Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3. A P R Í L 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 91. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. «DAGLEGTLÍF SAMOFIN GRUND Í VERKI OG VIST Morgunblaðið/Sverrir Árás Fremur fáar konur sem verða fyrir ofbeldi leita sér hjálpar. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is „Í RAUN kemur þessi fjöldi ekkert stórfenglega á óvart,“ segir Sigþrúð- ur Guðmundsdóttir, framkvæmda- stýra Kvennaathvarfsins, um að 42% kvenna á Íslandi hafi einhvern tímann sætt ofbeldi á ævinni eftir 16 ára ald- ur. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar sem kynnt var í gær. „Hins vegar er áberandi hve fáar konur leita sér hjálpar miðað við þær mörgu, sem telja að þær hafi verið í lífshættu við síðustu árás.“ Sigþrúður tekur undir að það sé já- kvætt að íslenskum konum virðist ganga ágætlega að komast út úr of- beldissamböndum, miðað við konur í öðrum löndum. „Samt er óþægilega stór hópur kvenna sem hefur búið við ofbeldi í 20 ár eða lengur. Og vissu- lega höfum við áhyggjur af því að of- beldið er oft hættulegast á þeim tíma sem konan hugsar um og skipuleggur skilnað.“ Hún segist þó fyrst og fremst vera ánægð með að rannsóknin hafi verið gerð. „Loksins eigum við nýjar nið- urstöður að styðjast við.“ | 4 Um 42% kvenna á Íslandi hafa sætt ofbeldi eftir 16 ára aldur Ekki hissa á fjöldanum Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is RÍFLEGA tuttugu þúsund manns hafa óskað eftir að fá viðbótar- lífeyrissparnað sinn greiddan út, frá því að ný lög voru sett sem heimila fólki að taka út allt að milljón krónur á níu mánaða tímabili. Mikill fjöldi umsækjenda á mun minna en milljón krónur til að taka út og talsvert stór hluti umsækjenda er útlendingar, að sögn Hrafns Magnússonar hjá Landssamtökum lífeyrissjóða. Mikið hefur mætt á starfsfólki sjóðanna að undanförnu þar sem enn fleiri hafa hringt inn, bara til að at- huga hvort þeir eigi nokkuð til að taka út. Virðist fólk því almennt ekki vel upplýst um hvar það eigi sparn- að. Ekki er búið að reikna út meðal- fjárhæðina sem hver og einn tekur út. Allir lífeyrissjóðir sem hafa sam- starf um Greiðslustofu lífeyrissjóð- anna greiddu út 1. apríl en aðrir verða seinna á ferðinni. Arnaldur Loftsson, framkvæmda- stjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins, kveðst ekki kvíða því að geta ekki mætt eftirspurninni um útgreiðslur, eigna- safn sjóðsins sé auðseljanlegt, mikið af ríkisskuldabréfum og innlánum. Hins vegar er ekki víst að svo sé um alla sjóði, þótt viðmælendur sem rætt var við hafi sagt sína sjóði vel undir það búna að greiða út. Flestar umsóknir tengjast því að fólk vilji greiða niður óhagstæðar skammtímaskuldir eða hafi misst vinnuna. Allur gangur er þó á því og segja viðmælendur að fólk taki pen- ingana út af alls kyns ástæðum, t.d. til að flytja í annað sparnaðarform. 20.000 sækja sparnaðinn  Margir að sækja mjög lágar fjárhæðir  Margir umsækjenda eru útlendingar Í HNOTSKURN »6.700 hafa sótt um út-greiðslu hjá Kaupþingi og Frjálsa lífeyrissjóðnum, 2.000 hjá Almenna lífeyrissjóðnum og um 3.000 hjá Landsbanka. »Bankar og sjóðir þeimtengdir eru stærstir í við- bótarlífeyrissparnaði, með 80% markaðshlutdeild. »357 sóttu um hjá Lífeyr-issjóði verslunarmanna og um 300 hjá Gildi. Það er um 1% af sjóðfélögum. VERIÐ er að endurhlaða sjóvarnargarð við bátshúsið í Gróttu til að bjarga því frá ágangi sjávar. Elstu kort af Seltjarnarnesi sýna glöggt að Grótta var ekki eyja eins og nú, heldur ysti hluti nessins. Vegna landsigs hefur sjór brotið land við Gróttu sem varð að eyju, landtengd með granda sem stendur upp úr á fjöru. Mikilvægt er því að fylgjast vel með sjávarföllum þegar farið er út í Gróttu, gleyma sér ekki alveg í náttúrufegurðinni. Bátshúsi í Gróttu bjargað frá ágangi sjávar Morgunblaðið/Árni Sæberg  ANNAR mannanna, sem hand- teknir voru í Vestmannaeyjum í fyrrinótt vegna íkveikju í rútu- bifreið, er slökkviliðsmaður, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Mennirnir hafa nú verið úrskurð- aðir í vikulangt gæsluvarðhald og voru þeir yfirheyrðir í gær. Rannsókn málsins gengur að sögn vel en lögreglan í Vestmann- eyjum vill ekki gefa upp hvort játn- ing sé fengin í málinu. Tryggvi Kr. Ólafsson rannsóknarlögreglumað- ur segir ekkert styðja að mennirnir tengist öðrum íkveikjumálum í bænum. Krafist var svona langs varðhalds svo að mennirnir, sem eru um tvítugt, gætu ekki haft áhrif á vitnin í málinu. Slökkviliðsmaður grunaður um íkveikjuna í Eyjum Ljósmynd/Sighvatur Jónsson  LÖGREGLAN á Suðurnesjum leit- aði í gærkvöldi 21 árs Belga sem slapp úr haldi. Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð fyrr um daginn, grunaður um fíkniefnasmygl. Lögregla var að færa manninn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til röntgenmyndatöku til að kanna hvort hann væri með fíkni- efni innvortis þegar maðurinn lagði á flótta á tveimur jafnfljótum, en þó enn í handjárnum. Fjölmennt lið leit- aði Belgans með hjálp hunda en hann var ófundinn undir miðnætti. una@mbl.is Grunaður smyglari slapp frá lögreglu á leið í röngten  TUTTUGU og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins var á mæl- endaskrá á þingfundi á Alþingi í gærkvöldi, þegar Morgunblaðið fór í prentun. Til umræðu var frum- varp Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra til stjórnskipunar- laga, m.a. um stjórnlagaþing. Enginn þingmaður annars flokks hafði þá beðið um orðið. Þingflokkur á mælendaskrá «MENNING BLÁMI FJALLANNA, SKÆNI Á POLLUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.