Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. Fyrirgreiðslupólitík í sinni skær-ustu mynd birtist við ráðningu skólastjóra í Grindavík. Forseti bæj- arstjórnar, Garðar Páll Vignisson úr Samfylkingu, vildi starfið. Bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks í minni- hluta fullyrðir að fyrirmæli frá for- ystu Samfylkingarinnar á landsvísu hafi stöðvað ráðagerðina. Hags- munapólitík af þessu tagi yrði ekki liðin í námunda við kosningar.     Verður fyrir-greiðslu- pólitíkin liðin á öðrum tímum? Heyrir hún ekki til liðinni tíð?     Meirihlutinnhékk á blá- þræði. Framsókn- armenn neituðu að starfa áfram með Samfylkingu nema hún hyrfi frá áformunum og sættist á að Maggý Hrönn Hermannsdóttir yrði skóla- stjóri, en hún var af Capacent valin, auk Soffíu Vagnsdóttur, hæfust af sjö umsækjendum til að gegna stöð- unni.     Hvað fær flokk í meirihluta til aðkjósa eigin bitlinga fram yfir hag fjölskyldnanna?     Hvað fær flokk í meirihluta, semætla má að hafi boðið fram til að koma hugsjónum sínum í verk, til að leggja þær til hliðar svo einstakur maður innan þeirra raða fái gott starf? Var það tilgangur framboðs- ins?     Í yfirlýsingu á vef Grindavíkur seg-ir að meirihlutinn sé nú sammála um að við ráðningar í störf hjá bæj- arfélaginu verði farið eftir faglegri úttekt í framtíðinni.     Rétt tókst að afstýra fyrirgreiðslu-pólitíkinni og því að skattpen- ingum bæjarbúa yrði sóað í enn meiri biðlaun og hugsanlega í mála- ferli vegna brota á jafnréttislögum. Garðar Páll Vignisson Fyrirgreiðslupólitíkin lifir Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 9 skýjað Lúxemborg 23 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað Bolungarvík 3 léttskýjað Brussel 18 þrumuveður Madríd 8 skúrir Akureyri 3 alskýjað Dublin 9 skúrir Barcelona 16 léttskýjað Egilsstaðir 2 alskýjað Glasgow 10 skýjað Mallorca 15 skúrir Kirkjubæjarkl. 10 léttskýjað London 19 heiðskírt Róm 21 heiðskírt Nuuk -4 snjókoma París 21 skýjað Aþena 16 léttskýjað Þórshöfn 7 alskýjað Amsterdam 22 heiðskírt Winnipeg 12 skýjað Ósló 11 skýjað Hamborg 20 heiðskírt Montreal 10 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Berlín 21 heiðskírt New York 9 alskýjað Stokkhólmur 10 heiðskírt Vín 22 léttskýjað Chicago 8 alskýjað Helsinki 6 heiðskírt Moskva 16 skýjað Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 16. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.37 1,3 10.40 2,8 16.33 1,3 23.13 3,0 5:51 21:05 ÍSAFJÖRÐUR 0.02 1,7 6.37 0,6 12.23 1,4 18.15 0,6 5:47 21:19 SIGLUFJÖRÐUR 2.18 1,2 8.48 0,4 14.58 0,9 20.40 0,6 5:29 21:02 DJÚPIVOGUR 1.39 0,8 7.21 1,5 13.30 0,7 20.07 1,6 5:19 20:36 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Austlæg átt, 3-8. Víða bjartviðri og hiti 2 til 8 stig að deginum. Á laugardag Suðaustan 5-10 m/s, dálítil rigning eða súld suðaustantil og einnig um landið suðvest- anvert síðdegis, en annars úr- komulaust. Hiti breytist lítið. Á sunnudag Suðaustan strekkingur, rigning eða súld sunnan- og vest- anlands en annars þurrt. Hiti 3 til 8 stig. Á mánudag og þriðjudag Suðlæg átt og vætusamt, síst þó norðaustanlands. Útlit fyrir heldur kólandi veður. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri og víða léttskýjað. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast suð- vestantil. Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is KARFAAFLI fyrstu sjö mánuði fiskveiðiársins var rúmlega 20 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Í lok síðasta mánaðar var hann orð- inn ríflega 48 þúsund tonn, en kvóti ársins er 50 þúsund tonn. Hins vegar voru 9.300 tonn flutt á milli ára þannig að eftir var að veiða rúmlega 11 þúsund tonn af karfa í aprílbyrjun. Karfakvóti var í fyrrahaust skertur um sjö þús. tonn frá árinu á undan. Heildaraflinn í nýliðnum marsmánuði var 108.446 tonn sem er töluvert minna en á sama tíma í fyrra, en þá var hann 169.043 tonn. Tölu- verð aukning varð í botnfiskafla í marsmánuði á milli ára en samdrátturinn í heildarafla orsakast af því að í mánuðinum voru engar loðnuveiðar, en í mars í fyrra var 95.904 tonnum af loðnu landað. Búið að veiða 64% af leyfilegum þorskafla Botnfiskaflinn í mars var 63.106 tonn sam- anborið við 56.182 tonn í mars í fyrra. Mest mun- ar um aukningu í þorski, aflinn var 25.531 tonn á móti 20.915 tonnum í mars í fyrra. Sjö fyrstu mánuði fiskveiðiársins er búið að veiða 104.794 tonn af þorski eða rúm 64% af leyfilegum heildarafla fiskveiðiársins. Meira var veitt af kol- munna í mars í ár en í fyrra, 38.935 tonn á móti 16.770 tonnum. Tæplega 5.500 tonnum af gulldeplu var landað í mars, en engu í mars í fyrra. Langt komið að veiða karfakvótann  Aukning í botnfiskafla í marsmánuði  Engar loðnuveiðar og heildaraflinn minni Drjúgur Vel hefur veiðst af karfa í ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.