Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Háskólabíó ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 750kr. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA Tvær vikur toppnum í U.S.A.! Í GÆR VAR HÚN VITNI Í DAG ER HÚN SKOTMARK 750k r. 750k r. 8ÓSKARSVERÐLAUN Þ A R Á M E Ð A L BESTA MYNDIN OG BESTI LEIKSTJÓRINN750k r. SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Arn - Tempelriddaren kl. 10:20 B.i.14 ára The Reader kl. 5:40 - 8 B.i.14 ára Choke kl. 6 - 8 -10 B.i.14 ára The boy in the striped... kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12 ára Mall cop kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ Marley and Me kl. 5:30 - 8 - 22:30 LEYFÐ Villtu vinna milljarð kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Killshot kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára He´s just not that into you kl. 6 - 9 B.i. 12 ára Fanboys kl. 6 LEYFÐ Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú b Í SKUGGA HEILAGS STRÍÐS GETUR ÁSTIN VERIÐ FORBOÐIN! SÝND Í SMÁRABÍÓI PÁSKAMYNDIN Í ÁR! Frá þeim sem færðu okkur Shrek og Kung Fu Panda kemur ÓTRÚLEGA SKEMMTILEG teiknimynd fyrir alla fjölskylduna! FYRSTA DREAMWORKS ANIMATION TEIKNIMYNDIN SEM ER GERÐ SÉRSTAKLEGA FYRIRÞRÍVÍDD(3D). Vinsælasta My ndin í USA í dag! Sýnd í völdum kvikmyndhúsum í 3D SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Ógleymanleg saga um strákinn í röndóttu náttfötunum ROGER EBERT USATODAY - E.E., DV SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í HÁSKÓLABÍÓI 5 - S.V., MBL- Ó.H.T.,RÁS 2 - E.E., DV 750k r. HE IMS FRU MS ÝN ING Fast and Furious Heimsfrumsýning kl. 5:50 - 8 - 10 B.i.12 ára Mall Cop kl. 8 - 10 KRAFTSÝNING LEYFÐ Marley & Me kl. 5:50 LEYFÐ Sýnd með íslensku tali 750k r. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Hvert á ég eiginlega að fara?Hvar á ég heima? hugsaðiég með mér síðastliðið laugardagskvöld þar sem ég stóð nánast hríðskjálfandi á mótum Laugavegar og Bankastrætis og velti fyrir mér inn á hvaða skemmtistað ég ætti að fara. Þótt skemmtistaðirnir séu margir og valið ætti því að vera auðvelt er ekki allt sem sýnist, ég nenni ekki að hanga einhvers staðar nema ég finni mig þar inni. Auðvitað er stemningin misjöfn eftir kvöldum og hverjir eru að spila og þetta til- tekna laugardagskvöld virtist vera lítið um stuð.    Kvöldið hófst á Ölstofunni þarsem ég er innan þægindasóns. Ég ákvað síðan að rjúfa það són og elta hópinn sem ég var með á staði sem ég hafði varla rekið nefið inn á áður. Á Thorvaldsen í Austurstræti var meðalaldurinn heldur hár fyrir minn smekk og þar dundi diskó- tónlist, ég hefði þurft að eyða aleigunni á barnum til að komast í dansgírinn þar inni. Næst var hald- ið á Apótekið, stað sem gæti verið virkilega flottur en er með VIP- herbergi (sem ég skil ekki tilgang- inn með) á stórfurðulegum stað og dansgólfið alveg ofan í gangveg- inum. Þar var leikin dúmm-, dúmm-, dúmm-klúbbatónlist og þar sem ég var ekki á Miami Beach heldur í snjóbyl á Íslandi gat ég ekki fyrir mitt litla líf verið þar inni. Sömu sögu var að segja af Ja- cobsen sem var mjög tómur og drungalegur. B5 á að vera voða heitur núna, röðin fyrir utan var löng og plássið fyrir innan vissi ég að væri lítið svo ég nennti ekki eyða tíma mínum í hann. Tónlistin sem ég tel þolanlega er spiluð á Ellefunni og Kaffibarnum en þangað inn kom ekki til greina að fara hjá hinum í hópnum og skildi ég það vel. Báðir staðirnir eru svo litlir að ef vel af fólki er komið þar inn má búast við bjór yf- ir kjólinn áður en við er litið og trampi á tærnar frá einhverjum undir lögaldri. Ekki tekur betra við á Vegamótum og Oliver má muna sinn fífil fegurri auk þess sem hann er út úr kortinu fyrir þá sem ekki fara í ljós.    Auðvitað eru fleiri staðir í bæn-um en eftir þennan rúnt var allt þrek þrotið og öll danslöngun horfin. Næst þegar ég held í bæinn verður skemmtistaðarúntinum haldið áfram, en heitið hef ég mér að reka nefið inn á hverja einustu búllu bæjarins til að vera með á hreinu hvað er í boði. Annars væri draumaskemmti- staðurinn minn tvöfaldur Kaffibar- inn að stærð, hversdagslega inn- réttaður, þ.e ekki með rauðum leðursófum og kristalsljósakrón- um, og með gott flæði svo hægt sé að snúa sér við inni á honum án þess að fá olnboga í augað. Rokk- popp-tónlist í bland við annað fengi svo að óma úr hátölurunum. Kannski er þessi skemmtistaður til og kannski á ég bara eftir að finna hann. En svona fór laugardagskvöldið það. Dæmisaga af djamminu AF LISTUM » Þar var leikindúmm-, dúmm-, dúmm-klúbbatónlist og þar sem ég var ekki á Miami Beach heldur í snjóbyl á Íslandi gat ég ekki fyrir mitt litla líf verið þar inni. LJósmynd/Halldór Kolbeins Skemmtistaðir Stuðið getur stundum verið vandfundið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.