Morgunblaðið - 16.04.2009, Side 34
34 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 2009
Það hefur komið fram
ógrynni af nýjum
hljómsveitum í þessari Popp-
punktshvíld 36
»
STOFNAÐUR hefur verið sjóður við Tónlistar-
safn Íslands til minningar um Ingólf Guð-
brandsson og starf hans með Pólýfónkórnum,
en Ingólfur verður jarðsettur á morgun.
Pólýfónkórinn starfaði undir stjórn Ingólfs á
árunum 1957 til 1988 og vann margskonar
brautryðjendastarf í íslenskum kórsöng. Meðal
annars flutti Pólýfónkórinn í fyrsta sinn í heild á
Íslandi Messu í h-moll og Mattheusarpassíu eft-
ir J.S. Bach og vakti athygli víða um heim fyrir
fágaðan söng sinn. Á undanförnum árum hafa
hljóðritanir kórsins á ýmsum stórum verkum
verið gefnar út að nýju á hljómdiskum.
Hinum nýstofnaða sjóði er ætlað að stuðla að
því að gögn sem varða sögu Pólýfónkórsins
verði skráð og gerð aðgengileg almenningi og
fræðimönnum.
Tónlistarsafn Íslands í Kópavogi var form-
lega stofnað 23. janúar síðastliðinn með und-
irritun samnings þar um af Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur, þáverandi menntamálaráð-
herra, og Gunnari Birgissyni fyrir hönd Kópa-
vogsbæjar. Safnið verður opnað almenningi á
Kópavogsdögum, 9. maí næstkomandi.
Miðla tónlistarsögunni
„Ég er að taka upp úr kössum og ná inn mun-
um sem við setjum upp í fyrstu sýninguna,“ seg-
ir Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur,
forstöðumaður hins nýja Tónlistarsafns Íslands.
„Hér verða meðal annars sýndir persónulegir
munir úr eigu Ingólfs, rétt eins og munir úr eigu
Páls Ísólfssonar, Árna Kristjánssonar og vænt-
anlega Rögnvaldar Sigurjónssonar og Björns
Ólafssonar. Sýnd verða elstu tæki til hljóðrit-
unar, sem við fáum lánuð hjá Ríkisútvarpinu. Þá
verða fengnir að láni munir úr eigu fólks og úr
söfnum, til að setja upp þessa fyrstu sýningu
þar sem verða nokkrir dropar úr hafsjó sög-
unnar.
Stefnt er að því að hér verði skráð og miðlað
tónlistarsögu þjóðarinnar.“
Minningarsjóður
Stofnaður til minningar um Ingólf Guðbrands-
son Brautryðjandi í íslenskum kórsöng
Morgunblaðið/RAX
Ingólfur Guðbrandsson Vann merkt braut-
ryðjendastarf með Pólýfónkórnum.
„ER þetta besta
sinfóníuhljóm-
sveit í heimi?“
spyr gagnrýnandi
The Guardian og
svarar: „Nei. En
Simón Bólivar
Youth Orchestra
er heitasta fyr-
irbærið í klass-
ískri tónlist og
það er skiljanlegt. Miðar á þessa
tónleika hljómsveitarinnar seldust
upp fyrir tíu mánuðum.“ Gagnrýn-
andinn lofar leik sveitarinnar í
London og gefur henni fimm stjörn-
ur, fullt hús.
Simón Bólivar Youth Orchestra
frá Venesúela hefur vakið gríðarlega
athygli á síðustu árum, og hinum
kraftmikla stjórnanda, Gustavo
Dudamel, er hrósað.
Þessa dagana er fjölmenn hljóm-
sveitin, sem skipuð er fólki á aldr-
inum 16 til 24 ára, á ferð um Eng-
land og fylgjast fjölmiðlar með.
Hljómsveitin er afrakstur 34 ára
gamals prógramms sem nefnist „El
Sistema“, þar sem fátæk ungmenni í
Venesúela fá víðtæka tónlist-
arþjálfun, og er kennt í allt að sex
daga vikunnar. Afraksturinn er tug-
ir æskulýðshljómsveita og á þriðja
hundrað þúsund ungmenna sem
hafa hlotið tónlistarþjálfun.
Augu fjölmiðla beinast ekki síst að
Dudamel en enski stjórnandinn Sim-
on Rattle segir hann „hæfileikarík-
asta stjórnanda“ sem hann hafi
fylgst með.
Fylgst með
Dudamel
Simón Bólivar-
sveitin í Englandi
Gustavo Dudamel
KRISTÍN Marja
Baldursdóttir rit-
höfundur fær
glimrandi dóma
fyrir tvær bækur
sínar í frönskum
og dönskum fjöl-
miðlum.
Þeir sjö dómar
sem hafa birst í
Frakklandi um
Karítas án titils
eru allir á jákvæðum nótum. Í Lett-
res D’Aquitaine er sagt að sagan sé
stórfengleg hvernig sem á það sé lit-
ið. „Auk stórkostlegrar umgjörðar,
fylgist maður af mikilli eftirvænt-
ingu með örlögum þessarar ástríðu-
fullu konu (er minnir um margt á
Fridu Kahlo) sem eins og land henn-
ar, keppist við kuldann og þyngsl
fjölskyldu- og trúarhefða.“
Óreiða á striga fær álíka góða
dóma í Danmörku og m.a gefur
gagnrýnandi Jyllandsposten henni
fjórar af fimm stjörnum.
Glimrandi
góðir dómar
Kristín Marja
Baldursdóttir
Í KVÖLD kl. 20 verður dag-
skrá í boði Norska sendiráðs-
ins og Norræna hússins þar
sem norsku rithöfundarnir
Nikolaj Frobenius og Karin
Fossum munu kynna nýjustu
bækur sínar og spjalla við
gesti. Norski sendikennarinn,
Tiril Myklebost, mun svo fjalla
almennt um bókaútgáfuna í
Noregi árið 2008.
Fjórar bækur eftir Fossum
hafa verið þýddar á íslensku og árið 1997 hlaut
hún Glerlykilinn, norrænu glæpasagnaverðlaunin.
Nikolaj Frobenius hefur m.a. skrifað skáldsög-
ur, kvikmyndahandrit, ljóð, greinar um bók-
menntir og kvikmyndir. Enginn aðgangseyrir.
Bókmenntir
Karin
Fossum
Norsk bókakynning
í Norræna húsinu
RÁÐSTEFNA um gæði í há-
skólastarfi á Norðurlöndum
verður opnuð af mennta-
málaráðherra í hátíðarsal Há-
skóla Íslands í dag kl. 9.30.
Á ráðstefnunni munu fræði-
menn og stjórnendur gæða-
mála ræða hvernig tryggja
megi háskólanemum fyrsta
flokks kennslu og styrkja stöðu
norrænna háskóla á alþjóð-
legum menntamarkaði. Meðal
erlendra fyrirlesarar eru Norman Sharp, yfirmað-
ur alls gæðaeftirlits á háskólastigi í Skotlandi og
Iréne Häggström, gæðastjóri Karolinska Institut
sem er talinn besti háskólinn á Norðurlöndum.
Upplýsingar á: www.yourhost.is/QNHE2009
Hugvísindi
Rætt um gæði
háskólastarfs
Katrín
Jakobsdóttir
FIMMTA Sýna og sjá-kvöld
Nýlistasafnsins fer fram í
kvöld kl. 20. Á þessum kvöld-
um fara óháðir tónlistarmenn
og spekúlantar yfir sjálfstæða
tónlistarsköpun á Íslandi við
upphaf 10. áratugarins.
Í kvöld eru það félagarnir í
Saktmóðigur sem tína fram
gömul plaköt, skella vínyl á
fóninn og ræða viðhorf sín til
tónlistar og hljómsveitarlífið.
Saktmóðigur var stofnuð 1991 og hefur starfað
síðan með nokkrum mannabreytingum.
Forsendur fyrir Sýna og sjá dagskrá Ný-
listasafnsins eru tengsl óháðra hljómsveita við
safnið gegnum 30 ára sögu þess.
Tónlist
Sýna og sjá-kvöld
Nýlistasafnsins
Saktmóðigur
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
ÞRJÁR tónlistarstofnanir sem tengjast Kópavogi, Sam-
kór Kópavogs, Skólakór Kársness og Strengjasveit Tón-
listarskóla Kópavogs, sameina kraftana á stórtónleikum í
hinni nýreistu Lindakirkju í Kópavogi á morgun, föstu-
daginn 17. apríl klukkan 20, og á laugardaginn klukkan
17. Frumflutt verður hér á landi tónverkið Requiem eftir
velska tónskáldið Karl Jenkins. Um 170 manns taka þátt í
flutningnum, 140 manna kór og um 30 manna hljómsveit.
Björn Thorarensen kórstjóri segir að þetta sé einn
stærsti tónlistarviðburður í Kópavogi um langt árabil og
verkefnið hafi lengi verið í undirbúningi.
„Það hefur verið draumur minn í nokkur ár að flytja
þessa Sálumessu eftir Jenkins, eða frá því ég heyrði verk-
ið fyrst,“ segir Björn. „Ég hef stjórnað Samkór Kópavogs
um skeið og verkefnið hentar kórnum vel. Flutningur
stærri kórverka strandar stundum á kostnaði við hljóm-
sveit en það fór allt í gang þegar ég talaði við ráðamenn í
Tónlistarskóla Kópavogs. Þeir eru með strengjasveit
nemenda og vildu taka þátt í flutningnum, en við fyllum
sveitina að þriðjungi með atvinnumönnum. Það kemur
reglulega vel út að blanda nemendum og fagfólki saman.“
Verk Jenkins hafa ekki verið flutt hér
Tónverk Karl Jenkins hafa notið vinsælda víða á liðnum
árum og verið flutt í stærstu tónlistarhúsum. Björn segir
að Jenkins sé vissulega nútímatónskáld en tónlist hans sé
afar áheyrileg og þægileg áheyrnar.
„Jenkins kemur úr popp- og djassgeiranum og tónlistin
jaðrar við að vera rómantísk. Hann er mjög vinsæll en
það er svo einkennilegt að þau hafa ekki verið flutt hér.“
Verkið er óvenjulegt í uppbyggingu. Þetta er „hefð-
bundin“ sálumessa en hún er brotin upp með japönskum
stefjum og hækum. Björn segir skemmtilega stemningu í
verkinu. „Jenkins er vanur að blanda ýmsu saman. Í ann-
að verk vefur hann til að mynda bænaköll múslima. Hann
hrærir saman þáttum frá ólíkum menningarheimum.“
Björn segir æfingar hafa gengið vel og að hin nýreista
Lindakirkja sé fínt tónleikahús. „Hún er nýuppsteypt, við
flytjum verkið í steinsteypuskelinni og það virkar vel.
Hljómurinn í kirkjunni er góður. Hann er ef til vill í harð-
ari kantinum en það hæfir tónlistinni vel. Hún er róleg
lengst af en svo er gríðarmikið slagverk og í Dies Ire,
Dags reiði-kaflanum er talsvert fjör. Á endanum hættir
kórinn að syngja og verður hálfgert „bít-box“. Það er
býsna skemmtilegt.“
Konsertmeistari er Hjörleifur Valsson. Einleikarar eru
Kolbeinn Bjarnason sem spilar á japanska shakuhachi-
flautu og Elísabet Waage leikur á hörpu. Stjórnandi
Strengjasveitar Tónlistarskóla Kópavogs er Unnur Páls-
dóttir, stjórnandi Skólakórs Kársness er Þórunn Björns-
dóttir en Björn er stjórnandi á tónleikunum.
Óvenjuleg sálumessa
Samkór Kópavogs, Skólakór Kársness og hljómsveit sameinast í Lindakirkju
Frumflytja hér á landi tónverkið Requiem eftir velska tónskáldið Karl Jenkins
Stjórnendurnir Hjörleifur Valsson konsertmeistari, Þórunn Björnsdóttir, stjórnandi Skóla-
kórs Kársness, Unnur Pálsdóttir, stjórnandi Strengjasveitar TK, og Björn Thorarensen.
Sálumessa eftir velska tón-
skáldið Karl Jenkins var frum-
flutt í London árið 2005. Á
milli hinna hefðbundnu
messuliða Sálumessunnar
fléttar tónskáldið þáttum sem
samdir eru við japanskar
hækur, andlegar hugleiðingar
um dauðann og eftirlífið.
Kórarnir skipta með sér
verkum þannig að Samkór
Kópavogs syngur hefðbundnu
liðina en Skólakór Kársness
syngur japönsku þættina.
Jenkins hefur samið mörg
kórverk, stór og smá, og er
með vinsælustu núlifandi tón-
skáldum Breta.
Eitt af vinsælustu tónskáldum Breta í dag