Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt-
ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
MARTA Guðjónsdóttir var endurkjörin formaður
Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykja-
vík, á aðalfundi ráðsins síðdegis í gær. Um 300
manns mættu á fundinn sem er óvenju góð mæting
að sögn Mörtu.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, ávarpaði fundargesti og var honum vel tekið,
segir Marta. „Ég tengi þessa góðu mætingu einmitt
því að nýr formaður er að koma í fyrsta skipti fram
á vettvangi Varðar og menn hafi viljað hlýða á
hann,“ segir hún og vísar því á bug að styrkjamálið
svokallaða hafi ýtt undir mætinguna. „Það minntist
enginn á það á þessum fundi. Það var mikill ein-
hugur og eindrægni og mikil jákvæðni meðal fund-
armanna,“ segir hún.
Ekkert mótframboð var í formannsstólinn þar sem
Marta hefur setið síðustu tvö ár en hún er fyrsta
konan sem gegnir þessu embætti. Þá var kosin sjö
manna stjórn félagsins úr hópi ellefu frambjóðenda
að hennar sögn. ben@mbl.is
Styrkirnir ekki til umræðu
Marta Guðjónsdóttir endur-
kjörin formaður Varðar
Morgunblaðið/Golli
Mætt Bjarni Benediktsson kemur til fundar ásamt Ill-
uga Gunnarssyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.
KRISTÍN Ingólfsdóttir, rektor Há-
skóla Íslands, vonast til þess að
hægt verði að bjóða 30 til 35 nám-
skeið á vegum
skólans í sumar.
„Við reiknum
með að geta boð-
ið bæði nám-
skeið og próf
sem fylgja þeim
og próf sem
byggjast á sjálfs-
námi,“ segir
Kristín.
Miðað er við
að sem flestir geti nýtt nám-
skeiðin, að sögn Kristínar. „Við er-
um að leita álits hjá nemendum.
Það er til dæmis verið að gera
könnun á menntavísindasviðinu
sérstaklega til þess að kanna óskir
og þarfir stúdenta þannig að hægt
sé að bjóða námskeið sem mæta
þörfum sem flestra.“
Háskólarektor segir bæði kenn-
ara og starfsfólk í stjórnsýslu allt
af vilja gert til þess að leggja sig
fram og stytta sumarfrí sín til þess
að geta komið til móts við þarfir
stúdenta.
Í einhverjum tilfellum munu
fastir kennarar ekki taka laun fyr-
ir kennslu á sumarnámskeiðum.
Fleiri eru reiðubúnir til að-
stoðar, að sögn Kristínar. „Fyr-
irtæki, stofnanir og jafnvel ein-
staklingar hafa haft samband við
okkur og boðið ókeypis kennslu-
kraft og aðstöðu til náms. Ég á
von á því það verði talsvert úrval
af námskeiðum í sumar.“
ingibjorg@mbl.is
Yfir 30 sumar-
námskeið
í boði við HÍ
Kristín
Ingólfsdóttir
TÍU sérfræðingar á vegum kosn-
ingaeftirlits ÖSE (Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu) tóku til
starfa í gær.
Þeir munu fylgjast með fram-
kvæmd þingkosninganna 25. apríl
næstkomandi, auk þess sem þeir
munu eiga fundi með stjórnvöldum,
framboðunum, kjörstjórnum og
öðrum sem koma að kosningunum.
Hópurinn, sem kom til landsins í
fyrradag, fundaði með fulltrúum
dómsmálaráðuneytisins í gær. Þá
munu þeir funda með landskjör-
stjórn í dag.
Hópurinn verður hér á landi
fram yfir kosningar og mun skila af
sér skýrslu í kjölfarið.
jonpetur@mbl.is
Tíu menn frá
ÖSE komnir
MIÐSTJÓRN Bandalags háskóla-
manna er ósátt við yfirlýsingar um yf-
irvofandi kjaraskerðingu og gaf út yf-
irlýsingu í gær vegna umræðu um
launalækkun og skattahækkun.
„Háskólamenntaðir opinberir
starfsmenn hafa orðið fyrir umtals-
verðri kaupmáttarskerðingu á und-
anförnum misserum. Því til viðbótar
hafa víða verið gerðar breytingar á
vinnuskipulagi sem skerða kjör svo
nemur tugum prósenta í sumum til-
fellum.
Fyrir var þessi hópur með 20 – 30 %
lægri laun en sambærilegir hópar á al-
mennum vinnumarkaði.“ Miðstjórnin
bendir á að launakostnaður ríkisins sé
um 23% af heildarútgjöldum. Launa-
lækkun myndi því duga skammt til að
leysa fjárhagsvandann.
Þá bendir miðstjórnin á að í síðustu
tvennum kjarasamningum hafi vægi
háskólamenntunar í launum minnkað.
Frekari þróun í þá átt ógni atvinnu-
þátttöku háskólamenntaðra á Íslandi.
Einnig bitni skattabreytingar og
auknar tekjutengingar harðast á milli-
tekjuhópum. | 8
Mótmæla
frekari
skerðingu
Segja laun BHM-
félaga hafa skerst
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„VIÐ núverandi aðstæður þarf að
styrkja velferðarkerfið,“ sagði Jó-
hanna Sigurðardóttir, forsætisráð-
herra og formaður Samfylking-
arinnar, á fundi ÖBÍ og
Þroskahjálpar í gærkvöldi. Sagði
hún ámælisvert að ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
hefði ekki nýtt góðærið til þess að
styrkja velferðarkerfið. Undir þetta
tók Ögmundur Jónasson, heilbrigð-
isráðherra og þingmaður Vinstri
grænna. Minnti hann á að velferð-
armál væru ekki bara útgjaldamál
heldur líka jafnréttismál. „Það sem
gerir okkur að siðuðu samfélagi er
m.a. það að standa sameiginlega
undir kostnaði við veikindi ann-
arra,“ sagði Ögmundur og tók fram
að það mætti aldrei vera svo að
sjúkir gætu ekki leitað sér lækninga
vegna skorts á fjármunum.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, mótmælti því
harðlega að ekki hefði verið hugað
að velferðarmálum þegar hans
flokkur sat í ríkisstjórn og sagði töl-
urnar tala sínu máli, því útgjöld til
velferðarmála hefðu vaxið í valdatíð
Sjálfstæðisflokksins. „Sjálfstæðis-
menn hafa staðið fyrir því að hér í
landinu hefðu allir aðgang að heil-
brigðiskerfinu, óháð efnahag. Það er
ekki bein og breið leið, en þangað
viljum við fara,“ sagði Bjarni.
Spurt um greiðsluþak
Þráinn Bertelsson, rithöfundur og
frambjóðandi Borgarahreyfing-
arinnar, sagðist vilja búa í þjóðfélagi
þar sem enginn hefði rétt til að vera
hamingjusamur ef einhverjir í sam-
félaginu byggju við skort og kallaði
eftir stuðningi fundargesta til þess
að geta skapað slíkt þjóðfélag.
Að loknum framsögum gafst
fundargestum kostur á að koma
skriflegum spurningum til fram-
bjóðenda og barst slíkt ógrynni
spurninga að ekki náðist að bera
nema brot þeirra upp. Fundarstjóri
fór þess á leit við fulltrúa flokkanna
að þeir svöruðu spurningunum
skriflega til birtingar á vef ÖBÍ og
tóku þeir allir vel í það. Meðal þess
sem spurt var um var hvernig
fulltrúar flokkanna hygðust standa
að hækkun örorkubóta og ellilífeyris
og hvort staðið yrði við lög, hvort
þeir væru hlynntir greiðsluþaki
sjúklinga í heilbrigðiskerfinu,
hvernig fjölga mætti búsetuúrræð-
um fyrir fatlaða, hvort þeir væru
hlynntir táknmálstúlkun eða textun
á öllu íslensku sjónvarpsefni og
hvernig komið yrði til móts við þann
sístækkandi hóp sem ekki hefði
lengur efni á að leysa út lyf sín.
Morgunblaðið/Golli
Stjórnmálamenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ögmundur Jónasson, Bjarni Benediktsson, Jóhanna Sigurðar-
dóttir, Þráinn Bertelsson, Guðjón Arnar Kristjánsson ásamt Gerði Aagot Árnadóttur, formanni Þroskahjálpar.
Allir sammála um að
verja velferðina
Húsfyllir á lokafundi ÖBÍ og Þroskahjálpar í gærkvöldi
Spurningum rigndi yfir fulltrúa stjórnmálaflokkanna
Í HNOTSKURN
»Verjum velferðina var yf-irskrift fundaraðar ÖBÍ og
Þroskahjálpar sem lauk á
Grand hóteli í gærkvöldi.
»Á lokafundinum tóku tilmáls fulltrúar allra stjórn-
málaflokka sem bjóða fram í
komandi kosningum nema
Lýðræðishreyfingin.
»Spurning kvöldsins varhvernig flokkur viðkom-
andi stjórnmálamanns hygðist
verja velferðina.
SAMKOMULAG um þinglok lá ekki
fyrir í gærkvöld þegar Morgun-
blaðið fór í prentun og var þess ekki
að vænta fyrir
nóttina. Að sögn
Guðbjarts Hann-
essonar þing-
forseta er boðað
til fundar í stjórn-
arskrárnefnd kl.
8.15 í dag þar
sem málið verður
rætt og þing-
fundur hefst í
framhaldinu
klukkan tíu.
„Það eru ekki fleiri mál eftir en
svo að hægt er að klára þau á 4 til 6
tímum ef samkomulag næst um
það,“ sagði hann seint í gærkvöld.
Þar ber stjórnarskrármálið hæst en
að auki þarf að komast að sam-
komulagi um ræðutíma í öðrum mál-
um til að hægt sé að ná niðurstöðu
um þinglokin, að hans sögn.
ben@mbl.is
Enn óvíst
um þinglok
Guðbjartur
Hannesson
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
F
G
42
04
0
04
.2
00
8