Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 18
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is V ið erum lengi búnir að vera að kasta á milli okkar þessari hug- mynd um að opna veitingastað. Það var svo loks nú í haust sem að við létum verða af því, ákváðum að sjá hvernig gengi og hafa einfaldlega gam- an af,“ segir Jay Jamchi, annar eigandi veit- ingastaðarins Saffran í Glæsibæ. Haukur Víð- isson, sem á staðinn með honum, bætir við að vissulega hafi runnið á þá tvær grímur er kreppan skall á með öllum sínum þunga, en viðtökurnar hingað til bendi til að þær áhyggj- ur hafi verið óþarfar. „Viðtökurnar hafa farið fram úr væntingum okkar,“ segir hann. Réttirnir eru undir sterkum áhrifum af mat- argerð Mið-Austurlanda, þó að einnig megi greina þar strauma frá Miðjarðarhafslönd- unum og Indlandi svo dæmi séu tekin. Jay eyddi fyrstu árum barnæsku sinnar í Írak og Íran og til byrja með átti matseldin að vera persnesk. „Síðan fórum við að auka áhersluna á heilsusamlegan mat,“ segir Haukur og nefnir sem dæmi að hvítt hveiti og hvítur sykur sé á bannlista hjá þeim, brauðin séu bökuð úr ís- lensku byggi og heilhveiti og allar krydd- blöndur og sósur búnar til á staðnum. Haukur er matreiðslumeistari að mennt og hefur unnið við margvíslega matargerð í gegnum tíðina. „Ég hef hins vegar alltaf haft áhuga á hollustu og heilsusamlegu líferni. Þess vegna hef ég gaman af þessari matargerð þótt ég hafi ekki áhuga á að fara út í neinar öfgar.“ „Maturinn á nefnilega ekki bara að vera heilsusamlegur, heldur líka bragðgóður og það getur verið vandasamt að sameina alltaf þetta tvennt,“ bætir Jay við. „Ég tel hins vegar að okkur hafi tekist það nokkuð vel.“ Marga réttanna hafi þeir enda boðið upp á í eigin matarboðum í gegnum tíðina og sumir þeirra eiga sér sögu. Þannig koma bar-berin, sem borin eru fram með saffrankjúklingnum sem matreiddur er fyrir myndatöku, frá Dubai þar sem Jay tíndi þau í haust. „Við buðum upp á þennan kjúklingarétt einn daginn og hann kláraðist á klukkutíma. Nú verðum við að velja góðan dag fyrir þau ber sem eftir eru.“ Og þeir ætla ekki að láta staðar numið hér. „Við erum með í undirbúningi að setja grill- rétti undir nafni Saffran á markað í sumar. Þeir verða seldir í matvöruverslunum nú í sumar og það er aldrei að vita nema við eigum eftir að gera meira af slíku,“ segir Haukur. Tikka masala-keila fyrir 4 1 kg ný keila, skorin í jafna bita 1 dós hreint jógúrt 1 msk. ferskt engifer, rifið 1 msk. saxaður ferskur hvítlaukur 1 msk. saxaður ferskur rauður chili 1⁄2 tsk. mulið kóríander 1⁄2 tsk. mulið kummín salt og pipar Allt hrært saman og hellt yfir keiluna. Látið Matur á að vera heilsu- samlegur og bragðgóður Eiginkonur þeirra hafa verið góðar vinkonur frá því í barn- æsku. Því hefur verið mikill samgangur á milli heimilanna, fjölskyldurnar oft verið í mat hvor hjá annarri, nú eða þá hist og eldað saman. Það voru slíkar samverustundir sem urðu kveikjan að veitingastaðnum Saffran sem þeir Haukur Víð- isson og Jay Jamchi opnuðu ný- lega í Glæsibæ. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sælkerar Þeir Jay Jamchi og Haukur Víðisson hafa gaman af að elda góðan mat. Hollusta Íslenskt bygg er notað í allt brauð, líka pits- urnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg liggja í 2-3 klst og fiskibitarnir eru síðan þræddir á grillspjót með papriku og/eða rauð- lauk. Pönnusteikt í 5-10 mín. Borið fram með hýðisgrjónum, raita-agúrkusósu og naanbrauði Raita 1 dós hreint jógúrt 10 cm biti af agúrku 1 msk. ólífuolía hnífsoddur af söxuðum hvítlauk hnífsoddur mynta hnífsoddur tarragon 1 msk. sítrónusafi salt og pipar Agúrkan er rifin í rifjárni og öllu blandað saman. Morgunblaðið/Árni Sæberg Framandi Bar-berin frá Dubai bragðast einkar vel með saffrankjúklingi. 18 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.