Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Í DAG verður tekin fyrsta skóflu- stunga að nýbyggingu Samtaka aldr- aðra við Sléttuveg í Reykjavík. Í hús- inu verða 58 íbúðir og hafa um tveir þriðju hlutar þeirra nú þegar verið seldir, að sögn Erlings Garðars Jóns- sonar, formanns Samtaka aldraðra. „Það þýðir ekkert fyrir okkur frek- ar en þjóðina í heild að sitja með hendur í skauti þótt það kreppi að, og bíða eftir einhverju kraftaverki,“ segir Erling. „Við teljum að það sé ekki einungis samfélagsleg nauðsyn að byggja íbúðir fyrir aldraða, heldur sé hér um að ræða bráðnauðsynlegt verkefni fyrir atvinnulífið. Áætlað er að framkvæmdirnar skaffi vinnu fyr- ir um 110 manns á byggingartím- anum. Það munar um það í núverandi ástandi.“ Ekkert annað kom til greina Að sögn Erlings var undirbún- ingur hinna fyrirhuguðu fram- kvæmda Samtaka aldraðra við Sléttuveg kominn vel á veg þegar bankarnir hrundu í októbermánuði á síðasta ári. Segir hann að stjórn sam- takanna hafi verið að yfirfara þjón- ustusamning vegna þeirra þegar hörmungarnar dundu yfir. Mikil óvissa um framhaldið hafi þá skapast. „Við vorum hins vegar búin að fjárfesta í undirbúningnum, greiða gatnagerðargjöld og annað sem þurfti að greiða, vel á annað hundrað milljónir króna. Þetta þýddi að við urðum að kanna málið til fulls. Við ræddum við alla þá sem höfðu sótt um íbúð og niðurstaðan varð að halda áfram. Ég held að ekkert annað hafi komið til greina.“ Tæplega 400 íbúðir Samtök aldraða í Reykjavík voru stofnuð á árinu 1973. Markmið sam- takanna hefur frá upphafi verið að stuðla að byggingu hentugra íbúða fyrir aldraða; að vinna að aukningu á sjúkrarýmum fyrir aldraðra sem þurfa hjúkrunar við; að stuðla að bættri þjónustu hins opinbera við aldraða í heimahúsum; að stuðla að samvinnu við hliðstæð félög, innlend og erlend; og að vinna gegn því að öldruðum sé íþyngt með óeðlilegum skattaálögum. Erling segir að það fari ekki á milli mála að samtökunum hafi tekist að byggja íbúðir með félagslegri að- stöðu fyrir eldra fólk sem mikil eft- irspurn sé eftir. „Fólk vill komast í þá félagslegu aðstöðu og það öryggi og þau þægindi sem þessar íbúðir skapa á seinustu vegferð hvers og eins. Fermetraverðið hefur verið vel fyrir neðan markaðsverð sambærilegra íbúða, enda hefur græðgisvæðing aldrei ráðið ríkjum hjá samtök- unum.“ Húsin sem Samtök aldraðra hafa staðið fyrir byggingu á eru Akraland 1 og 3, Bólstaðarhlíð 41 og 45, Dal- braut 18, 20, 14 og 16, Aflagrandi 40, Sléttuvegur 11, 13, 19, 21 og 23. Núverandi íbúðir sem Samtök aldraðra hafa staðið fyrir byggingu á eru tæplega 400 talsins. Sitja ekki og bíða með hendur í skauti Morgunblaðið/Heiddi Á byggingastað Erling Garðar Jónsson, formaður Samtaka aldraðra, á byggingastað við Sléttuveg þar sem fyrsta skóflustunga verður tekin í dag. Samtök aldraðra í Reykjavík láta ástandið ekki aftra því að þau haldi áfram að reisa íbúðir fyrir eldra fólk Í HNOTSKURN » Samtök aldraðra í Reykja-vík voru stofnuð árið 1973. » Samtökin hafa staðið fyrirbyggingu tæplega 400 íbúða. » Stjórn samtakanna var aðyfirfara þjónustusamning vegna hinna nýju íbúða við Sléttuveg þegar bankahrunið skall á í októbermánuði síðast- liðnum. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífar fjölbreytt úrval Bæjarlind 6 sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Nýtt frá PAS Kvartbuxur str. 36-56 30% afsláttur af sumaryfirhöfnum föstudag og langan laugardag Laugavegi 47 sími 552 9122 Laugavegi 47 sími 551 7575UNIFEM á Íslandi Laugavegi 42 Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi S. 552 6200 unifem@unifem.is www.unifem.is Í þágu kvenna í þróunarlöndunum – kynningarfundur um starf UNIFEM í Ketilhúsinu 4. apríl Gunnar Hersveinn, rithöfundur: Konur, stríð og friður Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi: Þróun í þágu kvenna er allra hagur Ketilhúsið, Akureyri, laugardaginn 4. apríl. Húsið opnar með súpu kl. 12. Fundurinn stendur frá kl. 13-14. Súpa og brauð á 600 kr. til styrktar UNIFEM, í boði Bautans. Hefurðu áhuga á að fræðast um líf og störf kvenna í þróunar- löndum og á stríðshrjáðum svæðum, taka þátt í starfi UNIFEM og styrkja málefnið? Aðgangur ókeypis – allir velkomnir Opið virka daga frá 9.00-18.00 og lau. frá 10.00-16.00 Laugavegi 29 - Sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is Langur laugardagur opið til kl. 17.00 15% afsláttur af Tormek hverfisteinum og fylgihlutum í apríl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.