Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 ✝ Eiginkona mín, STEINUNN HERMANNSDÓTTIR, Lísa, lést mánudaginn 30. mars. Minningarathöfn verður haldin í Saline í dag, föstudaginn 3. apríl. Útför hennar fer fram á Íslandi í ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Richard McEnhill. ✝ Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓNFRÍÐAR GUNNARSDÓTTUR, Sóltúni 2, áður til heimilis Ferjubakka 4. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir góða umönnun og alúðlegt viðmót. Ólöf Björg Einarsdóttir, Grétar Hartmannsson, Gunnur Inga Einarsdóttir, Helgi Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Sigurður Jó-hannsson skáld fæddist í Portland, Oregon, BNA 2. októ- ber 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi 21. mars sl. Foreldrar hans voru Jóhann S. Hannesson skóla- meistari, f. 10.4. 1919, d. 3.11. 1983, og Win- ston Hannesson kenn- ari, f. 23.6. 1920, d. 12.1. 1987. Systir Sig- urðar er Wincie Jó- hannsdóttir kennari, f. 20.10. 1942. Sigurður flutti til Íslands með for- eldrum sínum þegar hann var níu ára. Þau bjuggu á Laugarvatni þar sem hann útskrifaðist frá Mennta- skólanum 1969. Hann stundaði síð- ar nám í stærðfræði, heimspeki og sálfræði við Háskóla Íslands. Árið 1974 kvæntist Sigurður Jó- hönnu Jakobsdóttur. Þau skildu. 1975 hóf hann sam- búð með Björgu Bjarnadóttur sálfræð- ingi, f. 10.11. 1952. Foreldrar hennar Ásta Sigmarsdóttir verslunarkona, f. 3.11. 1925, og Bjarni Sveinsson framkvstj., f. 27.6. 1929. Sigurður og Björg slitu sam- vistir 1978. Börn þeirra eru 1) Jóhann Tómas, yfirhönnuður hjá Google í Montreal, Kanada, f. 7.11. 1975, maki Jóhanna Jakobsdóttir þýð- andi, f. 11.9. 1978. Börn þeirra eru a) Jakob Ragnar, f. 4.7. 2004, og b) Hannes Helgi, f. 11.6. 2006. 2) Ingi- björg Birta, forstöðumaður upplýs- ingadeildar hjá Náttúrufræðistofn- un Íslands, f. 25.6. 1977. Útför Sigurðar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 3. apríl, kl. 15. Siggi var bróðir móður minnar og á sérstakan hátt minn líka. Ég lærði að minnsta kosti hluti af Sigga sem enginn annar í fjölskyldunni hefði getað kennt mér. Hann talaði aldrei niður til mín, þrátt fyrir aldursmun- inn, og umgekkst mig ætíð sem jafn- ingja. Hann var svona „pissa-í-bux- urnar“-fyndinn þegar ég var pjakkur og hafði endalaust gaman af að láta mig hlæja frá mér allt vit í fjölskyldu- boðum. Seinna meir kom hann mér upp á að lesa vísindaskáldsögur, þeg- ar ég var rúmlega 12 ára gamall. Þetta þótti harla skrítið í vinahópi mínum í Hlíðunum, sem á þessum tíma var á kafi í seríum á borð við Hin fjögur fræknu og Frank og Jóa. Á meðan bekkurinn minn í grunnskól- anum skiptist á nýjustu unglinga- bókunum sökkti ég mér í sögur eftir Isaac Asimov og Philip K. Dick. Í kringum fermingaraldurinn þótti fé- lögunum enn skrítnara hversu mikill sérfræðingur ég var orðinn í straum- um og stefnum tónlistarmannsins Davids Bowie. Siggi hafði gífurlegt dálæti á þeim snillingi og var dugleg- ur að smita mig af áhuga sínum. Við frændurnir sátum tímunum saman í Hafnarfirði, þar sem Siggi bjó hjá foreldrum sínum (afa og ömmu), og hlustuðum á tilkomumikið plötusafn- ið sem hann var búinn að koma sér upp. Það er eiginlega hægt að segja að Siggi hafi bjargað mér frá að verða aðdándi WHAM og Duran Duran og fyrir það mun ég eilíflega kunna honum mikla þökk. Allir sem urðu þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Sigga vita vel að hann var mikill pælari. Það var enda- laust hægt að spjalla við hann um hyldjúpa hluti. Oftast kafaði hann töluvert dýpra en maður átti séns á sjálfur og þá sat maður bara eftir á bakkanum og fylgdist með í ringlaðri aðdáun. Það hefur oft hvarflað að mér hvað hefði orðið ef þessar gíf- urlegu gáfur Sigga hefði verið hægt að virkja með einhverju móti. En Siggi fór ekki með straumnum held- ur ávallt sínar eigin leiðir, bæði í hin- um veraldlega heimi sem og þeim andlega. Siggi átti með fyrrverandi eiginkonu sinni Björgu tvö frábær- lega vel heppnuð börn. Ég er stoltur að eiga þau fyrir frændsystkini. Þau hafa erft gáfur foreldra sinna og manngæsku og endurspegla ljósið sem brann ætíð í augum Sigga. Síð- ustu árin reyndust Sigga þungbær þar sem líkami hans og sérstaklega lungu létu undan fyrir lífsstílnum sem hann sjálfur valdi. Ég hef það á tilfinningunni að hvar sem sál Sigga er niðurkomin þá andi hún léttar og kafi dýpra en nokkru sinni fyrr. Takk fyrir mig Siggi, þú verður hluti af mér að eilífu. Kristófer Dignus. Þá er Siggi Jó vinur minn genginn fyrir ætternisstapann, heldur í fyrra fallinu, og mín Reykjavík er alls ekki söm. Ég kynntist honum barn að aldri, hann var stóri bróðir minn og kennari. Hann kenndi mér að tilver- an hefur miklu fleiri tóna og liti en al- mennt er talið. Hann kenndi mér að smakka á blómunum í Hljómskála- garðinum og tefla skák og hann sýndi mér fram á að kettir hafa sál, svo að fátt eitt sé nefnt. Í mörg ár flúði ég oft heim til hans þegar skarkali heimsins varð mér of- viða. Dýna á gólfinu, pulla úti í horni, eitt skinn, ein mynd á vegg, þrjár bækur og Búddastytta í hillu, gítar, skákbretti og malandi köttur, það var hús Sigga Jó. Vorið er rétt að byrja með öllum sínum göldrum og kraftaverkum. Fyrstu laukarnir eru sprungnir út í Hljómskálagarðinum. Góða ferð, Siggi minn, og Guð verði þér náðugur. Ég sendi börnum hans, Jóhanni og Birtu, og systur hans, Wincie, inni- legar samúðarkveðjur. Ólafur Halldórsson. Satt best að segja veit ég ekki hvort við Siggi þekktumst nokkurn tímann í þeirri merkingu sem fólk leggur venjulega í þau orð. Við hitt- umst fyrst á heimili móður hans fyrir meira en 25 árum og höguðum okkur líkt og kettir sem virða svæði hvor annars, tókum stóran sveig framhjá hvort öðru og létum eins og við sæj- umst ekki. En eftir því sem við vönd- umst tilveru hvort annars fórum við að skiptast á stöku orðum, aðallega samt úti á götu því við brugðum sjaldan út af leikriti okkar á heimili móður hans þótt við legðum sveigana af. Þannig kynntist ég Sigga, þessum góðhjartaða, bráðgreinda manni sem hafði valið að lifa í sínum heimi á sín- um forsendum. Siggi var í eðli sínu skáld. Hann las, hugsaði og samdi og þegar mað- ur talaði við hann gekk maður inn í heim hans úr gráum hverdagsleikan- um. Stundum var það gaman, stund- um var maður hálfvilltur og einstaka sinnum mátti maður hafa sig allan við að fylgjast með, því ekki var Siggi skýrmæltur og ekki lá honum hátt rómur. Eftir andlát móður hans hittumst við stundum á förnum vegi og spjöll- uðum en árin liðu og tímahrak hvers- dagslífsins blés mér í burtu frá Sigga og að lokum vissi ég ekki hvort hann mundi nafn mitt eða þekkti mig. Samt áttum við okkar stundir því krí- an kom ekki með sumarið til mín. Nei það var Siggi, sem birtist brosandi í miðbænum að vetri loknum, glaður að inniverunni væri lokið. Ég brosti til hans og hann endurgalt mér með stóru brosi. Mér hlýnaði í golunni því þegar Siggi brosti þá brosti allur heimurinn og sumarið í allri sinni dýrð var komið. Nú stöndum við eftir. Siggi horf- inn á braut langt fyrir aldur fram eins og við vissum alltaf, lömunar- veikin sem hann fékk sem barn skildi hann eftir veikbyggðan. Og þetta ótrúlega bros sem gat lýst upp heim- inn horfið og heimurinn verður aldrei alveg samur. Ásdís Bergþórsdóttir. Sigurður Jóhannsson  Fleiri minningargreinar um Sig- urður Jóhannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðjón Jóhann-esson fæddist á Brekkum í Mýrdal 30. nóvember 1922. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 27. mars 2009. Hann var sonur hjónanna Jóhannesar Stígssonar (1884- 1934) og Jónínu Helgu Hróbjartsdóttur (1894-1980). Hann var fjórði í röð 12 systkina og eru 9 þeirra enn á lífi. Þegar Jóhannes lést var Guðjón aðeins 11 ára gamall og yngsta barnið í systkinahópnum enn á fyrsta ári. Guðjón ólst upp við almenn sveit- arstörf, sjósókn og stopula skóla- göngu, eins og nærri má geta um Þau eru: 1) Jörgen Pétur Lange, kvæntur Ástu Steinsdóttur, þau eiga 2 dætur: a) Lindu Björk, í sambúð með Ágústi Haraldssyni, þau eiga 2 börn, b) Dóru Sif, í sambúð með Viktori Karli Ævarssyni. Fyrir á Jörgen Önnu Dögg með Kolbrúnu Þorgeirsdóttur, hún á einn son. 2) Guðrún Erla, gift Emil Erni Krist- jánssyni, þau eiga fimm börn: a) Guðjón Örn, kvæntur Huldu Sig- urþórsdóttur, þau eiga tvö börn, b) Emilíu Ósk, gift Georg Franklíns- syni, þau eiga tvo syni, c) Katrínu Maríu, d) Kristján Óla, og e) Daníel Steinar. 3) Ásta Björg, gift Sigurði Birni Reynissyni, þau eiga 2 dætur Rakel Ósk og Dagnýju Lóu. 4) Jó- hanna Helga, gift Ragnari Marinó Kristjánssyni, þau eiga þrjá syni, Aron Þór, Davið Berg og Baldur Orra. Guðjón verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, 3. apríl og hefst athöfnin klukkan 13. ungt fólk á þeim tíma og við slíkar aðstæður. Hann fluttist ungur til Reykjavíkur og fór snemma að vinna við bílaviðgerðir og lauk síðar prófi í bifvéla- virkjun. Hann starfaði lengst af hjá Ræsi h/f eða allt til ársins 2003 og var þá með lengst- an starfsaldur allra starfsmanna þar. Guðjón kvæntist 9. okt. 1954 Katrínu M. Lange Jóhannesson, f. 11. apríl 1932, d. 29. júlí 1995. For- eldrar hennar voru Jörgen Peter Lange (1903-1989) og Guðrún Ein- arsdóttir Lange (1905-1974) Guðjón og Katrín eignuðust fjögur börn. Elsku pabbi minn, nú er komið að því að kveðja þig í hinsta sinn. Mig langar að þakka þér fyrir öll árin sem við áttum saman. Alveg frá því ég man eftir mér hef ég alltaf verið mikil pabbas- telpa og höfum við ýmislegt brallað saman, bæði þegar ég var lítil og eftir að ég fór að búa. Ég minnist allra samverustundanna í garðin- um í Bogahlíðinni, allra ferðanna í sveitina, fjöruferðanna, Græn- landsferðarinnar, okkar saman og síðast en ekki síst allra heimsókn- anna til okkar í Engihlíðina. Ég var svo lánsöm að kaupa mína fyrstu íbúð svona nálægt ykkur mömmu, þótt ég ætlaði að fara miklu lengra frá ykkur þá gripu ör- lögin inn í og var ég oft hjá ykkur. Eftir að mamma dó þá komst þú iðulega til okkar í mat um helgar og við fórum í margar gönguferðir um hverfið. Nú eru liðin fjórtán ár síðan mamma dó, þá átti ég bara hann Aron minn en síðan hafa bæst í hópinn þeir Davíð Bergur og Baldur Orri og þakka ég þér kær- lega fyrir að vera börnunum mín- um góður afi. Árið 2001 tók ég erfiða ákvörðun og flutti í Hafnarfjörðinn og jókst nú heldur betur vegalengdin á milli okkar en við vorum dugleg að heimsækja hvort annað. Þegar þú varst 82 ára hættir þú loksins að vinna, við það breyttist allt, þá kom öll þreytan í ljós og þú varðst þreyttari og þreyttari. Fyrir fjór- um árum ákvaðst þú að flytja í Grafarvoginn og það breytti líka miklu. Þú varst búinn að vinna á sama stað í rúm fimmtíu ár og búa á sama stað í fimmtíu ár og þetta var greinilega allt of mikil breyting fyrir þig. Eftir það varð ekki aftur snúið, upp komu erfið veikindi hjá þér og síðastliðin 3 ár hafa verið mér mjög erfið og hvað þá fyrir þig en þú þekktir mig alltaf þegar ég kom að heimsækja þig og hélst fast í hönd mína. Elsku pabbi minn, nú kveð ég þig, ég veit að þér líður vel því núna ertu kominn til hennar mömmu minnar og ég veit að hún tók vel á móti þér eftir langan að- skilnað. Mig langar að kveðja þig með þessu fallaga kvæði sem ég fékk frá vinkonu minni. Hér er svo dapurt inni, – ó, elsku pabbi minn, ég kem að kistu þinni og kveð þig hinsta sinn. Mér falla tár af trega – en treginn ljúfsár er – svo undur innilega þau einmitt fróa mér. Ég þakka fræðslu þína um það, sem dugar best, er hjálpráð heimsins dvína, og huggað getur mest. Þú gekkst með Guði einum og Guði vannst þitt starf, hið sama af huga hreinum ég hljóta vil í arf. Nú ertu farinn frá mér, en föðurráðin þín, þau eru ávallt hjá mér og óma blítt til mín: Guðs orðum áttu að trúa og ávallt hlýða þeim, það mun þér blessun búa og ber þig öruggt heim. (B.J.) Þín yngsta dóttir Jóhanna Helga. Í dag kveð ég tengdaföður minn og góðan vin, Guðjón Jóhannesson. Við kynntumst fyrst fyrir meira en 33 árum þegar ég fór að venja komur mínar í Bogahlíð að draga mig saman við elztu dóttur hans. Að sjálfsögðu var maður í fyrstu svolítið feiminn við föður kærust- unnar sinnar en við kynntumst fljótt og urðum góðir vinir. Guðjón var ákaflega hæglátur og kurteis maður og sérlega greiðvik- inn. Það var því ósjaldan sem mað- ur leitaði til hans þegar eitthvað þurfti að gera við fjölskyldubílinn, sérstaklega á fyrstu búskaparár- unum og bílarnir ekki þeir nýjustu og beztu. Þá lét hann sig ekki vanta þegar flutningar, fram- kvæmdir eða þess háttar stóð fyrir dyrum. Ævinlega boðinn og búinn að hjálpa þegar svo bar undir og átti jafnvel til að mæta óumbeðinn og tilbúinn að taka til hendinni. Guðjón mundi tímana tvenna. Hann fæddist og ólst upp á Brekk- um í Mýrdal. Hann var aðeins 11 ára þegar faðir hans féll frá og eft- ir stóð móðir hans, ekkja með 12 börn á framfæri. Guðjón ólst því upp við frekar kröpp kjör og fór ungur til vandalausra í kaupa- vinnu. Fyrir ekki löngu sagði hann mér að sárast hefði sér þótt að sú takmarkaða skólaganga sem bauðst í sveitinni á þeim tíma varð enn minni og stopulli hjá honum en til stóð vegna þessara aðstæðna. En því fór fjarri að Guðjón bæri tilfinningar sínar á torg. Eins og sagði áðan tókst ágæt vinátta með okkur Guðjóni. Við ferðuðumst þó nokkuð saman og mér eru minnisstæð ýmis ferðalög, s.s. siglingar með Norrænu, ferðir í Mýrdalinn og síðasta ferðalag okk- ar saman til Kaupmannahafnar ár- ið 2003. Guðjón vann lengst af sem bif- vélavirki hjá Ræsi hf. og var af ýmsum þekktur sem Gaui í Ræsi. Í starfi mínu sem leiðsögumaður hef- ur það oft komið fyrir að ég hef lent á tali við hópferðabílstjóra og þegar það hefur komið upp úr dúrnum að ég sé tengdasonur hans Gauja í Ræsi hef ég einatt upp- skorið aukna vinsemd og virðingu fyrir. Lengst af bjuggu Guðjón og Katrín í Bogahlíð 14 og eftir að Katrín lézt bjó Guðjón þar einn þar til að hann, fyrir nokkrum árum, keypti íbúð í Sóleyjarima, svo til í næsta húsi við okkur hjónin. Það var gott að vita af Guðjóni í ná- grenninu og það leið varla sá dag- ur, meðan hann bjó þar, að hann labbaði ekki yfir til okkar og eyddi með okkur kvöldstund. Síðustu árin sem Guðjón lifði var hann sjúklingur og bjó á hjúkr- unarheimilinu Eir. Þar naut hann einstakrar umönnunar, sem ber að þakka fyrir. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Guðjóni Jóhann- essyni. Ég tel mig ríkari mann fyr- ir vikið og ég óska tengdaföður mínum velfarnaðar á nýrri vegferð hans. Emil Örn Kristjánsson. Guðjón Jóhannesson  Fleiri minningargreinar um Guð- jón Jóhannesson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.