Morgunblaðið - 03.04.2009, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.04.2009, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 FYRIR Alþingi liggur nú stjórn- arfrumvarp um breytingu á tekju- skattslögunum. Ein af þeim tillögum sem fram koma í frumvarpinu er að innleiða skatt á vexti sem erlendir aðilar fá greidda hér á landi. Meðal annars er því haldið fram í frumvarpinu að skattlagning vaxta úr landi sé nær almenn regla í okkar heims- hluta. Staðhæfing þessi er hæpin í ljósi þess að ekkert Norður- landanna innheimtir almennt skatt á vaxtagreiðslur til erlendra aðila og að aðildarríki Evrópusam- bandsins hafa innleitt vaxta- og þóknanatilskipun sem hefur það að markmiði að afnema afdrátt- arskatt á vaxtagreiðslur milli fé- laga innan sambandsins. Aukinn kostnaður fyrir íslenska lántaka Í raun verða það íslenskir lán- takendur sem bera munu afdrátt- arskattinn af vaxtagreiðslunum. Lánveitandi leggur upp með að fá ákveðið endurgjald fyrir það fé sem hann lánar. Ef kostnaður eykst við að veita lánið veltir lán- veitandinn kostnaðinum yfir á lán- taka. Lánveitandinn hækkar vaxtaálagið til að fá það sama í tekjur og áður. Almennir skil- málar skuldabréfa og lánasamn- inga útgefnum á alþjóðlegum fjár- málamarkaði fela flestir í sér ákvæði um að ef afdráttarskattur á vexti er innheimtur að þá greiði lántaki hærri vexti til að tryggja það að lánveitandi verði eins sett- ur og ef enginn afdráttarskattur væri innheimtur. Ekki þarf að fara mörgum orðum um bagalegar af- leiðingar þessa, sérstaklega í ljósi núverandi efnahagsástands þar sem erlent fjármagn er af skorn- um skammti og fjármagnskostn- aður er nú þegar að sliga innlend félög. Um neikvæðar afleiðingar þess að innheimta afdráttarskatta á vaxtagreiðslur er m.a. fjallað af OECD í greinargerð við tvískött- unarsamningsmódel OECD. Í frumvarpinu er því haldið fram að vegna endurgreiðslu eða frádrátt- arréttar, á grundvelli tvískött- unarsamninga eða reglum í heima- ríki móttakanda vaxta, ætti skattbyrði lánveitanda ekki að þyngjast þrátt fyrir skattlagningu vaxtanna á Íslandi og þar af leið- andi ætti heldur ekki að aukast vaxtabyrði íslenska greiðandans. Staðhæfing þessi er rétt að því er varðar vaxtagreiðslur til móttak- anda í ríki sem gerður hefur verið við tvísköttunarsamningur er kveður á um 0% afdráttarskatt af vaxtagreiðslum. Á það við um 21 af þeim 36 ríkjum sem Ísland hef- ur gert tvísköttunarsamning við. Staðhæfingin er hins vegar hæpin að því er varðar þau 15 tvískött- unarsamningsríki sem eftir standa. Ótalin eru þá áhrif breyt- ingarinnar á vaxtagreiðslur til móttakanda í einhverju þeirra 156 þjóðríkja sem Ísland hefur ekki gert tvísköttunarsamning við, þ.m.t. flest Asíuríki sem telja verður líklega lánveitendur á kom- andi árum.Telja verður að hér sé á ferðinni ofmat á áhrifum endur- greiðslu og frádráttarréttar. Skattlagningin á Íslandi mun mið- ast við greidda vexti (brúttó vaxta- tekjur) en endurgreiðsla eða frá- dráttur miðast yfirleitt við skatt af nettó vaxtatekjum. Nefna má það dæmi að erlendur banki fengi 1000 í vexti frá íslenskum lántaka og sætti því á Íslandi skattlagningu er næmi 150 (15%). Að því gefnu að vaxtabyrði erlenda bankans af fjármögnun lánsfjárins væri 950 næmu nettó vaxtatekjur hans vegna lánsins 50. Að því gefnu að skatthlutfall í heimaríki bankans væri sama og á Íslandi yrði reikn- aður skattur þar í landi á nettó vaxtatekjurnar 7,5 (15% af 50). Frádrátturinn takmarkaðist við 7,5. Ástæðan fyrir því frádrátt- urinn takmarkast við 7,5 er sú að það er sá skattur sem bankinn ætti að greiða í skatt í sínu heima- ríki af tekjunum frá Íslandi. Ef heimaríki bankans veitti meiri frá- drátt væri það að greiða fyrir aukna skattlagningu á Íslandi. Greinarhöfundum er ekki kunnugt um neitt ríki sem er tilbúið að fjármagna aukna skatta í öðru ríki. Tap erlenda bankans af lán- veitingunni yrði því 100 (50 í tekjur – 150 í skatt), verði frum- varpið að lögum. Skattgreiðslan á Íslandi næmi því þreföldum raun- verulegum tekjum bankans af lán- inu. Að framangreindu virtu er óraunhæft að ætla annað en að lagabreyting þessi muni hafa um- talsverð neikvæð áhrif á lána- möguleika erlendis og vaxtakjör erlendra lána. Breytingar Við samningu frumvarpa sem breyta eiga lögum sem íþyngjandi eru fyrir borgarana verður að gera þær kröfur að vandað sé til verka og að fram komi réttar upp- lýsingar til grundvallar ákvarð- anatöku löggjafans. Frumvarpi því sem hér hefur verið gert að um- ræðuefni er ekki ætlað að koma til framkvæmda fyrr en í upphafi næsta árs. Nægur tími er því til að lagfæra frumvarpið. Skorað er á Alþingi að samþykkja frumvarpið ekki í núverandi mynd, heldur vinna það betur og taka fyrir í breyttri mynd á komandi haust- þingi. Eignarskattur Umræða um hugsanlega upp- töku eignarskatts hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðustu daga. Í því samhengi hefur oft verið vísað til þess að Norð- urlöndin innheimti slíkan skatt. Hið rétta er að einungis Noregur innheimtir slíkan skatt. Af aðild- arríkjum Evrópusambandsins er það einungis Frakkland sem legg- ur eignarskatt á þegna sína. Álagning eignarskatts heyrir því til undantekninga í okkar heims- hluta og frá og með árinu 2001 hafa fimm ríki á Evrópska efna- hagssvæðinu afnumið eignarskatt. Löggjafinn afvegaleiddur Símon Þór Jónsson og Ágúst Karl Guð- mundsson gera at- hugasemdir við stjórnarfrumvarp um breytingu á tekjuskattslög- unum og lögum um staðgreiðslu op- inberra gjalda. » Í raun verða það ís- lenskir lántakendur sem bera munu afdrátt- arskattinn af vaxta- greiðslunum. Símon Þór Jónsson Símon Þór er forstöðumaður skattasviðs KPMG. Ágúst Karl er verkefnisstjóri á skattasviði KPMG. Ágúst Karl Guðmundsson Í FYRRI grein um Baugsmiðla benti ég á að Jón Ásgeir hefði notað sér ítök og eign í Byr til að tryggja sér völd í fjölmiðlaheim- inum. Það gerðist eftir bankahrunið þegar hann keypti Frétta- blaðið og Stöð 2 út úr 365 miðlum. Nú íhugar ríkisstjórn að leggja ríkisstyrk til sömu bankastofnunar. Kannski væri bara hreinlegast að setja Jón Ásgeir beint á fjárlög svo dýr sem hann er að verða skattgreiðendum. Á sínum tíma voru það núverandi stjórnarflokkar sem lögðust ásamt forseta Íslands í harða baráttu fyrir frelsi Baugsveldisins til að drottna yfir fjölmiðlaveldi landsmanna. Lengi vel taldi ég að þar hefðu Vinstri grænum aðeins orðið á mis- tök en ef það er nú alvara Stein- gríms J. að leggja Byr til úr rík- issjóði sem svarar 20% af bókfærðu fé fer ég að efast. Það sem nú stendur upp úr í þessu er mikilvægi hins deyj- andi Baugsveldis að halda inni í krumlu sinni fjölmiðlaveldi, sér og sínum til varnar. Nýlega benti ég á þá ósvífni Fréttablaðsins að birta alls ekki grein- ar sem væru áróðri blaðsins skeinuhættar og benti á að blaðið væri fjær ritfrelsi heldur en jafnvel gömlu flokksblöðin, Þjóðviljinn, Al- þýðublaðið og Tíminn. Fyrir skrif þessi sem birtust á heimasíðu höf- undar hlaut ég kárínur og árásir nokkurra starfsmanna Baugs en vitaskuld varð þar enginn til að skammast sín, ekki frekar en á DV þegar ritstjóri þar varð uppvís að grófri misnotkun á fjölmiðli. Fréttablaðið birtir dag hvern þrjár til sex pólitískar viðhorfs- greinar launaðra pistlahöfunda og blaðamanna sinna en telur sig þess umkomið að neita almenningi alfarið að birta greinar hjá sér, ef þær koma við kaun blaðsins. Við sem tilheyrum stjórnmálaelítu landsins njótum undanþágu en almenningur fær þar ekki birtar greinar. Þráfaldlega er ég af vinum var- aður við að gagnrýna fjölmiðil, það sé svo hættulegt og víst er að miðlar Baugs svífast einskis í að hafa æru og sóma af andstæðingum sínum. Þar taka menn jafnvel ófrjálsri hendi tölvuskjöl til ófræginar og út- úrsnúnings. Baugsmiðill og ríkisstjórnin hans Bjarni Harðarson skrifar um Baugsveldið » Það sem nú stendur upp úr í þessu er mikilvægi hins deyjandi Baugsveldis að halda inni í krumlu sinni fjölmiðlaveldi, sér og sínum til varnar Bjarni Harðarson Höfundur er bóksali og býður sig fram til Alþingis á L-lista fullveldissinna í Reykjavík. mbl.is ókeypis smáauglýsingar SPARISJÓÐABANKI ÍSLANDS HF. TILKYNNING UM GREIÐSLUSTÖÐVUN Þann 23. mars 2009 veitti héraðsdómur Reykjavíkur Sparisjóðabanka Íslands hf., kt. 681086-1379, Rauðarárstíg 27, 105 Reykjavik, heimild til greiðslustöðvunar. Tómasi Jónssyni hrl. var falið að gegna starfi aðstoðarmanns á greiðslustöðvunartímibili. Af þessum sökum og með vísan til 13. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. er boðað til fundar með lánardrottnum bankans. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 9. júní 2009 kl. 10:00 árdegis að Rauðarárstíg 27, 105 Reykjavík. Rétt til fundarsóknar eiga þeir sem eiga kröfu á hendur Sparisjóðabanka Íslands hf. Jafnframt tilkynnist að þinghald um heimild Sparisjóðabanka Íslands hf. til greiðslustöðvunar verður háð í Dómhúsinu við Lækjartorg, Reykjavík, mánudaginn 15. júní 2009 kl. 13:15 en samkvæmt úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur stendur heimild bankans til greiðslustöðvunar fram til þess tíma. Tómas Jónsson hrl., aðstoðarmaður Sparisjóðabanka Íslands hf. við greiðslustöðvun. • Hreinsar loft með sérstakri jónatækni • Minnkar ryk og lykt í andrúmsloftinu • Minnkar frjókorna- og dýraofnæmi • Hreinsar allt að 56m3 rými • Vottað af bresku ofnæmissamtökunum • Fylling endist í allt að 2 mánuði • Gengur fyrir 2xAA rafhlöðum • Veggfesting fylgir • Hljóðlaust TILBOÐ Á TÆKI OG AUKAFYLLINGU FULLT VERÐ 12.995 TILBOÐ KR. 9.995 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT lofthreinsitæki Hreint loft með EYRARVEGI 21 SELFOSSI - GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK - GLERÁRGÖTU 36 AKUREYRI - SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.