Morgunblaðið - 03.04.2009, Page 36

Morgunblaðið - 03.04.2009, Page 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 Fólk Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is TÓNLISTARHÁTÍÐIN Nokia on Ice verður haldin í annað sinn í kvöld, en að þessu sinni verður hún í Listasafni Reykjavíkur og á Só- dómu Reykjavík. Það ber trúlega helst til tíðinda að hljómsveitin Bang Gang mun spila á hátíðinni, en nokkuð er síðan sveitin spilaði síðast hér á landi. „Ég verð með bandið sem ég hef verið með upp á síðkastið. Ég var svo heppinn að fá þá Arn- ar og Nóa úr Leaves, Hrafn Thoroddsen og franska bassaleikarann Stéphane Bertrand til liðs við mig,“ segir Barði Jóhannsson, forsprakki Bang Gang, sem lofar flottum tónleikum í kvöld. „Þegar við héldum útgáfutónleikana komst sér- legur ljósa- og myndvarpamaður okkar ekki. Hann kemst hins vegar núna, þannig að þetta verður heilmikið „show“, mjög myndrænt allt saman.“ Aðspurður segir Barði að sveitin muni að- allega spila lög af nýjustu plötu sinni, Ghosts From The Past, en einnig eitthvað af Something Wrong og svo eitt lag af You. Bang Gang spilar í Listasafni Reykjavíkur ásamt Dr. Spock, Jeff Who? og Sometime. Á Só- dómu Reykjavík spila hins vegar Mammút, Sudden Weather Change, Bárujárn, Cosmic Call og DJ Matti. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og miða- sala fer fram á midi.is. Miðaverð er 2.500 krónur og athygli er vakin á því að takmarkað magn miða er í boði á hátíðina. Myndvarpamaðurinn kemst á Nokia on Ice Myndrænn Barði lofar flottum tónleikum í kvöld.  Uppselt er fyrir löngu á minning- artónleika um Rúnar Júlíusson sem fram fara í Laugardalshöll 2. maí næstkomandi. Það eru synir Rúnars, þeir Baldur og Júlíus, sem standa að tónleikunum en þeir hafa svo safnað í kringum sig fjöldanum öllum af tónlistarmönnum og hljómsveitum sem með einum eða öðrum hætti urðu á vegi Rúnars Júlíussonar á langri og farsælli ævi tónlistarmannsins. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum sama dag kl. 16. Miðaverð verður 1.000 krón- um lægra en á aðaltónleikana en dagskráin verður þó hin sama. Hefst miðasala í dag kl. 10. Eftirfarandi listamenn og hljóm- sveitir koma fram: Áhöfnin á Hala- stjörnunni, Bjartmar Guðlaugs, Björgvin Halldórsson, Buff (Lónlí blú bojs-syrpa), Deep Jimi and the Zep Creams, Eiríkur Hauksson (GCD-syrpa), Hjaltalín, meðlimir Hljóma, Jóhann Helgason, Karla- kór Keflavíkur, Krummi, KK, Lif- un, Páll Óskar, Unun & Helgi Björns, Sálin hans Jóns míns, Shady Owens, Stuðmenn og meðlimir Trú- brots. Aukatónleikar til minningar um Rúna Júl.  Aprílgabb Bjarkar Guðmunds- dóttur virðist hafa slegið í gegn á veraldarvefnum ef marka má google-leitarforritið. Á heimasíðu söngkonunnar sagði frá því að breska rokksveitin Led Zeppelin hefði ráðið Björk til að syngja með bandinu á væntanlegri heimstón- leikaferð í kjölfar ákvörðunar Rob- erts Plant um að tónleikaferð hans með Alison Krauss gengi fyrir. Fréttin fór eins og eldur í sinu um veraldarvefinn og hver bloggsíðan á fætur annarri póstaði viðbrögð við henni. Í athugasemdakerfum blogg- og fréttasíðna var fréttinni alla jafna tekið vel og margir lýstu því yfir að nú gætu þeir loksins hlustað á Led Zeppelin. Almenn ánægja með Björk í Zeppelin Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „MIG hefur lengi langað til að gera þetta, koma til Íslands og spila út um allt land. Það passaði rosalega vel að gera það núna, að byrja tónleikatörn ársins á Ís- landi,“ segir færeyska tónlist- arkonan Eivör Pálsdóttir sem hef- ur tónleikaferð sína um Ísland í kvöld. Eivör kemur fram á sjö tónleikum næstu sex dagana, og verða þeir víða um land. „Þetta verða fyrstu tónleikarnir þar sem ég spila með nýju hljóm- sveitinni minni, og líka fyrstu tón- leikarnir þar sem ég flyt nýtt efni,“ segir Eivör sem hefur feng- ið þrjá vel valda tónlistarmenn með sér í lið, Færeyingana Ben- jamin Petersen (gítar) og Mikael Blak (bassi) og finnska slagverks- leikarann Abdissa „Mamba“ As- sefa, sem er raunar af eþíópískum ættum. Aðspurð segist Eivör vera að hugsa um nafn á nýju hljóm- sveitina sína, en ekki vera búin að finna neitt enn sem komið er. „Ég ætla að spila svolítið bland- að prógramm, bæði gamalt efni og svo annað sem er alveg nýtt og verður á plötunni minni sem kem- ur líklega út í október,“ segir Ei- vör og bætir því við að tónlistin á nýju plötunni verði líklega tölu- vert hrárri en það sem áður hefur heyrst frá henni. „Ég er reyndar ekki komin mjög langt með hana, ég er að vinna í hugmyndum. Maður veit náttúrlega aldrei hvað gerist í stúdíóinu, en ég hugsa að hún verði aðeins hrárri en það sem ég hef gert hingað til.“ Íslendingar eru stríðsmenn Mikið stendur annars til hjá Ei- vöru á árinu. „Ég fer til dæmis til Kanada og verð þar í heilan mán- uð á tónleikaferðalagi í sumar, en svo fer ég líka til Noregs, Svíþjóð- ar og jafnvel fleiri Norðurlanda,“ segir hún. Eivör er búsett í Færeyjum, en hún kemur þó reglulega til Ís- lands. Aðspurð segir hún að vissu- lega finnist sér ástandið í efna- hagslífi þjóðarinnar hræðilegt. „En tilfinningin sem ég fæ þeg- ar ég kem hingað er að fólk sé al- mennt bjartsýnt, og ég held að það sé mikill styrkur fyrir fólk. Ís- lendingar eru stríðsmenn og kunna að standa sig í svona ástandi. Þið eruð náttúrlega vík- ingar,“ segir Eivör og hlær. Eins og fram hefur komið hafa Færeyingar verið duglegir við að styrkja Íslendinga á þessum erf- iðu tímum, bæði andlega og fjár- hagslega. Eivör segir það ekkert nema sjálfsagt. „Þjóðir eins og Færeyingar og Íslendingar eiga auðvitað að hjálpa hvor annarri þegar svona ástand kemur upp. Þannig er ég til dæmis búin að fá styrk frá heimabænum mínum, Götu, fyrir tónleikana mína í Borgarnesi og Vestmannaeyjum, enda eru þetta vinabæir. Þannig að það verður ókeypis á þá tón- leika, og það er frábært að geta boðið upp á það.“ Miðasala er á midi.is. Spilar fyrir víkingana  Eivör Pálsdóttir leggur í tónleikaferðalag um Ísland  Hefur leikinn á Nasa í Reykjavík í kvöld  Ókeypis á tónleika hennar í Borgarnesi og Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Golli Eivör Færeyska gyðjan mun heiðra Íslendinga um land allt með nærveru sinni næstu daga. Er það vel. 3. apríl kl. 20: Nasa, Reykjavík 4. apríl kl. 20: Græni hatturinn, Akureyri 4. apríl kl. 23: Græni hatturinn, Akureyri 5. apríl kl. 20.30: Hólaneskirkja, Skagaströnd 7. apríl kl. 20: Bíóhöllin, Akranesi 8. apríl kl. 20: Menntaskólinn, Borgarnesi 9. apríl kl. 16: Hvítasunnu- kirkjan, Vestmannaeyjum Tónleikar Eivarar Án hvers geturðu ekki verið? Lofts. Hvar læturðu helst til þín taka á heimilinu? Klárlega mestir hæfi- leikar í eldhúsinu og minnstir í til- tektinni. Hversu pólitísk ertu á skalanum frá 1-10? Örugglega svona 7 en er samt að gera mér betur grein fyrir því með aldrinum að þessir flokkar eru allir eins. Fortíðin er sorgleg, nútíminn ótrygg- ur – Guði sé lof að við eigum enga framtíð. Er þetta Ísland í dag? (spyr síðasti aðalsmaður, Valur Freyr Ein- arsson, leikari) Ég reyni alltaf að líta jákvæðum augum á morgundag- inn, finnst þetta ansi neikvætt sjón- armið … :) Hvernig myndir þú vilja deyja? Er ekki hægt að lifa að eilífu? Hvaða málsháttur á best við þig? Ég er ekki búin að fá páskaegg ennþá, en þessi er góður: Að hika er sama og tapa. Hverju myndirðu vilja breyta í eigin fari? Stærri brjóst, minni rass og magi, stærri varir, lengri lappir. Æ ég reyni að vera sátt eins og ég er, maður er að verða svo gamall. Samt alltaf gott að reyna að sýna meiri til- litssemi og umburðarlyndi gagnvart náunganum. Hvaða þekkti Íslendingur fer mest í taugarnar á þér? Davíð Oddsson. Hefurðu lagt í stæði ætlað fötl- uðum? Já, afi var með svona miða í rúðuna og ég fékk stundum bílinn hans lánaðan og svindlaði mér þá í stæðið, maður var ungur og vitlaus :) Hvaða kvikmynd værirðu til í að end- urgera? Pretty Woman með sjálfa mig í aðalhlutverki og Justin í stað- inn fyrir Richard Gere. Myndarlegasti karlmaðurinn fyrir ut- an maka? Ég geri mér það ekki að reyna að velja bara einn … Uppáhaldsíþrótt á eftir badminton? Fótbolti, handboti, tennis o.s.frv. Ég elska íþróttir! Ertu góð í tennis? Ég er ekki góð, en samt betri en mjög margir (sér- staklega þeir sem aldrei hafa spilað spaðaíþrótt). Kanntu þjóðsönginn? „Ó Guð vors lands, ó lands vors Guð. Við lofum þitt heilaga, heilaga nafn …“ Já mér sýnist það bara. Hefurðu áhyggjur af hárvextinum? Já, ég læt gildi samfélagsins stjórna mörgu, meira að segja hversu mikið hár er ásættanlegt að hafa á löpp- unum/handarkrikunum/bikiníl- ínunni, því miður! Í hvaða stelpu/strák varstu fyrst skotin? Ég var rosalega skotin í besta vini mínum þegar ég var fimm ára, Helga Má, en ég held að hann hafi ekki verið skotinn í mér :) Ef þú værir neydd til þess, gætirðu útskýrt íslenska bankahrunið? Kannski í mjög einfölduðu máli, en reyni að hugsa sem minnst um þessa menn sem settu þjóðina á hausinn. Hvers viltu spyrja næsta viðmæl- anda? Af hverju spilar þú ekki bad- minton? TINNA HELGADÓTTIR AÐALSMAÐUR ÞESSARAR VIKU VARÐ ÞREFALDUR ÍSLANDSMEISTARI Í BADMINTON UM SÍÐUSTU HELGI, EN HÚN SIGRAÐI Í EINLIÐALEIK, TVENNDAR- OG TVÍLIÐALEIK.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.