Morgunblaðið - 03.04.2009, Síða 34

Morgunblaðið - 03.04.2009, Síða 34
34 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 KÓLUMBÍSKI rithöfundurinn Gabriel García Márquez hefur síðustu áratugi gnæft eins og risi yfir bókmennta- landslag Róm- önsku Ameríku, höfundurinn sem spyrtur hefur verið við hug- takið „töfraraunsæi“ allar götur síð- an skáldsagan Hundrað ára einsemd kom út og sló í gegn. Nú er García Márquez á 82. aldursári og að sögn The Guardian hefur hann ekki skrif- að neitt að ráði síðan síðasta bók hans, er nefnist Minningar um döpru hórurnar mínar í íslenskri þýðingu, kom út fyrir fimm árum. Nú hefur umboðsmaður hans, Carmen Bal- cells, sagt að hún búist ekki við að García Márquez skrifi neitt meira. Aðdáendur hans hefur grunað þetta en vonir kviknuðu á síðasta ári, þegar annar kólumbískur höf- undur fullyrti að García Márquez ynni að nýrri skáldsögu. Umboðs- maðurinn hefur blásið á þær vonir og undir það tekur ævisöguritari García Márquez, Gerald Martin. Hann sagði blaðamanni að hann ef- aðist um að nokkuð nýtt eftir nóbels- verðlaunahafann kæmi út meðan hann lifði. „Ég efast líka um að Gabo muni skrifa fleiri bækur. Það er ekkert að sjá eftir, því það voru örlög hans sem rithöfundar að njóta þess að ljúka glæsilegum rithöfundarferli glæsi- lega, mörgum árum áður en lífi hans lýkur,“ segir Martin. Hjartað vantar Fyrir nokkrum mánuðum sagði García Márquez aðdáendum í Mexíkó að ritstörfin hefðu slitið hon- um út. „Það reynist mér mjög erfitt að skrifa bækur,“ sagði hann. García Márquez hafði áður sagt að 2005 væri fyrsta árið sem hann hefði ekki skrifað eina einustu línu. „Með þeirri reynslu sem ég bý yfir gæti ég skrifað nýja skáldsögu án vandamála, en fólk myndi sjá að hjarta mitt væri ekki í verkinu.“ Sagt er að nokkur eldri óútgefin handrit séu í fórum höfundarins en ekkert hefur verið ákveðið hvort eða hvenær þau verða gefin út. García Már- quez hættur að skrifa Gabriel García Márquez Í DAG kl. 12 verður opnuð sýn- ing á verkum Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg. Á sýningu Jóns Axels verða aðallega olíumálverk en nokk- uð er nú um liðið síðan hann sýndi slík verk síðast. Sýningin stendur til sept- ember en hún er liður í þeirri stefnu Neskirkju að nýta frábært rými safn- aðarheimilis kirkjunnar til að kynna verk ís- lenskra listamanna. Síðasta saltfiskmáltíð þess- arar föstu verður og á borð borin undir borðræðu sr. Sigríðar Guðmarsdóttur. Myndlist Jón Axel sýnir í Neskirkju Jón Axel Björnsson Heimshorna- flakkarinn og of- urböskarinn, hinn eini sanni Leo Gillespie heiðrar landann eins og svo oft áður með hlýrri spilamennsku sinni, en í þetta sinnið treður hann upp á Sjávarbarnum, Grandagarði. Hefjast tón- leikarnir kl. 21. Líf böskarans er oft einmanalegt en svo verður ekki í kvöld því að honum til halds og trausts verður bassaleikarinn Þorleifur Guð- jónsson, sem er þekktur fyrir spilamennsku með Bubba Morthens og KK. Meðfram ljúfum tónum er boðið upp á blúsað sjávarréttahlaðborð. Tónlist Leo og Þorleifur á Sjávarbarnum Leo og Þorleifur HALLA Helgadóttir, graf- ískur hönnuður og fram- kvæmdastjóri Hönn- unarmiðstöðvar Íslands, heldur fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri í dag kl. 14.50. Fyrirlesturinn mun fjalla um óvissuferðina sem vinna hönn- uðarins er og hverju hönnun og hugvit getur áorkað. Halla mun tala um starf sitt sem hönnuður og nýstofnaða Hönnunarmiðstöð Íslands sem hún stýrir. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð Verk- menntaskólans á Akureyri, Listasafnsins á Ak- ureyri og Menningarmiðstöðvarinnar í Grófargili. Hönnun Hugvitið, hönnunin og óvissuferðin öll Halla Helgadóttir Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞETTA á ekki að vera yfirlitssýning – þetta er bara einn vinkill af mörg- um sem ég er að fást við,“ segir Guð- rún Kristjánsdóttir myndlistarmað- ur. Hún hefur leitt mig um báðar hæðir Hafnarborgar, þar sem hún opnar á morgun sýninguna Veð- urskrift, sýningu sem er æði fjöl- breytileg og birtir margar hliðar á listakonunni. Þess vegna spurði ég hvort þetta væri ekki einskonar yf- irlitssýning. Um árabil hefur Guðrún leitað markvisst til náttúrunnar og vakið at- hygli fyrir persónuleg myndverk þar sem efniviðurinn er meðal annars fjallshlíðar með snjósköflum, þoka og blámi fjallanna. Guðrún skiptir sýningunni í þrennt. Á efri hæðinni er umfangs- mikil innsetning, Veðurlag. Steindór Andersen heyrist tóna vísur sem Guðrún valdi og Hróðmar I. Sigur- björnsson samdi tónverk við. Graf- ískar myndir, sem vísa til eldri verka Guðrúnar af fjallshlíðum, hreyfast á vegg í miðjum sal og endurkastast á gler á útveggjunum. „Ég er að skoða þessa síbreytilegu teikningu veðursins,“ segir Guðrún. „Ég hugsa um þetta eins og skrift gegnum tíðina.“ Svo mikið í sarpinum Ljósmyndahluti sýningarinnar er á neðri hæðinni og kallast Veðursögur. Þar segir af hreti á glugga, snjó sem er að bráðna og hverfa, fjallshlíðum og einmana vopnlausum útrásarvík- ingi. „Sumt af þessu eru stillur úr myndbandsverkum,“ segir Guðrún þar sem hún leiðir mig um. „Ég á svo mikið í sarpinum. Hér eru hlutar úr hinu og þessu. Í þessari mynd þarna er ég að skoða bláma fjallanna,“ segir hún og bendir, „og í þessum er ég að skoða skæni á drullupollum og það sem speglast í þeim. Þetta er ægilega hversdagslegt – það er vinnan mín að taka þetta úr hversdagsleikanum.“ Í innsta salnum eru Veðurskrif- stofur. Þar er m.a. skoðað hvernig veðrið skrifar nýja og nýja mynd í fjallshlíðar og er það borið saman við endurskriftir íslenskra handrita. Þarna eru sýningarstjórinn Birta Guðjónsdóttir og Oddný Eir Ævars- dóttir, heimspekingur, dóttir Guð- rúnar, að raða saman myndum, ljós- ritum og textum í innsetningu. „Hér er bókverk í uppsiglingu,“ segir Guð- rún og bætir við: „Þetta á ekki að vera yfirlitssýning.“ Veður og skrift er efni sýningar sem Guðrún Kristjánsdóttir opnar í Hafnarborg Skoðar síbreyti- lega teikningu Morgunblaðið/Einar Falur Fjallasafn Guðrún hugar að verkum áður en glerið fer yfir. Fjær eru dóttir hennar, Oddný Eir Ævarsdóttir, og sýningarstjórinn, Birta Guðjónsdóttir. Í HNOTSKURN » Sýning Guðrúnar Kristjáns-dóttur, Veðurskrift, verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun, laugardag, kl. 15. » Á sýningunni eru innsetn-ingar, hljóðverk, málverk, myndbönd og ljósmyndir. LITLA ljóðahátíðin verður haldin í fyrsta skipti í kvöld og á morgun í Populus Tremula á Akureyri. Mark- miðið með hátíðinni er, að sögn að- standenda, að gefa heilsteypta mynd af íslenskri ljóðlist ár hvert og bjóða upp á spennandi viðburði fyrir unn- endur ljóðsins. „Menningarstarf á Akureyri hefur verið mjög öflugt undanfarin ár; margar áhugaverðar sýningar á Listasafninu og mikil gróska í tónlist- inni, svo dæmi séu tekin. En okkur finnst vanta upp á að bókmenntirnar séu í hávegum hafðar í hinu lifandi menningarlífi; ekki bara hér fyrir norðan heldur á Íslandi almennt,“ sagði Gunnar Már Gunnarsson, tals- maður hátíðarinnar, í samtali við Morgunblaðið. Byrjað er smátt, en af litlum neista verður oft mikið bál, eins og segir í kvæðinu; stefnt er að því að festa há- tíðina í sessi sem árlegan bókmennta- viðburð á Norðurlandi, utan hefð- bundins kynningartíma bókmenntanna. Og þrátt fyrir hógværð við nafna- val er dagskráin ekki lítil, þótt stutt sé. „Húsnæðið í kjallara Listasafns- ins er reyndar lítið og nálægðin er einmitt það sem við erum að sækjast eftir; að andrúmsloftið verði þægi- legt, bæði fyrir flytjendur og gesti.“ Á hátíðinni koma fram Þórarinn Eldjárn, Þorsteinn frá Hamri, Ing- unn Snædal, Gyrðir Elíasson, Jón Laxdal, Aðalsteinn Svanur og Magn- ús Sigurðsson auk þess sem Eiríkur Örn Norðdahl verður með víd- eóinnlegg. Þá fer fram „lítið málþing“ um ljóðlist þar sem Þorvaldur Þor- steinsson og Kristján Kristjánsson fjalla um ljóðagerð á 21. öld. Gunnar Már segir kostnað tölu- verðan. „Það er miklu dýrara að halda svona hátíð hér en í Reykjavík en við vorum svo heppnir að menn- ingarsjóðir hér fyrir norðan styðja vel við bakið á okkur.“ Og þeir sem leitað var til um að koma fram á há- tíðinni voru allir mjög jávæðir strax. „Það var miklu auðveldara að fá fólk til að koma en ég hafði gert ráð fyrir.“ Skipuleggjendur hátíðarinnar eru þrír; Gunnar, Atli Hafþórsson og Hjálmar Stefán Brynjólfsson. Vert er að geta þess að aðgangur að öllum viðburðum hátíðarinnar er ókeypis. skapti@mbl.is Stórmenni ljóðsins á lítilli hátíð Morgunblaðið/Kristinn Hátíð Þorsteinn frá Hamri er einn þeirra sem lesa úr eigin verkum. Heilsteypt mynd af íslenskri ljóðlist kynnt á Populus Tremula á Akureyri Íslendingar eru stríðsmenn og kunna að standa sig í svona ástandi36 » Föstudagur kl. 21: Ljóðakvöld í Populus Tremula. Ingunn Snædal, Jón Laxdal og Þórarinn Eldjárn. Eiríkur Örn Norðdahl flytur víd- eóljóðagjörning, Laugardagur kl. 14: Málþing um ljóðlist. Kristján Kristjánsson út- gefandi: Útgáfa ljóða á 21. öldinni. Þorvaldur Þorsteinsson rithöf- undur: Ljóðlist 2.0-2.1 (frá upp- hafningu til upphafs and back again). Laugardagur kl. 21: Ljóðakvöld í Populus Tremula. Aðalsteinn Svanur Sigfússon, Gyrðir Elíasson, Magnús Sigurðsson og Þorsteinn frá Hamri. Ljóðskáldin munu öll lesa úr verkum sínum og ráða því sjálf hvað verður á boðstólum. Ljóðskáldin fá lausan taum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.