Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 35
Menning 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 www.forlagid.is TÍMAMÓTAVERK SVO MIKLU MEIRA EN HEFÐBUNDIN ORÐABÓK Bókin gerir rækilega grein fyrir notkun orða og orðasambanda í margvíslegu samhengi og birtir um leið skýra mynd af íslenskum orðaforða. Yfirgripsmikið verk sem veitir einstaka leiðsögn um orðaval í ræðu og riti. Rafræn útgáfa á geisladiski fylgir bókinni og veitir margvíslega leitarmöguleika og nýja innsýn í efnið. Gó oG GaGnleG ferminGarGjöf UNDANFARIN ár hefur Bandalag þýðenda og túlka veitt verðlaun fyrir bestu þýðinguna, en verð- launin eru veitt í samvinnu við Rit- höfundasamband Íslands. Að þessu sinni eru sex þýðendur tilnefndir til verðlaunanna, en þau verða af- hent af forseta Íslands á Gljúfra- steini 23. apríl næstkomandi. Þetta er í fimmta sinn sem Ís- lensku þýðingaverðlaunin verða veitt, en eftirfarandi eru til- nefndir: Árni Óskarsson er tilnefndur fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Nafn mitt er rauður eftir Orhan Pamuk. Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir eru tilnefndar fyrir Svo fagurgrænar og frjósam- ar, smásögur frá Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldinu. Guðrún Vilmundardóttir er til- nefnd fyrir skáldsöguna Í þokunni eftir Philippe Claudel. Hjörleifur Sveinbjörnsson er til- nefndur fyrir bókina Apakóngur á silkiveginum, sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum. Sölvi Björn Sigurðsson er til- nefndur fyrir ljóðabókina Árstíð í helvíti eftir Arthur Rimbaud. Í dómnefnd þýðingaverð- launanna sitja Soffía Auður Birg- isdóttir, Sigríður Harðardóttir og Marta Guðrún Jóhannesdóttir. Tilnefndur Rokkarinn Rimbaud og bók hans Une saison en enfer eða Árstíð í helvíti er í potti tilnefninga til þýðingaverðlauna sem afhenda á 23. apríl. Sex tilnefnd til þýðingaverðlauna Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.