Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 LYFJAGREIÐSLUNEFND hefur endurskoðað verð á lyfinu tysabri sem er notað fyrir MS-sjúklinga. Endurskoðunin er til samræmis við meðalverð á lyfinu í samanburð- arlöndunum Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Verðlækk- unin er að raunvirði um 18,5%. Má gera ráð fyrir að um sé að ræða 18 milljóna kr. lækkun á árskostnaði á heildsöluverði miðað við sölu lyfs- ins á síðasta ári. Ódýrara tysabri fyrir MS-sjúklinga Í FYRRADAG voru stofnuð íbúa- samtök í Norðlingaholti. Um 50 manns mættu á stofnfund samtak- anna sem haldinn var í Norðlinga- skóla. Ákveðið var á fundinum að stofnfélagaskrá félagsins yrði opin til 6. júní nk. og liggur hún frammi í Norðlingaskóla. Formaður samtak- anna var kjörinn Jón Óli Sigurðs- son og varaformaður Hildur Ingv- arsdóttir. Hægt er að koma ábendingum til samtakanna á net- fangið jonoli@simnet.is. Ný íbúasamtök HVALASKOÐUNARSAMTÖK Ís- lands hafna alfarið þeim tillögum sem hvalveiðimenn og starfsmenn Hafrannsóknastofnunar setja fram um „afmörkun svæða til hvalaskoð- unar“. Tillagan ber þess merki að Hafró hefur frá upphafi verið mál- pípa hvalveiðimanna, segir í álykt- un. „Hvalaskoðunarsamtök Íslands krefjast þess að sjávarútvegs- ráðherra skipi nefnd óháðra vís- indamanna sem fær er um að koma með tillögu um fyrirhugaða af- mörkun svæða fyrir hvalaskoðun.“ Hafna svæðum fyrir hvalaskoðun HÁSKÓLARÁÐ Háskólans á Ak- ureyri samþykkti í gær nýjar regl- ur sem fela í sér að akademísk starfsemi háskólans verður eft- irleiðis skipulögð í einingum sem nefnast fræðasvið og deildir. Sam- kvæmt þessu skiptist háskólinn í þrjú fræðasvið; heilbrigðisvís- indasvið, hug- og félagsvísindasvið og viðskipta- og raunvísindasvið. Breyttur háskóli STUTT Borgarfjörður | Í síðustu viku var haldin vígslu- og opnunar- hátíð í nýju húsnæði leikskólans Andabæjar á Hvanneyri. Var öllum nágrönnum og velunnurum skólans boðið í heimsókn til að vera við formlega opnum skólans. Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri í Borgarbyggð, afhenti Valdísi Magnúsdóttur leikskólastjóra lyklavöld að nýju hús- næði. Sr. Flóki Kristinsson blessaði bygginguna. Leikskólinn er þriggja deilda og getur rúmað hátt í sjötíu leikskólanem- endur. Margar góðar gjafir bárust og færðu meðal annars nem- endur Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri leikskólanum stafrófið og ávaxtamyndir, sem nemendur grunnskólans unnu. Andabær opinn fyrir börnum Morgunblaðið/Davíð Pétursson Gjafir Við vígslu- og opnunarhátíðina færðu nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri leikskólanum stafrófið og ávaxtamyndir, sem þeir höfðu unnið. Opnunarhátíð nýs leikskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.