Morgunblaðið - 03.04.2009, Page 27

Morgunblaðið - 03.04.2009, Page 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 ✝ Hákon Þor-steinsson fæddist á Urðarstíg 4 í Reykjavík 25. maí 1924. Hann lést á Landakoti 26. mars sl. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jóns- son sjómaður í Reykjavík, f. 29. jan- úar 1892, d. 5. sept 1958, og Guðmundína Margrét Sigurð- ardóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 18. júní 1900, d. 17. júlí 1963. Albræður Hákons eru Hörður, f. 1920, d. 1977, Haukur, f. 1921, d. 2007, Haraldur, f. 1923, d. 1990, og Hafsteinn, f. 1927. Hálfsystkini eru Hrafnhildur Stella, f. 1931, Hreinn, f. 1932, Hilmar, f. 1934, Hjördís Elsa, f. 1935, Hreiðar, f. 1938, og Hulda Sigurlaug, f. 1940. Hinn 21. mars 1953 kvæntist Há- kon Benediktu Lilju Karlsdóttur Bandaríkjunum. Hún á eitt barn. Hákon lærði vélvirkjun í Vél- smiðjunni Héðni og lauk síðan námi frá Vélskólanum 1952. Í febr- úar 1953 réðst hann til starfa hjá Öryggiseftirliti ríkisins (síðar Vinnueftirlit ríkisins) og vann þar óslitið í 42 ár. Margir þekktu nafn- ið hans af skoðunarspjöldum í lyft- um landsins, en hann sá m.a. um skoðun á öllum lyftum landsins um árabil. Hákon gekk í Oddfellow- stúkuna Þorkel Mána 1963 og virk- ur félagi til dánardags. Hann þekkti landið okkar flestum betur enda voru ferðalög hans aðal- áhugamál. Hann var einstaklega handlaginn og eftir hann liggja mörg listaverkin. Hákon var vel þekktur fyrir gítarspil og söng og á 80 ára afmælinu sínu gaf hann út 12 laga disk með gömlum rev- íulögum. Útför Hákons fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag, 3. apríl, kl. 13. Meira: mbl.is/minningar húsmóður í Reykja- vík, f. 19. apríl 1924, d. 23. feb. 2003. For- eldrar hennar voru Karl Karlsson sjómað- ur í Reykjavík, f. 28. janúar 1892, d. 28. janúar 1965, og Guð- rún Rannveig Ólafs- dóttir, f. 23. nóv. 1890, d. 10. mars 1934. Börn Hákons og Benediktu eru: 1) Guðrún, f. 10. mars 1946, maki Bald- vin Einarsson. Börn þrjú og barnabörn fjögur. 2) Sigþór, f. 23. des. 1951, maki Lilja Bragadóttir. Börn þrjú og barnabörn fimm. 3) Hákon, f. 24. nóv. 1952, maki Kristín Kristjáns- dóttir. Börn níu og barnabörn 12. 4) Margrét, f. 22. nóv. 1955, maki Eyj- ólfur Jóhannsson. Börn þrjú og barnabarn eitt. Fyrir átti Hákon dótturina Haf- dísi Báru, f. 27. ágúst 1942, búsett í Afi okkar var engum líkur. Sann- kallaður töframeistari sem smíðaði klukkur, stýrði togurum, lék á gít- ar og söng og svo ótal margt fleira. Heimsóknir til afa voru töfrastund- ir sem við gleymum aldrei. Sér í lagi sögunum hans. Sögum af afa og bræðrum hans að vaxa og verða til; þegar kreppan kom og fólkið stóð saman, er Zeppelin-loftfarið flaug yfir Öskjuhlíðina, þegar her- inn kom og breytti öllu. Furðu- legar og heillandi sögur af bæði mönnum og dýrum. Sögurnar hans voru líka saga Reykjavíkur og saga okkar. Hvernig við urðum til. Í þessum sögum eru oft skemmti- legar tilviljanir, sögur sem fjalla um gildi góðrar vináttu og um magnað baráttuþrek. Hvernig afi vann sig upp úr fátækt, vann við uppbyggingu á síldarverksmiðju norður á Ströndum sem unglingur, fór í Bretavinnu, keyrði offísera á leigubílum og braust áfram til náms í járnsmíði og vélfræði. Hann var nútíminn holdi klæddur, náms- maður sem drakk í sig nýjustu fræðin um vélar og tækni, keyrandi um göturnar á Harley Davidson- mótorhjóli með gítarinn á bakinu þegar hann kynntist ömmu. Því afi okkar var alvöru töffari. Einn af þessum eðal-Reykvíkingum sem allir þekktu. Í kjallaranum á Brekkulæknum gat afi smíðað allt og gert við allt. Það lék allt í höndunum á honum eins og amma sagði. Eins og alvöru galdrakarl. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Sög- ur, vísur og þessi brjáluðu lög og þulur sem hann kunni og fékk alla til að syngja með og hlæja. Sann- kallaður gleðigjafi. Það var líka fal- legt hvað afi gat verið hrifnæmur. Við fallegan fuglasöng eða fallegt sólarlag uppi á heiði gat hann auð- veldlega tárast. Eða horfa á barn leika sér. Fallegt lag eða kvæði. Við fórum saman yfir Gunnars- hólma um daginn og rifjuðum upp sólarlagið í Fljótshlíðinni. Afi sagði að Jónas Hallgrímsson hefði ef- laust orðið góður myndlistarmaður. Afi varð einhvern veginn aldrei gamall karl. Kvik og lifandi sál, ei- líflega forvitinn og fullur tilhlökk- unar. Eitt það síðasta sem hann sagði var þetta: „Það er alltaf eitt- hvað til að hlakka til.“ Lífsviðhorf sem hollt er að temja sér. „Veistu, þú getur allt. Bara ef þú vilt.“ Svona hvatti hann okkur endalaust áfram og minnti okkur á að vanda sig alltaf. En þú kenndir okkur fleira, kæri afi: Greiðvikni, hjálpsemi, elskusemi og endalausa lífsgleði. Og svo ótal margt fleira. Freyr, Guðrún og Hrólfur. Elsku uppáhaldsfrændinn minn. Nú hefur þreytti líkaminn þinn fengið hvíld en sálin er örugglega enn á fullu að pæla í heims- og ei- lífðarmálunum og fylgjast með vin- um, vandamönnum og afkomend- um. Hann Hákon föðurbróðir minn var yndislegur maður, svo hlýr og elskulegur, vel gefinn og skemmti- legur. Og svo fallegur og flottur í tauinu. Og hann hafði svo fallega rithönd, skrifaði skrautskrift fram á síðustu ár. Minningarnar streyma fram, ekki síst þær heima í Miðdal þegar bræðurnir komu heimsókn, Konni spilaði á gítar og það var sungið fram undir morg- un. Við krakkarnir fengum að fylgjast með og þar lærðum við að njóta sjálfsprottinnar gleði og skemmtunar. Og svo voru það ætt- armótin þar sem hann söng t.d. Rasmus og Suður um höfin. Átt- ræður söng hann inn á disk sem ég á eftir að geyma eins og gull. Draumurinn var að geta spilað á gítar eins og Konni frændi og það var hann sem kenndi mér fyrstu gripin. Elsku frændi, mig langar til að biðja þig að skila kveðju til pabba, þið voruð nú svo nánir bræður og miklir vinir. Það var gaman að fylgjast með samræðum ykkar, þar var engin tæpitunga töluð. Elsku Sigþór, Hákon og Margrét og fjölskyldur. Megi minningin um góðan mann og sterkan persónu- leika fylgja ykkur um alla framtíð. Sesselja Hauksdóttir Vinur og félagi er genginn. Há- kon á það inni hjá mér að ég minn- ist hans í nokkrum orðum. Kynni okkar hófust fyrir rúmum 40 ár- um, fyrst innan IOOF og síðar sem starfsfélagi á þriðja áratug, fyrst hjá Öryggiseftirlitinu og síð- ar hjá Vinnueftirlitinu uns hann lét af störfum vegna aldurs 1994 (þá sjötugur). Starfsvettvangur Hákonar var mest á tæknisviði, lengst af skoðanir og „nýúttektir“ á ýmsum lyftibúnaði, fólkslyftum og vörulyftum. Þetta var ná- kvæmnisverk, unnið eftir ströng- ustu alþjóðlegum reglum – allt frá hönnunarstigi í samvinnu við arki- tekta og verkfræðinga til lokaút- tektar og rekstrarleyfis, sem var síðan undirritað með hinni fögru rithönd hans, sem margir minnast. Allt sem kom frá Hákoni, skýrslur, umsagnir o.þ.h., var snyrtilegt og vandað. Hann var einnig góður skrautritari, sem margir leituðu til af ýmsu tilefni. Hér hef ég minnst á nokkur atriði tengd starfsvettvangi hans. Hin hliðin á Hákoni, sem sneri að vin- um hans og félögum, verður okkur einnig ávallt minnisstæð. Hákon hafði góða nærveru, var kurteis og yfirvegaður, minnti gjarnan á enskan „Lord“ af gamla skólanum – vel og snyrtilega klæddur, stundum með mjótt yfirvaraskegg og grásprengt hár hin síðari árin. Göngulagið var hægt og virðulegt. Hvar sem Hákon fór um sali og vettvang var eftir honum tekið. Enginn asi og ekkert fum. Ósjálf- rátt bar fólk virðingu fyrir persón- unni. Ekki verður Hákon kvaddur án þess að minnast lífsförunautar hans, Benediktu Karlsdóttur, sem lést fyrir nokkrum árum. Bene- dikta stóð við hlið maka síns í lífi og leik og voru þau hjónin ávallt hrókar alls fagnaðar á mannamót- um – sérstaklega með vinum og starfsfélögum. Ógleymanleg eru mörg ferðalögin, sem farin voru á fyrri starfsárum okkar. Félagarnir voru þá færri og samheldnin meiri en síðar varð á stærri vinnustað. Hákon kunni fjöldann allan af tækifæris- og gamanvísum, t.d. úr „revíum“ fyrri ára, sem hann söng með eigin gítarundirleik með ýms- um tilbrigðum, klæddur ýmsum gervum, sem tengdust efninu hverju sinni. Röddin var dökk og stundum svolítið hás og minnti á stundum á raddsvið þeirra Arms- trong og Nat King Cole eða ein- hvers staðar þar á milli. Fyrir nokkrum árum gaf Hákon út hljómdisk með nokkrum þessara laga sem hann gaf vinum og kunn- ingjum. Á meðan ég skrifa þessi kveðjuorð lét ég diskinn í spil- arann. Það var við hæfi og auð- veldaði mér að koma þessum orð- um á blað. Takk fyrir samfylgdina kæri vinur. Ég og Jóna sendum ástvinum Hákonar samúðarkveðjur. Guðmundur Elvar. Fallinn er frá góður drengur og eftirminnilegur félagi. Hákon Þor- steinsson kom til starfa hjá Ör- yggiseftirliti ríkisins 1. febrúar 1952, þá tæplega 28 ára. Hann fluttist yfir til Vinnueftirlitsins í ársbyrjun 1981 þegar sú stofnun tók til starfa og verkefni hans færðust til hennar og þar starfaði hann allt þar til hann varð sjötug- ur. Hann lagði að baki 42 ára starf að öryggismálum í almannaþágu. Sérsvið Hákons var lengst af lyftuöryggi og eftirlit með lyftum. Á því sviði var hann helsti sér- fræðingur landsins. Þó allangt sé um liðið frá því Hákon lét af störfum er minningin um hann sterk. Röddin var ábúð- armikil og með sérstökum dimm- um en hlýlegum hljómi. Og hann var léttur í lund. Á samkomum starfsmanna lék hann á gítar og söng með sinni sérstöku röddu. Hagur var hann í höndum, skrifaði skrautletur eins og best verður gert. Traustvekjandi undirskrift hans á skoðunarvottorðum í fólks- lyftum landsins veitti notendum þeirra öryggiskennd. Hún varð kveikjan að skemmtilegri smásögu Illuga Jökulssonar. Þegar ég kom til starfa sem for- stöðumaður Vinnueftirlitsins, kornungur maður, var það ekki að öllu leyti auðvelt að verða yfirmað- ur sér mun eldri manna og reynslubolta eins og Hákon var. En samstarf okkar var gott þó vissulega væri stundum meining- armunur. Það eru lífsgæði að eiga samleið með fólki eins og Hákoni. Ég færi honum þakkir fyrir hans drjúga framlag og votta fjölskyldu hans og vinafólki samúð mína. Eyjólfur Sæmundsson. Hákon Þorsteinsson ✝ Öllum þeim sem sýnt hafa okkur hlýhug og samúð vegna andláts elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, tengdadóttur, systur og mágkonu, GUÐBJARGAR BJARNADÓTTUR, Haukalind 34, færum við þakkir. Sérstakar þakkir fá sr. Valgeir Ástráðsson, Mótettukór Hallgrímskirkju og Voces Masculorum. Innilegar þakkir fær starfsfólkið á Landspítalanum sem annaðist hana fyrir okkur á öllum stigum veikindanna. Þið vinnið ótrúlegt starf og hafið sýnt að þið eruð knúin af kærleika. Þorvaldur Daníelsson, Bjarni Daníel Þorvaldsson, Jana Björg Þorvaldsdóttir, Eygló Einarsdóttir, Haukur Reynisson, Einar Bjarnason, Kristín Konráðsdóttir, Arnar Bjarnason, Berta Jansdóttir, Ingibjörg Bjarney Bjarnadóttir, Kristinn Guðmundsson, Eva Hauksdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Daníel Óskarsson, Kristjana Daníelsdóttir, Sæmundur Þórarinsson, Einar Örn Daníelsson, Ingunn Lovísa Ragnarsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, VALDIMAR ÞÓRÐARSON húsasmíðameistari, Heiðarvegi 4, Selfossi, lést þriðjudaginn 17. mars. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 4. apríl kl. 13.30. Helga Jóhannesdóttir, Jónína Valdimarsdóttir, Guðmundur Baldursson, Björgvin Þ. Valdimarsson, Sigríður Magnea Njálsdóttir, Guðrún Valdimarsdóttir, Sigurður Bragason, Magnea Kristín Valdimarsdóttir, Sigurður Rúnar Sigurðsson, Björk Valdimarsdóttir, Oddný Magnúsdóttir, Emil Guðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, INGA SÆVARS ODDSSONAR, Asparási 1, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við göngudeild hjarta- bilunar og hjartadeild 14G á Landspítalanum við Hringbraut. Þuríður Antonsdóttir, Hrafnhildur Ingadóttir, Barði Ágústsson, Oddur Ingason, Gunnar Ingason, Svanhildur Kristinsdóttir, Ómar Ingason, Aníta Berglind Einarsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar elskulegu feðga, ÓLAFS VILHJÁLMSSONAR og RAGNARS ÓLAFSSONAR. Millý Birna Haraldsdóttir, Líney Ólafsdóttir, Karl Tómasson, Ólafur Karlsson, Erla Hrund Halldórsdóttir, Birna Karlsdóttir, Valey Björk Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.