Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HÆSTA öspin á Akureyri var felld í fyrradag, 22,60 m há. Reyndar voru þær tvær felldar á lóðinni Að- alstræti 68, svipaðar að stærð. Trén skemmdust svo mikið í aftakaveðri sl. haust að garðyrkjufræðingar töldu ekki um annað að ræða en fella þau. Sverrir Leósson, fyrrver- andi útgerðarmaður, og Auður Magnúsdóttir eiginkona hans búa í húsinu. „Þetta var mikið tilfinn- ingamál fyrir konuna mína; hún hefur búið hér allt sitt líf og man þegar aspirnar voru gróðursettar. Enda var hún ekki heima þegar þær voru felldar,“ sagði Sverrir. Hæsta öspin felld Ljósmynd/Ásgrímur Ágústsson Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is SAMFYLKINGIN mælist enn stærst íslenskra stjórn- málaflokka, með 29,4 prósenta fylgi, í Þjóðarpúlsi Capa- cent Gallup sem kynntur var í gær. Vinstri grænir fylgja enn á hæla hennar með 27,7 prósent. Því hefur dregið saman með stjórnarflokkunum frá síðustu viku, þegar Samfylkingin hafði 30% og Vinstri grænir 26,2%. Sjálfstæðisflokkurinn er í þriðja sæti með 25,4% og bætir við sig einu prósentustigi. Framsóknarflokkurinn tapar hins vegar 1,8%, fer úr tólf og hálfu niður í 10,7 pró- sent. Fylgi við ný framboð minnkar lítillega Af minni framboðum er hinn nýi O-listi Borgarahreyf- ingarinnar með 3,0 prósent og L-listi Fullveldissinna með 1,5%. Báðir listar tapa dálitlu fylgi frá síðustu könnun. Frjálslyndir mælast með 1,4 prósenta fylgi en 0,9 prósent aðspurðra segjast ætla að kjósa eitthvað annað en fram- angreind framboð. Vinsældir ríkisstjórnarinnar dvína frá fyrri viku. Um 60,6 prósent segjast nú styðja hana, en tæp 64 prósent sögðust styðja hana í síðustu viku. Mestan stuðning á rík- isstjórnin hjá konum og hjá þeim sem hafa háskólapróf, en minni stuðning hjá körlum og þeim sem hafa grunn- eða framhaldsskólapróf. Önnur hugsanleg stjórnarform, ef kosið væri nú, væru tveggja flokka stjórnir Sjálfstæð- isflokks og annars vinstriflokkanna. Eftir kjördæmum má sjá að stjórnarflokkarnir eru sterkir í Reykjavík. Samfylkingin stærst í Reykjavík suð- ur, en Vinstri grænir stærstir norðan megin. Í Kraganum er Samfylkingin stærst og sömuleiðis í Norðvesturkjör- dæmi. Í Norðausturkjördæmi eru Vinstri-grænir stærst- ir en Sjálfstæðisflokkur heldur forystunni á Suðurlandi. Gerð var netkönnun með tilviljunarúrtaki úr viðhorfa- hópi og símakönnun með tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Heildarúrtak var 2.451. Svarhlutfall var 61,1%. Samfylkingin enn stærst, stjórnin missir stuðning                                                                                    !  !  !  !  !         einfaldlega betri kostur Nuage. Borðlampi. H 40 cm. 12.990,- ILVA Korputorgi. s: 522 4500 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 www.ILVA.is NÝTT NÝTT Mikið úrval af nýjum húsgögnum og gjafavöru. Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „STJÓRNENDUR félagsins bentu eigendum á þennan vanda strax í febrúar á síðasta ári og óskuðu eftir heimildum til þess að fá að bregðast við. Sú heimild fékkst ekki og því fór sem fór,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætós bs. Rekstrarniðurstaða Strætós var neikvæð um rúmar 352 milljónir króna fyrir árið 2008 samkvæmt árs- reikningi sem lagður var fyrir borg- arráð í gær. Eigið fé félagsins er þannig neikvætt sem nemur 57% af heildareignum byggðasamlagsins og ljóst, samkvæmt bókun Samfylk- ingar og Vinstri grænna í borg- arráði, að umtalsverðar kostn- aðarhækkanir eru framundan. Að sögn Reynis spáðu stjórn- endur Strætós því í ársbyrjun 2008 að tap félagsins á árinu yrði um 300 milljónir ef ekki yrði við brugðist. Niðurstaðan er sem fyrr segir rúm- ar 352 milljónir, enda var verðbólga langt umfram spár með tilheyrandi eldsneytiskostnaði. Það sem verst fór með reksturinn á síðasta ári voru þó að sögn Reynis áfallnar verðbæt- ur á útistandandi lán Strætós, fyrst og fremst vegna vagnakaupa. Staðan geti að einhverju leyti gengið til baka ef verðbólgan hjaðn- ar, en óvissan sé mikil. „Aðal- áhyggjuefni okkar núna er að enn og aftur höfum við varað við sambæri- legri útkomu eftir þetta ár eins og við gerðum í fyrra. Við höfum enn og aftur óskað eftir aðgerðum til þess að bregðast við ellegar fá fjár- mögnun frá eigendum okkar.“ Strætó bs. er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Reynir segir málið ekki flókið, í grunnatriðum séu aðeins þrjár lausnir í boði til að koma í veg fyrir að vandinn stigmagnist frekar. Ein leið er að sveitarfélögin leggi til auk- ið fé, önnur að lækka kostnað með því að draga úr akstursmagni og sú þriðja að hækka gjaldskrá. „Fargjaldatekjur hafa staðið í stað eða lækkað að raunvirði und- anfarin ár vegna þess að þau hafa ekki fylgt verðlagsbreytingum, en á móti hefur framlag sveitarfélaga ekki hækkað að sama skapi. Svo að það er innbyggð skekkja í kerfinu.“ Óbreytt þjónusta kostnaðarsöm Sveitarfélögin eru sem kunnugt er í spennitreyju þegar kemur að fjár- veitingum. Komi til þess að fargjöld verði þess í stað hækkuð segir Reyn- ir ekkert einfalt svar til við því hversu mikil sú hækkun þyrfti að verða. „Ef við ætlum að halda þjón- ustuframboðinu óbreyttu, þá þurf- um við um það bil að tvöfalda þau með sama akstursmagni. Ef við hins vegar aðlögum þjón- ustugetuna að eftirspurninni, þá þyrftum við kannski ekki að hækka þau nema um svona 25-30% í heild- ina,“ segir Reynir og vísar til þeirrar staðreyndar að á mörgum aksturs- leiðum er framboð umfram eft- irspurn, þ.e. vagnarnir oftar en ekki hálftómir. „Ég sem framkvæmdastjóri vil auðvitað ekki fara þessa leið en ef þetta er eini kosturinn sem ég hef, þá tek ég hann, ellegar kemur að því að það þarf að loka kompaníinu.“ Fargjöld þyrftu að tvöfaldast að óbreyttu Rekstrarniðurstaða Strætós neikvæð um 352 milljónir 2008 Morgunblaðið/G.Rúnar Mínus Fjárhagsstaða Strætós er mjög alvarleg og aðgerða þörf Í HNOTSKURN »Gjaldskrá Strætós bs. tóksíðast breytingum þann 1. janúar 2007. Síðan hefur verð- lag hækkað um 26%. »Strætó bs. er í eigu sveit-arfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu sem fara með loka- ákvarðanir um fjárveitingu til félagsins og gjaldskrá þess. »Um þrír milljarðar afkostnaði Strætós, eða 90% af heildarkostnaði, falla til vegna ekinna kílómetra. Framkvæmdastjórn ESB sagði í gær að áform Íslendinga um makrílveiðar brytu í bága við al- þjóðasamninga, sem ætlað væri að vernda ofveidda fiskstofna. Í yf- irlýsingu, sem Reuters vísar til, segir framkvæmdastjórnin að Ís- lendingar hafi lítið sem ekkert veitt makríl fyrr en á síðustu tveimur ár- um. Nú hafi landið ákveðið einhliða 112 þúsund lesta veiðikvóta fyrir ís- lensk skip. Þessi kvóti muni gera að engu þá uppbyggingu, sem verið hafi í makrílstofninum að und- anförnu, og grafa undan vernd- unarmarkmiðum. Fram kemur í Reuters-fréttinni, að þessi ágreiningur ESB og Ís- lands komi upp á sama tíma og mik- il umræða sé um það á Íslandi hvort sækja skuli um aðild að samband- inu. Trúlegt sé, að sjávarútvegs- málin verði mesti ásteytingar- steinninn komi til aðildarviðræðna. Makrílveiðar gera uppbyggingu að engu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.