Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 ✝ Svanlaug Þor-geirsdóttir fædd- ist á Mýrum í Vill- ingaholtshreppi í Árnessýslu, 4. maí 1926. Hún lést á líkn- ardeild Landspítalans í Kópavogi 26. mars 2009. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðrún Eiríksdóttir húsfreyja, f. 16.12. 1884, d. 2.11. 1967 og Þorgeir Jóns- son bóndi, f. 5.4. 1889, d. 18.3. 1960. Svan- laug var yngst sex systkina; Helgi, f. 29.7. 1912, d. 28.12. 1996, Jón, f. 2.8. 1913, d. 9.6. 1985, Eiríkur, f. 5.4. 1917, Þórður, f. 14.6. 1920, d. 7.5. 1954, og Lilja, f. 24.4. 1923. Svanlaug giftist 15.8. 1957 Guð- laugi Magga Einarssyni hæstarétt- arlögmanni, f. 13.1. 1921, d. 17.2. 1977. Þau skildu. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Sigríður Guð- laugsdóttir bæjarfulltrúi, f. 10.2. fræðingur, f. 6.1. 1960. Þau eiga fjögur börn, a) Svanlaug Dögg raf- magnsverkfræðingur, f. 29.5. 1981, búsett í Hollandi, b) Stefán Karl verkfræðinemi, f. 18.7. 1986, búsett- ur í Reykjavík, c) Sigurþór Maggi, f. 19.3. 2002, d) Sævar Breki, f. 1.12. 2004. Svanlaug giftist 10.7. 1971 Sigurþóri Magnússyni verkstjóra, f. 28.7. 1928. Foreldrar hans voru María Aradóttir húsfreyja, f. 9.12. 1895, d. 24.10. 1971 og Magnús Gíslason bóndi, f. 12.4. 1886, d. 27.11. 1938. Svanlaug ólst upp á Mýrum í Vill- ingarholtshreppi en fluttist ung að árum til Reykjavíkur og lagði stund á nám við Kvennaskólann í Reykja- vík. Lengst af starfsævi sinni vann hún sem talsímavörður hjá Land- síma Íslands við Austurvöll og síðar í Ármúla til starfsloka. Svanlaug hafði mikla ánægju af ferðalögum. Meðan hún gat, stundaði hún hann- yrðir (saumaði og prjónaði). Þær eru ófáar peysurnar sem barna- börnin hafa fengið. Útför Svanlaug- ar fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 3. apríl, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar 1893, d. 2.5. 1967 og Einar Birgir Krist- jánsson bygg- ingameistari, f. 22.2. 1892, d. 2.8. 1966. Dætur Svanlaugar og Guðlaugs Magga eru: 1) Svana fjár- málastjóri, f. 6.7. 1961 búsett á Eskifirði, maki Andrés Elisson rafiðnfræðingur, f. 22.8. 1957. Þau eiga tvær dætur a) Guð- laug Dana fé- lagsfræðingur, f. 17.3. 1981, búsett á Eskifirði, í sambúð með Þórhalli Hjaltasyni stýrimanni, f. 27.8. 1980. Þau eiga einn son Andrés Leon, f. 19.1. 2003. b) Ingunn Eir snyrtisérfræðingur, f. 15.7. 1983, búsett á Eskifirði, í sambúð með Páli Birgi Jónssyni tölvunarfræðingi, f. 13.7. 1981. Þau eiga einn son, Orra Pál, f. 7.11. 2007. 2) Sunna læknir, f. 17.8. 1962 búsett í Reykjavík, maki Snorri Ingimarsson rafmagnsverk- Elsku mamma, það er komið að kveðjustund. Það verður skrýtið að koma til Reykjavíkur í framtíðinni án þess að þú sért þar með útbreiddan faðminn, ást og hlýju að taka á móti mér. Við höfum alla tíð verið mjög nánar mæðgurnar og það er gott að eiga margar góðar minningar að ylja sér við núna. Hugurinn reikar til baka til æskuáranna á Laugarnesveginum þar sem við Sunna systir slitum barnsskónum. Við vorum alltaf eins klæddar, hreinar og fínar. Alltaf var passað vel upp á að ekki væri gert upp á milli okkar. Þetta voru anna- söm ár hjá útivinnandi einstæðri móðir með tvö börn. Síðar kom Siggi til sögunnar og þvílíkur happafengur fyrir okkur allar þrjár. Traustur og góður maður sem hefur staðið við hlið þér eins og klettur í gegnum árin. Mér er minnisstætt þegar þið Siggi giftuð ykkur 1971, bæði komin á fimmtugsaldurinn. Við öll komin í okkar fínasta púss, litla fjölskyldan, og mættum heim til prestsins þar sem athöfnin skyldi fara fram. Prest- urinn tók á móti okkur og vísaði okk- ur inn í litla setustofu og tilkynnti svo með hátíðarbrag að við skyldum bara bíða þarna því brúðhjónin væru ekki komin. Sennilega hefur hann búist við að brúðhjónin væru eitthvað yngri. Síðar flutti fjölskyldan í Vestur- bergið þar sem þið Siggi byggðuð ykkur þetta fína hús. Fyrst var flutt í kjallarann og síðar á efri hæðina, þegar efni og aðstæður leyfðu. Þær eru ófáar stundirnar sem fjölskyldan safnaðist saman í Vesturberginu og átti góðar stundir saman. Stundum var troðfullt hús um jól og páska. Þá kom ég með mína fjölskyldu frá Eski- firði og Sunna með sína frá Hollandi. Alltaf nóg pláss fyrir alla. Margar ferðirnar fórum við saman bæði inn- anlands og utan. Síðast um páskana í fyrra til Tenerife, öll stórfjölskyldan. Það var góð og skemmtileg ferð sem heppnaðist afar vel þar sem stund var milli stríða hjá þér í veikindum þín- um. Síðustu tæp tvö ár hafa verið þér afar erfið . Ég veit að þú ert hvíldinni fegin, þrátt fyrir að þú hafir aldrei kvartað. Það var ekki þinn stíll. Alltaf tókstu öllu af æðruleysi og jafnaðar- geði, enda marga fjöruna sopið í gegnum lífið. Takk fyrir allt, elsku mamma, og megi guð styrkja Sigga á þessum erf- iðu tímum. Missir hans er mestur. Þín dóttir Svana Elsku mamma. Það er svo erfitt að kveðja þig. Þú varst svo sterk, ráða- góð og alltaf til staðar. En innst inni veit ég að þú ert hvíldinni fegin. Þetta hefur verið langur og strangur gang- ur í gegnum erfið veikindi. Þrátt fyrir fulla meðferð var nánast aldrei lát á framgangi sjúkdómsins. Mitt í því öllu bjóstu samt yfir svo áberandi öfl- ugum lífskrafti, æðruleysi, brosi og hlýju „þetta kemur allt saman“. Bara minningin um brosið þitt vermir svo mikið. Hvernig líður þér, mamma? „Vel, ég hef það gott“. Ertu þreytt? „Nei“. Ertu með verki? „Nei“. Aldrei var að þínu mati yfir neinu að kvarta. Líkamleg þjáning var borin í hljóði. Alltaf var stutt í brosið og fangið þitt hlýja opið öllum og faðmlagið fals- laust. Hvern dag sem við lifum spilum við á okkar lífsins strengi og látum þá hljóma eftir þeim þrótti sem okkur býr í brjósti. Það er svo undarlegt að við vitum ekki hve lengi við eigum alla okkar strengi til að spila á eða láta hljóma af þeim þrótti sem við kjósum. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Sjúkdómar breyta gjarnan okkar strengjana hljóman. Þegar ég hugsa í þessu samhengi til þín, elsku mamma, þá var alltaf einn strengur- inn þinn tærastur og brást aldrei. Það var þitt stóra gjöfula hjarta, hlýjan, knúsið og orðin „elsku hjartans eng- illinn minn“. Ég er óendanlega þakklát öllu sem við náðum að gera saman og þá traustu vináttu sem við áttum sem mæðgur. Svo ekki sé minnst á ómet- anlegar samverustundir með stór- fjölskyldunni á ferð og flugi, innan lands sem utan (Eskifjörður, Hótel Rangá, Holland, Frakkland, Rhodos, Tenerife og svo mætti lengi telja). Þær minningar munu lifa í mínu hjarta um ókomna tíð. Það er nefni- lega svo gott að geta farið aftur til þessara ára og hugsað um okkar samverustundir frá þeim tíma. Þær eru eins og fjársjóður. Á þeim árum varstu svo hraust, full af lífsþrótti og spilaðir á lífsins strengi í samræmi við það af miklum krafti og gleði. Ys og þys í Vesturberginu, hver í fjöl- skyldunni man ekki eftir því? Tónlist- in alltaf á, lagviss falleg söngrödd þín, og stutt í glensið, „alltaf er ég nú sami vitleysingurinn“ og hlegið dátt. Elsku mamma, ég kveð þig með þeim orðum sem þá sjálf kenndir mér, „megi algóður Guð vera með þér“. Hvíl í friði. Kærleikur Guðs um- vefji Sigga á þessum erfiða tíma. Ég veit að hans sorg er mikil og djúp. Sunna. Nú eru liðin yfir 30 ár síðan ég kynntist Svanlaugu tengdamóður minni. Hún sagði mér síðar á góðri stundu að henni hefði ekki litist allt of vel á piltinn sem var að gera hosur sínar grænar fyrir dótturinni, sem þá var aðeins rúmlega 15 ára. Sem betur fer átti dóttirin þó síðasta orðið og kynni okkar Svönu hafa alla tíð upp úr því verið farsæl og góð. Við Sunna vorum aðeins 18 og 20 ára þegar við tilkynntum tengdafor- eldrum mínum, hálfstressuð yfir við- brögðunum, að við ættum von á barni. Svana sagði þá af æðruleysi eftir stutta þögn: „Jæja krakkar mín- ir, þá er það alvara lífsins.“ Næstu ár- in tóku við fjölmörg námsár og fleiri börn. Stuðningur Svönu ömmu og Sigga afa á þessum árum var ómet- anlegur. Svana hafði mikið yndi af því að kaupa falleg föt á barnabörnin og lagði mikla áherslu á að við kæmum reglulega í mat. Hlýlegt og fallegt heimili Svönu og Sigga í Vesturberg- inu var okkur alltaf opið og mikill samkomustaður stórfjölskyldunnar. Þeim leið greinilega best þegar allir afkomendurnir voru þar saman- komnir. Enda eru margar góðar end- urminningar tengdar jólum og ára- mótum í Vesturberginu. Svana var listakokkur og fáa þekki ég sem geta gert jafngóðan mat. Svana og Siggi hafa alla tíð haft mikið yndi af ferðalögum, bæði inn- anlands og utan. Við eigum frábærar minningar um margar sumarleyfis- ferðir um Evrópu og sólarferðir til Rhodos og Tenerife með ótal ævin- týrum. Innanlands höfum við átt margar góðar vikur saman á Eski- firði og í orlofshúsum hér og þar. Svana var mikill dýravinur og hændi sérstaklega að sér ketti hvar sem hún kom. Kötturinn okkar, hann Simbi, lá iðulega malandi í kjöltu hennar þegar hún var í heimsókn og þáði vinalegar strokur. Lífshlaup Svönu ber þess merki að hún hefur þurft að standa á eigin fótum, taka erfiðar ákvarðanir og hafa fyrir lífinu. Hún var sjálfstæð og sterk, vildi ekki vera upp á aðra komin. Svönu minnist ég þó fyrst og fremst fyrir þá miklu ást og hlýju sem hún hefur ávallt sýnt okkur og börnunum okkar. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær, Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Megir þú hvíla í friði. Snorri Ingimarsson. Með Svanlaugu Þorgeirsdóttur er mæt kona gengin. Hún var stjúpmóð- ir mín og ég átti heimili hjá henni og föður mínum um tíma. Ég man skýrt þegar hún steig út úr bíl föður míns á sólskinsdegi sumarið sem ég varð 13 ára. Þau voru þá nýgift. Hún var með mikið kastaníubrúnt hárið í hnút í hnakkanum, í rauðum hnébuxum og hvítri blússu, glæsileg kona. Svana reyndist mér og bræðrum mínum tveimur Einari og Kristjáni umhyggjusöm. Hún skapaði heimili þar sem ríkti gestrisni og góður andi. Til þessa var hún vel hæf, húsmóðir svo af bar, hlýleg og samviskusöm. Við Svana vorum alla tíð nálægar hvor annarri og það breytti engu þar um þótt hún og faðir minn slitu sam- vistir þegar hálfsystur mínar voru litlar telpur. Þvert á móti lagði Svana sig fram við að treysta fjölskyldu- böndin milli okkar systkinanna fimm og það tókst henni svo vel að betra verður varla á kosið. Og ekki spillti þegar Sigurþór maður hennar kom til sögunnar. Ævinlega var á þeirra heimili jafn vel tekið á móti manni, á rúmhelgum dögum sem á hátíðum. Þannig liðu árin eitt af öðru. Það var sama á hverju gekk, tryggð og holl- usta Svönu var vís. Systur mínar uxu upp og urðu myndarkonur. Öll höfum við systkinin átt barna- láni að fagna og góðu gengi í lífinu. Þetta gladdi Svönu mikið. Þessarar sterku og tryggu konu er nú saknað. Mestur er missir eiginmannsins, en Svana var sólin í lífi hans, og dætr- anna sem hún elskaði mjög og fjöl- skyldna þeirra. Á tímum sem mark- ast af kaldrifjaðri hentistefnu er enn meiri sjónarsviptir en ella þegar vel gert og heilsteypt fólk hverfur af vettvangi. Æðruleysi Svönu var fá- gætt og næstum átakanlegt í þung- bærum veikindum hennar. Ég bið Guð að blessa minningu minnar ágætu stjúpmóður og minnist með klökkva þeirrar hljóðlátu og skil- yrðislausu vináttu sem hún ávallt sýndi mér og mínum. Við sendum öll Sigurþóri, Svönu, Sunnu og fjölskyld- um þeirra okkar einlægustu samúð- arkveður á erfiðri kveðjustund. Guðrún Guðlaugsdóttir. Svanlaug Þorgeirsdóttir  Fleiri minningargreinar um Svan- laug Þorgeirsdóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Fjóla Bjarnadóttirfæddist í Neskaup- stað 26. mars 1924. Hún lést á Heilbrigð- istofnun Suðurnesja 26. mars 2009. Foreldrar hennar voru Guðrún Halldórsdóttir, hús- freyja, frá Hliði á Eyr- arbakka og Bjarni Vil- helmsson, sjómaður, frá Nesi í Norðfirði. Fjóla var fimmta í röð fimmtán alsystkina en einnig átti hún sex hálf- systkini. Fjóla fluttist frá Neskaup- stað til Seyðisfjarðar þar sem hún bjó ob, f. 12.12. 1945, kvæntur Svanhildi Kjær, f. 28.1. 1943, þau eiga þrjár dætur, a) Kristín Hrund, f. 31.3. 1963 gift Thron Alm, f. 2.3. 1963, börn þeirra eru Jonas Thronson, f. 1994 og Nora Íris, f. 1996, b) Fjóla Íris, f. 4.12. 1965, gift Jóhanni Steinari Guðmundssyni, f. 23.8. 1961, börn þeirra eru Svanhildur Guðrún, f. 1993 og Guðmundur Stefán, f. 1998, c) Inga Bryndís, f. 22.9. 1982. 2) Guð- rún, f. 2.2. 1952, í sambúð með John Bridger, f. 29.6. 1938, dóttir þeirra Sunna, f. 24.6. 1978. Fjóla var lengst af húsmóðir en starfaði í mötuneyti á Keflavíkurflugvelli í nokkur ár. Fjóla verður jarðsungin frá Kefla- víkurkirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Hólmbergs- kirkjugarði. í nokkur ár og flutti þaðan til Keflavíkur og bjó þar þar til yfir lauk. Hinn 22. september 1945 giftist Fjóla Har- aldi Hermannssyni, starfsmanni lyfjaversl- unar Seyðisfjarðar og Keflavíkur og síðar starfsmanni á Kefla- víkurflugvelli, f. á Seyðisfirði 25. júní 1923, d. 21. apríl 1981. Foreldrar hans voru Jakobína Jakobsdóttir og Hermann Þorsteinsson. Börn Fjólu og Haraldar eru: 1) Stefán Jak- Nú kveð ég hana elskulegu ömmu mína. Amma var einstök manneskja og nærvera hennar svo góð. Við gát- um setið tímunum saman og rætt allt milli himins og jarðar. Mér fannst gott að leita til ömmu þegar eitthvað bjátaði á, hún var alltaf tilbúin til að hlusta og gefa mér ráð og á sama tíma var ég alltaf svo spennt að segja henni frá skemmtilegum og spennandi tím- um í lífi mínu. Ég gat treyst henni fyr- ir hverju sem er og við sögðum hvor annarri mörg leyndarmál í gegnum tíðina. Ég fann það strax sem barn hvað ég átti auðvelt með að tala við ömmu og við vorum bestu vinkonur. Við vorum mikið bara tvær einar. Sem barn var ég dugleg að labba til hennar og fara í heimsókn. Þá var hún oft búin að kaupa handa mér dúkku- lísur og búin að dunda sér við að klippa þær allar út fyrir mig. Hún nennti alltaf að hafa fyrir okkur barnabörnunum og barnabarnabörn- unum þegar við komum í heimsókn. Alltaf voru til einhver sætindi og rjómaterta hjá ömmu. Amma hlustaði alltaf með athygli þegar ég var að segja henni frá ein- hverju úr lífi mínu. Ég man þegar ég var um sex ára gömul og ég kvartaði við hana að ég fengi ekki að taka þátt í eldamennskunni heima hjá mér vegna þess að ég var svo lítil og ung. Næst þegar ég kom í heimsókn til hennar var hún búin að útbúa litla eldavél úr pappakassa, finna gamlan pott og fullt af kryddi sem hún var hætt að nota og ég fékk að elda dýr- indis súpur í mínu eigin eldhúsi heima hjá henni, þetta var ekta amma. Það skein alltaf af ömmu hvað henni fannst gaman að fá okkur í heimsókn og það gaf manni svo mikið. Amma var alltaf eins, hún var alltaf við góða heilsu þrátt fyrir reykingarn- ar og aldrei man ég eftir að hafa séð hana veika. Síðustu dagana hennar ömmu á sjúkrahúsinu var hún á mikl- um verkjalyfjum og það var erfitt að ná góðu sambandi við hana en þrátt fyrir það hafði hún það í sér að leggja mér lífsreglurnar, gefa mér ráð og ávíta mig fyrir að svara henni með humm-i. „Inga litla, maður segir já en ekki mmmhmm!“ Nú er stórum kafla af lífi mínu lokið og ég á eftir að sakna hennar ömmu minnar mikið. Þú skilur eftir stórt tómarúm í lífi mínu sem erfitt verður að fylla en ég er því fegin að þú fékkst að fara og hvílast. Guð geymi þig elsku amma. Þín Inga Bryndís. Elsku amma mín. Ég mun ætíð minnast þín í hjarta mínu. Þú varst alltaf svo lífsglöð, hress og glæsileg. Ég man það vel hvað það var gaman að vera hjá ykkur afa á Faxabrautinni, ég fékk að taka litlu kompuna alveg undir mig og þar gat ég leikið mér í búleik tímunum saman og þú og afi voruð alltaf að koma með dót til að bæta í búið. Það var líka svo gaman þegar við fórum að Seltjörn á sumrin þegar gott var veð- ur, þar fundum við laut í stóra skóg- inum sem þar var (hann var stór í mínum huga) og lágum þar í sólbaði með nesti. Ég er fegin að Svanhildur og Guð- mundur fengu að kynnast langömmu sinni, þú varst alltaf svo góð og gjaf- mild við þau. Við eigum eftir að sakna þín amma mín ég, Jóhann, Svanhildur og Guðmundur, en ég veit að afi hefur tekið á móti þér og þið hafið það gott saman á ný. Guð blessi þig, amma mín. Fjóla Íris. Elsku besta Fjóla frænka, mér fannst alltaf svo gott og gaman að koma í heimsókn til þín, það var alltaf svo fínt og þú áttir svo mikið af fallegu dóti og varst alltaf svo góð. Það verð- ur skrýtið að fara næst til Keflavíkur og fara ekki til þín. Þú gafst mér alltaf ópal eða tópas og varst með nammi í skál. Vonandi líður þér vel, Fjóla frænka, ég sakna þín alveg rosalega mikið, Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín, Guðfinna Birta Steinarsdóttir. Fjóla Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.