Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 32
32 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 Sudoku Frumstig 7 8 9 6 4 3 2 7 5 8 9 8 5 7 1 9 2 3 6 5 8 4 5 1 3 6 7 8 4 1 2 9 4 2 9 9 8 7 3 4 7 2 9 3 5 2 6 3 9 4 9 3 6 3 2 7 9 5 8 5 3 4 2 9 3 6 2 1 7 8 5 6 8 4 5 9 2 6 1 3 7 7 6 3 1 4 5 9 2 8 9 2 1 3 8 7 6 4 5 4 9 2 8 5 3 7 6 1 5 1 6 7 9 4 3 8 2 3 8 7 6 1 2 5 9 4 2 3 4 5 6 1 8 7 9 1 7 8 2 3 9 4 5 6 6 5 9 4 7 8 2 1 3 1 9 7 6 8 3 2 5 4 5 2 8 1 9 4 3 6 7 4 3 6 5 2 7 9 8 1 2 7 5 3 4 9 6 1 8 8 6 1 2 7 5 4 3 9 9 4 3 8 6 1 5 7 2 3 5 2 9 1 8 7 4 6 6 1 4 7 3 2 8 9 5 7 8 9 4 5 6 1 2 3 1 5 7 4 2 6 9 3 8 2 4 3 8 9 7 1 6 5 8 9 6 3 1 5 4 7 2 5 1 2 6 4 8 7 9 3 3 6 8 5 7 9 2 1 4 4 7 9 2 3 1 8 5 6 9 8 4 1 5 3 6 2 7 7 2 5 9 6 4 3 8 1 6 3 1 7 8 2 5 4 9 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 3. apríl, 93. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá að mæla svik. (1 Pt. 3, 10.) Víkverji horfði á Kilju EgilsHelgasonar á miðvikudags- kvöldið og þótti gott koma til þess framtaks Aðalsteinu Sum- arliðadóttur í Ólafsvík að hafa for- göngu um minnisvarða um Jóhann Jónsson í uppvaxtarbæ hans. Vík- verji kynntist Söknuði á mennta- skólaárum og þykir hann einhver magnaðasti texti íslenzkur og ævi og örlög skáldsins leita jafnan á hug- ann, þegar nafn hans er nefnt. Ræktarsemi eins og Aðalsteina hef- ur sýnt minningu Jóhanns og heimabæ þeirra er lofsverð svo ekki sé meira sagt. x x x Víkverji getur ekki hrópað húrrafyrir öllum viðskiptum sínum við póstinn. Á póstkössum stendur að þeir séu tæmdir klukkan 16:30, en stundum stenzt það ekki og póst- kassarnir tæmdir fyrr svo bréf sem koma rétt fyrir lokun ná ekki póst- bílnum í það skiptið, en bíða til næsta dags. Á pósthúsinu í Ármúla var Vík- verja sagt frá seinni ferð klukkan 18, en þegar komið var með bréfin hafði bílinn farið klukkan 17:30 og reynd- ar sagði afgreiðslustúlkan að menn töluðu um að fella seinni ferðina nið- ur. Það er ergilegt að geta ekki treyst á póstinn hvað þetta varðar og kemur sér illa, þegar bréfunum liggur á að komast til móttakandans. x x x Kunningi Víkverja fór á bens-ínstöð um daginn og ætlaði að kaupa þurrkur. Hann spurði ungan afgreiðslumann hvort hann ætti til vinnukonur fyrir þessa bíltegund. Ungi maðurinn horfði undrandi á viðskiptavininn og sagði: Nei, við er- um bara með stráka til að setja bensín á bílana, en engar vinnukon- ur. Vinur Víkverja varð ekki síður undrandi og sagði: Ég sé ekki betur en að þið séuð með vinnukonur þarna uppi á vegg. Augnablik brá fyrir ótta í augum unga afgreiðslu- mannsins, en þegar hann sá á hvað viðskiptavinurinn benti kom skiln- ingur í augun og hann sagði: Jáá- ááá!, þú meinar glugga-clean. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 háfleyg í tali, 4 tyggja, 7 véfengja, 8 slitum, 9 málmur, 11 skip, 13 nöf, 14 hams- laus, 15 trjámylsna, 17 atlaga, 20 blóm, 22 storkun, 23 alda, 24 ber, 25 fiskavaða. Lóðrétt | 1 svínakjöt, 2 ásælni, 3 sælgæti, 4 skeifur, 5 trúar- leiðtogar, 6 sárum, 10 angan, 12 væl, 13 löng- un, 15 mylla, 16 manns- nafn, 18 skoðar vand- lega, 19 gremjast, 20 yndi, 21 agasemi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 afskiptur, 8 grjón, 9 lesin, 10 alt, 11 arður, 13 sorti, 15 hvörf, 18 smala, 21 lóm, 22 laugi, 23 áfall, 24 álitamáls. Lóðrétt: 2 fljóð, 3 kænar, 4 pilts, 5 ufsar, 6 ugla, 7 endi, 12 urr, 14 orm, 15 hæla, 16 ötull, 17 flimt, 18 smáum, 19 aðall, 20 auli. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rf3 e6 5. Be2 c5 6. Be3 cxd4 7. Rxd4 Re7 8. Rd2 Rbc6 9. R2f3 Be4 10. O-O Rg6 11. c4 Be7 12. Rxc6 bxc6 13. cxd5 Bxd5 14. g3 O-O 15. Bd4 Dc7 16. Bc3 Hfd8 17. Da4 Bc5 18. Hac1 h6 19. Hc2 a5 20. a3 Bb6 21. Dg4 a4 22. He1 Da7 23. Hf1 Db8 24. He1 Ba5 25. Bxa5 Hxa5 26. Db4 Dxb4 27. axb4 Haa8 28. Hd2 Hdb8 29. Hd4 c5 30. bxc5 Hxb2 31. Hd2 a3 32. Ha1 Staðan kom upp í blindskák á Am- ber mótinu sem lauk fyrir skömmu í Nice í Frakklandi. Indverski heimsmeistarinn Viswanathan Anand (2.791) hafði svart gegn Sergey Kar- jakin (2.706) frá Úkraínu. 32. …Rxe5! 33. Hxb2 Rxf3+ og hvítur gafst upp enda liðstap óumflýjanlegt. Svartur á leik. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Leirdúfubrids. Norður ♠K982 ♥K8 ♦73 ♣Á10864 Vestur Austur ♠DG105 ♠Á764 ♥Á2 ♥96543 ♦ÁD92 ♦1084 ♣G73 ♣9 Suður ♠3 ♥DG107 ♦KG65 ♣KD52 Suður spilar 1G. Leirdúfur hafa það hlutverk í lífinu að vera skotnar niður. Sem er ekki öf- undsvert hlutskipti, eins og Stefán Jónsson telur sig vita manna best: „Ég afplánaði 96 spil af leirdúfubrids um helgina, en öll þjáningin var full- komlega þess virði út af einu spili,“ skrifar hann í tölvupósti. Stefán var í vestur. Suður vakti á tígli, pass hjá Stefáni og spaðasvar í norður. Eitt grand sagði suður og þar við sat. Ekki stórbrotin niðurstaða, en það eru litlu hlutirnir sem veita sanna gleði. „Nú grunar mig,“ segir Stefán „að langflestir hafi spilað út ♠D og ekki fundið í framhaldinu að tryggja sér þrjá tígulslagi, enda ansi þungt. En mér var ungum kennt að spila fjórða hæsta í lengsta lit og kom því út með ♠5 – tvistur, fjarki og þristur. Hvílík gleði.“ (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Láttu neikvæðnina ekki ná tökum á þér núna. Þetta er ekki rétti tíminn til þess að ætla sér að komast til botns í einhverju. (20. apríl - 20. maí)  Naut Lífið er í föstum skorðum og þú ert hæstánægður. Notaðu samstöðuna til að koma sem flestu í framkvæmd. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert upplagður í hlutverk sátta- semjarans og þú ert jafnvígur á fjöl- skyldumál sem og deiluefni utanaðkom- andi. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Þú lýkur þínu verki samt sem áður. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Dembdu þér í slaginn og láttu engan bilbug á þér finna þótt hart sé að þér sótt. Haltu fram á við og þú hittir réttu mann- eskjuna til að fara með þér alla leið. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Leyfðu vinum þínum að sýna þér þakklæti fyrir það sem þú hefur þeim vel gert. Vertu ekki alltaf að flagga því þótt þú vitir stundum betur. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú sættir þig við hlutina eins og þeir eru, þar til eitthvað sem gerist um miðjan dag sýnir þér fram á að til eru fleiri mögu- leikar. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Orðum þarf að fylgja einhver athöfn því annars missa þau marks. Opn- aðu því hug þinn og hjarta fyrir gleðiboð- skap. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Leiðindamál leysist af sjálfu sér þegar nýjar staðreyndir koma fram í dags- ljósið. Varastu að láta hugmyndaflugið hlaupa með þig í gönur. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Er það ímyndun eða ertu alltaf að rekast á vissa manneskju? Þetta er allt- of mikil tilviljun til að það hafi enga þýð- ingu. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vatnsberinn hefur tamið sér að takast á við vandamál um leið og þau verða. Mundu að ekki er allt gull sem glóir og að sígandi lukka er best. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það má oft leysa hlutina með hugviti og litlum peningalegum kostnaði. Sumir munu hlýða á visku þína, en aðrir eru bara að spyrja af gömlum vana. Stjörnuspá 3. apríl 1943 Listamannaskálinn við Kirkju- stræti í Reykjavík var vígður við hátíðlega athöfn og opnuð „fjölskrúðugasta listasýning eftir íslenska myndlistarmenn er sýnd hefir verið til þessa,“ eins og sagði í Morgunblaðinu. Skálinn var rifinn árið 1968. 3. apríl 1969 Tveggja daga Hungurvaka hófst í Menntaskólanum í Reykjavík til að vekja athygli á hungri á heiminum. 3. apríl 1979 Úthlutað var úr Kvikmynda- sjóði í fyrsta sinn. Hæstu styrkir voru veittir til mynd- anna Lands og sona, Óðals feðranna og Veiðiferðarinnar. 3. apríl 1984 Hundahald var leyft í Reykja- vík, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Það hafði verið bannað haustið 1971. 3. apríl 2001 Grænmetisskýrslan var birt. Samkeppnisráð sektaði inn- flytjendur grænmetis og ávaxta um 105 milljónir króna vegna verðsamráðs og skipt- ingar markaða. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Jón Valgeir Guðmundsson, Hjallastræti 32, Bolungarvík, er áttræður í dag. Jón Valgeir er að heiman á af- mælisdaginn, í óvissusprelli í faðmi fjölskyld- unnar. 80 ára ÞAÐ er ekki að merkja árafjöldann á Gunnari Að- ólf Guttormssyni á Litlabakka í Hróarstungu. Þessi fyrrverandi oddviti er manna sprækastur þegar kemur að refaveiðum og hreindýraleiðsögn, hann gengur til 140 kinda og syngur í þremur kór- um. Gunnar býður vinum og vandamönnum til átt- ræðisafmælis í Tungubúð í kvöld. „Ég hef verið veiðimaður alla mína ævi og er enn að fara á tófu og í hreindýraleiðsögn,“ segir afmælisbarnið og bætir því við að hann haldi sér við með skytteríinu. „Það er svolítið breitt á gren- in og farið að hægja á manni en þá getur maður bara brugðið sér á hjól og stytt sér þannig leið. Svo liggur maður upp á gamla mátann og tekst á við þetta snjalla dýr sem rebbi er.“ Gunnar er líka söngglaður maður með afbrigðum. „Við erum með karlakór hérna sem ég er í núna og svo syng ég í kór Egilsstaða og kirkjukórnum hér heima í sveitinni.“ Hann hefur þó látið vera að inn- rita sig í kór eldri borgara. „Þeir sem þekkja mig eru nú að skamma mig og stríða og segja að ég sé bara of mikill með mig. En það er al- rangt því maður hefur bara ekki tíma. Það verður einhver kór að vera afgangs!“ ben@mbl.is Gunnar Aðólf Guttormsson er áttræður í dag Glímir við rebba á grenjum Nýirborgarar Akranes Nína Líf fæddist 20. febrúar kl. 11.26. Hún vó 2.945 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Barbara Fleckinger og Örvar Már Marteins- son. Reykjavík Diðrik Högni fæddist 11. janúar kl. 14.49. Hann var 16 merk- ur og 52 cm á lengd. For- eldrar hans eru Hildur Björk Yeoman og Daníel Karl Björnsson. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.