Morgunblaðið - 03.04.2009, Síða 10

Morgunblaðið - 03.04.2009, Síða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 Það er vægt til orða tekið að segjaað Sigurður Einarsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Kaupþings, sé seinheppinn í orðavali, þegar hann ákveður á annað borð að láta hafa eitthvað eftir sér á opinberum vettvangi.     Á forsíðu Morgunblaðsins í gærvar frétt þess efnis að Sigurður tók lán hjá VÍS gegn 200 milljóna króna veði í hálf- byggðu sveita- setri hans við Veiðilæk í Borg- arfirði.     Í fréttinni kemurfram að Morg- unblaðið hafi sent Sigurði fyrir- spurn um veðsetninguna.     Orðrétt segir í fréttinni: „Í svariSigurðar segir að hann líti á persónulegar fjárreiður sínar sem einkamál og að hann sjái „ekki ástæðu til að fjalla um þær op- inberlega. Bygging hússins að Veiðilæk og málefni einkahluta- félagsins sem stofnað var vegna þeirra framkvæmda er hluti af per- sónulegum fjárfestingum mínum og ég vil ekki svara spurningum þar að lútandi“.“     Það var og. Hvað ætli sérstakursaksóknari segi um svona svör?     Ætli Sigurður veiti sérstökum sak-sóknara sambærileg svör þeg- ar til hans verður leitað? Var eðli- lega staðið að fjármögnun við framkvæmdirnar í Þverárhlíð, þar sem Sigurður stofnaði einkahluta- félag þar sem hann einn var hluthafi og tók lán hjá tryggingafélagi?     Þurfa þeir sem fóru fyrir græðgis-væðingu og skuldsetningu upp í rjáfur ekki að fara að svara af auð- mýkt og hreinskilni þegar til þeirra er leitað? Ja, þegar stórt er spurt …! Sigurður Einarsson Seinheppinn í orðavali HÉÐINN Steingrímsson er nýtt nafn í hópi þeirra íslensku skák- manna, sem borið hafa sigur úr býtum í Reykjavíkurskákmótinu, en saga þess nær allt aftur til árs- ins 1964. Aðrir í hópnum eru Frið- rik Ólafsson, Guðmundur Sig- urjónsson, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Hannes Hlífar Stefánsson, sem einnig var meðal sigurvegara að þessu sinni. Helgi Ólafsson stórmeistari seg- ir að bæði Héðinn og Hannes hafi teflt mjög vel á þessu móti. Hann segir að Héðinn hafi verið hætt kominn í sjöundu umferð en náð að bjarga tapaðri stöðu í jafntefli. „En til þess að ná svona áfanga þurfa menn að vera farsælir,“ seg- ir Helgi. Helgi kveðst ekki telja rétt að úrskurða menn sigurvegara á grundvelli stigaútreiknings. Engin hefð sé fyrir slíku og ef fleiri en einn skákmaður séu efstir og jafn- ir þurfi að fara fram úrslitakeppni, til að útkljá sigurvegara mótsins. Helgi er að flestu leyti ánægður með Reykjavíkurskákmótið að þessu sinni og segir að Listasafn Reykjavíkur sé heppilegur staður fyrir svona mót. Mótið nú sé veik- ara en oft áður, enda fjárhags- staðan erfið eins og allir vita. Mót- ið sé elsti alþjóðlegi viðburðurinn sem tengist nafni Reykjavíkur að því er hann best viti og þar hafi teflt margir sterkustu skákmenn heims. Hann telji að hlúa þurfi bet- ur að mótinu í framtíðinni. Helgi segir að það sé ánægjuefni hve ungum skákmönnum hafi gengið vel í mótinu. Eins hafi ung- ar skákkonur hækkað umtalsvert í stigum og séu á mikilli siglingu. sisi@mbl.is Efstur Héðinn Steingrímsson Morgunblaðið/Ómar Nýtt nafn í hóp ís- lenskra sigurvegara ALLS bárust Vinnumálastofnun sjö tilkynningar um hópuppsagnir í mars, þar sem sagt var upp samtals 357 einstaklingum. Þrjár tilkynningar voru úr fjármálastarfsemi, frá Straumi Burðarási, SPRON og Sparisjóða- bankanum, með samtals 84% þeirra sem sagt var upp með þessum hætti. Þrjár uppsagnir voru í verslun og viðgerðum og ein uppsögn í mann- virkjagerð. Gert er ráð fyrir að hluti þeirra starfs- manna, sem misstu starf sitt í SPRON, fái vinnu hjá MP banka, sem yfirtekur að hluta starfsemi sparisjóðsins. Því gæti heildartala endanlegra uppsagna vegna SPRON lækkað um 50 manns, að mati Vinnumálastofnunar. Einnig er nokkur óvissa um fjölda uppsagna hjá Straumi Burðarási og hvenær þær komi til framkvæmda. Vinnumála- stofnun telur að heildartala uppsagna verði því trúlega innan við 300 manns. Helstu ástæður uppsagna eru rekstrarerfiðleik- ar, verkefnaskortur og endurskipulagning. Ef litið er á allar tilkynntar hópuppsagnir, sem borist hafa síðustu mánuði og koma til framkvæmda á árinu 2009, má sjá að flestir misstu vinnuna í febr- úar, eða yfir 1.100 manns. Rúmlega 1.000 misstu vinnuna í janúar og tæplega 500 manns í byrjun mars. Ríflega 200 manns munu missa vinnuna í byrjun apríl, rúmlega 100 manns í maí og á bilinu 70-95 í júní til september. sisi@mbl.is 357 var sagt upp í hópuppsögnum Morgunblaðið/Ómar Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 6 súld Lúxemborg 3 heiðskírt Algarve 8 heiðskírt Bolungarvík 1 snjókoma Brussel 3 heiðskírt Madríd 4 léttskýjað Akureyri 2 slydda Dublin 9 heiðskírt Barcelona 10 súld Egilsstaðir 1 alskýjað Glasgow 8 léttskýjað Mallorca 9 skýjað Kirkjubæjarkl. 5 alskýjað London 9 alskýjað Róm 12 skýjað Nuuk -9 skýjað París 1 heiðskírt Aþena 14 skýjað Þórshöfn 3 alskýjað Amsterdam 0 þoka Winnipeg -5 alskýjað Ósló 0 skýjað Hamborg 2 léttskýjað Montreal 2 skýjað Kaupmannahöfn 6 skýjað Berlín 1 heiðskírt New York 5 léttskýjað Stokkhólmur 5 heiðskírt Vín 4 heiðskírt Chicago 5 alskýjað Helsinki 3 skýjað Moskva 2 þoka Orlando 16 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 3. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.01 3,2 6.33 1,3 12.48 2,7 19.00 1,3 6:38 20:25 ÍSAFJÖRÐUR 2.14 1,7 8.56 0,6 15.20 1,3 21.23 0,6 6:38 20:35 SIGLUFJÖRÐUR 4.14 1,1 10.56 0,4 17.37 1,0 23.19 0,6 6:20 20:18 DJÚPIVOGUR 3.32 0,8 9.26 1,4 15.46 0,7 22.28 1,7 6:06 19:56 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á laugardag Sunnan 8-15 m/s og skúrir eða slydduél en hægari og bjartviðri á norðaustanverðu landinu. Hiti víða 1 til 6 stig. Á sunnudag Austanátt og rigning eða slydda með köflum, einkum sunnanlands. Hiti breytist lítið. Á mánudag Norðanátt og snjókoma en úr- komulítið sunnantil. Kólnandi veður. Á þriðjudag og miðvikudag Útlit fyrir norðlæga átt með élj- um en bjart með köflum fyrir sunnan. Fremur kalt í veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-18 norðvestantil á morgun, annars víða 8-13. Rigning með köflum og fremur hlýtt. Hiti á bilinu 2 til 8 stig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.