Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 ✝ Ólafur SnæbjörnBjarnason fæddist í Blöndudalshólum í Austur-Húnavatns- sýslu 29. febrúar 1944. Hann lést á Kristnesspítala 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Jónasson, kennari og bóndi, f. 24. febrúar 1891, d. 26. janúar 1984, og Anna Mar- grét Sigurjónsdóttir húsmóðir, f. 4. októ- ber 1900, d. 5. febrúar 1993. Systk- ini Ólafs eru Ingibjörg, f. 10. maí 1925, Elín, f. 23. september 1927, Jónas Benedikt, f. 4. mars 1932, Kolfinna, f. 30. maí 1937 og Sig- urjón, f. 10. ágúst 1941, d. 7. desem- ber 1945. Hinn 25. maí 1996 kvæntist Ólaf- ur Hólmfríði Ósk Jónsdóttur frá Dalvík, f. 1. október 1952, d. 6. mars 2005. Höfðu þau þá verið í sambúð í hartnær fimmtán ár. For- eldrar hennar eru hjónin Rannveig Steinunn Þórsdóttir, f. 17. janúar 1929, d. 13. febrúar 2000, og Jón Þorsteinn Guð- mundsson, f. 27. febr- úar 1921. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum í Blöndu- dalshólum og sinnti þar ýmsum sveita- störfum. Hann fluttist á vistheimilið Sólborg á Akureyri á áttunda áratugnum og dvaldi þar um árabil en bjó eftir það á sambýlum á Akureyri, lengst af í sjálfstæðri búsetu með Hólmfríði konu sinni. Ólafur var ljúfur og glaðlyndur maður sem naut til fullnustu alls þess sem lífið rétti honum. Hann hafði unun af tónlist og dansi, tók þátt í íþróttakeppnum fatlaðra og gladdist mjög í félagsskap vina og ættingja. Útför Ólafs verður gerð frá Gler- árkirkju í dag, 16. apríl 2009, og hefst athöfnin klukkan 14. Á heimili Ólafs frænda míns í Blöndudalshólum áttum við Ártúna- fólk góða granna og vini og af sjálfu sér kom að samgangur var mikill – og samhjálp. Minnisstæð eru jólaboð þar, sem og heimsóknir á sumrum, farið var í skóginn eða feluleik í kjall- arann, mörg tilefni fundust til barna- leika og Óli, yngsti sonur hjónanna, litlu eldri en við systkinin, var traustur leikfélagi okkar. Þó hann gengi ekki heill til skógar, átti hann hamingjusama æsku, tók þátt í bú- störfunum og var til þess tekið hve trúr hann var yfir verkum sínum. Í miðju fjörinu, skollaleik eða eyjuleik, kom hann upp með að sækja þyrfti kýr og mjaltir væru framundan. Reyndist hann fara nærri um tímann þó ekki væri hann með klukku. Hólabærinn var fluttur ofan úr hvamminum sunnan við hólana þeg- ar foreldrar Óla hófu þar búskap. Framarlega á bakka Blöndu var reist tveggja hæða hús með rúmgóð- um kjallara. Víðsýnt var frá nýja bænum og þó hreif mig ekki síður ár- niður, þar sem Blanda rennur rétt neðan við húsið lengst ofan úr öræf- um og jöklum. Þarna voru æsku- stöðvar Ólafs frænda míns, en síðar eignaðist hann annað heimili og einnig gott norður í Eyjafirði. Á Sól- borg dvaldi hann lengi og eignaðist konu, hana Hófu, Hólmfríði Jóns- dóttur, sem við frændfólk hans sáum og kynntumst á niðjamóti á Bakka- flöt fyrir hálfum öðrum áratug. Eng- ir voru kátari en þetta elskulega par og þau tóku stóran þátt í söng og dansi. Þá hafði Óli ennþá góða heilsu og dansaði hvern dans. Síðasta dans- inum er lokið. Gott var að kynnast þessum góða dreng. Ingi Heiðmar Jónsson. Sjálfsagt hef ég alltaf vitað að Óli móðurbróðir minn væri öðruvísi en flestir aðrir en ég man ekki til þess að mér hafi þótt það nokkuð und- arlegt eða athugavert. Hann var eitt frávikanna í mannlífsflórunni sem gerir flestum okkar hinna kleift að kallast „venjuleg“. Það jók enn á sér- stöðu hans að hann var fæddur á hlaupársdegi og lengi vel hélt ég að þangað mætti rekja fötlun hans, hann átti jú aðeins afmæli fjórða hvert ár og mér fannst skiljanlegt að þar með þroskaðist hann hægar en við hin. Minningar um heimsóknir í sveit- ina til ömmu og afa geyma margar myndir af Óla: Óli að reka kýrnar, Óli með skrítnu vettlingana með tveimur þumlum sem amma prjón- aði, Óli að slá sér á lær og hlæja, Óli að klappa mér og segja: „Jæja, es- skan mín.“ En ein áhrifamesta minn- ingin er um hann koma hlaupandi út Blöndudalinn þegar ég stóð ráðvillt við Svartárbrú, nýstigin úr rútunni að sunnan. Sem barn gat ég varla hugsað mér áhrifameiri staðfestingu þroska og sjálfstæðis en að ferðast ein í rútu. Þarna hafði mér tekist að fá vilja mínum framgengt en heldur kárnaði gamanið þegar enginn var til að taka á móti mér. Hræðslan vék þó fyrir feginleika þegar ég kom auga á Óla á fleygiferð í áttina til mín, veif- andi öllum öngum. Mikið þótti mér vænt um Óla frænda þarna. Óli var afar ljúfur, góðlyndur og blíður. Hann var líka svolítið stríðinn og hafði gaman af því að gera at í manni. Hann setti stundum í brýrn- ar þegar honum mislíkaði eitthvað en oftast var það í gamni gert og brosið skammt undan. Hann bjó yfir fallegum tilfinningum og þráin eftir lífsförunaut var sterk. Hann gekk stundum um með gardínuhring á fingri og sagðist trúlofaður einhverri heimasætunni á næstu bæjum og ég man ekki að nokkur hafi amast við þessu tilbúna tilhugalífi. Minningar mínar um Óla eru ná- tengdar ömmu og afa því ég skynjaði alla tíð umhyggjuna og natnina sem þau sýndu honum, einkum þó amma sem minntist líka einhverju sinni á áhyggjur sínar af því hvað yrði um hann þegar hún gæti ekki lengur séð um hann. Amma og afi sýndu mál- efnum fatlaðra mikinn áhuga og fylgdust með þeim úrræðum sem Óla stóðu til boða. Líf hans tók nýja stefnu þegar hann flutti á dvalar- heimilið Sólborg á Akureyri og þar var sannarlega stigið mikið gæfu- spor. Á Sólborg bjó hann meðal jafn- ingja, hann naut alls þess fjölbreytta starfs sem þar var unnið og síðast en hreint ekki síst, þar kynntist hann ástinni sinni, henni Hófu. Þau áttu samleið í nær 25 ár og var yndislegt að sjá hvað þau sóttu mikla hamingju og einlæga ást hvort til annars. Þegar ég hitti Óla síðast var Hófa látin og hann bjó í sambýli með nokkrum herramönnum á Akureyri. Elli kerling var farin að gera illa vart við sig og hann þekkti mig ekki en það gerði ekkert til. Ég færði honum páskaegg sem við mauluðum í sam- einingu og öðru hverju brosti hann til mín, hallaði undir flatt, klappaði mér á lærið og sagði: „Jæja, esskan mín.“ Þar þekkti ég Óla frænda minn aftur þó ég væri horfin í óminnisþok- una hjá honum. Ég geymi allar myndirnar af honum áfram í huga mér. Anna Hinriksdóttir. Ólafur Snæbjörn Bjarnason  Fleiri minningargreinar um Ólaf Snæbjörn Bjarnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA ANDRÉSDÓTTIR, Hringbraut 50, áður Nönnugötu 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni miðvikudagsins 8. apríl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 17. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en minnt er á líknar- og hjálparstofnanir. Þorbergur Guðmundsson, Ester Albertsdóttir, Magnús Guðmundsson, Guðrún Samúelsdóttir, Ragnheiður Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVERRIR LÚTHERSSON, Hellisgötu 16, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítala Landakoti laugar- daginn 11. apríl. Kistulagning verður í Víðistaðakirkju föstudaginn 17. apríl kl. 15.00. Jarðsungið verður frá Víðistaðakirkju mánudaginn 20. apríl kl. 13.00. Grétar Sverrisson, Reynir Sverrisson, Sigurður Sverrisson, Garðar Hreinsson, Katrin Johannesen og barnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HILMAR B. ÞÓRHALLSSON, Kleifarvegi 13, Reykjavík, lést föstudaginn 10. apríl. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 20. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Samband ísl. kristniboðs- félaga, sími 533 4900. Anna Jóhanna Zimsen, Anna Jóhanna Hilmarsdóttir, Hafsteinn Z. Hilmarsson, Einar K. Hilmarsson, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Friðrik Zimsen Hilmarsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Melberg, Arild Melberg og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og systir, RANNVEIG ÁGÚSTA GUÐJÓNSDÓTTIR leikskólastjóri, Reyrhaga 6, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 5. apríl. Hún verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 18. apríl kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Árnason, Guðjón Sigurðsson, Guðjón Helgi Ólafsson, Birna Sif Atladóttir, Ari Már Ólafsson, Guðbjörg Hulda Sigurðardóttir, Anna Margrét Ólafsdóttir, Ingi Þór Ingibergsson, barnabörn og systkini. ✝ Elskuleg frænka okkar, KRISTÍN HERDÍS MAGNÚSDÓTTIR frá Reykjarfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Hólmavíkur á páskadag. Útförin fer fram frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 18. apríl kl. 13.00. Jarðsett verður í Árneskirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Systkinin frá Reykjarfirði. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eft- ir tiltekinn skilafrests eða ef út- förin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/ minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.