Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 ÓLAFUR F. Magnússon, borgarfulltrúi F- listans, gagn- rýndi á borg- arstjórnarfundi meirihlutann harðlega fyrir óréttláta for- gangsröðun í fjármálum borg- arinnar, þ.á m. að stórframkvæmdir á borð við tón- listar- og ráðstefnuhús skuli teknar framyfir brýn verkefni í velferð- armálum og ýmis önnur atvinnu- skapandi verkefni. Jafnframt gagn- rýndi hann fulltrúa Samfylkingar og VG fyrir að gagnrýna málið út frá vinnubrögðum meirihlutans, en ekki út frá efnislegum forsendum. Gagnrýnir ranga forgangsröðun Ólafur F. Magnússon SÉRA Ólafur Jó- hann Borgþórs- son hefur verið skipaður prestur í Seljapresta- kalli. Ólafur Jó- hann lauk guð- fræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2006. Hann var vígður til þjónustu í Selja- prestakalli með áherslu á æskulýðs- mál 2007 og hefur þjónað þar síðan. Nýr prestur í Seljaprestakalli Ólafur Jóhann Borgþórsson FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SÉRSTAKAR aðgerðir vegna fjár- hagsvanda heimilanna eru nokkuð fyrirferðarmiklar í kosninga- áherslum flokkanna, að vísu misjafn- lega umfangsmiklar. Aðstæður eftir bankahrunið kalla fram fjölmargar tillögur um hvernig bregðast á við og í fljótu bragði er töluverður samhljómur milli flestra flokka um hvað gera skuli, eins og með greiðsluaðlögun, frystingu lána og lækkun vaxta. Fyrir þingkosningarnar 2007 var landslagið allt annað, m.a. talað um Ísland sem land tækifæranna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins en fé- lagshyggjuflokkarnir lýstu áhyggj- um af aukinni skuldabyrði heim- ilanna. Ekki þótti ástæða til að grípa til sértækra aðgerða. Hafi skuldirnar þótt miklar á þeim tíma, fyrir aðeins tveimur árum, þá eru þær enn hærri í dag. Vandinn er gríðarlegur og nefndar hafa verið töl- ur um skuldir heimilanna allt frá 1.400 milljörðum króna til tvö þúsund milljarða króna. Verðtryggð lán hafa hækkað um allt að 30% á einu ári og á sama tíma hefur verðmæti fasteigna minnkað verulega. Fjölmargar fjöl- skyldur eru orðnar skuldum vafnar og á leið í gjaldþrot. Núverandi ríkisstjórn reynir hvað hún getur og nýju frumvarpi um greiðsluaðlögun er ætlað að koma til móts við þá sem verst eru staddir. Betur má ef duga skal. Tillaga Framsóknar umdeild Hafa ber í huga að flokkarnir hafa flestir ekki kynnt formlega sín stefnumál fyrir kosningarnar 25. apr- íl en þegar litið er yfir þær áherslur og ályktanir sem liggja fyrir eftir ný- lega landsfundi er víða talað um af- nám verðtryggingar. Flestir tala þó um að afnema verðtrygginguna tíma- bundið og koma með ýmsum hætti til móts við skuldsetta íbúðareigendur. Mikið hefur verið rætt um þá til- lögu Framsóknarflokksins að fella niður 20% af öllum skuldum vegna íbúðalána. Flokkurinn var fyrstur til að kynna sértækar aðgerðir til að bregðast við fjárhagsvanda heimila og fyrirtækja, er skýrsla var lögð fram í febrúar sl. Tillagan um 20% niðurfellingu skulda hefur verið um- deild og margir talið hana óraunhæfa og ekki sé jafnræðis gætt meðal allra skuldara. Þó hefur tillagan hlotið hljómgrunn í öðrum flokkum, eins og hjá Tryggva Þór Herbertssyni, sem er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengið svo langt og í ályktun lands- fundarins um fjárhag heimilanna er meira fjallað um almennar aðgerðir. Ekki er þar minnst berum orðum á afnám verðtryggingar en lagt til að hægt verði að breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð. Bjarni Bene- diktsson lét hafa eftir sér fyrir lands- fundinn að hann ætlaði að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar. Það skyldi þá ekki fara svo að þetta fyrirbæri hyrfi af sjónarsviðinu eftir kosningar? Kjósendur munu vafalítið fylgjast náið með því. Verðtryggingin burt  Stjórnmálaflokkarnir allir af vilja gerðir til að bjarga skuldugum heimilum  Frysting lána, vaxtalækkun og afnám verðtryggingar meðal helstu tillagna Öll húsnæðislán verði færð frá bönkum til Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður veiti flata 20% niðurfellingu skulda vegna allra íbúðalána. Skoða endurgreiðslu til þeirra sem greiddu upp íbúðalán fyrir 30. sept sl. Stimpilgjöld vegna íbúðakaupa afnumin með öllu. Grunni neysluvísitölu breytt svo hún endurspegli breyttar neysluvenjur. Íbúðareigendur geti lækkað greiðslubyrði um allt að helming í þrjú ár. Hægt verði að breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð. Einnig hugað að höfuðstólslækkun lána. Gjaldþrotalögin endurskoðuð og fyrning krafna stytt í fimm ár. Stimpilgjöld vegna íbúðakaupa verði afnumin. Stýrivexti lækki og verði 5-6% í lok árs. Verðtrygging lána verði afnumin tímabundið og vísitölur frystar í þrjú ár. Stýrivextir verði lækkaðir strax í 8%. Tryggja til frambúðar eðlileg vaxtakjör og koma fjármagni í umferð. Huga að endurskoðun verðtryggingar. Kreppulánasjóður leysi tímabundið til sín eignir skuldugra heimila. Færa vísitölu verðtryggingar handvirkt aftur til janúar 2008. Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 2-3%. Afborgunum af húsnæðislánum frestað um tvö ár og lánin lengd. Skuldabyrði heimila vegna íbúðalána verði lagfærð. Samkomulag við eigendur verðtryggðra íbúðalána um skuldbreytingu. Greiðslujöfnun skulda og hækkun vaxtabóta. Lenging og frysting lána, greiðsluaðlögun og aukin réttarvernd skuldara. Aukið tillit til skuldara við innheimtu og samþætta alla fjármálaráðgjöf. Dregið úr vægi verðtryggingar í lánaviðskiptum. Auka framboð óverðtryggðra íbúðalána. Lækka höfuðstól húsnæðislána eða frysta hluta hækkunar höfuðstóls. Gera tímasetta áætlun um afnám verðtryggingar. Við innheimtu skulda ekki gert meira en lánastofnun leysi til sín eignina. Nefnd fái sérfræðinga til að annast útreikning verðbóta á lán. Íbúðalánasjóður taki upp félagsleg lán til tekjulágra fjölskyldna. Hækka vaxtabætur og húsaleigubætur í samræmi við neysluvísitölu. Aðgerðir fyrir heimilin Áherslur flokka fyrir þingkosningar 25. apríl 2009 X-B Framsóknarflokkurinn X-D Sjálfstæðisflokkurinn X-F Frjálslyndi flokkurinn X-L L-listi fullveldissinna X-O Borgarahreyfingin X-S Samfylkingin X-V Vinstrihreyfingin grænt framboð Í HNOTSKURN »Stjórnmálaflokkar og sam-tök, sem bjóða fram lista í komandi þingkosningum, hafa nú flest hver kynnt stefnu- skrár sínar og áherslur að loknum landsfundum og flokksþingum. »Morgunblaðið mun næstudaga skoða nokkra mála- flokka sem helst brenna á kjósendum um þessar mundir og draga fram áherslur. VINSTRI grænir hafa sent frá sér áréttingu vegna umræðu um til- lögur flokksins í skattamálum: „Að gefnu til- efni skal tekið fram að engin áform eru uppi hjá Vinstrihreyf- ingunni – grænu framboði um að taka aftur upp eignaskatt í fyrri mynd. Hræðsluáróður þess efnis að Vinstri græn hafi í hyggju að leggja á eignaskatt á með- altekjufólk eða venjulegar eignir er algjörlega úr lausu lofti grip- inn. Sú hugmynd hefur hins vegar eðlilega komið upp í grasrót hreyfingarinnar að skoða hvort einhver tegund skattlagningar á mjög tekjuhátt stóreignafólk komi til greina til að mæta þeim mikla fjárlagahalla ríkisins sem fyr- irhugaður er á næstu árum. Slíka skattlagningu þyrfti að samræma fjármagnstekjuskatti og annarri skattheimtu sem óhjákvæmilegt er að gera einhverjar breytingar á til að borga þær gríðarlegu skuldir sem landsmenn sitja uppi með eft- ir efnahagsóstjórn Sjálfstæð- isflokksins.“ Nánar á www.vg.is. Árétting um eignaskatt STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði á opnum fundi fjárlaganefndar í gær engar ákvarðanir hafa verið teknar um skattahækkanir. Aldrei hefði staðið til að endanlegar ákvarðanir um skattabreytingar yrðu teknar fyrr en um mitt þetta ár. Hann sagði að ná yrði niður halla á ríkisútgjöldum um 35-55 milljarða og það yrði að leysa með skatta- hækkunum og niðurskurði útgjalda. Guðlaugur Þór Þórðarson gagn- rýndi ráðherrann og sagði m.a. að hann ætlaði ekki að segja þjóðinni hvað væri óhjákvæmilegt að gera fyrr en eftir kosningar. Steingrímur sagði stórar bind- andi ákvarðanir betur komnar í höndum nýrrar ríkisstjórnar sem hefði fengið nýtt umboð frá kjós- endum. Skýrist eftir kosningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.