Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 Morgunblaðið/Heiddi Lærdómur Martin Marcussen sagði að ræða yrði um allar hliðar ESB. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞEGAR Danir ræddu um aðild að Evrópusambandinu árið 1972 snerist umræðan að stærstum hluta um mat- vælaverð, nánar tiltekið um það hvort beikonið og kaffið yrði dýrara eftir inngöngu í sambandið eða ódýrara, sagði dr. Martin Marcussen, dósent í stjórnmálafræði við Kaupmanna- hafnarháskóla og einn fjögurra frum- mælenda á morgunverðarfundi átta evrópskra millilandaráða í gær. Síðan hefði fólk áttað sig á því að aðild að ESB hefði mun víðtækari áhrif, s.s. á velferðarríkið og öryggis- mál. Þar sem stjórnmálamenn hefðu ekkert rætt um þau málefni hefði skapast vantraust milli stjórnmála- manna og almennings. Danskir stjórnmálamenn sypu því enn seyðið af þeirri umræðu sem fór fram árið 1972. Sá lærdómur sem mætti draga af þessari reynslu Dana væri að mik- ilvægt væri að ræða allar afleiðingar af aðild. „Ekki sópa neinu undir tepp- ið,“ sagði Marcussen. Það sem hefði komið Dönum mest á óvart væri hið mikla vald sem Evr- ópudómstóllinn hefur á framvindu mála innan sambandsins. Fjórum sinnum já, tvisvar nei Danir hafa sex sinnum greitt at- kvæði um Evrópusambandið í þjóð- aratkvæðagreiðslu, þar af hefur mál- stað stjórnvalda tvisvar verið hafnað, þ.e. þegar kosið var um Maastricht- sáttmálann og um aðild að evrusvæð- inu. Marcussen sagði að atkvæða- greiðslur og umræður væru þung- lamalegar enda væri málið flókið. Umræðurnar snerust oftar en ekki um aðra hluti en þá spurningu sem væri verið að bera upp fyrir kjósend- ur. Óvinsæl ríkisstjórn ætti t.a.m. ekki að reyna að fá eitthvað sam- þykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu því úrslitin færu eftir óvinsældum stjórnarinnar en ekki eftir málefninu sem fyrir lægi. Kostir og gallar við allt Mario Katsioloudes, prófessor við Grísk-bandaríska háskólann í Aþenu, ræddi um reynslu Kýpverja af aðild að sambandinu. Hann sagði að fimm árum eftir inngöngu væru Kýpur- Grikkir enn að velta því fyrir sér hvort aðild hefði verið til bóta. Hann sagði kostina við aðild fyrst og fremst af efnahagslegum toga, þ.e. aðgangur að risastórum markaði og lækkandi vextir vegna upptöku evru. Á hinn bóginn þætti mörgum sem ESB-aðild hefði vegið að menningu og sjálfs- mynd Kýpverja, m.a. vegna þess mikla erlenda vinnuafls sem þangað hefði streymt. Mansal hefði einnig aukist margfalt eftir inngöngu. Snýst um fleira en beikon og kaffi  Mikilvægt að allt sé uppi á borðum þegar rætt er um inngöngu í Evrópusambandið  Danir ræddu of mikið um matvælaverð  Kýpur-Grikkir eru enn að meta hvort aðild að ESB hefur verið til góðs FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is LÍKT og með vanda heimilanna er stjórnmálaflokkum og hreyfingum, sem bjóða fram lista í þingkosning- unum, annt um fyrirtækin í landinu og velferð þeirra. Áherslur flokk- anna ganga flestar út á að illa stödd- um en lífvænlegum fyrirtækjum, eins og það er orðað, verði veitt skjól með öllum ráðum þannig að aukin atvinna verði tryggð í því ástandi sem ríkir. Yfirleitt er ekki skilgreint nánar hvaða fyrirtæki eru lífvænleg og hver ekki. Allir vilja styðja meira við nýsköpunar- og há- tæknifyrirtæki. Leiðirnar sem flokkarnir vilja fara ganga m.a. út á lækkun vaxta, afnám gjaldeyrishafta, greiðan að- gang að fjármagni og skattaívilnanir hvers konar. Nokkrir flokkar styðja hugmyndina um nýjan fjárfesting- arsjóð atvinnulífsins, með atbeina lífeyrissjóðanna, svo fyrirtæki fái fjármagn til að hefja nýja starfsemi eða halda núverandi rekstri gang- andi. Hugmynd framsóknarmanna um 20% niðurfellingu skulda nær einnig til fyrirtækjanna, hvort sem þau eru illa eða vel stödd. Hjá öðr- um flokkum ber ekki mikið á ná- kvæmri skilgreiningu á aðferða- fræðinni við að bjarga fyrirtækjunum, áherslurnar eru oft- ar en ekki almennt orðaðar. Sem fyrr er nokkur samhljómur í stefnuyfirlýsingum og áherslum Vinstri grænna og Borgarahreyf- ingarinnar, sem vilja stuðning við lífvænleg fyrirtæki og gefa starfs- fólki þeirra jafnframt tækifæri á að eignast hlut. Stuðningi ríkisins í þeim efnum er ekki hafnað. Fram- sóknarmenn myndu einnig kætast er þeir lesa áherslur VG þar sem farið er jákvæðum orðum um sam- vinnufélagsformið. Þegar áherslur Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í þessum mála- flokki eru bornar saman sést ákaf- lega lítill munur, að því undanskildu að sjálfstæðismenn hafna öllum nýj- um sköttum á atvinnulífið. Gríðarlegar skuldir Vandi fyrirtækjanna dylst fáum. Þau hafa mörg orðið gjaldþrota á síðustu vikum og mánuðum, þar sem ekki síst gríðarleg skuldabyrði hef- ur orðið þeim að falli. Erlend lán vega þungt í skuldasafninu og geng- ishækkun þeirra hefur valdið búsifj- um. Um engar smátölur er að ræða. Nákvæm skuldastaða fyrirtækjanna í dag liggur ekki fyrir en fram kom nýlega í Morgunblaðinu að í árslok 2007 námu skuldirnar 15.685 millj- örðum króna! Ekki hafa þær minnk- að síðan þannig að viðfangsefni stjórnmálamanna er að sama skapi ekki auðvelt í þessum efnum. Skjól og skattaívilnanir Flokkarnir nokkuð samhljóða um að- gerðir vegna vanda fyrirtækja í landinu Í HNOTSKURN »Stjórnmálaflokkar oghreyfingar, sem bjóða fram lista fyrir komandi þing- kosningar, hafa flest kynnt stefnuskrár sínar og áherslur. »Hér er varpað framáherslum þeirra til að koma fyrirtækjum til bjargar. »Á morgun verður fjallaðum tillögur flokkanna er snúa að endurreisn fjár- málakerfisins. Morgunblaðið/ÞÖK ALLIANZ á Ís- landi sagði í svör- um til Neytenda- samtakanna að þóknun vegna út- tektar séreign- arsparnaðar hjá félaginu væri 15 evrur, eða tæpar 2.500 krónur. Fyrirspurnin var vegna könnunar sem samtökin gerðu um miðjan mars. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu fyrr í vikunni greindi maður frá því að hann fengi ekki nema 850 þúsund krónur af rúmri milljón sem hann átti inni í sparnaði hjá félaginu. Í viðtali við blaðið sagði Eyjólfur Lárusson, framkvæmdastjóri Allianz á Íslandi, að um væri að ræða kostn- að sem félli á eiganda sparnaðar, rifti hann sparnaðarsamningnum áður en hann væri útrunninn en lágmarks- samningatími væri 12 ár. „Þetta kemur mér mjög á óvart miðað við þau svör sem við fengum frá Allianz,“ segir Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasamtak- anna. „Þar kom mjög skýrt fram að svokallað millifærslugjald væri 15 evrur og ekki var talað um neinn lág- markstíma í því sambandi.“ Samtökin hyggjast taka samnings- skilmála Allianz til skoðunar. „Ef fólk hefur undirritað það sem fram- kvæmdastjóri Allianz rekur hefur það samþykkt ákveðna skilmála en ég lít þetta svipuðum augum og upp- greiðslugjald hjá bönkum. Við höfum ekki verið hrifin af því.“ Hann segir rök Allianz þau sömu hjá lífeyrissjóðum þegar til stóð að taka þóknun fyrir útgreiðslu séreign- arsparnaðarins, þ.e. að útborgun líf- eyrisins myndi rýra hlutskipti ann- arra sjóðfélaga. Frá því var hins vegar fallið. ben@mbl.is Allianz sagði gjald- ið 15 evrur Neytendasamtökin undrandi á svörunum Jóhannes Gunnarsson JAFNRÉTTISNEFND Háskóla Ís- lands stendur í dag fyrir málþingi um jafnréttismál undir yfirskriftinni: „Jafnrétti í Háskóla Íslands: Alvöru- mál eða óþarfa vesen?“ Fjallað verð- ur um stöðu jafnréttismála við HÍ. Meðal þess sem til umræðu verður er skýrsla um stöðu og þróun jafnrétt- ismála við HÍ 2003-2007. Mennta- málaráðherra setur málþingið og rektor flytur ávarp. Dagskrá hefst kl. 13 og fer fram í stofu N-132 í Öskju og lýkur um kl. 16.30. Alvörumál eða vesen? 20% niðurfelling á skuldum fyrirtækja, jafnt illa sem vel staddra. Skattaívilnun vegna nýsköpunar og frumkvöðlastarfs. Ríkið verði bakhjarl vegna fjármögnunar útflutnings. Koma á samráðsvettvangi með útflutningsfyrirtækjum og atvinnugreinum. Lækka stýrivexti í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Afnema sem fyrst höft á gjaldeyrisviðskipti og lækka vexti. Öllum nýjum sköttum á atvinnulífið er hafnað. Hefja uppbyggingu orkufrekra atvinnugreina. Styðja við nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. Fella niður tolla og lækka vörugjöld. Áhersla á aðgerðir sem fjölga nýjum fyrirtækjum. Stýrivextir verði lækkaðir í 8% og verðtrygging afnumin tímabundið. Öflugur stuðningur við lítil og meðalstór lífvænleg fyrirtæki. Fjárfestingasjóður atvinnulífsins taki yfir illa stödd fyrirtæki og selji síðar. Iðn- og sprotafyrirtæki eigi kost á góðri og hagkvæmri fjármögnun. Koma fjármagni í umferð og huga að endurskoðun verðtryggingar. Endurreisa atvinnulífið með arðbærum framkvæmdum. Tryggja hagkvæman aðgang framleiðslugreina að innlendum orkugjöfum. Illa skuldsett fyrirtæki boðin til sölu fyrir ásættanlegt verð. Skuldir eigenda fyrirtækja ekki felldar sjálfkrafa niður. Nota endurreisnarsjóð atvinnulífsins til að veita hagstæð lán. Breyta skuldum lífvænlegra fyrirtækja í hlutafé í eigu ríkisins frekar en að afskrifa skuldir. Áhersla á lækkun vaxta og afnám gjaldeyrishafta. Tryggja aðgang lífvænlegra fyrirtækja að fjármagni. Skattaívilnanir og stuðningur við hátækni- og sprotafyrirtæki. Lítil og meðalstór fyrirtæki fái stuðning til að ráða fólk í atvinnuleit tímabundið. Áhersla lögð á dreift eignarhald fyrirtækja í atvinnulífinu. Starfsfólki gert kleift að eignast og starfrækja fyrirtæki. Áhersla á félagsleg rekstrarform eins og samvinnufélög. Styðja frekar við lítil og meðalstjór fyrirtæki en stóriðju. Beita skattaívilnunum til að styðja við sprotafyrirtæki. Skattaívilnun og niðurgreitt raforkuverð til fyrirtækja á landsbyggðinni. Aðgerðir vegna fyrirtækja Áherslur flokka fyrir þingkosningar 25. apríl 2009 X-B Framsóknarflokkurinn X-D Sjálfstæðisflokkurinn X-F Frjálslyndi flokkurinn X-L L-listi fullveldissinna X-O Borgarahreyfingin X-S Samfylkingin X-V Vinstrihreyfingin – grænt framboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.