Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 GÖNGUM HREINT TIL VERKS Kosningaskrifstofur opnaðar um allt land Sjálfstæðismenn um allt land munu opna fjölmargar kosningaskrifstofur um helgina og enn fleiri á næstu dögum. Við viljum bjóða alla velkomna til okkar og hvetjum fólk til þess að líta við, fá sér kaffi og með því yfir góðu spjalli við sjálfstæðismenn um þau verkefni sem framundan eru. Reykjavík » föstudaginn 3. apríl kl. 18.00 Opnun kosningaskrifstofu í félagsheimili sjálfstæðismanna Álfabakka 14a Mjódd. Eskifjörður » föstudaginn 3. apríl kl. 20.00 Opnun kosningaskrifstofu í Austrahúsinu, Strandgötu 46. Ungir sjálfstæðismenn » föstudaginn 3. apríl kl. 20.00 Opnun kosningaskrifstofu í Reykjavík, Austurstræti 7 (gegnt Vínbúðinni). Borgarbyggð » föstudaginn 3. apríl kl. 20.00 Opnun kosningaskrifstofu í Borgarnesi, Borgarbraut 11, (gamla bæjarskrifstofan). Akureyri » laugardaginn 4. apríl kl. 10.00 Opnun kosningaskrifstofu í Kaupangi við Mýrarveg. Reykjavík » laugardaginn 4. apríl kl. 12.00 Opnun kosningaskrifstofu í Ármúla 18. Reykjavík » sunnudaginn 5. apríl kl. 14.00 Opnun kosningaskrifstofu í Austurstræti 7 á fyrstu hæð (gegnt Vínbúðinni). Ísafjörður » mánudaginn 6. apríl kl. 17.00 Opnun kosningaskrifstofu í Björnsbúð, Silfurgötu 1. Egilsstaðir » mánudaginn 6. apríl kl. 20.00 Opnun kosningaskrifstofu að Tjarnarbraut 21. Viltu fá frambjóðendur í heimsókn? Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins verða á ferð og flugi fram að kosningum og langar að ræða stefnumál okkar við sem flesta. Ef þig langar að fá frambjóðendur okkar í heimsókn á vinnustaðinn þinn vinsamlegast sendu okkur póst á xd@xd.is eða hringdu í síma 515 1700. Hlökkum til að heyra frá ykkur! Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóma yfir tveimur karlmönnum sem sakfelldir voru í héraði fyrir inn- flutning á 4,6 kg af amfetamíni og 600 g af kókaíni til landsins frá Þýskalandi. Efnin voru send til landsins með hraðflutningafyrirtæki. Annar mann- anna var dæmdur til fjögurra ára fangelsisvistar en hinn sætir fangelsi í 2½ ár. Sá sem þyngri dóm hlaut, Annþór Kristján Karlsson, 33 ára, var sakfelldur fyrir að leggja á ráðin um innflutninginn, láta senda fíkniefnin og greiða þóknun vegna smyglsins. Annþór neitaði sök en með staðföstum framburði tveggja sakborn- inga, sem báru ítarlega vitni í málinu fyrir dómi á rannsóknarstigi málsins, var hann sakfelldur. Þá var Tómas Kristjánsson, 28 ára, sakfelldur fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutninginn og nota aðstöðu sína sem starfsmaður hraðsending- arþjónustunnar UPS á Keflavíkurflugvelli til að miðla upplýsingum um hvernig haga skyldi send- ingu og móttöku fíkniefna, þannig að áhætta væri lágmörkuð. Tómas neitaði sök en líkt og með Ann- þór þótti framburður hans ótrúverðugur. Tómas var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangels- isvistar. Í héraðsdómi voru tveir karlmenn til viðbótar dæmdir í 1½ árs fangelsi fyrir aðild að málinu og undu þeir dómnum. Framburður þeirra, bræðra, skipti sköpum í málinu og varð til þess að málið upplýstist. Af framburði annars bræðranna mátti ráða að Annþór hefði skipulagt fleiri sendingar fíkniefna til landsins með hraðsendingu. Staðfest í fíkniefnamáli Morgunblaðið/Júlíus Amfetamín Fjórir menn voru dæmdir í tengslum við málið. Tveir þeirra undu dómi héraðsdóms. JÓN Kristinsson, bóndi og lista- maður, er látinn á 84. aldursári. Jón, sem víða var þekktur sem Jóndi í Lambey, fæddist á Húsavík árið 1925, for- eldrar hans voru Kristinn Jónsson kaupmaður og Guð- björg Óladóttir. Á unglingsárum lá leið Jóns til Akureyrar þar sem hann varð gagnfræðingur frá MA. Þá þeg- ar var Jón síteiknandi og barst hróð- ur hans víða þótt hann væri sjálf- menntaður í myndlistinni. Hann hætti námi á lokaári fyrir stúdentspróf og fluttist til Reykjavík- ur til að teikna auglýsingar í Raf- skinnu, rafknúna bók sem staðsett var í hjarta Reykjavíkur. Eiginkona Jóns var Ragnhildur Sveinbjarnardóttir frá Breiðabólstað og giftu þau sig árið 1950, en hún lést árið 2008. Árið 1952 stofnuðu þau hjónin nýbýli í Lambey. Þar byggðu þau býli frá grunni, bæði íbúðar- og útihús. Síðar byggði Jón sér listhús í Lambey, þar sem hann sinnti mynd- listinni en um árabil hafði hann teiknivinnu að aukabúgrein og setti upp fjölda sýninga. Jón var formaður Búnaðarfélags Fljótshlíðar í 26 ár og hlaut árið 1994 Heiðursbikar Bún- aðarsambands Suðurlands. Hann var búnaðarþingsfulltrúi í 12 ár því bú- störfunum sinnti hann jöfnum hönd- um samhliða myndlistinni, auk þess sem hann kenndi við gagnfræðaskól- ann á Hvolsvelli í 16 ár. Hann var einnig meðhjálpari í Breiðabólstað- arkirkju um áratugaskeið. Síðustu misserin bjó Jón á Kirkjuhvoli, dval- arheimili aldraðra á Hvolsvelli. Hann lætur eftir sig 9 börn. Jón Kristinsson Andlát BENEDIKT Sig- urður Benedikz bókavörður lést í Birmingham á Englandi 25. mars sl. Hann fæddist 4. apríl 1932 í Reykjavík, sonur Eiríks Benedikz og Margaret Benedikz. Benedikt stundaði nám við háskólann í Oxford, Penbroke College, og lauk þaðan MA-prófi 1958. Hann hlaut Diploma in Librarianship við University Col- lege í Lundúnum 1959, fyrstur Ís- lendinga. Hann varð síðan dr. phil. frá háskólanum í Birmingham 1979. Benedikt vann við aðfangadeild há- skólabókasafnsins í Durham 1959-67 og var kennari við þann skóla. Hann var bókavörður við háskólann í Uls- ter 1968-71. Frá 1973 til starfsloka var hann bókavörður við háskólann í Birmingham og kenndi líka hand- ritafræði. Benedikt var félagi í lær- dómsfélögunum Society of Antiqua- ries og Royal Historical Society. Eftir hann liggja mörg rit, þýðingar og greinar. Þegar Benedikt var að alast upp dvaldist hann langdvölum hjá afa sín- um Benedikt S. Þórarinssyni (1861- 1940) kaupmanni og bókasafnara. Vafalaust má rekja hinn mikla bóka- áhuga hans til þessara ára. Þó að hann byggi í Englandi nærri allt sitt líf lét hann sér mjög annt um íslensk bóka- og handritasöfn og þá sér- staklega Benediktssafn, sem svo er kallað, hið mikla bókasafn sem afi hans gaf Háskóla Íslands áður en hann lést og er nú varðveitt sem sér- safn í Landsbókasafni. Benedikt sendi safni afa síns bækur, handrit og peninga. Árið 1964 kvæntist Benedikt Phyll- is Mary og eignuðust þau þrjú börn. Benedikt S. Benedikz Andlát

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.