Belfast,
Múm, Vicky, Bent Moustache, Klezmer Kaos,
Hemmi Gunn og Kraftlyfting, Klikkhausarnir.
Stórsveit Vestfjarða, Skúli Þórðar og Söku-
dólgarnir, Stjörnuryk. Brot, BIX. Yxna, Mug-
ison, Jóhan Piribauer, 701, Ekki þjóðin, Þröst-
ur og Þúfutittlingarnir, Who knew, Myst
Dikta, Blazroca og Sesar A, Fjallabræður úr
Önundarfirði, The Sleeping Prophets, Karl og
mennirnir, Boys in a Band og Ragnar Sólberg.
Þessir listamen troða upp
Mugison verður með á Aldrei fór ég suður
Mugison Fer fimlega
á svig við reglur
hátíðarinnar og
kemur aftur
fram í ár.
Morgunblaðið/hag