Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 19
Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 Magnús Skúlason sendir Vísna-horninu „kaldhamraða hringhendu“: Er risið lágt er langa daga í lífsbaráttustríði, stuðlar að sáttum bráðsnjöll baga, bragarháttaprýði. Þá yrkir hann um landsfund Samfylkingarinnar, þar sem Dagur B. Eggertsson var kjörinn varafor- maður: Í pólitík kunnátta, kraftur og geta kæmi sér auðvitað best, en of margir liðaða lokka meta, og ljóskurnar kannske mest. Gaman er að blaða í Skruddu. Þar rakst umsjónarmaður á frá- sögn af Árna á Ökrum: „Árni skáld Böðvarsson á Ökrum kvað einu sinni er hann var við skál: Aldrei skal ég yrkja sálm, þó eldri verði en skrattinn. Sver ég það við mold og málm, mitt parruk og hattinn. Þegar hann hafði kveðið vísu þessa missti hann skáldgáfuna um alllangan tíma og fékk hana ekki aftur fyrr en hann lofaði að yrkja kvæði um andlegt efni. Settist hann þá niður og orti kvæði sem heitir „Skjöldur“, og þykir það þrungið andagift. Hélt hann gáfunni síðan til æviloka.“ VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af skratta og pólitík HLUTVERK Tryggingastofnunar sem einnar af undirstöðum ís- lensks velferðarkerfis er að annast stjórnsýslu almannatrygginga og þar með að upplýsa viðskiptavini stofnunarinnar um réttindi sín. Þeir sem þekkja réttindi sín eru betur í stakk búnir til að hagnýta sér þau og standa vörð um þau. Aukinn skilningur á ólíkum þörfum fólks sem vill tileinka sér nýja þekkingu og nýja miðlunartækni hefur að undanförnu opnað nýjar víddir í möguleikum til samskipta sem m.a. ættu að koma við- skiptavinum Tryggingastofnunar til góða. Stefnt er að því að vefurinn www.tr.is standist 3. stigs aðgeng- isvottun hjá Sjá og er táknmáls- viðmótið liður í því. Á döfinni er einnig að hafa valdar síður einnig á auðlesnu formi. Sjá ehf. hefur í samvinnu við Öryrkjabandalagið skilgeint þær kröfur sem liggja að baki vottuninni. Til hliðsjónar er hafður alþjóðlegur staðall fyrir að- gengi á veraldarvefnum, Web Ac- cessability Initiative (WAI). Á www.tr.is er nú að finna hjálp- artæki til að bæta aðgengi mis- munandi hópa að upplýsingum sem þegar eru á vefnum. Þannig er hægt að breyta stærð, útliti og lit leturs og bakgrunns eftir eigin höfði og allt efni á vefnum er hægt að lesa með skjálesurum fyrir sjónskerta og fólk með leserfið- leika. Á vefnum er einnig hægt að fá upplýsingar um suma málaflokka með táknmálsviðmóti. Það er í samræmi við aðgengisstefnu Tryggingastofnunar að taka tillit til mismunandi sérþarfa hópa við framsetningu upplýsinga á vefnum. Það sem fært hefur verið yfir á táknmálsviðmót eru inngangs- upplýsingar um slysatryggingar, réttindi og þjónustuþætti er snúa að foreldrum og börnum, upplýs- ingar um örorku- og ellilífeyri, upplýsingar um eyðublöð, upplýs- ingar um þjónustuleiðir Trygg- ingastofnunar og hvar hægt er að koma ábendingum á framfæri við Tryggingastofnun. Á www.tr.is er að finna grunn- upplýsingar á ensku um almanna- tryggingar, Tryggingastofnun og starfsemi umboða um land allt. Mikil þörf hefur verið fyrir þennan þátt. Þess ber að geta að enski textinn er einnig hafður á íslensku fyrir þá sem eru að leiðbeina vin- um og ættingjum. Áfram veginn, sem er upplýs- ingarit fyrir eldri borgara, hefur einnig verið lesið inn á hljóðskrá sem er hægt að hlaða niður af heimilistölvum eða panta hjá Tryggingastofnun og fá senda heim á geisladiski til að hlusta á. Hjá Tryggingastofnun er mark- visst unnið að því að virkja fjöl- breytta möguleika til miðlunar á vefnum, til að veita viðskiptavinum stofnunarinnar sem besta þjón- ustu. Þinn réttur Morgunblaðið/ÞÖK Þinn réttur Hjá Tryggingastofnun er markvisst unnið að því að virkja fjöl- breytta möguleika til miðlunar á vef stofnunarinnar. Aðgengi upplýs- inga á vef Trygg- ingastofnunar TENGLAR ..................................................... www.tr.is L AU S N I R F Y R I R H E I M I L I Ð Við vinnum með þér að lausnum fyrir heimilið. Greiðslujöfnun lána er ein af þeim. Pantaðu ráðgjöf á landsbankinn.is, í útibúinu þínu eða í síma 410 4000 E N N E M M / S ÍA / N M 3 7 4 6 7 Landsbankinn býður upp á nokkur úrræði fyrir heimili sem eiga við greiðsluerfiðleika að etja. Við aðstoðum þig við að velja lausn sem kemur til móts við þínar þarfir. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Þ að er einhver góður andi hér sem ekki er hægt að slíta sig frá,“ segir Kristjana Þorgilsdóttir, 83 ára íbúi á Grund. Sameiginleg saga Kristjönu og Grundar ná langt aftur því hún steig fyrst fæti þangað inn aðeins 19 ára gömul þegar hún hóf störf í þvotta- húsinu árið 1949, en hefur varla far- ið þaðan síðan. „Ég bjóst nú aldrei við því þegar ég byrjaði að þetta færi svona, fyrst þegar ég kom hérna inn voða fín í háhæluðum skóm eins og ungu pí- urnar í dag. Ég ætlaði bara að vera hérna í mánuð og fá mér svo vinnu í búð,“ segir Kristjana. Heldur lengd- ist mánuðurinn í annan endann því fyrr en varði voru 57 ár liðin og enn vann hún á Grund þegar að því kom að hætta störfum vegna aldurs. „Svona leið þetta hjá … það var svo gaman að ég gleymdi stund og stað. Mér finnst þetta í raun ekki hafa verið lengra en mánuður.“ „Þarna kemur litla músin“ Þrátt fyrir að hafa formlega hætt störfum gat Kristjana aldrei slitið sig alveg frá Grund og síðustu tvö árin hefur hún verið reglulegur gestur og tekið þátt í ýmsu fé- lagsstarfi. „Ég varð að láta fólk vita af mér, og það er alltaf sagt; „þarna kemur litla músin“,“ segir hún og man ekki betur en að þetta við- urnefni hafi fylgt henni frá fyrstu stundu á Grund. Á endanum fékk hún sér eigin þjónustuíbúð og flutti inn í byrjun árs. Kristjana er raunar ekki eini íbúinn á Grund sem starfaði þar áð- ur, en hún á tvímælalaust lengstan starfsferil að baki og ber starfsfólk- inu bæði fyrr og nú vel söguna. „Mér hefur eiginlega hvergi liðið eins vel með neinu fólki, það er svo voðalega gott andrúmsloft og hefur alltaf ver- ið mikill félagsskapur.“ Þessa dag- ana sækir Kristjana bingó og spila- vist, hannyrðir og harmonikkuböll með öðru Grundarfólki, en hún við- urkennir reyndar að félagslífið hafi í fyrri tíð verið með öðru sniði. Rómað skemmtanalíf og fjör „Árin frá 1953 til ’63 eða ’64, þá var sko gaman, maður var ungur og meira fjör. Fyrst þegar ég byrjaði bauð Helga, forstjórafrúin, alltaf í kaffi. En ég fer nú ekkert að segja þér þegar við vorum í geiminu,“ bætir hún laumulega við. Þegar gengið er á hana fæst Kristjana þó til að segja frá „geim- inu“; ófáum kvöldstundum sem unga starfsfólkið skemmti sér saman. „Þá var sko gaman. Oft á kvöldin sátum við í herbergjunum og alltaf var spil- að á gítar og sungið. Það voru að- allega sjóaralögin, við höfðum ekki mikið annað. Þá var maður nú ung- ur og fallegur,“ hlær Kristjana og viðurkennir að hafa sjálf aðeins gripið í gítarinn. Skemmtanalífið hjá starfsfólkinu á Grund var rómað í þá daga að sögn Kristjönu og ekki óal- gengt að utanaðkomandi sæktu í fé- lagsskapinn til að fá sinn skerf af gleðinni. „Ég skal ekki neita því. En það var aldrei neinn hávaði af okk- ur, við sungum svo vel.“ Þótt róast hafi um á Grund síðan fjörið var hvað mest fyrir nokkrum áratugum segist Kristjana alltaf kunna jafnvel við sig þar og er hæst- ánægð sem íbúi. „Þetta er bara heimili mitt. Ég hefði ekki viljað vera neins staðar annars staðar.“ Gleymdi stund og stað og svo liðu 57 ár Morgunblaðið/Heiddi Heima „Ég hef séð mörg ný andlit koma og fara,“ segir Kristjana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.