Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 38
TÓNLIST hefur verið dreift á ýmsan hátt í gegnum árin, uppskrifaðar nót- ur, 8 mm segulbönd, kassettur og svo má telja, en straumhvörf urðu í þeim efnum þegar stafræn tækni kom til sögunnar og síðar netið. Útgefendur hafa gripið til ýmissa ráða til að stemma stigu við slíkri dreifingu en ekki haft erindi sem erfiði. Nokkur fyrirtæki urðu til í kring- um svokallaða jafningjanetdreif- ingu, Peer to Peer eða P2P, til að mynda Napster, Audiogalaxy og fleiri. Útgáfur hafa hamast að slíkri starfsemi með þeim árangri að hún hefur tekið stakkaskiptum og jafnvel lagst af að miklu leyti, en tæknin tengd henni orðið útbreidd í kjölfarið. Sjá líka Morpheus, Kazaa, Grokster o.fl. Torrent-dreifing var um tíma ein algengasta leið til að dreifa tónlist en þar eru kvikmyndir í aðalhlutverki sem stendur. Torrent-leit að til að mynda Bubba Morthens hjá sænsku torrentþjónustunni umdeildu Pirate- bay skilaði fjórum niðurstöðum, einni þar sem lag með Bubba var innan um önnur jólalög og þremur þar sem finna mátti flestar plötur hans. Töluvert er um að tónlist sé dreift á bloggsíðum sem margar eru bein- línis settar upp til þess arna. Þar er mikið um tónlist sem ekki er fáanleg á annan hátt (plötur ekki til lengur og hafa jafnvel aldrei komið út á geisla- disk), en einnig keppast bloggarar um að vera fyrstir með nýjar plötur. Víða eru spjallborð með þráðum þar sem menn skiptast á plötum, til að mynda var einn slíkur geysilangur og mikill á vefsvæði Radiohead sem var lokað um síðir. Til eru póstlistar þar sem menn skiptast á tenglum á plötur sem þeir hafa rekist á eða sett sjálfir inn. Að- gangur að þeim listum byggist yf- irleitt á kunningjatengslum. Ýmis sjóræningjafyrirtæki hafa sprottið upp sem selt hafa niðurhal á plötum á 1-2 dali í fullkominni óþökk útgefenda og höfundarréttarhafa. Þau eru flest rússnesk og byggja á gloppum í höfundarréttarvernd þar í landi. Um tíma var ein slík „vefversl- un“, allofmp3.com, mest sótta vefsíða Bretlands, en hún hefur nú hætt starfsemi og aðrar komið í staðinn; Soundike.com, Iomoio.com, mu- sicmp3.com og svo mætti lengi telja. Hvert lag kostar allt niður í 10 kr. Ýmsar dreifingarleiðir P2P Einkennis- mynd Peer to Peer. 38 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 ræða á spjallborðum víða um heim. Spjallþræðir með slíku efni eru legíó. Dæmi um hugsanlega notkun á slíku er hópur áhugamanna um tónlist sem kemur sér upp póstlista þar sem félagar hans skiptast á skeytum með slóðum á nýjar plötur og illt að koma í veg fyrir það nema með því að fylgjast með allri netnotkun viðkomandi og einnig að meta hvort það sem sótt er sé ólöglegt eða ekki, þ.e. hvort við- komandi sé kannski að sækja tónlist með vitund og vilja höfundarrétt- arhafa, jafnvel eigin tónlist. Gleymum því ekki að á netinu eru líka til tug- milljónir laga sem öllum er heimilt að FRÉTTASKÝRING Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Í UMRÆÐUM um ólöglega dreif- ingu á tónlist og öðru höfundarrétt- arvörðu efni hefur heyrst sú krafa að komið verði í veg fyrir þessa iðju. Án þess að mat sé lagt á hvort og þá hve mikið ólögmæt dreifing á tónlist dregur úr sölu er rétt að velta því að- eins fyrir sér hvaða leiðir séu færar til að stemma stigu við dreifingunni og þá hvort það sé yfirleitt hægt. Löglegt niðurhal Ólíkt því sem gerist til að mynda vestan hafs þá er ekki ólöglegt að hlaða tónlist eða kvikmyndum af net- inu, en hins vegar skýlaust höfund- arréttarbrot að dreifa slíku efni á net- inu eins og kemur meðal annars fram í nýlegum dómi Héraðsdóms í máli samtaka höfundarréttarhafa gegn vefsvæðinu Istorrent og forsprökkum þess. Í því máli var tekist á um dreifingu á tónlist með torrent-tækni, en eins og kemur fram í dómnum þótti ekki rétt að banna rekstur vefsvæðisins sem slíks því hægt er að nota það til löglegra skráarskipta. Það er til- tölulega einfalt fyrir netþjónustu að loka fyrir torrent-notkun við- skiptavina sinna og heimildir eru fyrir því að það hafi verið gert í einhverjum tilfellum eða þá að hægt hafi verið á torrent-notkun. Í ljósi dómsins er það þó vafasöm aðgerð nema notendum sé fullkunnugt um það og gera má því skóna að ef netþjónusta lýsir því yfir að hún muni takmarka torrent- notkun eða loka fyrir hana myndu við- skiptavinir hennar streyma til ann- arra fyrirtækja. Alþingi gæti gripið inn í með laga- setningu, til að mynda með því að setja slíkar skorður við torrent- notkun að illt yrði eða ómögulegt að nýta hana. Einnig væri hugsanlegt að banna niðurhal á höfundarrétt- arvörðu efni, en ólíklegt að slíkt myndi ná fram að ganga að óbreyttu, aukinheldur sem slík lög hafa ekki borið árangur vestanhafs og litlar lík- ur á að þau myndu skila meiru hér á landi. Erfitt að framfylgja banni Helsti Þrándur í Götu lagasetn- ingar er að erfitt eða ómögulegt er fyrir yfirvöld að framfylgja slíku banni. Vissulega er hægt að takmarka torrent-dreifingu eins og getið er, en það eru ótal fleiri leiðir til að dreifa tónlist, nefni sem dæmi útbreidda notkun skráarmiðlara (Rapidshare, Megashares, Badongo, Megaupload o.fl.) er þar vista menn tónlist sem þeir síðan vísa á á bloggsíðum eða sækja og spila að vild og fjölgar ört. Í frétt hér í blaðinu fyrir stuttu kom fram að STEF, samtök höfundarrétt- arhafa í tónlist, væru með í bígerð við- ræður við net- og símafyrirtæki um hugsanlegar greiðslur fyrir afnot af tónlist, en þau hafa hagnast óbeint á ólögmætri dreifingu á höfundarrétt- arvörðu efni. Hugsanlega takast samningar um að þessi fyrirtæki greiði STEFi fyrir niðurhal notenda sinna á tónlist, en þá vaknar spurn- ingin hversu oft menn eiga að greiða fyrir þann rétt að fá að afrita tónlist því þeir borga nú þegar til höfund- arréttarhafa samkvæmt reglugerð menntamálaráðuneytisins 125/2001: fyrir tölvuna (1% af verði tölvu með geislabrennara), fyrir diskinn sem þeir brenna tónlistina á (35 kr. á hvert eintak) og spilastokkinn sem þeir nota til að hlusta (4% af verði). Í slíkri lausn felt líka ákveðin þver- sögn; óheimilt er að dreifa tónlist en menn greiða fyrir leyfi til að hala henni niður. Er það ekki álíka og það að greitt sé fyrir leyfi til að gera afrit (gjald á geisladiska) en síðan koma fyrirtæki í veg fyrir að hægt sé að taka afrit (læsing á diskum, sbr. ný út- gáfa á Dagvaktinni). Varla er hægt að kalla það annað en svínslega hegðun. Fram og aftur blindgötuna Er yfirleitt hægt að koma í veg fyrir ólöglega dreifingu efnis á netinu? Morgunblaðið/ÞÖK Eggið og hænan Löglegt er að hlaða tónlist eða kvikmyndum af netinu, en hins vegar skýlaust höfundarréttarbrot að dreifa slíku efni á netinu. Upp og niður Þótt ólöglegri dreifingu á tónlist hafi verið kennt um samdrátt í plötusölu þá er erfitt að finna þeim orðum stað þegar litið er til sölu á íslenskum plötum, enda jókst hún um 70% frá 2001 til 2006; 312.010 eintök seldust 2001 en 534.054 2006. 2007 varð svo snarpur samdráttur í sölu. Tölur frá 2008 liggja ekki fyrir en samkvæmt samtölum við útgefendur er salan með svipuðu móti og 2007. 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 31 2. 01 0 35 0. 14 0 38 9. 58 0 41 5. 09 3 44 4. 42 4 53 4. 05 4 40 2. 52 7 SELD EINTÖK Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Þorvaldur Skúlason Jóhannes S. Kjarval Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Listmunauppboð í Galleríi Fold fer fram mánudaginn 6. apríl, kl. 18.15 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Verkin verða sýnd: föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17 sunnudag kl.12–17, mánudag kl. 10–17 Einnig er hægt að skoða uppboðsskrána á www.myndlist.is Fy lg ih lu tir C O N C E P T S T O R E Laugavegi 7 • 101 Reykjavík Sími 561 6262 • www.kisan.is Sonia Rykiel, Isabel Marant, Jamin Puech, Girl and the Gorilla, Antipast, Polder ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.