Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 ✝ GuðmundurSnorri Jónsson fæddist í Reykjavík 23. október 1913. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 28. mars 2009. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson sjómaður, f. 31.7. 1888, d. 8.2. 1925 og Gróa Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 25.2. 1890, d. 30.12. 1964. Systkini Snorra voru Ingunn, f. 20.9. 1915, d. 20.8. 2007 og Ríkarður, f. 21.12. 1920, d. 8.8. 1991. Snorri kvæntist 5.2. 1944 Agnesi Jónu Magnúsdóttur gjaldkera, f. 27.3. 1921, d. 25.7. 2003. Þau eign- uðust tvö börn. 1) Þórunn, f. 5.2. 1953, var gift Jóni Kristjáni Þor- varðarsyni, f. 23.7. 1954. Þau skildu. Börn þeirra eru: Snorri, f. 9.7. 1974 og Unnur Agnes, f. 31.10. 1980, sambýlismaður Steingrímur Arnar Finnsson, f. 29.2. 1980. Börn Unnar Agnesar og Steingríms eru ár, í síldarverksmiðjunni á Dag- verðareyri við Eyjafjörð og í frystihúsinu að Bakka á Siglu- firði. Við járnsmíðastörf vann hann á árunum 1940-1954 en varð þá starfsmaður Alþýðusambands Íslands. Hann var framkvæmda- stjóri þess frá árinu 1960. Forseti Alþýðusambandsins var hann á árunum 1973-74 og 1978-1981 er hann lét af störfum að eigin ósk. Hann sat í stjórn Félags járniðn- aðarmanna í Reykjavík og var formaður þess félags 1954-1964. Hann var formaður undirbúnings- nefndar að stofnun Málm- og skipasmiðasambands Íslands og formaður sambandsins frá stofn- un 1964 til 1976. Hann sat í mið- stjórn Sósíalistaflokksins um margra ára skeið. Var varaþing- maður Reykjavíkur 1947. Hann var formaður Félags eldri borg- ara í Reykjavík fyrstu tvö starfs- ár þess, 1986-1988. Hann var kjörinn heiðursfélagi Félags járn- iðnaðarmanna 1970 og sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 17. júní 1981. Útför Snorra fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 2. apríl, og hefst athöfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar Þór Trausti, f. 14.6. 2005 og Sunna Dröfn, f. 9.6. 2008. 2) Jón Magnús, f. 28.7. 1955, d. 4.6. 2002, var kvæntur Eddu Arinbjörnsdóttur, f. 1.10. 1959. Þau skildu. Dóttir þeirra er Svanhildur Þóra, f. 27.1. 1982, var gift Jóhanni Jóhannssyni, f. 9.1. 1979. Þau skildu. Dóttir þeirra er Birta Kristín, f. 13.3. 2002. Snorri ólst upp í Reykjavík. Hann missti föður sinn 11 ára gamall en hann fórst á Hala- miðum 8. febrúar 1925. Snorri lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Sveinsprófi í vélvirkjun lauk hann í Vélsmiðjunni Héðni 1933 og meistararéttindi hlaut hann 1946. Hann lauk vélstjóra- prófi í Vélskólanum í Reykjavík 1935 og prófi úr rafmagnsdeild skólans 1936. Hann vann sem vél- stjóri m.a. í rafstöðinni við Elliða- Nú er afi Snorri allur, eftir langt og gott ævistarf. Innra með mér bærast blendnar tilfinningar. Það er erfitt að vita til þess að ég muni aldrei aftur hitta elsku afa en þó er ég glöð og þakklát fyrir hans hönd fyrir það hvað hann lifði löngu og gæfuríku lífi. Hann hélt undraverðri heilsu lengst af og það var ekki fyrr en undir það allra síðasta sem fór að halla undan fæti. Sem dæmi má nefna að hann keyrði hringinn í kringum landið með vini sínum árið 2005, þá á 93. aldursári. Þeir fóru þennan rúnt á tveimur sólarhring- um og þegar afi var spurður hvort þeir hefðu ekki viljað taka sér lengri tíma í þetta og skoða sig um þá svar- aði hann því til að það hefði nú verið algjör óþarfi þar sem að þeir hefðu nú séð þetta allt saman áður. Það er varla hægt að minnast afa Snorra án þess að ömmu Agnesar sé minnst í sömu andrá. Ég á ótal margar minningar um ömmu og afa og allar eiga þær það sammerkt að vera hlýjar og góðar. Einstök rétt- lætiskennd og gott hjartalag ein- kenndi þau bæði og ekki heyrði ég þau hallmæla nokkrum manni. Þau voru þó bæði miklir húmoristar og gátu gert grín að sjálfum sér og öðr- um, en það var allt í góðu meint. Afi var alla tíð harðduglegur mað- ur, lét aldrei deigan síga og hafði mikil áhrif í verkalýðsbaráttunni. Amma var einnig ótrúlega atorku- söm. Oft þegar mér fallast hendur og finnst að það mættu vera fleiri klukkustundir í sólarhringnum þá hugsa ég til ömmu. Ekki nóg með að hún hafi haldið óaðfinnanlegu heim- ili þeirra í Safamýrinni heldur var hún jafnframt í fullri vinnu hjá Véla- deild Sambandsins. Að auki var amma mikil sauma- og prjónakona og við fjölskyldan höfum fengið ófá- ar flíkurnar frá henni og þau föt sem hún gerði fyrir mig sem barn nota ég enn þann dag í dag á börnin mín. Það var alltaf jafn gott að koma í heimsókn til afa og ömmu. Þar mætti manni ætíð hlýtt viðmót og drekkhlaðið veisluborð. Tertur, smákökur, pönnukökur, kakósúpur og gamli góði heimilismaturinn var meðal þess sem boðið var upp á og það var alltaf jafn ljúffengt. Einnig voru afi og amma bæði mikið garð- yrkjufólk og bar bæði garðurinn í Safamýrinni sem og jörðin í kring- um sumarbústaðinn í Þverbrekkum þess glöggt merki. Það var alltaf hægt að treysta á ömmu og afa. Þau voru alltaf fyrst manna mætt á svæðið hvort sem það var til að samgleðjast manni við hina ýmsu áfanga eða til þess að bjóða fram faðminn þegar á móti blés. Mjúku hendurnar hennar ömmu og góða lyktin af henni eru mér sér- staklega minnisstæð sem og hvað það var notalegt að kúra í fangi afa, enda kallaði ég hann ofninn í gamla daga þar sem hjá honum var hlýtt og gott að vera. Amma Agnes kvaddi fyrir tæpum 6 árum og Nonni móðurbróðir minn og sonur þeirra fyrir tæpum 7 árum. Núna hittast þau vonandi á nýjan leik. Ég á margar dýrmætar minn- ingar um þau öll og mun halda þeim minningum lifandi með því að segja börnunum mínum frá þeim. Þau voru mér þær bestu fyrirmyndir sem hugsast getur og ég er virki- lega heppin að hafa átt þau að og eiga þau enn að í hjarta mér. Unnur Agnes Jónsdóttir. Þá eru þau bæði farin, amma Agnes og afi Snorri. Þetta er stund- in sem ég hef kviðið fyrir síðan ég var barn í blokk í Seljahverfinu. Þrátt fyrir að tæplega 30 ár séu liðin þá hef ég alltaf munað og mun alltaf muna eftir heimsóknum þeirra. Ég fann fyrir svo mikilli hlýju og öryggi í návist þeirra að ég byrjaði að sakna þeirra um leið og þau gengu út úr dyrunum. Ég hljóp því alltaf út að glugga í stofunni til að fylgjast með þeim fara. Ég beið við gluggann uns ekki sást lengur í græna Datsuninn þeirra, uns hann hvarf á bak við blokkaþyrpinguna. En þar með var ekki allt búið. Ég vissi að með því að hlaupa inn í svefnherbergið mitt og bíða þar við gluggann í smá tíma þá myndi ég í örskamma stund sjá Datsuninn í fjarlægð í gegnum litla glufu á blokkaþyrpingunni. Eitt sinn þegar þau höfðu verið í heimsókn og bíll- inn hafði horfið á bakvið blokkirnar þá kom sú sorglega hugsun upp í huga mér, sem olli hnút í maga, að einhvern tíma myndi ég sjá Dats- uninn þeirra í allra síðasta sinn hverfa bak við blokkirnar. Á þeirri stundu óskaði ég að þau myndu storka náttúrulögmálunum og yrðu eilíf en gerði mér þó grein fyrir því að það væri öllu raunhæfara að óska þess að þau yrðu 100 ára. Árið 2003 varð það ljóst að ósk barnsins myndi ekki rætast. Þá dó amma Agnes 82 ára gömul. Enn var þó von um að helmingur óskarinnar myndi rætast þ.e. að afi Snorri yrði 100 ára. Lengi vel trúði ég því að hann myndi ná því takmarki. Hann var stálhraustur þegar tíundi ára- tugur lífs hans hófst en hlutirnir eru oft fljótir að breytast til hins verra og sá tími kom að heilsunni fór að hraka. Núna er því sú stund upprunnin sem barnið kveið fyrir. Sú stund þegar amma Agnes og afi Snorri eru horfin í allra síðasta sinn. Snorri Jónsson. Ég kynntist Snorra Jónssyni fyr- ir hartnær áratug, þá á 86. aldurs- ári, þegar ég kom inn í tengdafjöl- skylduna. Þegar ég rifja upp minnisstæðar samverustundir með Snorra er engu líkara en að um mun yngri mann hafi verið að ræða mið- að við þá lífshætti sem hann tamdi sér. En t.d. ákvað Snorri árið 2002 að flytja úr þjónustuíbúð í Hvassa- leitinu og í eigið húsnæði við Stór- holt. Ráku kaupendurnir – á sex- tugsaldri – upp stór augu þegar þau uppgötvuðu að seljandinn væri 89 ára og vildi einfaldlega sjá um sig sjálfur. Snorri var mikill viskubrunnur og hafði frá mörgu að segja sem er ekki á færi hvers sem er. Enda tvinnaðist þar saman ævi sem spannar nær alla 20. öldina og reynsla sem fengin var með æðstu trúnaðarstörfum fyr- ir verkalýðshreyfinguna í landinu um áratugaskeið. Er mér minni- stætt þegar hann rifjaði upp full- veldisdag þjóðarinnar þann 1. des- ember 1918 þegar spænska veikin lá eins og mara yfir Reykjavík og fjöl- skyldan hírðist á jaðri borgarinnar – ofarlega á Skólavörðustígnum – í risíbúð þar sem frostaveturinn mikli geisaði og engin sómasamleg kynd- ing var til brúks. Atorka og þrek voru að mínu mati einkunnarorð Snorra. Árið 2004 þegar Snorri var 91 árs var ákveðið setja niður kofa við sumarbústað fjölskyldunnar í Þverbrekkum. Þeg- ar komið var að því að grafa fyrir undirstöðunum, kom ég niður á grjóthnullung sem ekki varð bifað og haft var á orði að hér gæti verið um klöpp að ræða. Leiddist Snorra þófið, tók sér skóflu mína í hönd og hamaðist á henni – sá ég hann fyrir mér í viðlíka ham á síldarplaninu á Siglufirði mörgum áratugum áður. Allt vildi lagið hafa og vissi ég ekki fyrr en hnullungurinn lá í grasinu og stólpinn stóð kirfilega fastur í holunni. Snorri var örlátur með eindæm- um. Var það um páska árið 2004 þegar við Unnur vorum að læra fyr- ir vorpróf í Háskólanum að við vor- um ein í kotinu þar sem tengdafor- eldrarnir voru erlendis. Hafði hann fengið veður af því og tók ekkert annað í mál en að fara út að snæða á kvöldin, og úr varð 3 rétta kvöld- verður með öllu tilheyrandi nokkur kvöld í röð og leið okkur eins og við hefðum sjálf haldið utan. Maður er manns gaman og er ég mjög þakklátur fyrir þær samveru- stundir sem ég átti með Snorra. Og er það næsta víst að þetta verður ekki í síðasta skiptið sem ég rifja upp sögur um einstakan mann. Steingrímur Arnar Finnsson. Mig langar með fátæklegum orð- um að minnast fyrrverandi tengda- föður míns sem nú hefur lokið langri og farsælli lífsgöngu. Ungur að ár- um lagði hann upp í vegferð sem kallaði á dugnað, ósérhlífni, áræði og ekki síst staðfestu. Hann var af þeirri kynslóð sem skynjaði hversu margt verkið var að vinna og í ára- tugi raðaði hann sér í fylkingu þeirra manna sem byggðu upp það þjóðfélag sem við þekkjum í dag. Hann hafði fjölmargt til brunns að bera og framlag hans til verkalýðs- mála er þjóðkunnugt. Hann gekk ungur verkalýðshreyfingunni á hönd og vígði henni alla krafta sína. Þau störf munu geyma minningu hans um allan aldur. Á sínum efri árum lét hann málefni eldri borgara sig varða og var fyrsti formaður Fé- lags eldri borgara í Reykjavík. Snorri var fremur hæglátur mað- ur og bar tilfinningar sínar ekki á torg, kannski barn síns tíma. Hann kaus fremur að láta verkin tala, stóð sem klettur við hlið fjölskyldunnar og var ávallt með framrétta hönd til hjálpar. Fjölskyldan var honum allt, hún stóð honum næst og hann þurfti svo sannarlega ekki á endurhæfingu að halda hvað það gildismat varðar. Hann var börnum mínum yndisleg- ur afi og gaf þeim mikinn tíma, sér í lagi í sveitinni í sumarbústaðnum þar sem þau dvöldu ófáar stundir. Fyrir það er ég afar þakklátur enda markaði hann jákvæð spor í götu þeirra sem þau hafa búið að síðan. Milli okkar Snorra ríkti ávallt mikill vinskapur, byggður á trausti, og þótti mér sérlega vænt um að geta liðsinnt honum á efri árum enda átti hann margan greiðan inni hjá mér. Snorri var veiðiáhugamað- ur mikill og fórum við í marga veiði- túra saman. Mér er mjög minnis- stæður síðasti veiðitúrinn okkar í Laugardalsá við Ísafjarðardjúp, en þá var hann tæplega níræður og gaf ekki þumlung eftir. Því miður urðu veiðitúrarnir ekki fleiri því næsta sumar tók heilsu hans mjög að hraka. Hann reyndi að sigrast á erf- iðleikunum enda þrautseigjan hon- um í blóð borin – kveinkaði sér aldr- ei. Hann dvaldi síðustu æviárin á hjúkrunarheimilinu Sóltúni og fékk þar mjög góða umönnun. Það ber að lofa og færi ég starfsfólkinu bestu þakkir fyrir. Væntumþykja og þakklæti er mér efst í huga þegar ég minnist þessa öðlings. Guð blessi minningu hans. Jón Kristján Þorvarðarson. Kveðja frá Alþýðusambandi Íslands Góður félagi og baráttumaður er fallinn frá. Snorri Jónsson kom til starfa hjá Alþýðusambandi Íslands á miðjum sjötta áratug síðustu aldar þegar fast var sótt fram í réttinda- baráttu launafólks. Rík réttlætis- kennd og samkennd með verkafólki sem erfiðaði myrkra á milli en bjó samt við kröpp kjör var það sem fékk Snorra Jónsson til að helga sig verkalýðsbaráttu lungann úr starfs- ævinni. Snorri var nýkominn til starfa hjá ASÍ þegar sex vikna verk- fallið svokallaða 1955 skall á í kjöl- far langvarandi atvinnuleysis og mikillar kjaraskerðingar. Það ein- kenndist af hörku þar sem hvorki verkalýðshreyfingin né atvinnurek- endur og ríkisvald hvikuðu. Fór svo á endanum að samið var um 10% kauphækkun og lengingu orlofs. Það sem hafði hins vegar mest áhrif til langs tíma var að ríkisstjórnin gaf fyrirheit um að samþykkja lög um atvinnuleysistryggingar. Fyrir það geta margir þakkað í dag. Á sama tíma og Snorri starfaði fyrir Alþýðusamband Ísland vann hann ötullega fyrir Félag járniðn- aðarmanna en hann hafði numið vél- virkjun sem ungur maður. Þar gegndi hann formennsku um árabil og einnig í Málm- og skipasmiða- sambandi Íslands sem hann átti þátt í að stofna árið 1964. Snorri átti rík- an þátt í samkomulagi sem náðist í kjarasamningum árið 1969 um að koma á fót lífeyrissjóðum fyrir allt launafólk innan ASÍ, en hugmyndin um lífeyrissjóðina grundvallast á samtryggingu og samhjálp. Enn eitt stórmálið sem Snorri átti þátt í að leiða til lykta sem forseti ASÍ var 1979 þegar grundvöllur sjúkrasjóða var tryggður með því að atvinnurek- endum var gert skylt samkvæmt lögum að greiða a.m.k. 1% af út- borguðu kaupi í sjúkrasjóð. Tilgang- ur sjúkrasjóðanna er fyrst og fremst að greiða félagsmönnum bætur í sjúkra- og slysatilfellum eft- ir að launagreiðslu atvinnurekanda lýkur. Þetta mál leiddi Snorri til lykta sem forseti Alþýðusambands Íslands en því embætti gegndi hann tvisvar. Í fyrra skiptið 1973-74 þeg- ar Björn Jónsson þáverandi forseti tók sæti á Alþingi og svo aftur 1978- 1980 þegar Björn þurfti að draga sig í hlé vegna veikinda. Auk þess að vera varaforseti ASÍ um árabil var Snorri Jónsson lengi framkvæmda- stjóri á skrifstofu ASÍ. Snorri var slyngur samningamað- ur sem sótti fram af festu og náði ásamt félögum sínum mikilsverðum árangri sem launafólk á Íslandi fær seint fullþakkað. Alþýðusamband Íslands þakkar Snorra Jónssyni samfylgdina og óeigingjarnt starf hans í þágu réttinda- og kjarabar- áttu launafólks. Aðstandendum hans færi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um góðan dreng mun lifa. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Í dag er borinn til grafar einn af afreksmönnum síðustu aldar, Snorri Jónsson, formaður Félags járniðn- aðarmanna, formaður Málm- og skipasmíðasambands Íslands, fram- kvæmdastjóri og forseti ASÍ. Hann var ungur í forystu rót- tækra málmiðnaðarmanna sem létu til sín taka í stéttabaráttunni þegar á stríðsárunum. Snorri var einn þeirra forystu- manna sem höfðu metnað til árang- urs en sóttust ekki eftir sviðsljósi eða metorðum nema þar sem það var nauðsynlegt til að koma málum fram. Ég þekkti Snorra frá barnæsku því hann var giftur Agnesi, föður- systur minni, en ég kynntist honum fyrst náið sem samstarfsmaður hans í Alþýðusambandi Íslands 1974-1980. Þar réðu húsum Snorri sem framkvæmdastjóri og varafor- seti og Björn Jónsson sem forseti. Vegna ráðherradóms Björns og veikinda gegndi Snorri forsetaemb- ættinu um lengri tíma og samfellt 1978-1980. Á þingi ASÍ þá um haust- ið naut hann eindregins stuðnings til áframhaldandi setu á forsetastóli en ákvað að hætta. Vegna yfirburðaþekkingar og hins einstæða samblands af skap- hörku, hugmyndaauðgi og sveigjan- leika var hann gjarnan leiddur til forsvars í samninganefndum. Hann leiddi líka margvísleg samskipti við stjórnvöld um félagsleg málefni, svo og efnahags- og atvinnumál. Eftir starfslok hjá ASÍ hafði hann forgöngu um að stofna Félag eldri borgara í Reykjavík og varð fyrsti formaður þeirra samtaka sem síðan í framhaldinu urðu traust landssam- tök. Hann vann sín störf aldrei eins og vinnu. Hann vann þau af eldmóði. Hann vissi af reynslu að þakklætið lætur oft á sér standa. Þegar hann sem ungur trúnaðarmaður hjá Héðni kom því inn í heildarsamning að orlof lengdist um dag mættu hon- um kaldar kveðjur á vinnustaðnum. Þar höfðu menn haft orlofsdaginn fyrir og fannst nú deginum hafa ver- ið stolið. Flestar framfarir í rétt- indamálum verða fyrst á afmörkuð- um sviðum og nást síðar fram fyrir heildina. Snorri átti stóra hlutdeild í upp- byggingu lífeyrissjóðakerfisins, hann var í forystu í baráttu fyrir at- vinnuleysisbótum, veikindarétti og orlofsrétti. Hann skipti sér af skattamálum og knúði á um aðgerð- ir í atvinnumálum. Við sem byggjum Ísland í dag tökum sem sjálfsögðum hlut að njóta þeirra réttinda sem Snorri og samherjar hans náðu fram. Í núver- andi efnahagsástandi er hollt að minnast þess sem áunnist hefur í þeim efnum og hverju hefur verið til fórnað. Snorri Jónsson mótaði okkur sem með honum unnum af hógværð og festu. Að rasa ekki um ráð fram en hafa úthald til að fylgja málum eftir og taka þau upp að nýju þegar færi gefst á, hafi þau ekki fengið viðun- andi framgang. Baráttan fyrir bætt- um kjörum og réttindum er lang- hlaup sem aldrei tekur enda. Ég sakna Snorra ekki aðeins sem leiðbeinanda og samstarfsaðila. Ég sakna hans ekki síður sem góðs vin- ar sem alltaf reyndist mér og mín- um vel. Við Guðrún sendum Unnu og fjöl- skyldu samúðarkveðjur. Við erum mörg sem erum stolt af ykkar manni. Ásmundur Stefánsson. Snorri Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.