Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 ÁGREININGUR er um það hvort sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafi kynnt íbúum til- lögu að breytingum á aðalskipulagi með fullnægj- andi hætti. Ekki var haldinn kynningarfundur um breytinguna með sama hætti og þegar aðalskipu- lagið sjálft var til afgreiðslu. Kom þetta fram á fundi umhverfisnefndar Al- þingis í gærmorgun. Atli Gíslason, þingmaður VG og varaformaður nefndarinnar, segir lögskylt að halda kynningarfund um breytingar á skipulagi áð- ur en athugasemdafrestur rennur út. Það hafi ekki verið gert. Eygló Harðardóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins og fulltrúi í umhverfisnefnd, segir að fram hafi komið að almennt væru ekki haldnir kynningarfundir með íbúum þegar breytingar sem þessar væru gerðar og því sæi hún enga ástæðu til annars en að ráðherra staðfesti skipulagið. Atli seg- ir breytinguna verulega þar sem nú sé gert ráð fyrir tveimur virkjunum í stað einnar í fyrra skipulagi. Fulltrúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og um- hverfisráðherra voru kallaðir á fund umhverfis- nefndarinnar til að fara yfir málið að ósk Eyglóar og sjálfstæðismannanna Kjartans Ólafssonar og Jóns Gunnarssonar sem einnig eiga sæti í nefndinni. Til- efnið var breyting á skipulagi hreppsins sem nú er til staðfestingar hjá umhverfisráðherra en hún er gerð til að koma Holta- og Hvammsvirkjunum í Þjórsá inn á skipulag. Atli Gíslason hefur gert at- hugasemdir við skipulagið frá upphafi og fylgt þeim eftir við Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra, með sama hætti og aðrar skipulagstillögur sem gera ráð fyrir virkjunum í Þjórsá. Þegar þingmenn- irnir óskuðu eftir fundinum báðu þau um að Atli kæmi þangað sem hagsmunaaðili og kom formaður nefndarinnar því á framfæri. Atli andmælti, taldi að með því yrði brotið gegn tjáningar- og skoðanafrelsi sínu, og sat fundinn sem kjörinn fulltrúi. Sveitarfé- lagið hefur krafist þess að Kolbrún Halldórsdóttir víki sæti sem umhverfisráðherra við afgreiðslu málsins og þingmennirnir þrír hafa tekið undir þá kröfu. Ráðherra mun sjálfur meta hæfi sitt. „Ég hef mestar áhyggjur af því að VG sé að koma í veg fyrir atvinnusköpun á Suðurlandi. Það er allt gert til þess að stöðva þessar framkvæmdir,“ segir Eygló. Tekur hún fram að með þessum orðum sé hún meira að ræða um framgöngu Atla Gíslasonar en ummæli Kolbrúnar Halldórsdóttur áður en hún varð ráðherra. helgi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Þjórsá Skipulaginu er breytt til að koma fyrir nýjum virkjunum í Þjórsá. Deilt um kynningu tillagna  Tillögur um að taka Holta- og Hvammsvirkjun inn á skipulag voru ekki kynntar á íbúafundi  Andstæðingar virkjana telja það ágalla á skipulagsferlinu Hún var „skuggaleg“ biðröðin fyrir utan Bæjarins bestu í miðbænum þegar nokkrir svangir vegfar- endur tóku sér þar stöðu í vikunni. Annríkið er jafnt og stöðugt við þennan vinsæla pylsuvagn sem hefur staðið þarna í áratugi, á meðan ýmsar byggingar í kring hafa horfið sjónum manna. Morgunblaðið/Golli Beðið eftir bæjarins bestu pylsum FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÓSTÖÐUGLEIKI hefur einkennt viðskipti með íslensku krónuna und- anfarin misseri. Krónan hefur veikst töluvert frá 1. febrúar eða sem nemur rúmlega 13 prósentum. Þar vega þungt vaxtagreiðslur til eigenda jöklabréfa. Sérstaklega voru þær íþyngjandi í mars. Á sama tíma beitti Seðlabankinn sér lítið fyrir því að stuðla að styrkingu með inngripum á gjaldeyrismarkað. Í mars námu inngrip Seðlabanka Ís- lands um 200 milljónum en þau námu um 1,5 milljörðum í febrúar. Hinn 11. mars var gengisvísitalan 186 en hún hefur veikst umtalsvert undanfarin misseri og er nú rúm- lega 220. Við eðlilegar aðstæður, sem svo sannarlega eru ekki fyrir hendi nú, hafa ýmsir áætlað að gengisvísitalan eigi að vera 130 til 150 stig. Skuldir fyrirtækja í erlendri mynt hafa hækkað að undanförnu í krónum talið vegna veikingarinnar. Skuldastaða margra þeirra er slæm og hafa bankarnir í raun haldið í þeim lífi að undanförnu, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þórhallur Ásbjörnsson, hjá grein- ingardeild Kaupþings, segir umsvif á gjaldeyrismarkaði ekki vera mikil. Seðlabanki Íslands geti haft afger- andi áhrif. „[Seðla]bankinn hefur haft mikil áhrif á gjaldeyrismarkað, með tiltölulega litlum fjárhæðum. Gengið styrktist nokkuð við þau inngrip en bankinn er nánast horf- inn út af markaði nú. Þetta hefur leitt til þess, meðal annars, að krón- an hefur veikst að undanförnu,“ segir Þórhallur. Hann bendir þó á að vísbendingar sjáist nú um að Seðlabankinn sé að auka umsvif sín á markaðnum til þess að styrkja gengið. Meðal annars stóð Seðla- bankinn í gjaldeyrisviðskiptum fyrir um 1,5 milljónir evra í gær og á þriðjudag sem leiddi til þess að krónan styrkist um 1,6 prósent. Þrátt fyrir jákvæðan við- skiptajöfnuð í hagkerfinu, það er meiri útflutning heldur en innflutn- ing, hefur sú staðreynd ekki haft áhrif á krónuna til styrkingar. Þar vega meðal annars þungt að tekjur af stórum útflutningsgreinum, þar á meðal sjávarútvegi, eru minni vegna þess að markaðsverð hefur lækkað. Jón Bjarki Bentsson, hagfræð- ingur hjá Íslandsbanka, segir stöðu jöklabréfa inni í kerfinu einnig hafa áhrif á krónuna til veikingar. Vaxta- greiðslur til eigenda séu háar. „Vaxtagreiðslurnar geta verið íþyngjandi fyrir krónuna og veikt hana,“ segir Jón Bjarki. Eigendur jöklabréfanna eru ým- ist einstaklingar eða stofn- anafjárfestar, en engar tæmandi upplýsingar eru þó til um hverjir eru eigendur jöklabréfanna í hag- kerfinu. Bréfin hafa auk þess skipt um eigendur, ekki síst frá hruninu í október. Talið er að um 70 prósent af jöklabréfunum séu í eigu ein- staklinga, sem meðal annars geta verið viðskiptavinir í einstaklings- þjónustu í erlendum bönkum, og síðan um 30 prósent í eigu stofnana- fjárfesta eins og fjárfestingarsjóða. Óstöðugleiki krónu mikill  Velta á gjaldeyrismarkaði hefur minnkað mikið frá því bankarnir hrundu í október  Litlar hreyf- ingar á markaði hafa mikil áhrif vegna lítilla viðskipta  Krónan hefur veikst um 13% síðan í febrúar                                   !"#" $" %"$   &'           ( ( (  '    )* +, +* -, -* , * . /  / . . 0 & 1 2   '          UMFERÐ bíla um Hvalfjarðar- göngin um síðustu páska var með því mesta síðan göngin voru opnuð fyrir rúmum 10 árum. Alls fóru 39.559 bílar um göngin frá miðvikudegi fyrir páska til mánudags, þ.e. annars í páskum. Þetta gerir 6.593 bíla að meðaltali á sólarhring. Sambærileg umferð páskana 2007 var 35.798 bílar, eða 5.966 bílar að meðaltali á sólar- hring. Umferð að aukast Gylfi Þórðarson, framkvæmda- stjóri Spalar, segir að það kunni að hafa einhver áhrif að páskarnir hafi verið í mars í fyrra en í apríl í ár. Hins vegar sé ljóst, að umferð um göngin sé aftur að aukast, eftir talsverðan samdrátt seinni hluta síðasta árs. Samdrátturinn þá var ekki síst rakinn til þess hve bens- ínverð var hátt. Nefnir Gylfi þessu til sönnunar að meðalumferð dagana 1.-14. apríl s.l. hafi verið 5.869 bílar á sólar- hring samanborið við 5.161 bíl sömu daga í fyrra. Þetta renni stoðum undir þær spár manna, að Íslendingar hyggi á aukin ferðalög innanlands í krepp- unni. sisi@mbl.is Líflegir páskar í göngunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.