Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.04.2009, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 2009 VORIÐ 1998 voru gerðar verulegar breytingar á reglum um skattlagningu arð- greiðslna milli hluta- félaga og voru þær breytingar í samræmi við þá þróun sem orðið hafði í löndunum í kringum okkur í þá veru að gera þessar greiðslur skattfrjálsar. Þessar breyt- ingar höfðu það að leiðarljósi að tryggja það að hagnaður í atvinnu- rekstri væri einungis skattlagður einu sinn í rekstrinum og síðan end- anlega hjá eiganda hans. Undanskil- inn var þó arður af félagi í lág- skattaríki sem skyldi ætíð skattskyldur að fullu. Í tengslum við þessar breytingar kom einnig til tals að gera hagnað hlutafélaga af sölu eignarhluta í fé- lögum skattfrjálsan og var vikið að þessu í at- hugasemdum fjár- málaráðuneytisins með því frumvarpi sem lagt var fram í tengslum við þessar skattalagabreyt- ingar. Þar sagði að al- menna reglan um skatt- lagningu hagnaðar hlutafélaga af sölu eign- arhluta í félögum væri sú í öðrum löndum OECD að sölu- hagnaðurinn væri yfirleitt skatt- lagður með skatthlutfalli hlutafélags- ins. Þessar upplýsingar ráðuneytisins voru ekki alveg réttar og í flestum löndum sem við berum okkur saman við er aðalreglan sú að þessi hagn- aður er undanþeginn almennri skatt- lagningu með einum eða öðrum hætti. Þessar upplýsingar ráðuneyt- isins urðu m.a. til þess að Alþingi ákvað að halda áfram skattlagningu þessa hagnaðar, en veitti heimild til frestunar hans gegn kaupum í nýjum hlutabréfum í staðinn innan 2ja ára. Eftir þetta sat Ísland því uppi með skattlagningarreglur sem voru miklu óhagstæðari en reglurnar í helstu samkeppnislöndum okkar. Afleið- ingin var síðan sú að mörg af stærstu fyrirtækjum landsins fluttu hlutafjár- eign sína í erlend eignarhaldsfélög og þar með undan eftirliti íslenskra skattyfirvalda. Enn kemur frumvarp úr fjár- málaráðuneytinu og er því m.a. ætlað að ná í skottið á þeim sem fluttu eignasöfn sín yfir í erlend eign- arhaldsfélög. Í því er haldið fram að almenna reglan um skattlagningu vaxtatekna erlendra aðila sé sú „í skattalöggjöf í okkar heimshluta“ að þessar tekjur séu skattlagðar. Um- sagnaraðilar frumvarpsins sem er til meðferðar á Alþingi um þessar mundir gerðu efnahags- og skatta- nefnd Alþingis grein fyrir því að al- menna reglan á hinum Norðurlönd- unum væri sú að þessar tekjur væru undanþegnar skatti. Þessu svaraði ráðuneytið að bragði með því að leggja fram lista fyrir nefndina með upplýsingum um skattlagningu vaxtatekna erlendis sem eru að hluta til málinu óviðkomandi og að hluta til rangar. Það er auðvitað ótækt að ekki sé unnt að treysta upplýsingum fjár- málaráðuneytisins um grundvall- aratriði í skattalöggjöf nágranna- þjóða okkar og þessar röngu og villandi upplýsingar verði síðan til þess að á Alþingi séu teknar stefnu- markandi ákvarðanir um framtíð- arskattlagningu einstaklinga og fyr- irtækja. Í framhaldinu komu síðan fram til- lögur um endurupptöku eignarskatts hér á landi sem frambjóðandi Vinstri grænna viðraði í Morgunblaðinu í síð- ustu viku og fjármálaráðherra tók undir í sjónvarpinu. Þar segist fram- bjóðandinn ætla að hafa eignarskatta annars staðar á Norðurlöndunum til viðmiðunar en þar hafi þeir að hans sögn verið um tvö prósent. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá IBFD (International Bureau of Fiscal Documentation) er lagður á eignarskattur í Noregi samtals 1,1%. Annars staðar á Norðurlöndunum þekkist eignarskattur ekki lengur. Spurningin er þessi. Fékk frambjóð- andinn þessar upplýsingar í fjár- málaráðuneytinu? Upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu? Garðar Valdimars- son skrifar um skattamál » Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá IBFD er lagður á eign- arskattur í Noregi sam- tals 1,1%. Annars staðar á Norðurlöndunum þekkist eignarskattur ekki lengur. Garðar Valdimarsson Garðar Valdimarsson er hrl. og end- urskoðandi hjá Deloitte. VORIÐ 1961, snemma morguns, opn- aði hjúkrunarfræð- ingur dyrnar á 6 manna stofunni sem afi minn svaf í ásamt fimm öðr- um. Hann hafði verið lagður inn á Landspít- alann í Reykjavík með kransæðastíflu þremur dögum áður. 1961 fengu sjúklingar morfín við verkjum og húsaskjól, ekki mikið meira. Því var það eðlilegt í þá daga að sjúklingar með bráða krans- æðastíflu svæfu eftirlitslausir á 6 manna stofum Landspítalans. Því var það einnig eðlilegt að einhver væri látinn að morgni sem hafði gengið til náða kvöldið áður lifandi. Þennan maímorgun var afi látinn, eðlilegasti hlutur í heimi, 55 ára gamall. Meðalaldur þeirra sem eru endurlífgaðir í dag er 57 ár. 1961 voru ekki til sérstakar hjartadeildir með þráðlausum bún- aði sem fylgist með lífsmörkum sjúklinganna. Ekki voru til lyf sem bætt geta ástand sjúklinganna. Ekki til hjartaþræðing, ekki til kunnátta í endurlífgun, ekki til gjörgæsla. Ekki til hámenntað og þrautþjálfað starfs- fólk. Því má fullyrða að hver einstaklingur sem lifði af kransæðastíflu árið 1961 hafi kostað Landspítalann marg- falt minna en í dag. Því væri það, hreint rekstrarlega séð, mun hagstæðara að hverfa aftur til baka og taka upp þá einföldu með- ferð sem var í boði 1961. Þrátt fyrir aug- ljósan rekstrarhagnað vill enginn hverfa til gömlu tímanna. Munurinn á árangri þá og nú er svo augljós að ekki þarf að ræða málið. Fyrirhugað er að loka bráða- móttöku Landspítalans við Hring- braut. Allir bráðasjúklingar fari fyrst inn í Fossvog. Ef þar kemur í ljós að þú sért með bráða krans- æðastíflu þá verður þú fluttur niðrá Hringbraut. Þar er öll aðstaða til að sinna hjartasjúklingum og ekki er hægt að flytja þá vinnuaðstöðu það- an. Í dag koma hjartasjúklingar beint á Hringbrautina. Þar með er komin auka-stoppistöð og auka- flutningur fyrir hjartasjúklingana ef þeir eiga að millilenda fyrst í Foss- voginum. Að skilja að greiningu og meðferð á bráðri kransæðastíflu í einu bæjarfélagi er nýmæli. Að greina kransæðastífluna í Fossvogi og meðhöndla sömu kransæðastíflu síðan á Hringbraut er ekki eingöngu nýmæli heldur afturhvarf til for- tíðar. Það hafa ekki komið fram nein gögn sem benda til þess að þetta nýja fyrirkomulag sé jafngott eða betra fyrir sjúklingana. Aftur á móti sýna margar erlendar rannsóknir að þetta fyrirkomulag sem fyrirhugað er gefur af sér lakari árangur en það fyrirkomulag sem er núna til staðar. Við vitum í dag að meðferðin á Hringbraut er ein sú besta í heimi. Meginástæðan er sú að öll þjónusta er á einum stað. Lakari árangur hef- ur í för með sér að færri mannslífum er bjargað. Verri heilsu því margir munu koma seinna í hjartaþræðingu en nú og hver mínúta skiptir máli. Allt þetta leiðir á endanum til aukins kostnaðar. Hvati þessara breytinga er sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Ég tel þessa sparnaðarráðstöfun mjög misráðna og hvet þá sem að- hyllast hana til að nema staðar og hugsa sig vel um. Hver og hver og vill og verður? Gunnar Skúli Ármannsson skrifar um lokun bráða- móttöku Land- spítalans við Hringbraut » Að skilja að greiningu og meðferð á bráðri kransæðastíflu í einu bæjarfélagi er nýmæli. Gunnar Skúli Ármannsson Höfundur er læknir. V i n n i n g a s k r á 48. útdráttur 2. apríl 2009 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 3 2 9 3 2 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 2 5 1 1 3 2 8 7 3 3 4 4 5 3 5 4 5 2 0 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 11867 41136 45610 59723 68656 78592 36282 43015 59426 61035 76886 79788 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 2 7 3 1 1 3 9 6 2 2 0 6 1 3 2 6 1 5 3 9 7 3 1 5 0 6 2 8 6 7 5 7 2 7 6 8 0 5 7 0 2 1 1 7 1 7 2 3 9 4 6 3 3 2 7 4 4 0 1 0 8 5 0 9 7 2 6 7 7 5 7 7 7 1 6 0 7 4 7 1 2 1 2 5 2 4 5 7 0 3 3 6 7 7 4 0 2 6 2 5 1 5 6 9 6 8 4 2 8 7 7 2 9 6 7 9 0 1 3 2 5 7 2 5 6 5 4 3 3 8 3 6 4 1 7 6 0 5 1 7 7 0 6 8 9 0 1 7 8 1 1 1 1 3 4 5 1 3 3 1 3 2 5 9 8 7 3 4 0 2 0 4 3 8 6 4 5 3 0 3 0 7 0 3 0 5 7 9 0 4 9 3 9 1 8 1 3 3 7 8 2 8 6 4 1 3 4 2 0 9 4 4 5 2 0 5 5 6 6 1 7 1 1 5 5 7 9 1 4 5 4 6 0 6 1 4 5 2 4 2 9 7 3 7 3 4 2 7 5 4 5 1 5 5 5 6 8 9 6 7 2 0 2 1 7 9 1 4 8 6 3 2 5 1 4 8 8 2 2 9 9 0 2 3 4 8 7 6 4 6 2 5 0 5 8 4 0 4 7 2 6 6 1 7 9 2 6 7 7 4 9 7 1 5 0 9 6 3 0 5 2 3 3 6 1 4 8 4 6 9 9 1 5 8 8 0 0 7 2 8 7 1 7 9 5 9 1 8 6 5 9 1 7 2 7 8 3 1 8 8 2 3 6 7 7 9 4 7 2 9 9 6 0 0 7 3 7 4 5 6 4 9 7 7 3 1 8 4 5 1 3 1 9 2 6 3 6 8 9 7 4 7 6 8 9 6 1 5 2 0 7 4 8 6 2 1 0 1 2 9 1 8 5 2 0 3 2 1 9 6 3 7 3 0 8 4 8 7 4 7 6 3 9 5 5 7 6 5 2 1 1 1 0 5 4 2 1 7 3 2 3 2 5 0 4 3 9 3 8 1 5 0 0 0 9 6 4 1 7 8 7 6 5 5 1 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 1 8 5 9 9 5 5 1 9 7 1 4 3 2 3 8 9 4 1 4 5 7 5 1 8 6 9 6 2 8 9 9 7 2 8 1 9 2 8 6 1 0 1 7 2 2 0 0 6 4 3 2 4 1 5 4 2 3 1 5 5 3 2 6 8 6 2 9 2 9 7 2 8 9 6 3 1 3 1 0 3 8 0 2 0 0 6 5 3 2 5 1 5 4 2 4 0 0 5 3 3 7 9 6 3 0 2 8 7 2 9 0 7 4 8 1 1 0 4 4 6 2 0 9 2 4 3 3 1 4 7 4 2 4 5 1 5 3 9 8 2 6 3 2 2 8 7 2 9 4 6 6 1 3 1 0 7 9 5 2 1 2 3 0 3 3 4 1 5 4 2 7 4 1 5 4 0 2 5 6 4 0 2 3 7 3 6 8 9 1 2 9 9 1 1 3 9 3 2 1 2 7 7 3 3 5 4 4 4 3 0 0 6 5 4 3 8 7 6 4 2 3 9 7 3 9 1 0 1 8 8 4 1 2 0 8 0 2 1 3 4 5 3 3 5 6 5 4 3 2 1 4 5 4 6 9 1 6 4 6 5 1 7 4 4 1 8 2 3 4 0 1 2 2 9 6 2 1 4 8 1 3 4 2 0 4 4 3 4 2 4 5 4 7 8 8 6 4 6 6 1 7 4 5 4 0 2 4 3 0 1 2 7 0 7 2 1 5 9 7 3 4 3 4 2 4 3 4 4 0 5 4 8 0 1 6 4 7 3 6 7 5 0 9 1 3 6 4 6 1 2 8 2 9 2 1 6 2 4 3 5 0 7 9 4 3 5 3 6 5 5 0 3 6 6 5 4 5 5 7 5 3 6 8 4 1 8 4 1 3 1 1 0 2 1 8 4 4 3 5 0 8 3 4 4 2 7 4 5 5 1 0 1 6 5 6 0 4 7 5 4 9 1 4 3 2 5 1 3 2 5 2 2 1 8 6 8 3 5 1 4 8 4 4 2 9 1 5 5 1 3 6 6 5 9 2 9 7 5 7 6 5 4 4 2 3 1 3 2 7 0 2 2 0 3 2 3 5 5 4 2 4 4 9 4 4 5 5 1 7 8 6 6 1 3 4 7 6 7 6 4 4 8 3 9 1 3 7 3 8 2 2 1 8 1 3 5 9 0 1 4 5 3 7 1 5 5 3 3 1 6 6 4 0 1 7 6 8 9 0 5 1 5 8 1 4 6 6 9 2 2 2 3 7 3 5 9 6 7 4 5 4 6 9 5 6 2 3 0 6 6 9 9 3 7 7 1 1 9 5 6 3 0 1 4 7 6 7 2 2 4 6 5 3 6 1 1 7 4 6 4 3 2 5 6 5 7 9 6 7 6 0 0 7 7 1 4 8 5 8 0 9 1 5 2 7 3 2 2 5 2 6 3 6 7 2 4 4 6 9 9 6 5 6 6 6 4 6 7 6 4 4 7 7 3 2 4 6 0 8 8 1 5 3 0 0 2 2 9 0 6 3 6 8 8 1 4 7 0 5 8 5 6 8 1 6 6 7 8 1 8 7 7 4 9 5 6 9 5 2 1 5 3 0 6 2 3 0 9 7 3 7 1 8 5 4 7 4 6 5 5 7 9 3 0 6 8 0 4 7 7 7 6 5 3 6 9 9 1 1 5 7 0 9 2 4 3 6 3 3 7 2 5 7 4 8 1 8 9 5 8 0 8 3 6 8 0 5 5 7 7 6 5 5 7 4 0 1 1 5 9 4 5 2 5 3 8 6 3 7 9 4 2 4 8 7 0 5 5 8 9 9 6 6 8 7 4 8 7 7 8 8 0 7 9 0 4 1 6 7 6 9 2 5 8 9 1 3 8 2 7 7 4 8 9 1 6 5 9 0 3 7 6 9 7 5 5 7 8 4 4 9 8 6 2 0 1 6 8 1 6 2 7 5 4 5 3 8 4 7 7 4 9 8 7 0 5 9 6 6 9 6 9 8 4 9 7 9 2 2 7 8 6 7 6 1 6 8 7 1 2 7 7 0 6 3 8 8 7 7 5 0 3 2 4 6 0 3 2 9 7 0 0 6 0 7 9 6 2 6 8 7 1 6 1 6 9 9 2 2 9 1 0 8 3 8 9 4 1 5 0 4 9 1 6 0 4 1 8 7 0 2 9 2 7 9 6 9 2 8 8 1 1 1 7 1 3 6 2 9 3 0 1 3 9 1 4 6 5 0 6 1 1 6 0 4 8 1 7 0 8 1 5 7 9 8 7 6 8 9 0 6 1 7 4 9 7 2 9 8 4 6 3 9 1 6 9 5 0 8 3 6 6 0 9 8 7 7 1 0 0 6 9 0 5 8 1 8 3 7 4 3 1 1 5 0 3 9 3 9 2 5 0 8 9 1 6 1 0 1 1 7 1 2 5 8 9 3 0 7 1 8 5 2 5 3 1 3 6 0 4 0 0 2 7 5 1 3 0 8 6 1 3 4 3 7 1 4 2 3 9 6 5 0 1 9 0 1 2 3 1 5 5 0 4 0 8 9 8 5 1 6 1 2 6 1 6 4 9 7 1 6 4 4 9 8 2 6 1 9 0 1 5 3 1 6 4 5 4 1 2 1 3 5 1 6 5 0 6 1 7 1 9 7 2 1 2 6 9 9 3 1 1 9 4 4 5 3 2 0 1 9 4 1 2 9 3 5 1 7 2 4 6 2 2 2 1 7 2 2 4 5 Næstu útdrættir fara fram 8. apríl, 16. apríl, 22. apríl & 30. apríl 2009 Heimasíða á Interneti: www.das.is Í ÁLYKTUN Lands- fundar Sjálfstæð- isflokksins um menn- ingarmál er lagt til að „lög um listamannalaun verði endurskoðuð með það að markmiði að taka upp verk- efnatengda listsköp- unarsjóði“. Þarna virðist gæta ákveðins mis- skilnings. Starfslaun listamanna eru í raun verkefnatengdur listsköp- unarsjóður. Það var einmitt með lög- unum frá 1991 sem tekin var upp sú skipan að greiða listamönnum laun fyrir að vinna ákveðin verkefni. Út- hlutað er á grundvelli umsókna þar sem listamenn tilgreina ítarlega í hverju viðkomandi verkefni felast og á hvaða tíma þau verði unnin. Starfslaun listamanna eru þar með ekki viðurkenning fyrir störf fortíð- arinnar, heldur þvert á móti eins verkefnatengd og hugsast getur. Góður árangur af fyrri störfum styrk- ir vissulega allar umsóknir, en það gildir ekki frekar um starfslaun lista- manna en önnur viðlíka umsóknarferli. Ef til vill er hér verið að blanda starfslaunum listamanna saman við heiðurslaun listamanna sem Alþingi veitir beint, en þau eru, eins og nafnið bendir til, ætluð til að heiðra nokkra af elstu og helstu lista- mönnum þjóðarinnar og eru þar með ekki verk- efnatengd. „Lista- og menning- arlíf þjóðarinnar hefur blómstrað á undanförnum árum“ segir í upphafi ályktunarinnar, og vafalaust má rekja það að verulegu leyti til starfs- launa listamanna, sem hafa ýtt mörgu verkefninu úr vör sem annars hefði aldrei farið á flot. Stærsti sjóðurinn er sá sem greiðir rithöfundum starfs- laun, og á hann verulegan þátt í upp- gangi bókmenntanna undanfarin ár Rétt er að taka undir óskir lands- fundarins um að áfram verði haldið „að hlúa að þeim grunni sem lagður hefur verið í lista- og menningarlífi þjóðarinnar“. Reyndar segir einnig að Sjálfstæðisflokkurinn leggi „áherslu á stuðning við skapandi list- ir“, og því fagna íslenskir listamenn. Bandalag íslenskra listamanna getur tekið undir það að lög um lista- mannalaun eigi að taka reglulega til endurskoðunar, en þó ekki með þeim formerkjum sem koma fram í drög- um að ályktun Landsfundarins og enn má lesa á heimasíðu flokksins, en þar stendur í fjórða lið: „Lands- fundur vill leggja niður listamanna- og heiðurslaun í núverandi mynd“. Því hlýtur Bandalag íslenskra lista- manna að fara þess á leit við tals- menn Sjálfstæðisflokksins að þeir út- listi nánar hvað í ályktun þeirra um menningarmál felst. Tíminn styttist óðum til kosninga og íslenskir lista- menn munu aldrei una því að áratuga barátta þeirra fyrir starfsskilyrðum sé fyrir borð borin og að engu höfð. Um starfslaun listamanna Ágúst Guðmunds- son segir starfslaun listamanna verkefnatengd » Starfslaun lista- manna eru þar með ekki viðurkenning fyrir störf fortíðarinnar, heldur þvert á móti eins verkefnatengd og hugsast getur. Ágúst Guðmundsson Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.