Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.04.2009, Blaðsíða 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009 Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is SJÓRÆNINGJAR gerðu árás á bandarískt fraktskip við strendur Sómalíu í gær. Flutningaskipið Li- berty Sun, sem var á leiðinni með nauðþurftir til Kenía, skemmdist töluvert í árásinni en ræningjarnir náðu því ekki á sitt vald. Nýleg yfirlýsing forseta Banda- ríkjanna, Baracks Obama, um hertar aðgerðir gegn sjóræningjum undan ströndum Sómalíu, virðast ekki hafa haft jákvæð áhrif en fjórum skipum var rænt í byrjun vikunnar. „Síðustu sjóránunum er ætlað að sýna að eng- inn geti aftrað okkur frá því að vernda hafsvæði okkar fyrir óvinin- um,“ sagði Omar Dahir Idle, einn sjóræningjanna, í símaviðtali við AP- fréttastofuna. Eftirlit nánast ómögulegt Talið er að um 17 skip og 300 manns séu í haldi sjóræningja við strendur Sómalíu. Alþjóðlegur floti herskipa hefur svo mánuðum skiptir sinnt þar gæslustörfum. Stærð Ind- landshafs gerir það nánast ómögu- legt að sinna þar fullnægjandi eft- irliti að mati sérfræðinga. Alþjóðlegi flotinn sé eins og þunnur plástur teygður yfir risastórt svæði. Lausnin sé að hjálpa Sómalíu og koma þar á friði. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópu- sambandið hafa boðað til alþjóðlegs fundar 23. apríl nk., þar sem mark- miðið verður uppræting sjóránanna með því að ráða bót á stjórnmála- legum vanda Sómalíu. Svarið við ógninni megi ekki aðeins vera hern- aðarlegs eðlis og ráðast verði að rót- um vandans. Dramatísk björgun bandarísks skipstjóra flutningaskipsins Maersk Alabama á sunnudag, sem hafði ver- ið haldið föngnum af sómölskum sjó- ræningjum, hefur á ný vakið upp umræður um það hvort áhafnir fraktskipa skuli vera vopnaðar. Eins og er verjast skipverjar að- allega með því að skjóta neyðarblys- um, beita þrýstidælum og klæða hliðar skipanna með gaddavír. Margir skipaeigendur efast um ágæti þess að áhafnirnar vopnist, slíkt gæti stuðlað að árásum sem miðuðust að því að ræna vopnunum. Þá hefur verið bent á að sjóránin gefi vel af sér í formi lausnargjalda, sjóræningjar eigi auðvelt með að verða sér úti um öflugri vopn en skipverjarnir og þannig verði komið af stað vopnakapphlaupi. Rúmlega hundrað flutningaskip sigla um Aden-flóa á hverjum degi. Besta leiðin til að komast hjá sjórán- um er að sniðganga Aden-flóa og sigla suður fyrir Afríku. Það hafa fá skipafélög gert vegna aukins elds- neytiskostnaðar og gjalda vegna lengri afhendingartíma, sem eru hærri en lausnargjöld sjóræningja. Reuters Sjóræningjar eflast við Sóm- alíustrendur Vígbúnaður skipsáhafna yrði líklega að- eins til að koma af stað vopnakapphlaupi Í HNOTSKURN »Um 11% olíu heims semflutt er sjóleiðis fer um Aden-flóa en flóinn er mik- ilvæg flutningaleið fyrir olíu- ríkin í Persaflóa. »Stjórnmálaástandið í Sóm-alíu hefur verið óstöðugt frá því seint á níunda áratugn- um og einkennist af ættbálka- erjum. »Alþjóðlega viðurkenndbráðabirgðastjórn er við völd í suðurhluta landsins. Rán Sjóræningjar beina vopnum að frönskum gíslum sem þeir rændu af snekkju fyrr í mánuðinum, fjórum var bjargað en einn lést við björgun. NÝ mynd, sem NASA, Geimvísindastofnun Bandaríkj- anna, hefur birt, hefur vakið nokkra athygli. Var hún tekin með myndavélum í Chandra-gervihnettinum og líkist mest yfirnáttúrulegri hönd í óravíddum geims- ins. Er nú líka farið að kalla hana Höndina enda vant- ar ekkert upp á. Sjá má úlnlið, þumalfingur, vísifing- ur, löngutöng, baugfingur og litlafingur. Hin raunverulega orsök og uppruni Handarinnar er hins vegar mikið orkuflæði frá nifteindastjörnu, sem tekið hefur á sig þessa skemmtilegu mynd. Réttu nafni heit- ir þokan PSR B1509-58 og segja stjarnvísindamenn, að hún sé 1.700 ára gömul og eitt stærsta rafsegul- magnaða fyrirbæri, sem vitað er um. svs@mbl.is Fundu risavaxna hönd í óravíddum geimsins Þvermál Handar- innar er 150 ljósár. Baráttan gegn atvinnuleysinu er brýnasta verkefni næstu ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur þegar kynnt aðgerðir sem munu skapa 6.000 störf um allt land á næstu misserum. Næstu verkefni eru endurreisn fjármálakerfisins, mannaflsfrekar framkvæmdir og efling nýsköpunar og þróunar um allt land auk nýtingar auðlinda í sátt við umhverfið. Um leið hefjum við samningaviðræður við ESB til að tryggja blómlegt atvinnulíf á grunni trausts gjaldmiðils – evrunnar. Við ætlum að koma öllum vinnufúsum höndum, karla jafnt sem kvenna, til starfa. Þannig verður kreppan stutt. Vinnum gegn atvinnuleysi www.xs.is Arna Lára Jónsdóttir 3. sæti í Norðvesturkjördæmi Össur Skarphéðinsson 1. sæti í Reykjavík suður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.