Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LEIÐTOGAR tuttugu helstu efnahagsvelda heims, G20, náðu í gær samkomulagi um að bregðast við efnahags- kreppunni í heiminum með aðgerðum að andvirði 1.100 milljarða dollara. Samkvæmt samkomulaginu verða sjóðir Alþjóðagjald- eyrissjóðsins þrefaldaðir með aukafjárframlögum að and- virði 750 milljarða dollara. Leiðtogarnir hétu því einnig að nota 250 milljarða dollara til að örva heimsviðskipti. Þá verður aðstoð alþjóðlegra þróunarbanka við fátækustu ríki heims aukin um 100 milljarða dollara. Leiðtogarnir samþykktu einnig að birtur yrði listi yfir skattaskjól og gripið yrði til refsiaðgerða gegn þeim, sem fylgdu ekki alþjóðlegum reglum, til að koma í veg fyrir skattsvik og peningaþvott. Gordon Brown, forsætisráð- herra Bretlands, sagði að markmiðið væri að binda enda á þá bankaleynd sem tíðkast hefði. Ennfremur verða reist- ar skorður við kaupaukum bankastjóra og setja á strang- ari reglur um starfsemi áhættusjóða og matsfyrirtækja. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði sam- komulag G20-landanna marka tímamót í baráttunni gegn kreppunni. Jafnvel Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sem hafði hótað að ganga af fundi, sagði að árangurinn hefði verið „meiri en við gátum vænst“. Áætlað er að fyrir lok næsta árs hafi G20-löndin notað alls 5.000 milljarða dollara í baráttuna gegn kreppunni. Þjarmað að skattaskjólum Í HNOTSKURN » Hlutabréfavísitölur íhelstu kauphöllum heims- ins hækkuðu í gær. » Dow Jones-vísitalan í NewYork hækkaði um 2,79% og Nasdaq um 3,29%. Í kaup- höllinni í London nam hækk- unin 4,28%, í París 5,37% og í Frankfurt 6,07%.  Leiðtogar G20 leggja rúma 1.000 milljarða dollara til viðbótar í baráttuna gegn efnahagskreppunni í heiminum  Birtur verður listi yfir skattaskjól og þeim refsað LÖGREGLUMENN á reisulegum hestum standa vörð við dómkirkjuna í Strassborg í Frakklandi gær. Mikill öryggisviðbúnaður er í borginni en leiðtogafundur að- ildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, verður haldinn þar og í þýsku borgunum Baden-Baden og Kehl í dag og á morgun. Reuters Árvakrir gæðingar í Strassborg VÍSINDAMÖNNUM við Sheffield- háskóla í Bretlandi hefur tekist að breyta stofnfrumum úr fósturvísum í frumur sem hegða sér eins og hár- frumur í innra eyranu, að sögn BBC. Talið er að á endanum geti til- raunir af þessu tagi leitt til þess að hægt verði að hjálpa fólki sem hef- ur misst hárfrumur af völdum heyrnarskaða og einnig fólki með meðfædda heyrnargalla. Nokkur ár muni þó líða áður en það takist. Sem stendur er engin leið að lag- færa tjón á hárfrumum í innra eyr- anu en um 10% fólks í heiminum er með skerta heyrn af völdum slíks tjóns. Stofnfrumur úr fósturvísum hafa þann eiginleika að geta breyst í nær allar sérhæfðar gerðir af frumum í mannslíkamanum. kjon@mbl.is Stofnfrumur lagi heyrnina HARÐIR bardagar geisa nú milli stjórnarhermanna og liðsmanna Tamíla-Tígranna á norðaust- anverðu Srí Lanka. Stjórnarliðar fullyrða að verið sé að króa af leifar uppreisnarhersins í Mullaitivu- héraði en Tígrarnir segjast hafa byrjað mikla gagnsókn og fellt hundruð hermanna. Ríkisstjórn landsins vísaði á miðvikudag enn á bug tillögum um vopnahlé en sagð- ist myndu fresta árásum til að gefa óbreyttum borgurum færi á að flýja átakasvæðið. kjon@mbl.is Hart barist á Srí Lanka KÍNVERSKIR ráðamenn hafa gert áætlun um að ríkið verði í fremstu röð í heiminum í smíði tvinnbíla og rafknúinna bíla, þ.á m. stræt- isvagna, innan fárra ára. The New York Times bendir á að Kína sé enn á eftir helstu framleiðsluríkjum á sviði hefðbundinna bíla með sprengihreyfla en gæti stytt sér leið að fyrsta sætinu með áðurnefndri áætlun. Eitt af markmiðum Kín- verja er að draga úr loftmengun með rafbílum og verða minna háðir olíuinnflutningi. kjon@mbl.is Fremstir á sviði rafbíla? Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÞEGAR í gærmorgun var búið að leka út upplýsingum sem þóttu benda til að nokkur árangur yrði af fundi G-20-ríkjanna í London og urðu þá miklar verðhækkanir á mörkuðum. Fleira er nefnt til, seðla- banki Evrópu lækkaði vexti um 0,25%, hækkandi húsnæðisverð í Bretlandi og jákvæðar tölur um þró- un efnahagsmála í Bandaríkjunum. Á mörkuðum eru menn „að verða æ sannfærðari um að ástandið í heim- inum sé að batna og þess vegna vilja fleiri taka áhættu [með því að kaupa verðbréf]“, sagði sérfræðingur hjá Barclays-bankanum breska. Mikil spenna ríkti fyrir fundinn vegna harkalegra ummæla af hálfu ráðamanna Frakka og Þjóðverja undanfarna daga sem kröfðust m.a. róttækra aðgerða til að herða eftirlit með fjármálamörkuðum. Banda- ríkjamenn reyna aftur á móti að fá ríki eins og Þýskaland, Japan og Kína, sem hafa safnað gjaldeyris- forða, til að nota hluta af þessu fé til að hleypa lífi í efnahaginn – og ýta þá hugsanlega undir verðbólgu í lönd- um sínum. Sé til orð sem Þjóðverjar óttast er það óðaverðbólga, reynslan af slíku skeiði upp úr 1920 situr enn í þjóðarsálinni. Og Kínverjar óttast að dollaraforði þeirra brenni upp á verðbólgubáli vegna þess að nú læt- ur bandaríski seðlabankinn prenta meira af peningum en dæmi eru til. En það tókst að koma í veg fyrir martröðina: misheppnaðan fund. „Spurningin er ekki hvort menn ná að taka sameiginlegar ákvarðanir sem eru svo afdrifaríkar að kreppan verði stöðvuð,“ sagði Ralf Pittelkow, stjórnmálaskýrandi Jyllandsposten. „Það gerist ekki, kreppan er of djúp og ágreiningurinn of mikill til þess. Spurningin er hins vegar hvort ár- angurinn verður nógu mikill til þess að ekki verði neikvæð sálfræðileg áhrif af fundinum.“ Engir hurða- skellir í London Nokkur árangur náðist á G-20-fundi Í HNOTSKURN »Sumir segja að kreppanstafi af skorti á reglum og eftirliti. Aðrir að fífldirfska bankanna eigi sér rætur í því að þeir njóti ofverndar seðla- banka sem lofi fyrirfram að vera svonefndir „lánveitendur til þrautavara“. Bankar mis- noti að lokum þetta öryggisnet og fari að haga sér glannalega. STJÓRNVÖLD í Bagdad hafa leyst upp herflokka súnní-araba sem Bandaríkjamönnum tókst á sínum tíma að fá til að berjast gegn al- Qaeda og öðrum uppreisnarhópum í héruðum súnníta. Umræddir súnníta-herflokkar höfðu áður margir stutt al-Qaeda. Liðsmennirnir eru flestir í hér- uðum vestur af Bagdad en þar hafa stuðningsmenn Saddams Husseins, hins fallna einræðisherra landsins, lengi átt fylgi. Hann var sjálfur súnníti og hyglaði þjóðarbrotinu mjög í valdatíð sinni. Morðæði al- Qaeda-manna varð hins vegar til þess að súnní-arabar hurfu flestir frá stuðningi við uppreisnina. Um 100.000 fyrrverandi liðsmenn herflokkanna munu fá störf hjá inn- anríkisráðuneytinu. En óttast er að urgur verði í mörgum sem ekki fá starf við öryggisgæslu. Einnig hefur orðið dráttur á launagreiðslum síð- ustu mánuði vegna minni tekna Íraka í kjölfar lækkandi olíuverðs. Tekur stjórnin, þar sem sjítar ráða öllu, því verulega áhættu með að- gerðinni. kjon@mbl.is Leysa upp herflokka Óttast hörð viðbrögð súnníta í Írak

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.