Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 FRUMVARP um breytingu á lög- um um tímabundnar endur- greiðslur vegna kvikmyndagerðar hér á landi var samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum á Alþingi í gær. Breytingin felur í sér að endurgreiðsluhlutfall vegna er- lendrar kvikmyndagerðar hér á landi mun hækka úr 14 í 20%. Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra sagði að með þessari lagabreytingu væri Ísland orðið samkeppnishæfara á alþjóðlegum kvikmyndamarkaði. Sagðist hann binda vonir við að breytingin myndi laða kvikmyndagerðarmenn til landsins í meiri mæli en áður. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Bæði Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, og Katrín Júl- íusdóttir, þingmaður Samfylkingar, fögnuðu breyting- unni enda ljóst að hún væri at- vinnuskapandi og gæti skapað auknar gjaldeyristekjur. Endurgreiðsl- ur hækkaðar -hágæðaheimilistæki Kr. 21.995* Nýja S2120 ryksugan frá Miele er lágvær, létt, kraftmikil og með stórum poka. Hún fæst í rauðu og bláu. Parketbursti að andvirði kr. 8.650 fylgir frítt með. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Sparaðu með Miele TILBOÐ *tilboð gildir á meðan birgðir endast. Þú sparar kr. 8.650 BIRKIR Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, fór fyrir utandagskrárumræðu á Alþingi um uppbygg- ingu atvinnulífs og stöðu ríkissjóðs. Spurði hann Stein- grím J. Sigfússon fjármálaráðherra hvernig ætlunin væri að bregðast við dramatískum umskiptum á stöðu ríkisjóðs á þessu ári og einnig hvernig ætlunin væri að bregðast við þeirri staðreynd að fjölda námsmanna stæði engin vinna til boða næstkomandi sumar. Kristinn H. Gunnarsson, sem stendur utan þing- flokka, sagði mikilvægt að nýta þau atvinnutækifæri sem þegar væru fyrir hendi. Nefndi hann í því sam- hengi hvalveiðar, sem ekki væri enn búið að afgreiða gegnum þingið. Einnig yrði að horfa til stóriðju til atvinnusköpunar. Undir það tók Helga Sigrún Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Uppbygging atvinnu- lífsins til umræðu Birkir Jón Jónsson Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ eru örfáir dagar til kosninga. Fólkið og atvinnustarfsemina í land- inu þyrstir í lausnir frá stjórnvöld- um. Hins vegar á að nýta þingtímann til að þvinga í gegnum þingið breyt- ingar á stjórnarskránni í ágreiningi. Það er 50 ára hefð fyrir því að breyt- ingar á stjórnarskránni séu ekki gerðar í ágreiningi milli stjórn- málaflokka,“ sagði Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, á blaðamannfundi í gær áður en boðuð umræða um breytingar á stjórn- arskránni var tekin fyrir á Alþingi. Bjarni sagði það ranga forgangs- röðun hjá sitjandi ríkisstjórn að eyða dýrmætum tíma í umræðu um stjórnarskrárbreytingar á sama tíma og efnhagsmálin brynnu helst á þjóðinni. Sagði hann bagalegt að meirihlutinn væri ekki tilbúinn til þess að ræða óhjákvæmilega hag- ræðingu í ríkisrekstri og fyrirhug- aðar skattahækkanir. „Þessu er öllu vísað fram á sumarið þar til eftir kosningar. Þetta eru hins vegar brýnustu málin fyrir þingið til þess að fjalla um. Það var til þess að ræða um slík mál sem þessari ríkisstjórn var komið á laggirnar. Það var á grundvelli óánægju með þróun efna- hagsmála en ekki vegna þess að eitt- hvað hefði brugðist í stjórnskipun landsins sem þessari ríkisstjórn var komið á fót til þess að starfa í 80 daga,“ sagði Bjarni. Vilja breyta 79. greininni Lagði Bjarni áherslu á að Sjálf- stæðisflokkurinn teldi engu að síður þörf á að breyta stjórnarskránni með ígrunduðum hætti og benti á að lagð- ar hefðu verið fram tillögur þess efn- is. Þannig teldu sjálfstæðismenn eðlilegt að breyta 79. grein stjórn- arskrárinnar, þannig að ekki þyrfti að rjúfa þing og fá endurnýjað sam- þykki Alþingis til þess að stjórn- arskrárbreytingar tækju gildi. Röng forgangsröðun Morgunblaðið/Árni Sæberg Gagnrýnin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson gagnrýna boðaðar stjórnarskrárbreytingar. Saka þingmeirihluta um að rjúfa 50 ára hefð um að gera ekki breytingar á stjórnarskrá nema um það ríki þverpólitísk sátt Í HNOTSKURN »Miklum tíma var eytt í aðræða fundarstjórn forseta Alþingis í gær. »Sjálfstæðismenn gagn-rýndu þingforseta harð- lega fyrir að vilja ekki fresta umræðu um stjórnarskrár- breytingar og hleypa fram fyrir hana umræðu um brýn efnahagsmál á borð við heim- ild til samninga um álver í Helguvík og lagafrumvarp um hærri vaxtabætur. »Þingmenn Sjálfstæð-isflokks óskuðu eftir tvö- földum ræðutíma í annarri umræðu um stjórnarskrár- breytingar og var það sam- þykkt. »Því má búast við að um-ræðan dragist nokkuð á langinn og standi jafnvel næstu tvo daga. „ÞAÐ er alveg ljóst að Bretar geta ekki fengið hljómgrunn gagn- vart þessari kröfu og sett hana fram með þeim hætti sem þeir gera nema aðrar þjóðir eins og Ísland og Færeyjar heimili það. Og við munum ekki heimila það,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra í óundirbúinni fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, um Hatton Roc- kall-málið á Alþingi í gær. Bretar hafa sent greinargerð til landgrunns- nefndar Sameinuðu þjóðanna og sótt um full yfirráð yfir landgrunninu á Hatton Rockall-svæðinu en Íslend- ingar, Færeyingar, Írar og Bretar hafa unnið að skiptingu svæðisins sín í milli. Að sögn Össurar vinna íslensk stjórnvöld að formlegu svari við þessu sem afhent verður von bráðar. Að sögn Tómasar H. Heiðar, þjóð- réttarfræðings utanríkisráðuneytis- ins, hefur landgrunnsnefnd SÞ ekki vald til þess að fjalla um greinargerð- ir einstakra ríkja um umdeild haf- svæði nema með samþykki allra deiluaðila. „Af Íslands hálfu er lögð áhersla á að hinir fjórir aðilar Hatton Rockall-málsins, þ.e. Ísland, Bret- land, Írland og Danmörk f.h. Fær- eyja, nái fyrst samkomulagi um skipt- ingu landgrunns á Hatton Rock- all-svæðinu. Að því loknu leggi þeir síðan sameiginlega greinargerð fyrir landgrunnsnefndina um ytri mörk landgrunns á svæðinu, þ.e. mörkin milli landgrunnsins og alþjóðlega hafsbotnssvæðisins sem er þar fyrir utan,“ segir Tómas. Áætlað er að næsti fundur ríkjanna fjögurra um Hatton Rockall-málið verði haldinn í Þórshöfn í júní. „Við munum ekki heimila það“ Össur Skarphéðinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.