Morgunblaðið - 03.04.2009, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.04.2009, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ALLIR hlutaðeigandi aðilar hafa undirritað samningsskilmála vegna áframhaldandi framkvæmda við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn. Hafa ríki og borg með sameiginlegu eignarhaldi á félaginu Austurhöfn-TR ehf. keypt félögin Portus og Situs, sem höfðu með upp- byggingu á tónlistarhúsinu að gera, ásamt byggingarrétti á allri lóðinni Austurbakka 2. Hefur samkomulagið verið undir- ritað af menntamálaráðherra, fjár- málaráðherra, borgarstjóra, Nýsi og ríkisbönkunum, sem koma að sam- bankaláni upp á 14,5 milljarða króna til að ljúka framkvæmdum, að með- töldum vöxtum á byggingartíma. Hlutur Nýja Landsbankans þar af er um átta milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum blaðsins eru ríki og borg ekki að skuldbinda sig umfram þá samninga sem áður höfðu verið gerðir árið 2006. Sam- kvæmt þeim greiðir ríkið um 440 milljónir á ári til 35 ára og borgin ár- lega um 370 milljónir, eins og staðan var í október sl. Þessar fjárhæðir hafa án efa hækkað síðan en miðað við október sl. eru þetta um 28 millj- arðar króna, þar af rúmir 15 millj- arðar frá ríkinu og 13 milljarðar frá borginni, þegar allt er saman tekið. Með samkomulaginu tekur Aust- urhöfn-TR við öllum réttindum og skyldum sem fylgja samningum um byggingu og rekstur hússins en ver- ið er að skoða möguleika á breyttri og aukinni nýtingu þess. 28 milljarðar í tónlistarhús  Samkomulag undirritað um áframhaldandi byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss  Sambankalán ríkisbankanna upp á 14,5 milljarða króna til verkloka árið 2011 Í HNOTSKURN »Miðað er við að bygginguhússins ljúki í febrúar 2011 og það vígt um vorið. » ÍAV mun fjölga starfs-mönnum á byggingarstað úr 150 í 200 og í sumar verða þarna yfir 300 manns. Nú hefst líka vinna við fyrsta áfanga að bílakjallara. LÖG og fræði- kenningar end- urspegla ekki endilega það sem raunverulega er að gerast í nor- rænum stjórn- skipunarrétti. Þar eru að verki fleiri og ólík áhrif, einkum vaxandi áhrif mannréttindareglna, áhrif frá sambandslagakerfi Evrópusam- bandsins auk þess sem þáttur dóm- stóla við úrlausn pólitískra deilu- mála verður sífellt meira áberandi. Þetta er meðal niðurstaðna dokt- orsritgerðar Kára á Rógvi sem hann varði við lagadeild Háskóla Íslands í gær. Byrjað var að bjóða doktorsnám við lagadeild Háskóla Íslands fyrir fimm árum og var færeyski lögfræð- ingurinn Kári á Rógvi fyrsti nem- andinn. Það eru því viss tímamót þegar hann lýkur námi. Nokkrir Ís- lendingar eru á mismunandi stigum í doktorsnáminu. Eiríkur Tómasson prófessor var leiðbeinandi Kára. Kári fjallar í ritgerð sinni um stjórnskipulegt endurskoðunarvald dómstóla í vestnorrænu ríkjunum, Noregi, Danmörku og Íslandi, auk Grænlands og Færeyja, í stjórn- málalegu og fræðilegu tilliti. Hann segir við Morgunblaðið að auk dómstólanna hafi Mannréttinda- dómstólinn í Strassborg, samstarfið innan Evrópska efnahagssvæðisins, Fríverslunarsamtaka Evrópu og dómstóll Evrópusambandsins áhrif þegar skýra þurfi stjórnskipunarlög og önnur lög. Kári segir að þessar breytingar hafi áhrif á laga- framkvæmd og lagakennslu. „Það er ekki auðvelt að kenna lög í dag en það er líka meira spennandi,“ segir Kári. Nýtist á lögþinginu Frá því Kári lauk laganámi við Kaupmannahafnarháskóla og fram- haldsnámi í Aberdeen í Skotlandi hefur hann verið stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands, við Há- skólann á Akureyri og í Færeyjum. Hann var einn af frumkvöðlum þess að hafin var kennsla í lögfræði við Fróðskaparsetur Færeyja en þar starfar hann sem fastur kennari. Segist hann hafa áhuga á að byggja kennsluna frekar upp, til dæmis með því að fá færeyska lögfræðinga heim í framhaldsnám. Ekki er vitað til þess að færeyskur lögfræðingur hafi áður lokið doktorsprófi. Þá er Kári þingmaður á lögþingi Færeyja, fyrir Sjálvstýrisflokkinn. Hann telur að þær breytingar sem hann fjallar um í ritgerð sinni hafi jákvæð áhrif á störf lögþingsins. Þingmenn fái skýrari spurningar til að fjalla um en þegar málin komi tilbúin frá embættismönnum eða stjórnvöldum. helgi@mbl.is Ólík áhrif á lögin Þingmaður ver dokt- orsritgerð í lögum Kári á Rógvi Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is NEMENDUR úr 7. bekk Melaskóla eru að búa til smækk- að líkan af sólkerfinu. Munu þeir setja það upp í sólkerf- isrölti á laugardag. Sólin verður á Ingólfstorgi, tæplega 50 sm í þvermál, jörðin verður sandkorn í Austurstræti og Neptúnus bolti á Hlemmi. Sólkerfisverkefnið í Melaskóla er liður í alþjóðlegu vís- indamiðlunarverkefninu 100 stundum af stjörnufræði. Sverrir Guðmundsson, annar umsjónarmaður Stjörnufræ- ðivefjarins, kom hugmyndinni á framfæri við skólann. Edda Pétursdóttir, umsjónarkennari bekkjarins, sagði að unnið væri að stjörnufræðiverkefnum í sjötta bekk á hverju ári og verkefnið nú væri kærkomin upprifjun á því sem nemendurnir lærðu í fyrra. Í verkefninu er komið inn á ýmis fög, meðal annars stærðfræði, náttúrufræði, upp- lýsingatækni og smíðar. Mikið ríður á að rétt sé staðið að útreikningum við smækkun sólkerfisins. Nemendurnir vildu ekki minnka reikistjörnurnar of mikið, svo þær sæjust almennilega. Ef fjarlægðir á milli reikistjarnanna hefðu verið hafðar í sama mælikvarða hefðu þær dreifst yfir allt of stórt svæði. Það kom krökkunum mest á óvart hvað sólkerfið er stórt og reikistjörnunar langt frá sólinni – og jörðin lítil, eins og Vilborg Lilja Bragadóttir tók til orða. Þegar Sverrir Guðmundsson heimsótti bekkinn lagði hann áherslu á að sömu hlutföll væru notuð í útreikningum á fjarlægð og þvermáli. Miða yrði við plássið frá Ingólfs- torgi að Snorrabraut þannig að ekki mætti vera lengra en einn og hálfur kílómetri á milli sólarinnar og Neptúnusar. Sýndi hann þeim jafnframt góðar aðferðir við útreikn- ingana. Nemendurnir skiptu sér í hópa og völdu ákveðnar reiki- stjörnur til að vinna með. Elías Pétur Þórarinsson langaði að fræðast meira um Mars. Niðurstaða hans var að nota saltkorn sem er 2 millimetrar í þvermál til að tákna Mars og það yrði að vera í 76 metra fjarlægð frá sólinni, einhvers staðar í Austurstræti. Vilborg var í hópi sem valdi sér Úr- anus. Hentaði best að nota borðtennisbolta til að tákna hann. Boltanum verður komið fyrir uppi á Laugavegi, í tæplega eins kílómetra fjarlægð frá sólinni á Ingólfstorgi. „Það kom mér skemmtilega á óvart hvað þau gerðu þetta nákvæmlega. Ég kenni stjörnufræði í menntaskóla og þar förum við ekki jafn nákvæmlega í þetta,“ segir Sverrir. Könnun hans á verkefnum í alþjóðlega stjörnu- fræðiverkefninu leiddi í ljós að fimm hópar væru að smækka sólkerfið. Krakkarnir í 7. bekk Melaskóla eru þó einu grunnskólanemendurnir. Edda er stolt af nemendum sínum og telur að verkefnið hafi skilað miklu. Auk Sverris aðstoðaði María Soph- usdóttir náttúrufræðikennari við kennsluna. Ákveðið var að sýna afrakstur verkefnisins á spjöldum. Allir verða með spjald með mynd og upplýsingum um við- komandi reikistjörnu. Með þetta verður gengið frá tákn- mynd af sólinni klukkan 11 næstkomandi laugardag og leiðin stikuð upp á Hlemm og hnöttunum komið fyrir á réttum stöðum á leiðinni. Heimsmaraþonið 100 stundir af stjörnufræði Morgunblaðið/Heiddi Stjörnufræði Nemendur sjöunda bekkjar Melaskóla kynna niðurstöður stjörnufræðiverkefnis síns á spjöldum. Sólin á Ingólfstorgi og Neptúnus á Hlemmi Nemendur sjöunda bekkjar Melaskóla spreyta sig á því að smækka sólkerfið og kynna afraksturinn í miðbænum 100 stundir af stjörnufræði, heimsmaraþon í stjörnu- fræði, er haldið í tilefni af alþjóðlegu ári stjörnufræð- innar 2009. Verkefnið stendur í fjóra sólarhringa. Í dag hefst vefvarp sem nefnist „Umhverfs hnöttinn á 80 sjónaukum“ og stendur yfir í sólarhring. Hægt er að komast á það á stjornuskodun.is Á morgun kl. 14 verður Lárus Thorlacius með fyr- irlestur um uppruna alheimsins í Öskju, náttúrufræði- húsi HÍ. Um kvöldið verður stjörnuskoðunarkvöld fyrir almenning. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness býð- ur fólki að skoða gígana á tunglinu og hringa Satúrn- usar í sjónaukanum í Valhúsaskóla kl. 21. Umhverfis hnöttinn ALÞINGI hefur ályktað að Ásta R. Jóhannes- dóttir félags- og tryggingamála- ráðherra feli Jafnréttisstofu að hrinda af stað aðgerðum til að efla hlut kvenna í sveitarstjórn- um. Konur voru tæp 36% sveitarstjórnarmanna á landinu eftir síðustu kosningar, 2006. Hlutfall kvenna í nefndum, ráðum og stjórnum sveitarstjórna var svipað. Sveitarstjórnarkosn- ingar verða næst haldnar vorið 2010. Auka á hlut kvenna Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir FORNVERKASKÓLINN í Skaga- firði býður upp á fimm námskeið í fornu handverki á sínu þriðja starfsári. Í boði eru námskeið í torf- hleðslu, grjóthleðslu, grindarsmíði, viðgerðum á gömlum torfbæjum og gluggasmíði. Námskeiðin eru hald- in frá apríl og fram í september og eru öllum opin. Nánari upplýsingar veitir Bryn- dís Zoëga í síma 453 5097 eða á net- fanginu bryndisz@skagafjordur.is. Rétt handtök Það er betra að kunna vel til verka við grindarsmíði. Námskeið í torfhleðslu Í FYRRADAG var samningur und- irritaður á milli Norðurlanda og Cayman-eyja. Samningurinn veitir norrænum skattyfirvöldum upplýs- ingar um skattskyldar innistæður og tekjur og getur veitt aðgang að fjármagni sem ekki hefur verið gef- ið upp til skatts í heimalandinu. Samningur um skatta MIKIL aðsókn hefur verið í sum- arstörf hjá Kirkjugörðum Reykja- víkurprófastsdæma, en undanfarin sumur hafa um 160 ungmenni verið ráðin til umhirðustarfa í þeim kirkjugörðum sem eru í umsjá KGRD. 946 umsóknir bárust, sem er metaðsókn. Umsóknir á árunum 2006-2008 voru að meðaltali 333 og hafði þeim fækkað frá árunum 2003-2005 en þá var meðaltalið 687. Mikil aðsókn í sumarstörf Árétting Frestur fyrir Íslendinga sem búsett- ir eru erlendis til að óska eftir kosn- ingarrétti rann út 25. mars sl. Í frétt á baksíðu Morgunblaðsins kom rétt dagsetning fram en í myndatexta sagði ranglega að fresturinn hefði runnið út 25. apríl sl. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistök- um. LEIÐRÉTT STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.