Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 20
20 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is ALLS staðar eru hús á hús ofan sem standa auð, hús sem átti að rífa fyrir verslunarmiðstöðvar, hús sem átti að leigja á okurverði, hús sem áttu að gera ríka ríkari og samfélagið menningarsnauðara […] Við tökum það sem réttilega er okkar og sköpum í þessu húsi fé- lagslegt rými þar sem fólk getur hist og notað rýmið á þá vegu sem því finnst skipta máli.“ Þannig hljóma yfirlýsingar hústökufólks, sem gerði sig heimakomið í ónotuðu húsi við Vatnsstíg 4 frá fimmtudegi og þar til lögreglan gerði þar rassíu í gær. Hústökufólkið stefnir saman eign- arrétti og nýtingarrétti og telur þann síðari sterkari þegar kemur að húsum sem standa auð, á sama tíma og yfir mörgum vofir að missa heim- ili sín. Er meðal annars vísað til gagnrýni sem lengi hefur heyrst á byggingarverktaka sem í krafti fjár- magns vanræki vísvitandi að við- halda húsum í miðborginni og láti þau grotna niður þar til engin rök séu gegn því lengur að rífa þau og nýta reitinn undir mun meira bygg- ingarmagn. Þannig séu menning- arverðmæti og hagsmunir íbúa látin víkja fyrir gróðasjónarmiðum Enginn skortur á auðum húsum Rök hústökufólksins eru m.a. þau að betra sé að nýta þessi hús undir uppbyggilega starfsemi heldur en láta þau standa auð og ónýtt. Á Vatnsstíg 4 var á síðustu dögum sprottin upp fríbúð, bókasafn og sameiginlegt eldhús auk þess sem þar átti að vera vettvangur fyrir pólitískar umræður, fræðslukvöld o.s.frv., en fyrirmyndir eru að þess háttar hústökufélagsmiðstöðvum er- lendis. Miðað við yfirlýsingar hústakenda má búast við því að þrátt fyrir harkaleg viðbrögð lögreglu verði þessi fyrsta pólitíska hústaka fjarri því sú síðasta, og víst er að enginn skortur er á auðu húsnæði í miðborg Reykjavíkur. Fyrir rúmu ári gerði slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu úttekt sem leiddi í ljós að alls stæðu 57 hús í miðborginni auð að öllu leyti eða hluta og mörg þeirra í nið- urníðslu. Að sögn Jóns Viðars Matt- híassonar slökkviliðsstjóra er talið að fjöldinn sé svipaður nú og hefur slökkviliðið reglulegt eftirlit með þessum húsum til að tryggja að þau séu lokuð af öryggisástæðum. Mörg húsanna séu t.d. ekki tengd rafmagni og hita sem geti skapað eldhættu freistist hústakendur til að grípa til annarra leiða til að hita upp og matreiða. Eigendum þessara nið- urníddu húsa ber að tryggja að þau séu „mannheld“ og hafa gert það í samvinnu við slökkviliðið, þ. á m. við Vatnsstíg 4 að sögn Jóns Viðars. Sigurður Helgi Guðjónsson, for- maður Húseigendafélagsins, segir að ábyrgð húseigenda nái ekki yfir hústökufólk sem komi sér fyrir í óíbúðarhæfu húsnæði án samþykkis eiganda. Verði slys vegna slæms að- búnaðar í húsinu sé það almennt á ábyrgð hústökufólksins sjálfs. „Það gæti þó hugsanlega verið ef húseigandinn gerði ekki reka að því að reka fólkið út. Ef hann dregur það og leyfir því að vera í einhvern tíma, getur skapast einhvers konar ábyrgð.“ Því séu það hagsmunir húseigandans að koma fólkinu út til að skapa ekki hættu á skaðabóta- máli „og vænlegast að gera það sem fyrst því það hefur sýnt sig að ef fólk sest að í lengri tíma festist það ein- hvern veginn betur við eignina og þá er oft erfiðara að ná því út.“ Sigurður segir hústökur hér á landi hingað til hafa einskorðast við eiturlyfjabæli og úrræði ógæfufólks. „En það er fullt af svona húsum núna og þetta getur orðið að far- aldri. Sums staðar í útlöndum er þetta nánast orðin atvinnugrein og þar hafa yfirvöld í sumum tilfellum bara gefist upp og láta þetta kyrrt liggja.“ Hústaka borgaralegt athæfi Víða í Evrópu eru hústökur mun þekktara fyrirbæri en á Íslandi og sums staðar eru jafnvel heimildir fyrir þeim í lögum. Hollendingar eru sennilega hvað frjálslyndastir í þess- um efnum. Þar í landi er heimilt samkvæmt lögum að taka yfir hús, að því gefnu að það hafi staðið autt og ónotað í 12 mánuði eða meira og ekki sé brotist inn í það. Hústökufólkinu ber þá að tilkynna eigandanum um hústökuna svo hann geti í samvinnu við lögreglu gengið úr skugga um að skemmdarverk hafi ekki verið unnið og að hús- tökufólkið hafi sannarlega búið þar um sig. Á Bretlandi eru hústökur ónot- aðra bygginga skilgreindar sem borgaralegt en ekki glæpsamlegt at- hæfi, svo lengi sem skemmdarverk eru ekki unnin. Lögreglan hefur þar einungis heimild til að bera hús- tökufólkið út hafi það brotist inn með valdi, að öðrum kosti þarf eig- andinn dómsúrskurð. Á Íslandi eru ekki sérstök lög um hústökur. Ónotuð hús tekin traustataki Hústökur í póli- tísku skyni eru ný aðferð á Íslandi Morgunblaðið/Ómar Heimilið Hústökufólkið hafði komið sér þokkalega fyrir að Vatnsstíg 4 og hélt þar m.a. opið hús á föstudaginn. Hús- gögnin voru síðar notuð sem farartálmar þegar lögregla réðst til inngöngu og var allt á hvolfi þegar yfir lauk. Hústökuna að Vatnsstíg 4 dagana 9.-15. apríl má kalla þá fyrstu sem framkvæmd er með þessu sniði, það er sem pólitísk yfirlýsing, á Íslandi. Uppákomur í svipuðum dúr eru þó ekki alls óþekktar í Íslandssögunni. Stefán Pálsson sagnfræðingur bendir m.a. á dæmi þess að menn hafi hreiðrað um sig í leyf- isleysi og myndað kommúnur í annarra húsum. „Aug- ljósasta skírskotunin í Íslandssögunni myndi ég samt segja að væri Bernhöftstorfan,“ segir Stefán og vísar þar í aðgerðir Torfusamtakanna, sem mótmæltu van- rækslu og fyrirhuguðu niðurrifi Bernhöftstorfunnar vorið 1973 með því að mála húsin í leyfisleysi að nóttu til. „Þar var meðvitað verið að ráðskast með eignarrétt þess sem á húsið til að koma í veg fyrir niðurrif, þannig að þetta er ekki fáheyrt, en núna er þetta náttúrulega gert undir miklu aggressífari formerkjum. Þetta er að- ferðafræði sem er klippt út úr evrópskum hústöku- kúltúr, en er að koma hér mörgum áratugum síðar.“ Fyrsta pólitíska hústakan … og þó ... Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FRÁ því lögreglan braut upp hurð- ina á bakhlið Vatnsstígs 4 skömmu fyrir klukkan átta í gærmorgun liðu um tveir tímar þar til síðasti hústök- umaðurinn var leiddur í hand- járnum út í lögreglubíl. Hústöku- menn vörðust með því að hlaða húsgögnum og fleiru lauslegu fyrir hurðir og stiga upp á efri hæð húss- ins og með því að kasta matvælum að lögreglu og ókennilegri blöndu sem lögreglumenn á vettvangi töldu vera saur og hland. Ókvæðisorðin dundu sömuleiðis á lögreglu en þau dugðu ekki heldur. 22 handteknir Arnar Rúnar Marteinsson, aðal- varðstjóri hjá lögreglu höfuðborg- arsvæðisins, stjórnaði aðgerðum á vettvangi. Hann segir að hústöku- mönnum hafi verið sagt að yfirgefa húsið enda væri dvöl þeirra ólögleg. Þegar enginn hafi orðið við því hafi lögregla ekki átt annars úrskosti en að brjóta sér leið inn í húsið. Hústökufólkið hafði neglt aftur hurðir og fyllt upp í stigagang upp á efri hæð þar sem það hélt til. Lög- regla beitti keðjusög til að stækka stigaopið og ryðja sér leið upp og braut glugga og gluggapósta um leið til að lofta út og koma brakinu frá. Jafnframt beitti lögregla pip- arúða. „Ástæðan fyrir því er sú að við vorum grýttir með öllu mögu- legu þegar við vorum að reyna að komast inn. Svo var sprautað á okk- ur úr duftslökkvitækjum og þegar þeir voru að komast upp var slegið til okkar með prikum og öðru,“ seg- ir Arnar. Einnig hafi verið talið að fólkið hefði barefli en Arnar gat ekki staðfest hvort svo hefði verið. Þrír voru handteknir fyrir utan Vatnsstíg 4 og sextán sem voru inni í húsinu. Að auki voru þrír hand- teknir á gatnamótum Hverfisgötu og Vatnsstígs þegar lögregla ruddi lögreglubílum braut en stuðnings- menn hústökufólksins höfðu sest á götuna í mótmælaskyni. Tveir lögreglumenn fóru á slysa- deild, lítið meiddir. Arnar vissi ekki til að hústökufólkið hefði meiðst. ÁF hús ætla að rífa Vatnsstígur 4 er í eigu ÁF húsa, fyrirtækis Ágústs Friðgeirssonar. Ágúst sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði keypt húsið fyrir 3-4 árum, um svipað leyti og hann keypti Laugaveg 33-35 og bakhús en framkvæmdir hefðu taf- ist vegna tíðra borgarstjóraskipta í Reykjavík. Nú væri verið að vinna tillögu sem gerði ráð fyrir að götu- mynd Laugavegar yrði varðveitt. Vatnsstígur 4 yrði eftir sem áður rifinn, yrði tillagan samþykkt og fjárhagslegar forsendur til að hefja framkvæmdir. Ágúst sagði að fyrir 1-2 árum hefði húsinu verið lokað, í fyrstu vegna þess að kakkalakkar hefðu tekið sér þar bólfestu en síðan vegna þess að hann taldi að fram- kvæmdaleyfi væri handan við horn- ið. Nú væri ástand hússins of slæmt til að hægt væri að leigja það út. Fengist tillaga þeirra að uppbygg- ingu ekki samþykkt yrði húsið væntanlega lagað og leigt út á nýj- an leik. Þurftu keðjusög til að brjóta sér leið upp stigann Morgunblaðið/Júlíus Innrás Um 40 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum á Vatnsstíg. Hér sést lögregla ráðast til inngöngu í húsið snemma í gærmorgun. Í vegi fyrir glæsibyggingu mbl.is | SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.