Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 Þórður Pálmi var skírður í höfuðið á Þórði föðurafa sínum og Pálma langafa síns. Síðar fengu allir þrír synir Þórðar að bera nafnið Pálmi sem seinna nafn. Frá fyrstu tíð var Þórður mjög skemmtilegt barn. Hann var með ólíkindum hláturmild- ur, brosmildur og koma vel fyrir sig orði. Hann lék oft á als oddi og það varð til þess að föðursystirin heim- sótti fjölskylduna, Nonna, Habbý, Jóa og Þórð, eins oft og mögulegt var. Þórður smitaðist fljótt af hesta- Þórður Pálmi Jónsson ✝ Þórður PálmiJónsson fæddist í Keflavík 13. apríl 1972. Hann lést í Dan- mörku 4. apríl 2009. Foreldrar hans eru Hrafnhildur Jóhanns- dóttir frá Hólmavík og Jón Pálmi Þórð- arson frá Sandgerði. Þórður Pálmi ólst upp í Sandgerði, en síðast- liðin 13 ár bjó hann í Danmörku þar sem hann starfaði við ís- lenska hestinn. Hann lætur eftir sig fjögur börn, Alex- ander Pálma, Jón Pálma, Tristan Pálma og Evu Maríu. Útför hans var gerð frá Hoven kirke í Danmörku í gær. Meira: mbl.is/minningar dellu föður síns og þeir feðgar áttu sam- leið í hestamennsk- unni. Öll fjölskyldan átti þetta sameigin- lega áhugamál sem var líka þeirra lífs- máti. Þegar hann var unglingur var hann fenginn til að passa frændsystkini sín og þeim þótti hann svo fyndinn að þau hlógu allt kvöldið þangað til þau verkjaði í mag- ann. Hann gat heldur betur verið með húmorinn á réttum stað. Þórður var margslungin persónu- leiki því hann gat bæði verið ótrú- lega fyndinn en líka stundum fúll á móti. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur og var ekkert að smjaðra fyrir öðrum eða reyna að ganga í augun á fólki. Hann sagði sína meiningu umbúðalaust og var prýddur þeim kosti að geta verið hreinskilinn. Minningarnar um Þórð munu lifa áfram í hugum okkar sem syrgjum hann nú. Við sendum fjölskyldu hans og vinum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Megi góður guð styðja ykkur í sorg ykkar þegar þið reynið að halda áfram göngunni í breyttum heimi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Lovísa Þórðardóttir, Gísli Arnbergsson, Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Sig- tryggur Jón Gíslason. Vinkona mín hefur kvatt. Vin- skapur okkar var ekki langur í árum talið, en fölskvalaus og „hann Dóri minn“ mun ekki hljóma framar á Vesturgöt- unni. Ég þakka vinskap okkar og megi góður Guð blessa minn- ingu Ingibjargar Guðlaugs- dóttur. Halldór Halldórsson. HINSTA KVEÐJA ✝ Steinunn Ingi-björg Torfhildur Guðlaugsdóttir fæddist í Hnífsdal 6. október 1917. Hún lést á Vífilsstöðum 3. apríl 2009. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Al- bert Bjarnason, f. 1886, d. 1961, og Þóra Guðmundína Guðmundsdóttir, f. 1879, d. 1952. Ingi- björg var yngst fjög- urra systkina sem nú eru öll látin. Þau voru Guð- jón Bjarni, f. 1906, d. 1977, Elín Þóra, f. 1909, d. 2001, og Magn- ús Guðmundur Árni, f. 1911, d. 1987. Ingibjörg fluttist til Reykjavíkur 1929 með for- eldrum sínum. Hún bjó í for- eldrahúsum þar til hún giftist, 1939, manni sínum Þorsteini Guðlaugi Pálssyni vélvirkja, f. 4. júní 1916, d. 10. júlí 1989. Þau eignuðust fjögur börn: Elínu Guðrúnu, f. 16. febrúar 1940, Pál Níels, f. 16. maí 1949, Guðlaug Þór, f. 25. september 1950, og Þóru Guð- mundínu Dal, f. 7. ágúst 1955. Ingibjörg og Þorsteinn bjuggu alla tíð í Reykjavík og hófu búskap sinn að Óðinsgötu 6. Þaðan fluttust þau 1948 í Skipa- sund 4 en 1963 fluttust þau á Vesturgötu 57a, þar sem þau bjuggu til dauða- dags. Ingibjörg sinnti lengst af hús- móðurstörfum en eftir að börnin voru uppkomin fór hún út á vinnumarkaðinn. Lengst af vann hún lagerstörf hjá Hagkaupum eða þar til hún fór á eftirlaun. Útför Ingibjargar fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 16. apríl 2009, og hefst athöfnin kl. 15. Elsku mamma, nokkur fátækleg kveðjuorð frá okkur systkinunum. Þessa síðustu daga sem við sát- um hjá þér á Vífilsstöðum, rifj- uðum við upp svo margar góðar minningar. Við minntumst glað- lyndis þíns og fallegu orkunnar þinnar; hversu sporlétt þú varst og kvik í hreyfingum. Hversu mikið yndi þú hafðir af söng og dansi og hvernig þú áttir það til að bresta í söng við húsverkin. Gömlu, góðu íslensku sönglögin og sálmarnir voru í uppáhaldi. Við minnumst einlægrar trúar þinnar og að þú gerðir alltaf ráð fyrir tilvist Drott- ins í öllu. Og þó að þú værir ekki kirkjurækin þá kunnir þú samt ógrynni af sálmum og trúarlegum lögum. Að þú skammaðist aldrei né reifst í okkur sama hversu ódæl við vorum. Að faðmur þinn var alltaf opinn, svo mjúkur og hlýr og að þú varst alltaf fús að hjálpa okkur ef við þurftum og vildum. Þú elskaðir okkur fölskvalaust og hafðir sjálf verið mikil mömmu- og pabbastelpa. Þú varst greiðvikin og vinnufús. Þú varst hjálpsöm og vinum þínum svo trú og trygg, við minnumst vinkvenna hverra vin- átta entist frá barnæsku til dauða- dags. Já, það yrði of langt mál að telja upp allar minningarnar á langri ævi en það sem situr eftir eru falleg hughrif, hughrif sem bera vott um djúpan og skilyrð- islausan kærleik þinn okkur til handa. Kærleik, sem er okkur til eftirbreytni og sem við síðan fær- um áfram til okkar fjölskyldna. Það er, þegar allt kemur til alls, besti arfurinn af öllu. Ég lít í anda liðna tíð, er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi, svo aldrei, aldrei gleymi. (Halla Eyjólfsdóttir.) Elín, Páll, Guðlaugur og Þóra. Steinunn Ingibjörg Torfhildur Guðlaugsdóttir                          ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, dóttur okkar, systur, mágkonu og frænku, JÓHÖNNU SIGRÍÐAR EYJÓLFSDÓTTUR, Andrésbrunni 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- þjónustunnar Karitas fyrir hlýhug og góða umönnun. Sigurður Ívar Sigurðsson, Eyjólfur Högnason, Kristjana Heiðdal, Ásta Eyjólfsdóttir, Þorgeir Ástvaldsson, Högni Eyjólfsson og frændsystkini. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SJÖFN JÓHANNSDÓTTIR, áður til heimilis á Hjallabraut 33, lést á Sólvangi í Hafnarfirði mánudaginn 6. apríl. Jarðarför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnar- firði föstudaginn 17. apríl kl. 13.00. Sonja Larsen, Þórður Benediktsson, Jóhann Larsen, Hildur Valgeirsdóttir, Edda Larsen, Guðmundur Ásgeir Sölvason, Axel Birgir Knútsson, Jóhanna Jónsdóttir, Hilmar Knútsson, Jónína Ívarsdóttir, Gerða Knútsdóttir, Krister Olsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg sambýliskona mín, móðir og systir, ANNA BRYNDÍS ÁRNADÓTTIR, Urðargili 9, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 17. apríl kl. 10.30. Jón Árni Elísson, Guðmundur Árni Þorvaldsson, Gunnar Árnason, Guðlaug Árnadóttir, Jakob Árnason, Edda Árnadóttir og fjölskyldur. ✝ Faðir okkar og tengdafaðir, INGÓLFUR GUÐBRANDSSON, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 17. apríl kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Tónlistar- safn Íslands. Þorgerður Ingólfsdóttir, Knut Ødegård, Rut Ingólfsdóttir, Björn Bjarnason, Vilborg Ingólfsdóttir, Leifur Bárðarson, Unnur María Ingólfsdóttir, Thomas Stankiewicz, Inga Rós Ingólfsdóttir, Hörður Áskelsson, Eva Mjöll Ingólfsdóttir, Kristinn Sv. Helgason, Andri Már Ingólfsson, Valgerður Franklínsdóttir, Árni Heimir Ingólfsson. ✝ Hjartans þakkir til allra fyrir hlýhugar samúðar- kveðjur vegna fráfalls okkar ástkæra SIGURBJÖRNS ÓFEIGS HALLGRÍMSSONAR. Þökkum fyrir alla aðstoðina. Fyrir hönd sambýliskonu, sona, foreldra, systkina og vina hans. Guð blessi ykkur öll. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra JÓNS ÓSKARS GUÐMUNDSSONAR, Hrafntóftum 2, áður Langholtsvegi 44. Sérstakar þakkir til starfsfólks Lundar fyrir frábæra umönnun. Sigurbjörg Ingvarsdóttir, börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.