Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 ✝ Kristrún Guðna-dóttir (Dúna) fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1927. Hún lést á heimili sínu, Lindargötu 61, 4. apr- íl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lovísa Svava Jónsdóttir, f. 18. októ- ber 1896, d. 1. janúar 1933 og Guðni Jó- hannesson sjómaður, f. 20. mars 1893, d. 12. nóvember 1984. Syst- kini Kristrúnar eru: Þóra Sigríður, f. 14. júlí 1922, d. 2. maí 1990, Steinunn Guðrún, f. 19. september 1924, d. 30. janúar 1984, Jóhannes Páll, f. 6. nóvember 1925, Markúsína, f. 18. júlí 1928, d. 28. mars 2003, Svavar Guðni, f. 25. ágúst 1930, og Lovísa Svava, f. 31. desember 1932, d. 7. júní 1935. Hálfsystir samfeðra er Svava Vil- helmína, f. 18. júlí 1948. Hinn 26. desember 1953 giftist Kristrún Elísi Bjarnasyni skip- stjóra, f. 23. júlí 1926, d. 9. sept- ember 1983. Foreldrar hans voru Bjarni Júlíus Kristjánsson verka- maður, f. 26. júlí 1881, d. 12. júlí Svandís Árnadóttir, f. 15. janúar 1950, börn þeirra eru Jóhann Árni, f. 22. júní 1976, d. 8. nóvember 1998 og Olga Dís, f. 30. apríl 1985. 3. Ól- ína Guðmunda, f. 23. júlí 1950, maki Guðmundur Elís Magnússon, börn þeirra eru: a. Þórarinn Fannar, f. 20. maí 1971. b. Magnús Þór, f. 3. febrúar 1977. c. Helga Jóhanna, f. 18. apríl 1979. d. Guðmundur Óm- ar, f. 21. ágúst 1988. Kristrún ólst upp í foreldra- húsum til sex ára aldurs eða þar til móðir hennar dó af barnsförum, en þá var flestum systkinunum komið fyrir í fóstur. Kristrún dvaldi fyrstu tvo árin hjá móðursystur sinni Þur- íði Jónsdóttur, en fór síðan í fóstur til séra Hólmgríms Jósefssonar, prests á Raufarhöfn, f. 12. apríl 1906, d. 10. júní 1946, og Svan- hvítar Pétursdóttur, f. 21. desem- ber 1911, d. 22. september 1981, en þar ólst hún upp til 17 ára aldurs. Börn þeirra og uppeldissystkini Kristrúnar eru Halldóra, f. 2. maí 1936, Sigurbjörg Petra, f. 2. maí 1936, d. 27. apríl 2006, Jóhann, f. 16. október 1938, Hólmfríður, f. 14. janúar 1943, d. 27. október 2007, Þuríður, f. 14. janúar 1943 og Sig- urbjörg Sverrisdóttir, f. 18. febrúar 1946, sem einnig var í fóstri. Útför Kristrúnar fer fram í Nes- kirkju í dag, 16. apríl 2009, og hefst athöfnin kl. 15. 1947 og Elísabet Hild- ur Gísladóttir hús- freyja, f. 1. ágúst 1887, d. 27. október 1935. Elís og Kristrún eignuðust 2 börn. Þau eru: 1. Elísabet Birna Elísdóttir, f. 11. ágúst 1953, maki Jóhann Sigurðsson, f. 14. ágúst 1955. Elísabet Birna á 3 börn: a. El- ísa, f. 19. maí 1973, maki Heimir, f. 3. ágúst 1973, og eiga þau 2 syni, Aron Frey, f. 4. október 1997, og Lúkas Loga, f. 4. apríl 2003. Synir Elísabetar og Jóhanns eru: a. Örn, f. 3. janúar 1983, og b. Atli Valur, f. 29. mars 1992. 2. Svanur Elísson, f. 18. janúar 1955, maki Anna Margrét Jóhannsdóttir, f. 19. nóvember 1959. Þau eiga 2 syni, Pál Örvar, f. 5. desember 1982, og Einar Orra, f. 24. febrúar 1990. Systkini samfeðra eru: 1. Jón Garðar, f. 28. nóvember 1947, d. 20. maí 1975. Eftirlifandi sonur hans er Geirlaugur Blöndal, f. 17. maí 1971. 2. Sævar, f. 16. júlí 1949, maki Það er alltaf erfitt að hafa ekki fengið stund til að kveðja sína nán- ustu og þakka fyrir sig. Kallið kem- ur ætíð á óvart hvernig sem heilsa eða aðstæður eru. Dúna tengda- mamma mín var vissulega orðin heilsutæp og sjón hennar þverrandi en hún átti fyrir dyrum að flytja inn- an fárra daga á dvalarheimili að eig- in ósk þar sem hún fengi þá umönn- un og öryggi sem veitt er í slíku skjóli og hún fann að hún þurfti á að halda. Dúnu var ætluð af æðri máttar- völdum önnur og meiri vist þar sem jarðneskur líkami plagar hana ekki lengur. Dúna var búin að skila sínu starfi sem verkakona frá barnæsku. Hún átti ásamt manni sínum og börnunum tveim heimili í húsnæði sem þætti ekki stórt í dag en hjarta- rýmið var víðfeðmt hjá þeim hjón- um. Það var mikill gestagangur, oft næturgestir af landsbyggðinni, þá voru dregnar fram dýnur og ábreið- ur, sumir gistu nótt og aðrir lengur og alltaf var gaman að fá gesti. Dúna var mikil húsmóðir og köttur þrifin. Hún var falleg kona með hár sem allar konur gætu þegið að hafa. Dúna sat ekki í hárlagningu, hún fór öðru hverju til hárskera í klippingu þvoði hárið og hristi sig. Það þurfti ekki að gera meira og þvílíkt djásn að bera. Dúna var að eðlisfari kát og hress, aldrei kvart né kvein á hverju sem dundi. Elís tengdapabbi minn lést 57 ára að aldri, þá var Dúna 56 ára gömul orðin ekkja. Þótt ég sé ekki viss um að Dúna sjái Morrgunblaðið í æðri heimi þá langar mig til að segja í þeirri von að henni berist það: Takk fyrir mig Dúna mín og strákana mína sem þú umvafðir og hugsaðir vel til. Þú varst þeim mikil og góð amma. Þúsund þakkir fyrir það. Þá var samband ykkar mæðg- inanna Svans og þín mjög sterkt og fallegt, daglegt samband svo lengi sem ég sá til og oft sagði hún við mig: Hann er góður sonur hann Svanur minn. Ekki eiga tengda- mömmubrandarar við hvað mig áhrærir. Dúna var ekki að ráðskast með eða skipta sér af okkar búskap- arháttum, hún var sífellt að hrósa mér fyrir minnstu viðvik og þá var jafnan viðkvæðið: „Ja, hún Magga mín,“ og sló sér þá gjarnan á lær til að gefa orðunum vægi. Það þurfti ekki mikið til að gleðja Dúnu. Hún var þakklát fyrir hvað- eina. Ég bið guð að varðveita minningu Kristrúnar Guðnadóttur. Hjartans þakkir fyrir mig, Dúna mín. Anna Margrét Jóhannsdóttir. Dúna langamma var yndisleg við mig og Lúkas litla bróður minn og langar mig að segja frá því í nokkr- um orðum. Hún var alltaf til í að spila við okkur þegar við komum í heimsókn og alltaf var eitthvað gott til í ísskápnum fyrir okkur. Það voru ekki fá skiptin sem við fórum upp á Laugaveg og ég hjálpaði þér að bera matarpokana og studdi við þig svo þú myndir ekki detta. Þú varst alltaf tilbúin að gera allt fyrir mig. Andi hennar er í góðum höndum guðs sem passar hana og sér um hana. Blessum góðu langömmu okk- ar. Aron Freyr Heimisson. Amma mín reyndist mér vel í gegnum tíðina. Hún var mjög góð við mig og hjálpaði mér mikið með hin ýmsu mál. Hún var ráðagóð, hvetjandi og hafði lag á því að koma mér í gott skap. Því var það svo að alltaf þegar ég hitti ömmu mína varð ég bjartsýnni og fannst fá vandamál verða á vegi mínum. Kristrún Guðnadóttir, eða amma Dúna eins og hún var oftast kölluð, var meðalkona að vexti, ljóshærð, með stutt hár, blágrá augu og var mjög kvik í hreyfingum. Hún var mjög stjórnsöm, ákveðin og maður komst ekki upp með neitt múður við hana. Hún lét fátt á sig fá og var mikill töffari í besta skilningi þessa orðs. Amma vann ýmiss konar störf um ævina. Hún var lengst af verk- stjóri í fiskvinnslu í Ísbirninum. Það finnst mér vel af sér vikið hjá henni og staðfesta persónugerð hennar, sem ég nefndi áður því yfirleitt voru karlar ráðnir til verkstjórnarstarfa í slíkum störfum á þeim tíma. Amma hafði margskonar áhugamál og ber þar helst að nefna tónlist, lestur góðra bóka, spila á spil og svo naut hún sín sérstaklega vel í samræðum um menn og málefni. Oft heyrði ég hana raula gamla slagara frá því hún var ung með helstu sönghetjum þeirra tíma og ég verð bara að segja að söngurinn lét ótrúlega vel í eyr- um. Ég hef heyrt sögur af því, að þegar amma var upp á sitt besta í spilamennskunni og spilaði jöfnum höndum félagsvist eða bridds, hafi oft runnið á hana mikill keppnis- móður og var þá mun betra fyrir mótspilara ömmu að spila ekki vit- laust út, því þá var voðinn vís. Amma gat átt það til að húðskamma mótspilarann sinn því henni var víst ekki um það að tapa mörgum slög- um að óþörfu. Enda vann amma til margra spilaverðlauna hér áður fyrr. Jólaundirbúningurinn mun aldrei verða eins án ömmu minnar. Amma var hjá mér flest jól og setti sann- arlega sinn svip á undirbúning jólanna og jólin sjálf. Amma var víð- fræg fyrir hreingerningaræði sitt og kom það sér mjög vel við undirbún- ing jólanna. Allt átti að vera tand- urhreint og hvítskúrað. Amma hafði lag á að allur þvottur, sama hversu illa hann var farinn, kæmi eins og nýr til okkar þegar amma hafði farið höndum um hann. Amma leit í her- bergi okkar bræðranna og fylgdist vel með því hvort allt væri tand- urhreint og í röð og reglu áður en jólin gengu í garð. Einn af hápunkt- um jólanna var jólaboð hjá ömmu þar sem öll fjöldskyldan kom saman og borðaði hangikjöt og uxahala- súpu. Amma fór mikinn í þessum jólaboðum og stýrði þeim af mikilli röggsemi. Allt átti að vera í föstum skorðum og engu mátti breyta frá ári til árs. Amma kallaði fyrirmæli og skipanir í allar áttir og raðaði til borðs af myndugleik Nú þegar elsku amma mín er dáin hlaðast upp ótal minningar um sam- skipti mín við hana. Margs er að minnast. Amma hefur haft mótandi áhrif á mig frá fyrstu tíð og ávallt verið leiðbeinandi um það hvað sé rétt og rangt í lífinu. Hún hefur ávallt sagt mér að heilbrigður metn- aður sé gott veganesti í leik og starfi. Ég skuli ávallt hafa það í huga að mikilsverðast sé að vera góður drengur og hafa ekki rangt við. Atli Valur Jóhannsson. Kristrún Guðnadóttir  Fleiri minningargreinar um Krist- rúnu Guðnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÍSLENSKAR LÍKKISTUR Góð þjónusta - Gott verð Starmýri 2, 108 Reykjavík 553 3032 Opið 11-16 virka daga Meðal efnis: • Hvaða litir verða áberandi í vor og sumar? • Ódýrar breytingar á heimavelli • Viðtöl við upprennandi hönnuði • Innlit á smekkleg heimili • Ný tækni fyrir heimilin • Uppáhaldshlutir frægra Íslendinga • Sniðugar lausnir á heimilinu • Vorverkin í garðinum • Fallegir hlutir í sumarbústaðinn • Ný og spennandi hönnun • Ásamt fullt af öðru spennandi efni Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Tekið er við auglýsingapönt- unum til kl. 16.00, mánudaginn 20. apríl. Heimili og hönnun sérblað með Morgunblaðinu 24. apríl – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift F í t o n / S Í A Fylgiblað Morgunblaðsins, Heimili og hönnun, 24. apríl er hvalreki fyrir þá sem hafa yndi af híbýlaprýði eða hyggja á breytingar heimafyrir. Skoðuð verða húsgögn í stofu, eldhús, svefnher- bergi og bað. Áhugaverð hönnun, athyglisverðar lausnir, litir og lýsing, allt á þetta sinn stað í blaðinu sem er sérlega eigulegt. Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.