Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 ✝ Guðný María Sig-ríður Guðmunds- dóttir fæddist á Látrum í Aðalvík í Sléttuhreppi í N-Ís. 18. júní 1932. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands sunnudaginn 22. mars 2009. For- eldrar hennar voru hjónin Guðmundur Pálmason, vitavörð- ur á Straumnesvita og bóndi í Rekavík bak Látur, f. 28.1. 1878, d. 21.2 1951 og Bjarney Andrésdóttir frá Lambadal Mý- rahr. V-Ís., f. 3.11. 1890, d. 7.6. 1976. Guðný átti 14 hálfsystkin samfeðra og 3 alsystkin, þau eru: Ingibjörg Ketilríður, f. 17.6. 1928, d. 23.7. 2008, Guðmunda Stella, f. 27.5 1930, d. 27.7 2007 og Magnús Þorberg, f. 23.9. 1933. og eitt barnabarn, Amy. 2) Hrafnhildur, f. 1.8. 1955, gift Ólafi Bachmann 28.7. 1947, þau eiga þrjá syni, Jóhann, Harald og Sindra Bachmann, og tvö barna- börn, Emblu Dögg og Evítu Rán. 3) Sigurður Hilmir, f. 13.11. 1962, kvæntur Guðbjörgu Guð- jónsdóttur, f. 10.1. 1966 og eiga þau fjóra syni, Guðjón, Jóhann, Gunnar og Egil. Guðný og Jóhann bjuggu á Kirkjubæjarbraut 19 í Vest- mannaeyjum en fluttu til Reykja- víkur gosárið 1973 og bjuggu eft- ir það að Ljósalandi 6. Sumarið 2003 fluttu þau á Selfoss. Guðný var hárgreiðslukona og vann við það þau ár sem hún bjó í Vest- mannaeyjum. Samhliða vinnu stundaði hún kvöldskólanám í viðskiptum og eftir að hún flutti til Reykjavíkur vann hún sem gjaldkeri og bókari hjá Ein- hamri, Sveini Egilssyni og síðast hjá Tandri. Útför Guðnýjar verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 3. apríl, klukkan 13.30. Guðný ólst upp hjá hálfsystur sinni Mar- íu Guðmundsdóttur og manni hennar Ingvari Benedikts- syni í Rekavík bak Látur frá 3 ára aldri. Þegar hún var 15 ára flutti hún til Reykjavíkur með Stellu systur sinni sem var þá orðin berklaveik. Tveimur árum síðar flutti hún til Vestamannaeyja. Guðný giftist 6. júní 1953 Jóhanni Sigurðssyni, skipstjóra og útgerðarmanni frá Svanhól í Vestmannaeyjum, f. 30.6. 1930, d. 17.10. 2003. Guðný og Jóhann eignuðust 3 börn, en þau eru: 1) Þórdís Bjarney, f. 31.10. 1952, gift Helga Her- mannssyni, f. 21.2. 1948, þau eiga þrjú börn, Lilju, Jónas og Davíð, Í dag verður jarðsungin frá Sel- fosskirkju elsku hjartans tengda- móðir mín, Guðný Guðmundsdóttir. Ég kynntist Guðnýju og Hanna haustið 1971, en þá leigði ég her- bergi í kjallaranum hjá þeim, á Kirkjubæjarbraut 19 í Vestmanna- eyjum. Ég var þá byrjaður að skjóta mig í Habbó; þau vissu það ekki í fyrstu, en svo komst allt upp en það fór allt vel og gengur vel enn þann dag í dag. Þegar gosið hófst í Eyjum 1973 var Hanni heitinn tengdapabbi í sigl- ingu og við Habbó vöknuðum þegar Guðný bankaði á dyrnar hjá mér og tilkynnti okkur að það væri komið gos. Þá nótt held ég að hún hafi tekið mig sem fullgildan tilvonandi fjöl- skyldumeðlim. Guðný og Hanni fluttu til Reykja- víkur í gosinu en fluttu aldrei aftur til Eyja. Þau áttu yndislegt heimili í Ljósalandi 6 í Reykjavík og þaðan eigum við fjölskyldan ógleymanleg- ar mynningar. Sumarið 1982 keypt- um við okkur sitthvort hústjaldið og lögðumst í ferðalög vítt og breitt um landið. Í öllum okkar ferðalögum og útilegum höfum við hitt margt fólk, bæði gamla vini og kynnst nýjum og ég er þess fullviss að allt það fólk sem kynntist Guðnýju og Hanna í þessum ferðum er mér sammála um að vandfundnir voru skemmtilegri og yndislegri ferðafélagar og vinir en þau heiðurshjón. Guðný var yndisleg persóna, ákveðin, sanngjörn, bráðskemmtileg og mjög barngóð. Hún vildi alltaf vera að fá barnabörnin til sín og þau voru hjá afa og ömmu heilu og hálfu dagana og helgar. Hanni og Har- aldur bjuggu hjá þeim um nokkurra ára skeið. Guðný hafði mjög góð áhrif á barnabörnin sín og þau lærðu margt af henni. Hún var mjög snyrtileg og vildi hafa allt í röð og reglu. Það breyttist ekkert þegar við vorum í útilegum, hún hafði unun af því að taka til í fellihýsinu og fortjaldinu og ég man svo vel eftir svörtu gúmmí- hönskunum sem hún notaði við þau verk. Hin síðari ár, frá 1997, þá vorum við með fellihýsin okkar staðsett á Flúðum allt sumarið, og þar erum við Habbó ennþá, nú í hjólhýsi. Guðný bjó hin seinni ár á Ljós- heimum á Selfossi og þar fór mjög vel um hana. Allt starfsfólk og umönnunarfólk sem þar starfar eða kemur að umönnun á miklar þakkir skildar. Elsku Guðný, nú ert þú farin í þína síðustu útilegu og kemur ekki aftur til okkar, en ég er viss um að Hanni hefur tekið vel á móti þér, og þið eruð áreiðanlega í heiðurssessi í fortjaldinu hjá Hinum Hæsta Höf- uðsmið Himins og Jarðar. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Elsku Guðný, takk fyrir öll þau ár sem ég fékk að vera með þér, og bestu þakkir frá okkur Habbó fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Ólafur Bachmann. Elsku besta amma mín, ég gleymi þér aldrei. Ég mun sakna þín sárt og mikið. Þú varst alltaf svo blíð og góð við alla, mér leið alltaf svo vel með þér. Takk, elsku amma, fyrir stundirn- ar sem við áttum saman. Ég mun alltaf geyma þig í hjarta mínu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Hjartans kveðja, þín ömmustelpa, Embla Dögg Bachmann. Nú ertu farin, nú ertu farin frá mér, hvar ertu núna hvert liggur þín leið... (Einar Bárðarson.) Elsku besta amma, nú ert þú búin að hitta Hanna afa,sem þú saknaðir svo mikið.Við bræður vorum ekki háir í loftinu, þegar við fórum með rútunni frá Selfossi til ykkar afa í Ljósó í pössun, allir með litla bak- poka með dóti, Andrés-blöðum og smá nammi í poka til að hafa á leið- inni.Við vorum alltaf svo spenntir að fá að hitta ykkur og það var líka gagnkvæmt. Svo var komið við í bakaríinu og keyptir snúðar og vínarbrauð og svo voru pylsur í kvöldmatinn. Þið viss- uð alveg hvað okkur þótti gott á þessum árum. Svo var farið í Kolaportið og svo endað á því að fá sér stóran ís. Okkur eru líka ógleymanlegar þær útilegur og ferðalög sem við fór- um með ykkur og mömmu og pabba út um allt land. Sindri man svo vel eftir ferðinni með ykkur til Svíþjóðar í heimsókn til Hilmis og Guðbjargar. Við Hanni og Haraldur viljum einnig þakka fyrir þau góðu ár sem við fengum að búa hjá ykkur í Ljósa- landinu. Þig faðmi liðinn friður guðs, og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Vér munum þína högu hönd og hetjulega dug, og ríkan samhug, sanna tryggð og sannan öðlingshug. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæll! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Guð geymi þig, elsku amma. Strákarnir þínir frá Selfossi. Jóhann Bachmann. Haraldur Bachmann. Sindri Bachmann. Elsku amma. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái að spilla. (Páll Jónsson.) Ég kveð þig, elsku amma mín, með þessum sálmi sem þú söngst fyrir okkur frá því ég man eftir mér. Hann á ávallt eftir að minna mig á þig. Og þessi sálmur á svo sannan- lega við þig, amma, barngóð, ljúf og umhyggjusöm. Þú hefur alltaf gætt okkar, passað okkur, kennt okkur góða og fallega hluti og þegar við ux- um úr grasi gættirðu langömmu- barnanna þinna. Þið afi áttuð ynd- islegt og fallegt heimili sem alltaf var gott að koma til. Og þú amma, alltaf svo falleg og vel til höfð, eins og drottning. Ég á eftir að sakna þín, elsku amma, en hann afi bíður þín og á eftir að taka vel á móti þér. Góða ferð, elsku hjartans amma mín. Þín Lilja. Látin er mikil sómakona, Guðný Guðmundsdóttir frá Svanhól í Vest- mannaeyjum. Það munu vera þrjátíu ár síðan við hjónin kynntumst heiðurshjón- unum Guðnýju og Jóhanni, en þau voru foreldrar og tengdaforeldrar vina okkar Habbóar og Ólafs Bach- mann. Eftir að Óli og Habbó fluttu á Selfoss voru heimsóknir Guðnýjar og Jóhanns, eða Hanna eins og hann var kallaður, nokkuð reglulegar, en þá bjuggu þau í Reykjavík. Við fundum það fljótt að heimsóknir á Selfoss veittu þeim mikla ánægju og oft var glatt á hjalla í Grashaganum þar sem Óli og Habbó bjuggu. Við hjónin minnumst margra góðra samverustunda með þeim þar sem frásagnir, hlátur og glaðværð réðu ríkjum. Oftar en ekki kom það fyrir að við hjónin hittum Guðnýju og Hanna hjá Óla og Habbó í afmæl- isveislum eða við önnur tækifæri. Það var alveg ljóst að bæði höfðu gaman af því að vera með fólki og tóku virkan þátt í því sem um var að vera. Þau sýndu strax vináttu og tryggð við okkur kunningja Óla og Habbóar. Þessi góðu kynni leiddu af sér margar frábærar útilegur þar sem Guðný og Hanni voru í fyrir- rúmi, hress og glöð að vanda. Minn- isstæðar eru útilegur á Laugarvatni og nokkrar á Flúðum þar sem Hanni hélt m.a. upp á stórafmæli sitt. Þá voru Vestmannaeyjalögin sungin hástöfum og leikið á gítar. Eftir að heilsuleysi fór að gera vart við sig hjá Hanna passaði Guðný ávallt vel upp á að honum yrði ekki kalt í útilegum. Hún bar mikla um- hyggju fyrir heilsu hans, vafði hann teppum og hélt góðum hita á felli- hýsinu. Þannig fór vel um þau úti í náttúrunni í lengri eða skemmri tíma. Það kom engum á óvart þegar Guðný og Hanni ákváðu að flytja á Selfoss þar sem dæturnar báðar, tengdasynir og barnabörnin búa. Þau fluttu í fallegt parhús full til- hlökkunar og ákveðin í að láta sér líða vel á Selfossi. En um það leyti sem Selfossdvölin var að byrja veik- ist Hanni og deyr. Það varð Guðnýju þungbært og erfitt að missa manninn sinn og hafði veruleg áhrif á hana. En þrátt fyrir mótlæti var Guðný ótrúlega sterk og bar sig vel. Hún var ávallt glæsileg kona, ung í anda og fylgdist vel með allri tísku. Þegar frá leið fór heilsu hennar að hraka sem leiddi til dauða hennar. Við hjónin erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessu góða fólki. Elsku Habbó og Óli, Dísa og Helgi og aðrir aðstandendur, um leið og við vottum öllum innilega samúð biðjum við góðan Guð að varðveita minningu þeirra. Jæja Hanni minn, nú eruð þið Guðný sameinuð á ný. Hólmfríður og Björn Ingi Gíslason. Guðný Guðmundsdóttir ✝ Eiður Árnasonfæddist á Aust- ara-Hóli í Fljótum í Skagafirði 4. mars 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyr- ar 22. mars 2009. Foreldrar hans voru hjónin Árni Björgvin Jónsson, f. 24. maí 1901, d. 6. júní 1989 og Magnea G. Ei- ríksdóttir, f. 28. maí 1898, d. 7. mars 1979. Systkini Eiðs eru Guðmundur Sævar, f. 23. ágúst 1929, d. 14. júlí 1957, Guðrún, f. 12. apríl 1932, og Unnur Erla, f. 7. maí 1934, d. 23. sept. 1990. Eiður kvæntist 24. nóvember 1957 unnustu sinni Huldu Sigurð- ardóttur frá Fagurhóli í Sand- mannastörf eins og á Akranesi en þangað fluttist hann með for- eldrum sínum, er þau brugðu búi, árið 1953 og var þar uns hann stofnaði sitt eigið heimili með konu sinni í Reykjavík 1957. Í höfuðborginni starfaði hann sem bílstjóri og flokksstjóri hjá Sorphirðu Reykjavíkur í hartnær 50 ár. Eiður var söngmaður mik- ill og söng áratugum saman í Fíladelfíukórnum enda trúfastur meðlimur Hvítasunnukirkjunnar. Hann sinnti ýmsum trún- aðarstörfum á vegum safnaðar- ins, t.d. var hann stjórn- arformaður Sparisjóðsins Pundsins og kom að Blaða- og bókaútgáfunni, sem gaf meðal annars út Aftureldingu og Barnablaðið. Eiður dvaldi síðustu æviár sín í góðu yfirlæti á Dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd. Útför Eiðs fer fram frá Hvíta- sunnukirkjunni Fíladelfíu í dag, 3. apríl, og hefst athöfnin kl. 13. gerði, f. 26. nóv. 1930, d. 17. ágúst 1977. Foreldrar hennar voru Sig- urður Einarsson, f. 8. nóv. 1878, d. 26. feb.1963 og Guðrún Sigríður Jónsdóttir, f. 27. sept. 1889, d. 17. okt. 1980. Eiður og Hulda eignuðust tvo syni: Davíð, f. 7. jan. 1960, d. 21. sept. 2003 og Elfar, f. 28. mars 1967, kvæntur Jóhönnu Benný Hannesdóttur, f. 10. sept. 1967. Synir þeirra eru Sævar, f. 29. mars 1991, Daði Snær, f. 16. ágúst 1992, Eiður Smári, f. 4. júní 1996 og Birkir, f. 19. nóv. 1997. Eiður ólst upp í Skagafirði. Þar stundaði hann almenn verka- Mig langar með fáum orðum að kveðja Eið Árnason sem var giftur móðursystur minni, Huldu Sigurð- ardóttur, en hún lést fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Ég fór fyrst til þeirra hjóna þegar ég var tveggja ára. Þau fluttu síðan í Blesugrófina. Húsið þeirra var frekar lítið en þó alltaf fullt hús af gestum, enda Eið- ur fróður og Hulda léttlynd og fynd- in. Ég var hjá þeim flest öll sumur og stundum kom það fyrir að ég ílentist fram á vetur. Þolinmæði var einn af eiginleikum Eiðs. Við Hulda vorum duglegar að sækja hina og þessa listviðburði hjá hinum ýmsu listamönnum og var þá Eiður jafnan í för með okkur. Við urðum fyrir miklum áhrifum frá Súm-hópnum og vorum með alls konar uppákomur eftir að hafa farið og skoðað það sem listamennirnir höfðu fyrir stafni, varð það innblást- ur í okkar verk. Við höfðum mikið dálæti á alls konar tónlistargjörn- ingum, sem við fluttum af mikilli innlifun, og var Eiður þá gjarnan fenginn til að vera sérlegur gagn- rýnandi okkar. Það var ekki hörð gagnrýni en hann lét okkur þó vita hvað betur mætti fara. Eiður var alltaf til staðar með út- rétta hjálparhönd. Á sumrin voru farnar margar lautarferðir austur fyrir fjall eða á Þingvelli. Oftar en ekki byrjaði hann á því að keyra til Keflavíkur og sækja mömmu mína og bræður. Þegar til Reykjavíkur var komið bættumst við Hulda í hóp- inn og öllum staflað í litla Fíatinn sem þau áttu. Þarna sat ég fram í, í fanginu á Huldu, mamma og bræður mínir aftur í og þeir eldri héldu á þeim yngri. Þetta voru lautarferðir og oftar en ekki voru systur Huldu, makar og börn með í för og í minningunni var alltaf sól og blíða. Ferðirnar tóku allan daginn og hægt ekið yfir Hellisheiðina enda vegirnir ekki eins góðir og í dag. Mér fannst ég vera í besta sætinu þar sem ég fékk að vera fram í og lét bróður minn sem er ári yngri vita af því. Aldrei skynj- aði ég að hann væri þreyttur eða pirraður á öllum þessum krakka- skara. Ferðalögin sem ég fór með þeim hjónum voru mörg, oft voru þau ákveðin með stuttum fyrirvara. Eitt sinn vorum við í Fljótshlíð- inni á leið til Reykjavíkur þegar ákveðið var að fara í ferðalag, jafn- vel fara hringinn í kring um landið. Fyrst var farið til Reykjavíkur og útbúnaður til ferðarinnar sóttur, settur í skottið og lagt af stað. Stundum voru einhverjir vinir þeirra hjóna sem vildu slást með í för. Í einu slíku ferðalagi var ákveð- ið að hittast í Borgarfirði, en ekki voru farsímar til á þessum dögum, svo eitthvað varð að gera til að far- ast ekki á mis. Eiður stakk upp á að þeir hefðu með sér kaðalspotta og sá sem yrði á undan átti að leggja spottann á miðjan veginn fyrir fram- an ákveðinn bæ. Sá sem sá spottann vissi þá að hinn hafði verið fyrr á ferðinni og þá var allt í lagi að auka hraðann. Eiður var mjög fróður um Íslend- ingasögurnar og fengum við að heyra frásagnir af fornum köppum á leið okkar um landið og eru þessi ferðalög ógleymanleg. Ég vil votta Elfari og fjölskyldu hans svo og Guðrúnu systur Eiðs samúð mína og bið Guð um að blessa minningu góðs vinar. Eygló Haraldsdóttir. Eiður Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.