Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 106. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Telur hættu á oflækningum
Ögmundur Jónasson heilbrigðis-
ráðherra telur hættu á oflækningum
sjúklinga verði svokölluðu ávísana-
kerfi komið á, þar sem peningar
fylgdu sjúklingi til ákveðinna verka.
»Forsíða
Mótmæla kjaraskerðingu
Miðstjórn BHM mótmælir yfirlýs-
ingum um yfirvofandi kjaraskerð-
ingu og segir háskólamenntaða
starfsmenn í opinbera geiranum
hafa orðið fyrir umtalsverðri kaup-
máttarskerðingu undanfarin miss-
eri. »2 og 8
Hústökur ný aðferð
Hústökur í pólitísku skyni eru ný
aðferð á Íslandi en í gær handtók
lögregla 22 menn í tengslum við hús-
töku á Vatnsstíg í Reykjavík. Þeir
voru látnir lausir síðar um daginn.
Aðgerðir lögreglu, frá því hún
braust inn í húsið og þar til síðasti
hústökumaðurinn var leiddur út,
tóku um tvo klukkutíma. »20
SKOÐANIR»
Staksteinar: Fyrirgreiðslu-
pólitíkin lifir
Forystugreinar: Hústakar og
verktakar | Skuldahalinn í Efstaleiti
Pistill: Góð fyrirmynd
Ljósvakinn: Það er enginn
Ástþór á Akureyri.
Sameining á auglýsingamarkaði
Vaxtalækkun gæti sparað milljarða
Reykjavíkurborg fær ekki
1,3 milljarða til baka
VIÐSKIPTI»
!
"
# $
%
%
"
&' ("'
" )
*+,-+.
*/.-/.
*.0-12
++-22/
*/-./1
*3-31+
***-30
*-+1+4
*/.-0.
*21-/.
5 675 *3# 869 +../
*+,-3.
*/*-42
*.3-*,
++-,43
*/-*30
*3-2+1
***-13
*-+12*
*/.-/,
*2/-4,
++.-+*,.
&:8
*+,-1.
*/*-1+
*.3-01
++-1.*
*/-+*.
*3-2,0
**+-*2
*-+1//
*/*-30
*2/-10
Heitast 12°C | Kaldast 3°C
Hægviðri og víða
léttskýjað.
Hiti þrjú til tólf stig,
hlýjast á suðvestur-
hluta landsins. »10
Godfather 2 nær að
færa spilun opinna
leikja á næsta stig
með því að bæta við
hluta þar sem beita
þarf herkænsku. »38
TÖLVULEIKIR»
Guðfaðirinn
er góður
FÓLK»
Mel Gibson náði sér í
eina rússneska. »41
Safnplatan Pottþétt
49 hefur slegið í
gegn og hljómsveitin
Egó á vísan stað í
hjörtum lands-
manna. »40
TÓNLIST»
Safnplata
selst vel
FJÖLMIÐLAR»
Spyrja poppara spjör-
unum úr á RÚV. »36
KVIKMYNDIR»
Tímabilið sem Ástralar
vilja helst gleyma. »36
Menning
VEÐUR»
1. Lífshættulega slösuð eftir …
2. Bubbi er sleginn
3. Í vegi fyrir glæsibyggingu
4. Sextán handteknir
Íslenska krónan styrktist um 1,6%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Morgunblaðið/Albert Kemp
Með fóstru Hreindýrskálfurinn Líf hefur dafnað vel í umsjá Dagbjartar Briem Gísladóttur, bónda á Sléttu.
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
„HREINDÝRIÐ lifir bara góðu lífi
hér á bænum og er eins og einn af
hundunum. Svo fær maður svona hót-
un í bréfi frá pappírspésum í Reykja-
vík um að sæki maður ekki um leyfi
til að halda dýrið verði það skotið.“
Dagbjörtu Briem Gísladóttur,
bónda á Sléttu utan við Reyðarfjörð,
finnst sem Umhverfisstofnun hafi
sýnt henni lítilsvirðingu. Dagbjört
hefur fóstrað hreindýrskálfinn Líf frá
því í fyrravor þegar hann fannst yfir-
gefinn af móður sinni við vegarkant.
Dýrið var að dauða komið
Að sögn Dagbjartar hringdi starfs-
maður Umhverfisstofnunar í mann
hennar fyrir þremur vikum og benti á
að þau þyrftu leyfi umhverfisráðu-
neytisins ef þau ætluðu að halda dýr-
ið áfram. „Við báðum um umsókn-
argögn og fengum þá svona
hótunarbréf. Í því er vitnað í laga-
greinar um handsömun villtra dýra
fyrir dýragarða og söfn eða vegna
rannsókna og undaneldis. Í bréfinu
segir að á Sléttu sé vistað hreindýr
sem ekki hafi fengist leyfi fyrir sam-
kvæmt þessum lagagreinum. Þessar
lagagreinar eiga ekki við í þessu til-
felli. Við vorum bara að bjarga dýrinu
sem var að dauða komið,“ segir Dag-
björt sem fyrstu vikurnar fóðraði litla
hreindýrskálfinn á broddi úr nýborn-
um ám sem hún átti í frysti. Síðan
fékk hún leiðbeiningar frá sérfræð-
ingum um áframhaldandi fóðrun.
Karl Karlsson, sérfræðingur hjá
Umhverfisstofnun, segir það alls ekki
hafa verið ætlunina að valda sár-
indum með bréfinu þótt skrifað hafi
verið að dýrið skyldi aflífað yrði ekki
sótt um leyfi fyrir því. „Þar sem við
vitum af þessum kálfi er ekki hægt
annað en að benda formlega á lögin.
Ef þau ætla að halda kálfinn áfram
verða þau að sækja um leyfi. Neiti
ráðuneytið um leyfi mun það vænt-
anlega útskýra hvað það vilji að gert
verði.“
Karl kveðst vel skilja að þar sem
hreindýrið hafi náð að dafna eigi
bændurnir á Sléttu erfitt með að
hugsa sér að það verði aflífað. „Ef
flytja á dýr inn á svæði sem hugsað er
sem húsdýragarður verður að skoða
sjúkdómasögu bæjarins sem það er
vistað á. Héraðsdýralæknir verður að
veita samþykki fyrir flutningi auk
þess sem leyfi ráðuneytis þarf að
liggja fyrir.“
Stofnun hótar að drepa Líf
Kálfurinn aflíf-
aður verði ekki
sótt um leyfi
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
ÍSLEIFUR Þórhallsson, fram-
kvæmdastjóri Bíódaga Græna ljóss-
ins, kvikmyndahátíðar sem hefst
um helgina, segir að rekstur hátíð-
arinnar sé erfiður um þessar mund-
ir. Margt komi til, svo sem minnk-
andi aðsókn, lágt gengi krónunnar
og sú staðreynd að erfitt sé að finna
styrktaraðila. Þá segir hann að nið-
urhal kvikmynda komi afar illa við
hátíðina. „Margir sem ég tala við
eru búnir að sjá þessar myndir og
það er meira að segja Torrent-síða
sem er haldið úti af einhverjum Ís-
lendingum, og þar er sér svæði sem
heitir Bíódagar þar sem hægt er að
horfa á 16 af þessum 17 myndum.
Þannig að þetta niðurhal er hætt að
vera truflandi, það er farið að
kyrkja mann,“ segir Ísleifur.
Í Morgunblaðinu í dag er viðtal
við Mark Hartley, leikstjóra mynd-
ar sem sýnd er á hátíðinni. | 36
Morgunblaðið/Ómar
Að hætta? Ísleifur segir rekstur
Bíódaga erfiðan um þessar mundir.
Segir niðurhal bitna illa á
Bíódögum Græna ljóssins
UM 170 manns taka þátt í hérlendum
frumflutningi á tónverkinu Requiem
eftir velska tónskáldið Karl Jenkins í
Lindakirkju í Kópavogi á morgun.
Það eru Samkór Kópavogs, Skólakór
Kársness og Strengjasveit Tónlistar-
skóla Kópavogs sem sameina krafta
sína á tónleikunum.
Björn Thorarensen kórstjóri segir
að þetta sé einn stærsti tónlistar-
viðburður í Kópavogi um langt árabil
og verkefnið hafi verið lengi í und-
irbúningi. | 34
Sálumessa
eftir Jenkins
Hverjir fundu hreindýrskálfinn?
Slökkviliðsmenn í Fjarðabyggð sem
voru í sjúkraflutningum sáu hreinkú
við veginn sem trúlega var að bera,
að sögn Dagbjartar. Þegar þeir komu
til baka sáu þeir að kýrin var horfin.
Að sögn Dagbjartar hringdu slökkvi-
liðsmennirnir í hreindýraeftirlits-
mann sem sagði þeim að hinkra og
sjá hvort kýrin kæmi ekki aftur. Dag-
björt telur þá hafa beðið í um tvær
klukkustundir áður en þeir komu í
apótekið þar sem hún starfar og
spurðu hvort til væri peli. Hún sagði
þeim að fara með kálfinn heim til
hennar.
Hvað segir sérfræðingurinn?
Karl Karlsson, sérfræðingur hjá Um-
hverfisstofnun, segir mikilvægt að
lífríkið fái að vera í friði. Í fæstum til-
fellum takist að halda lífi í villtum
dýrum sem reynt er að aðstoða.
S&S