Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 Hústökurústir Ófögur sjón blasir við vegfarendum um Vatnsstíg eftir að hústökumenn reistu þar virki í fyrradag. Smíðin tókst ekki betur en svo að lögreglan réðst til inngöngu í gærmorgun og handtók 22 hústökumenn. Þeir skildu þó eftir sig stjörnum prýdda pottaplöntu til að gleðja augað. Ómar Einar Axel Helgason | 15. apríl 2009 Glæsihúsin Ég fer nokkuð nærri um hvers konar glæsihús ræðir hér um. Ef það er eitthvað í líkingu við glæsihúsin í Skuggahverf- inu og glæsihúsið við Tryggvagötu held ég að ég hafi – og margir aðrir – fengið mig fullsaddan á glæsihúsum. Meira: einaraxel.blog.is Eiður Svanberg Guðnason | 14. apríl 2009 Molar um málfar LI Ósköp var annars hallær- islegt að hlusta á umsjón- armenn morgunútvarps Rásar tvö gera grín að færeyska orðinu æl eða æli (14.04). Heyrði þetta fyrir tilviljun. Hlusta ann- ars ekki á Rás tvö á morgnana því sjálf- umgleði, fliss og aulafyndni umsjón- armanna, – eins og þetta með færeyskuna höfðar ekki til mín. Allt ann- að að hlusta á Rás eitt snemma á morgnana. Erum við komin af öpum? Svo er spurt í fyrirsögn í Mogga (14.04). Þetta minnir á gamla sögu um að vissulega sé mannkynið komið af öpum. Nema Ís- lendingar. Þeir séu komnir af Norð- mönnum. Það er auðvitað sjálfsagt að bæta því við, að Norðmönnum finnst þetta ekki vitund fyndið! Meira: esgesg.blog.is Finnur Bárðarson | 15. apríl 2009 Auðkýfingur lætur húsin grotna niður Þegar ungmennin höfðu skúrað og skrúbbað vakn- ar eigandinn til lífsins, Ágúst Friðgeirsson, sem er bróðir Ásgeirs Frið- geirssonar, talsmanns Björgólfsfeðga, og sakar aðra um að láta eignir sínar grotna niður. Hann sá ekki sóma sinn í að viðhalda eignum sínum sjálfur enda aldrei neitt viðhald á dagskrá af hans hálfu. Hann ætlaði að byggja glæsihús á rústunum. Ég frábið mér sk. „glæsibyggingar“ þessa manns á Vatnsstígnum eða ann- ars staðar. Hver er ekki búinn að fá upp í kok af „glæsibyggingum“ um þessar mundir? Meira: finni.blog.is EFTIR nokkra daga verður kosið til Alþingis. Því miður virðist sem stjórnmálaflokkarnir geri sér enga grein fyrir því, að ef ekki er gripið til ráðstafana nú þegar er líklegt að yfir þjóðina dynji annað stóráfall og þjóð- in verði um langa framtíð föst í fá- tæktargildru. Erlendir loddarar tala um að Ís- lendingar eigi að gefa skít í umheim- inn og neita að borga skuldir sínar. Margir virðast telja að slík leið sé vænleg. Enginn stjórnmálamaður talar um það að landið hefur misst lánstraustið og mun ekki endurvinna það fyrr en við sýnum að okk- ur er alvara með því að vinna með samfélagi þjóð- anna. Fjárhættuspil Forráðamenn og eigendur bankanna lögðu mikið undir í útrásarveðmálinu. Þjóðin var sett að veði án þess að nokkur bæði hana leyfis. Gagnrýnisraddir voru fáar og þeir sem vöruðu við hættunni voru nánast taldir landráðamenn eða kjánar. Árum sam- an var bent á það að með sjálfstæðum gjaldmiðli væri gífurleg áhætta tekin. Krónan hefur lengi ver- ið rangt skráð. Á velmegunarárunum var hún svo sterk að hér fylltist allt af jeppum og flatskjám, nú er hún svo veik að Austur-Evrópumenn vilja ekki lengur vinna fyrir þau laun sem hér bjóðast. Atvinnuleysi eykst dag frá degi, gengi krón- unnar hrapar, vextir eru miklu hærri hér á landi en í samkeppnislöndum og bankarnir eru van- megnugir. Ríkið þarf að taka mjög há lán og fyr- irsjáanlegt er að vaxtagreiðslur verða stór hluti af útgjöldum þess næstu árin. Í ljósi alls þessa er mik- ilvægt að leitað verði allra leiða til þess að bæta hag íslenskra heimila og fyrirtækja og koma jafnframt í veg fyrir að ástandið versni enn frá því sem nú er. Almenningur á erfitt með að skilja hvert stefnir. Peningar eru hagkerfinu jafnnauðsynlegir og súr- efni líkamanum. Nú vilja fáir lána þjóðinni peninga og þeir peningar sem fást eru þá á afarkjörum. Hin einfalda aðgerð „að hætta að borga skuldir óreiðu- manna“ hefur lamað hagkerfið allt. Í fréttum hefur komið fram að sterkt fyrirtæki eins og Lands- virkjun þarf að endurfjármagna lán innan tveggja ára. Tekst sú endurfjármögnun og verður það á vöxtum sem fyrirtækið ræður við? Hvaða stjórn- málamaður vill stefna framtíð þessa fyrirtækis í hættu? Þjóðin geldur nú fyrir það dýru verði að hafa haldið í gjaldmiðil sem komið hefur heimilum og fyrirtækjum landsins í glötun og leitt til einangr- unar. Ráðamenn skelltu áður skollaeyrum við að- vörunum. Ætla þeir að endurtaka leikinn núna? Evran og Evrópusambandið Með því að Ísland láti reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu er líklegt að trú umheimsins á landinu vaxi á ný. Nú eru víðtæk höft í gjaldeyris- viðskiptum. Lánstraust íslenskra aðila er mjög lít- ið. Íslensk fyrirtæki fá ekki af- greiddar vörur erlendis nema gegn staðgreiðslu og erlendir aðilar vilja ekki koma að fjármögnun íslenskra framkvæmda. Allt er ótryggt varð- andi endurfjármögnun erlendra lána, eins og margir Íslendingar hafa feng- ið að reyna að undanförnu. Stór ís- lensk fyrirtæki íhuga nú, eða hafa þegar ákveðið, að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi til þess að fá traustara rekstrarumhverfi. Ísland er nær von- laus fjárfestingarkostur meðan ekki hefur verið mótuð nein framtíðar- stefna í peningamálum og almennu efnahagsumhverfi. Þessu þarf að breyta og Íslend- ingar mega ekki hrekja bestu fyrirtæki landsins til útlanda. Nú er þörf á að fjölga störfum en ekki fækka. Sveiflur á gengi krónunnar og hið mikla fall hennar hafa komið mjög illa við bæði almenning og fyrirtæki á Íslandi. Innganga í ES, þar sem stefnt yrði að þátttöku Íslands í evrópska myntsamstarf- inu svo fljótt sem auðið er, myndi draga úr óvissu í efnahagsmálum. Síðustu forvöð Það er ekki bara fyrirsjáanlegt „seinna hrun“ sem gerir það að verkum að brýnt er að sækja um aðild að ES. Mjög margt bendir til þess að ef ekki verður gengið til viðræðna þar um á næstu mán- uðum geti þjóðin misst af lestinni í allmörg ár. For- svarsmenn sambandsins hafa lýst því yfir að nú beri að hægja á stækkun þess. Þó er talið að Króat- ía eigi möguleika á því að komast inn í sambandið áður en lokað verður á inngöngu annarra um skeið og er talið líklegt að bærist umsókn frá Íslandi yrði hún afgreidd á sama tíma. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að á seinni hluta árs 2009 verður Svíþjóð í forsvari í Evrópusambandinu, en líklegt verður að telja að Norðurlandaþjóð myndi styðja hratt umsóknarferli Íslands. Auk þess hefur stækkunarstjóri ES, Olli Rehn, lýst yfir miklum velvilja í garð Íslendinga og sagt að umsókn frá Ís- landi yrði afgreidd hratt. Því er brýnt að hefja við- ræður meðan viðmælendur hafa ríkan skilning á stöðu Íslands. Sjávarútvegsstefna ES er til endurskoðunar og skal henni lokið fyrir árið 2012. Um leið og Íslend- ingar lýsa vilja til að hefja aðildarviðræður, verður þeim auðveldara að koma sjónarmiðum sínum um sjávarútvegsstefnuna að. Næsta endurskoðun verður ekki fyrr en árið 2022, þannig að stefnan sem nú verður mótuð mun gilda í 10 ár. Það er ábyrgðarhluti að Íslendingar sitji af sér tækifæri til þess að hafa áhrif í svo miklu hagsmunamáli. Raunvextir á Íslandi eru nú 10-15% meðan ná- grannalöndin hafa fikrað sig nær núllinu við hverja vaxtaákvörðun. Því er staða íslenskra fyrirtækja afar slæm gagnvart erlendum samkeppnisaðilum. Skuldir ríkisins stefna nú í 1.500 milljarða króna. Hvert prósentustig í vöxtum jafngildir 15 millj- örðum króna. Ef vaxtaálag lækkar um 3% við það að ganga í Evrópusambandið, eins og ráða má af kjörum lána til ES-ríkja sem eru nú í vanda, sparar það 45 milljarða króna vaxtagjöld á ári. Það er um það bil þriðjungur af fjárlagahalla þjóðarinnar. Hvort telja stjórnmálamenn skynsamlegra að taka upp evru og lækka vexti eða beita sársaukafullum niðurskurði ríkisútgjalda á enn fleiri sviðum en ella? Ekki má gleyma því að í Evrópusambandinu eru okkar helstu bandalags- og vinaþjóðir sem Íslend- ingar hafa árum saman haft samstarf við innan Atl- antshafsbandalagsins, EFTA og EES. Til samn- ingaviðræðna við þessa aðila gengi þjóðin með fullri reisn, fullbúin að láta á það reyna hvað samninga- viðræðurnar færðu henni. Það er ábyrgðarhluti að bíða með það, þegar við blasir að slíkt getur leitt til verri vaxtakjara, minni atvinnu, lakara lánstrausts og almennrar vantrúar á þjóðinni, einmitt á tímum þegar trausts er þörf. Hvað gerist ef þjóðin sækir ekki um aðild að Evrópusambandinu? 1. Stórfyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar úr landi 2. Útlendingar þora ekki að fjárfesta á Íslandi 3. Fáir vilja lána Íslendingum peninga 4. Þeir sem vilja lána þjóðinni gera það gegn ok- urvöxtum 5. Atvinnuleysi, vaxtaokur og gjaldþrot verða viðvarandi 6. Þjóðin missir af Evrópulestinni næstu tíu ár 7. Íslendingar verða áfram fátæk þjóð í hafti Samfylkingin er eini flokkurinn sem vill sækja um aðild að Evrópusambandinu án skilyrða. En lof- orð stjórnmálamanna hafa reynst haldlítil þegar á reynir. Aðrir flokkar draga lappirnar og setja þannig framtíð þjóðarinnar í stórhættu. Ólíklegt virðist að eftir kosningar verði sótt um aðild taf- arlaust eins og þó er lífsnauðsyn. Síðastliðið haust var aðstoð Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins eina haldreipi þjóðarinnar til skamms tíma. Sumir töldu að þjóðinni væri meiri sæmd að því að sökkva en grípa þann bjarghring. Sem betur fer var farið að viturra manna ráðum í því efni. Þeir sem hafna nú Evrópusambandsaðild hafa ekki bent á neina aðra leið úr rústum bankahrunsins. Eina úrræði þjóðarinnar er að taka málin í sínar hendur og krefjast þess að stjórnmálamenn setji málið á dagskrá. Það geta menn gert með því að undirrita áskorun til stjórnvalda á vefsvæðinu www.sammala.is þar sem þeir taka saman höndum sem eru sammála um að ríkisstjórnin, sem tekur við völdum að loknum kosningum 25. apríl, eigi að hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum að skil- greina samningsmarkmið og sækja um aðild að Evrópusambandinu. Eftir Benedikt Jóhannesson » Þeir sem hafna nú Evrópu- sambandsaðild hafa ekki bent á neina aðra leið úr rústum bankahrunsins. Benedikt Jóhannesson Höfundur er framkvæmdastjóri. Stefna stjórnmálaflokkarnir að nýju hruni? BLOG.IS Kristín M. Jóhannsdóttir | 14. apríl 2009 Vorhreingerningar Þeim mun skítugra sem baðherbergið er þeim mun lengur tekur að þrífa það. Búið var að skíta upp um alla veggi og það verður ekki þrifið á einum degi. Við gáfum Sjálfstæðisflokknum 18 ár til að drullumalla svo við hljótum að geta gefið ríkisstjórninni nokkra mánuði til að þrífa upp eftir þá. Meira: stinajohanns.blog.is Hlini Melsteð Jóngeirsson | 15. apríl Lausn VG og Samfylk- ingar á kreppunni Það er auðvitað til skammar hvernig VG og Samfylkingin virðast ætla að láta kreppuna bitna á fólkinu í landinu þegar þeir hafa öll tæki- færi til að lækka niður höfuðstól lána með þeim aðferðum sem við framsókn- armenn höfum útlistað. Í staðinn hefur þessi minnihlutaríkistjórn slegið skjald- borg utan um lánastofnanir og banka. Í stað heimila og fjölskyldna, eins og var lofað. Í staðinn er okkur sagt að fara í þrot og þá fáum við aðstoð. Ég er búinn að heyra í mörgum sem hafa tekið Jó- hönnu og Steingrím á orðinu og ætla að láta allt gossa. Enda engar lausnir að fá fyrir fólkið í landinu. ... Meira: hlini.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.