Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 ✝ Áslaug Jóna Ól-sen Jóhannsdóttir fæddist í Bolung- arvík 29. september 1929. Hún lést á heimili sínu sunnu- daginn 29. mars 2009. Foreldrar hennar voru Lína Dalrós Gísladóttir, f. í Bolungarvík 22.9. 1904, d. 14.12. 1997 og Jóhann Sigurðs- son, f. 5.8. 1891, d. 27.8. 1932. Seinni maður Línu var Jón Ásgeir Jónsson, f. 9.7. 1911, d. 1.10. 1996. Systkini Áslaugar eru; Guðmunda, f. 20.3. 1922, d. 12.3. 2005, Gísli, f. 29.8. 1923, d. 9.9. 1989, Guðbjörg Kristín, f. 3.12. 1925, d. 3.6. 1926, Guðbjörg, f. 29.4. 1927, Guðmundur Óskar, f. 25.5. 1928, Jóhann Líndal, f. 25.11. 1930, Alda, f. 9.3. 1935, Herbert, f. 29.8. 1936, d. 5.11. 1985, Sigurvin, f. 13.8. 1937, og Sveinn Viðar, f. 5.12. 1939. Áslaug giftist 24. desember 1949 Jóhannesi Guðjónssyni sölumanni og iðnrekanda, f. 21.7. 1918, d. 28.6. 1985. Foreldrar hans voru Guðjón Bjarnason, f. 12.1. 1885, d. 10.5. 1942 og Ólafía Margrét Helga Arnórsdóttir, f. 4.6. 1896, d. 28.8. 1923. Börn Áslaugar og Jó- hannesar eru: 1) Gréta Björk, f. 14.5. 1949, maki Þórhallur Frí- mannsson, f. 23.10. 1942, börn Helga, f. 23.7. 1965, maki Örn Jón- asson, f. 16.2. 1962. Börn þeirra Franz Jónas Arnar, f. 11.7. 1993, og María Ísabella, f. 13.4. 1996. Barnabarnabörnin eru 10. Áslaug ólst upp í Bolungarvík, hún lauk námi frá Húsmæðraskól- anum á Ísafirði árið 1951. Fyrstu búskaparár sín bjuggu Áslaug og Jóhannes í Bolungarvík en árið 1951 fluttu þau til Reykjavíkur. Þau byggðu sér hús að Hlégerði 11 í Kópavogi árið 1958 og bjó Ás- laug þar í nær 50 ár uns hún flutti að Kópavogsbraut 1A í júlí 2008. Meðfram heimilisstörfum vann Ás- laug við ýmis þjónustustörf uns þau hjónin keyptu Regnfatagerð- ina Vopna árið 1972 og ráku til 1985 er Jóhannes lést. Eftir það starfaði hún á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í 14 ár eða til 70 ára aldurs. Áslaug var mikil hann- yrðakona og lætur eftir sig mörg fagurlega gerð verk, var einnig garðyrkjukona og garðurinn hennar í Hlégerðinu var hennar líf og yndi og ber merki um alúð og umhyggju. Á frumbýlisárum þeirra hjóna í Kópavogi tók Ás- laug virkan þátt í bæjarmálum fyrir Alþýðuflokkinn og sat um tíma í nefndum bæjarins fyrir flokkinn. Útför Áslaugar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 3. apríl, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar þeirra Margrét, f. 16.4. 1975, í sambúð með Adrian Long, f. 21.5. 1975, og Jó- hannes, f. 20.4. 1979, í sambúð með Hönnu Björg Konráðsdóttur, f. 20.5. 1983. Gréta á tvo stjúpsyni, Frí- mann Þór og Viðar Þórhallssyni. 2) Edda Ösp, f. 7.4. 1951, börn hennar Einar Björnsson, f. 17.9. 1967, í sambúð með Halldóru Eldon Sig- urðardóttur, f. 20.8. 1970, og Ás- laug Björk, f. 28.3. 1972, maki Ragnar Haraldsson, f. 26.6. 1970. 3) Guðjón Reynir, f. 9.8. 1952, maki Gyða Halldórsdóttir, f. 22.8. 1948. Börn Guðjóns og Ásdísar Jónsdóttur, f. 2.9. 1952 eru Jón Rúnar, f. 12.1. 1976, maki Aviaq Geisler, f. 14.4. 1980, Agnes, f. 13.6. 1979, í sambúð með Gunnari Sigurðssyni, f. 23.2. 1973, og Ósk- ar Ingi, f. 17.7. 1983, í sambúð með Völu Jónsdóttur, f. 14.11. 1983. Guðjón á tvær stjúpdætur, Erlu Dögg og Láru Kristínu Ragn- arsdætur. 4) Kristján, f. 4.10. 1957, maki Eyrún Jónsdóttir, f. 27.4. 1960. Börn þeirra Ásbjörg Elín, f. 3.12. 1979, Signý Rut, f. 9.10. 1995, Sigurbjörg María, f. 6.11. 1998, og Jóhannes Karl, f. 6.11. 1998. 5) Drengur Jóhann- esson, f. 5.9. 1960, d. 6.9. 1960. 6) Áslaug, móðir okkar og tengda- móðir, hefur nú kvatt jarðneska til- veru. Elsku mamma, komið er að leið- arlokum og kveðjustundin runnin upp, okkur öllum að óvörum. Tákn- rænt að þú skyldir kveðja á svo einfaldan og látlausan hátt, í ein- rúmi án nokkurs fyrirvara. Við stöndum eftir hnípin í virðingu fyr- ir því sem líf þitt var. Okkur sem til þekktum var ljóst að varst mjög næm kona, skynjaðir æðri tilveru- stig betur en flestir og treystir for- sjón máttarvalda. Fyrirboðar voru þér tákn sem þú tókst alvarlega og skildir vel til að lesa og túlka vís- bendingar um hið ókomna. Það var þín sérgrein að meta draumsýnir og hvers kyns skilaboð sem fyr- irboða þess sem vænta mátti. Hver fyrirboðinn var um lífslok eða hvort þú hafir vitað að hverju stefndi vitum við ekki, þó eftirá megi lesa duldar vísbendingar í þá veru. Elsku mamma, þú varst af kyn- slóð sem lifði öld stórfelldra breyt- inga þegar búnaður, búshættir og verklag varð allt annað en áður. En svo mikið er víst að manngildið breyttist ekki, tilgangur lífsins ávallt sá sami, þó talað sé um tím- ana. Þú lifðir lífinu lifandi, komst fram með reisn eins og þér var í blóð borið. Iðjusemi og öguð vinnu- brögð voru þér ávallt töm, þú vakt- ir yfir þínu fólki og lést verkin tala. Agi var eitthvað, sem bara til- heyrði daglegu lífi. Annað var að þínu mati ekkert annað en einber leti. Margs er að minnast á langri lífsleið, orðsnilld og brot úr ljóði stórskáldsins, Einars Benedikts- sonar, koma best til skila: Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum, þó dauðinn oss megi ei saka. Sem móðir hún býr í barnsins mynd; það ber hennar ættarmerki. Svo streyma skal áfram lífsins lind, þó lokið sé hennar verki. Og víkja skal hel við garðsins grind, því guð vor, hann er sá sterki. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. Elsku mamma, hafðu þökk fyrir allt. Megi guðsvegir þér leiðina í himnasal lýsa. Friður veri með þér. Hvíl í faðmi guðs og ljósi kærleik- ans. Guðjón og Gyða. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson.) Þessi bæn sem amma kenndi mér fyrir um 35 árum síðan kom upp í hugann þegar ég frétti af andláti hennar á sunnudagskvöldið. Síminn hringir. Hún amma þín er dáin, segir sú sem hringir. Allt stendur í stað. Minningunum rignir í hugann. En það er eitt sem er sammerkt með þessum minning- um, það er alltaf sólskin. Það er ómetanlegt að alast upp nánast í næsta húsi við ömmu og afa. Stutt að fara og alltaf opinn faðmur sem á móti manni tekur. Það er líka ómetanlegt að amma og afi vinna heima og eru því alltaf til taks. Skroppið heim úr skólanum í hádeginu og það er hádegismatur á borðum, á leið heim úr skólanum seinnipart og það er kaffi á borð- um, og ekki bara kaffi heldur líka heimabakaðar kleinur og kökur. Sólskin. Úti í garði að raka saman grasi eftir að búið er að slá. Reyta arfa. Allir í sólbaði og við krakk- arnir að hlaupa í gegnum bununa í úðaranum. Þó svo það sé vetur og við krakkarnir séum úti í garði að gera snjókarl er líka sólskin. Ég að læra að strauja. Þá voru það vasa- klútarnir hans afa sem voru æf- ingastykkin. Ég að læra að prjóna með tröllaprjónunum hennar ömmu. Ég að snúa kleinum og amma að steikja. Við að baka ömmukossa fyrir jólin. Fjölskyldan að taka slátur. Sólskin. Ég kom með kærastann til ömmu og kynnti þau. „Og hverra manna ert þú vinur?“ er spurt. „Ég er að vestan“ er svarað. Og þar með var það afgreitt. Kærast- inn var samþykktur og mikil virð- ing var á milli þeirra þau tæpu tuttugu ár sem þau þekktust. Brúðkaupsdagurinn okkar rann upp og amma las ljóð um ástina í kirkjunni. Þá var svo sannarlega sólskin. Svo fæddust langömmubörnin. Gleðin var mikil og stoltið ekki minna. Tekið var á móti þeim með hlýju og nýbökuðum kökum þegar kíkt var til ömmu Áslaugar. Í þeirra augum var engum treyst- andi fyrir því að prjóna sokka eða vettlinga nema ömmu Áslaugu. Ömmu kveð ég með söknuði en jafnframt stolti yfir því að hafa átt slíka kjarnakonu fyrir ömmu. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Áslaug Björk og fjölskylda. Við minnumst ömmu sem góðrar konu sem alltaf var tilbúin til að hjálpa okkur við leik og störf. Aldrei gerði hún upp á milli okkar sykstkinanna, var hjálpfús við lær- dóminn og hún kenndi okkur að bera virðingu fyrir umhverfinu. Þegar amma bjó í Hlégerðinu þá var hún yfirleitt í garðinum á sumrin og hún hugsaði mjög vel um hann og í raun var hann eig- inlega lystigarður og amma safnaði að sér mörgum fallegum og sjald- gæfum blómum. Oft þegar við komum í heimsókn var hún amma annaðhvort að búa til pönnukökur eða kakó. Þegar amma flutti í nýju íbúðina síðasta sumar var hún mjög ánægð, og við vissum að henni leið vel þar og hlakkaði til framtíðarinnar. Í fermingunni hennar Signýjar fyrir hálfum mánuði geislaði af ömmu og hún skemmti sér vel, við geymum þá minningu vel í huga okkar. Nú þegar kallið er komið og við kveðjum ömmu með miklum söknuði þá vitum við að amma er komin á góðan stað hjá Jóhannesi afa og öðrum sem hafa farið á und- an henni. Við þökkum ömmu fyrir sam- veruna og allt sem hún gerði fyrir okkur, fyrir ferðirnar sem við fór- um saman í sumarbústaði og alla hjálpina sem hún veitti okkur. Við söknum þín, elsku amma, en við vitum að nú líður þér vel hjá afa. Hvíl í friði. Ásbjörg, Signý, Sigurbjörg og Jóhannes. Áslaug Jóna Ólsen Jóhannsdóttir ✝ Margrét HalldóraHallgrímsdóttir fæddist á Siglufirði 13. júlí 1925. Hún lést 25. mars sl. Foreldrar hennar voru Hall- grímur Jónsson, f. 4. mars 1888, d. 15 janúar 1972, og Sólveig Hall- dórsdóttir, f. 7. nóv- ember 1897, d. 9. júní 1969. Systkini hennar voru Ingunn Helga, Kjartan, Hólmfríður Þórleif, Jón Friðrik, Jónína og Sævar Júní. Eiginmaður Margrétar var Björn Emil Jónsson, f. 1.7. 1919, d. 30.1. 1991. Sonur hennar er Hallgrímur Jón Ing- valdsson. Börn þeirra eru Hans Jón Björns- son, Sólveig Ósk Björnsdóttir, Emil Sæmar Björnsson, María Ingunn Björns- dóttir, Björn Elías Björnsson, Halldór Guðjón Björnsson, Sveinn Lúðvík Björns- son og Jón Hafberg Björnsson. Útför Margrétar fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, 3. apríl, kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Margrét Halldóra Hallgrímsdóttir, var ein af yndislegustu konum á þess- ari jörð og ég er mjög stoltur af að geta sagt að hún sé móðir mín. Ég er svo þakklátur að hafa átt móður sem var ávallt til taks þegar ég þurfti á henni að halda. Hún var sú sem hélt fjölskyldunni saman í gegnum súrt og sætt, hún sá til þess að heimili hennar væri alltaf opið þeim sem þurftu á skjóli að halda. Ég naut þess alltaf að koma til mömmu og vera hjá henni vegna þeirrar hlýju og stöðugleika sem ég fann í návist hennar. Börn áttu allan hennar hug. Hún elskaði ekki bara sín börn, heldur öll börn. Hún hreifst af öllu fólki og vissi alltaf hvers maður þarfnaðist og einnig hve- nær maður þarfnaðist þess, án þess, að nokkur mælti eitt orð. Hún notaði líf sitt til þess að hlúa að öðrum og fór oft úr leið til að hjálpa fólki í neyð. Hún setti aldrei sjálfa sig fyrst. Hún var alltaf til ráðgjafar þegar á þurfti að halda. Ég vissi alltaf að ég gæti komið til hennar, undir hvaða kring- umstæðum sem voru. Ég elska hana af öllu hjarta og sakna hennar mikið. Í hvert sinn sem ég fór að heiman eða þegar við lukum símtali, sagði hún alltaf, Guð veri með þér. Svo nú kveð ég þig mamma mín, ég elska þig, Guð blessi þig og Guð veri með þér. Björn Elías Björnsson. Elsku fallega amma mín eða á ég að segja Frú Halldóra. Það eru svo margar fallegar og skemmtilegar minningar sem ég mun alltaf eiga og geyma í hjartanu. Ein situr efst í huga mínum og það var þegar mamma kom með mig í Ás- garðinn þegar ég var 8 ára, ég sat hálf feimin í horninu mínu í eldhúsinu á meðan þið voruð að spjalla. Feimnin var farin eftir klukkutíma og ég var komin heim. Margar voru gönguferð- irnar yfir voginn til þín og alltaf var ég velkomin og aldrei fyrir. Eins og þú sagðir alltaf, „ég er svo rík“ en það var ég sem var rík og græddi mikið að eiga þig. Nú þarf ég að segja bless við bestu ömmu í heimi, ég bara kann það ekki og ætla ekki að gera það. Ég veit þú verður hjá mér eins og þú hefur alltaf verið. Elsku amma mín, Guð verði með þér. Hulda Bryndis Jónsdóttir. Margrét Halldóra Hallgrímsdóttir ✝ INGIMUNDUR PÁLSSON, Katastöðum, Núpasveit, verður jarðsunginn frá Snartarstaðakirkju laugardaginn 4. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigvaldi Jónsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR SKJÓLDAL bifreiðarstjóri, Helgamagrastræti 6, Akureyri, lést á Kristnesspítala miðvikudaginn 1. apríl. Kristín S. Ragnarsdóttir, Jakob Jóhannesson, Ragnar S. Ragnarsson, Inga Úlfsdóttir, barnabörn og langafastrákarnir. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR ELSA GÍSLADÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri mánudaginn 23. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Friðrik Th. Blöndal, Borghildur Blöndal, Páll Heimir Pálsson, Anna Fr. Blöndal, Þórarinn Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.